Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 3
,'dm
i&iiMMZZ*!Í2.
Samferðamenn.
•liWUIMIUUUUUI
IIIMUIIIIIIIUIIUIIilllMIMIIIIIIIHHMIMMIimi.
! Bmáiaga eftir Jón H. Guðmundsson
eir höfðu orðið samferða norðan úr landi, þekktust ekki áður,
töluðust fátt við í bílnum á leiðinni og aðeins lítilsháttar
tvisvar, þegar stanzað var. Þó var annar þeirra sérlega ræðinn
og opinskár og fljótur að gefa sig á tal við þá, sem urðu á vegi
lians, og aldrei lengi að komast að þvi, hver voru áhugamál manna
og að segja þeim sín og fá þá til að tala um þau. Hann var kaup-
sýslumaður, héraðsríkur höfðingi, nýkosinn á þing. Hann hét
Sigurgeir.
En presturinn var einkennilega þögull og fáskiptinn. Hann
stóð einn úti við borðstokkinn og liorfði á Akrafjall, Slcarðsheiði
og Esjuna, eins og hann hefði aldrei séð þessi fjöll fyrr eða þráð
þau lengi sem gainla vini. Hann yrti ekki á neinn og enginn gaf
sig á tal við hann. Skipið var á leið frá Borgarnesi til Reykjavikur.
Sigurgeir undi þvi illa að ná engum tökum á prestinum, var
ekki vanur þvi að láta menn ganga sér úr greipum, ef hann vildi
tala við þá og þoldi mjög ilia, ef honum fannst hann vera hunds-
aður. Auk þess var presturinn í rauninni merkilegur maður, ný-
kosinn á þing eins og liann sjálfur,‘að visu utan flokka og })á auð-
vitað sannfæringarlaus, fannst Sigurgeiri, en samt jafnrétthár
þingmaður og varð að takast alvarlega. Það gat verið gagn í því
að kynnast honum vel, aldrei var að vita, hvenær safna þyrfti liði
eða hvar.
Sigurgeir gekk til prestsins.
„Þér horfið mikið á fjöllin, síra Kjartan.“
„Já.“
„Yður þykir þau falleg?“
„Já.“
„Þér eruð ef til vill Reykvikingur? Það er langt á milli kjör-
dæmanna okkar og satt að segja hafði eg varla heyrt yðar getið,
þegar það fréttist til okkar, að þér liefðuð verið kosinn mótat-
kvæðalaust, af því að hinir frambjóðendui-nir drógu sig til haka.
Eg hefi ennþá ekki skilið, liversvegna þeir gerðu það. Eg hélt,
að menn vildu berjast til þrautar. Það hefði eg gert.“
Þögn.
„Eruð þér Reykvíkingur?“ spurði Sigurgeir aftur.
„Já.“
„Voruð þér í Reykjavik, þangað til þér urðuð prestur?“
„Nei.“
„Hve lengi voruð þér þar?“
„Til tíu ára aldurs.“
„Hvert fóruð þér þá?“
„Eg var tekinn í fóstur í sveit.“
„Hvernig stóð á því?“
„Faðir minn dó og eg átti mörg systkini.“
„Svo hafið þér verið i Reykjavík meðan þér voruð i skóla?“
„Já.“
„Þykir yður vænt um Reykjavik?“
„Já.“
„Það skil eg ekki. Eg fæddist þar og fluttist þaðan fimmtán
ára gamall með foreldrum mínúm og hefi aldrei verið þar að
staðaldri síðan. Eg hefi fengizt við útgerð og verzlun og gengið
eiginlega allt að óskum og aldrei saknað Reykjavikur. Það er
gott að koma þangað, en lika gott að fara þaðan.“
„Finnst yður það,“ sagði presturinn og leit framan i Sigurgeir,
sem ekki skildi, hversvegna sér Kjartan var þungur á svipinn
og augun hvöss og ásakandi.
Sigurgeiri þótti horfa þunglega með samtalið, en vildi ekki
hætta því. Hann þurfti að leiða talið að einhverju, sem prestur-
inn hafði áhuga á. Hvernig væri að minnast eitthvað á gömlu
Reykjavík, fyrst séra Kjartani þótti svona vænt um bæinn?
„Eg er líklega nokkrum árum eldri en þér, svo að það er ekki
að marka, að við munum ekki Jrvor eftir öðrum, þó að bærinn
væri ekki stór á þeim árum. Eg verð að játa að eg sakna battarís-
ins og gömlu bryggjanna, þegar eg er á leið inn Iiöfnina. Þarna
lék eg mér, þegar eg \-ar strákux og þar var margt prajkkarastnkið
gert. Maður rændi bátum, hnuplaði kolum og spitum og gerði
ýmsum skráveifur og sá aldrei eftir neinu; slóst við stráka, sem
maður réð við, og margt og margt, sem er gaman að minnast,
þegar farið er að tala um þáð. Eigið þér ekki lika minningar frá
«lóðu»^?“
-----Svo slitnaði kaðallinn og kolapokinn lenti á höfðinu á þeim
gráskeggjaða------
„Jú,“ sagði presturinn.
Sigurgeiri datt allt í einu í liug, hvort það væri ekki bezta ráðið
við prestinn að opna hjarta sitt fyrir honum, skrifta.
„Eg man sérstaklega vel eftir einu atviki frá þessum árum, dá-
litlu, sem eg gerði og hafði ef til vill ekki góðar afleiðingar. Eg sá
þó held eg aldrei í alvöru eftir því, líldega vegna þess, að ekki
komst upp um sökudólginn, af þvi að eg játaði aldrei, þó að geng-
ið væri á mig. Það var strákur, sem sá til mín og kjaftaði frá, en
eg píndi hann til að þegja, áður en hann sagði of niikið. Þér mun-
ið eftir bryggjunni, sem var skamrnt frá batteríinu.“
„Já,“ sagði presturinn.
„Þai- var oft skipað upp kolum. Karlarnir báru pokana á bak-
inu upp bryggjuna. Við jiessa uppskipun fór alltaf eitthvað af kol-
um i sjóinn og mátti hver sem vildi tína þau í fjörunni, þegar út
féll. Það voru einkum krakkar og unglingar, sem-við það feng-
ust, en þó stundum fullorðnir menn og jafnvel konur. Eg var
latur að tína, þó að mér þætti ganian að koma heim með kol. En
duglegastur allra var gamall, gráskeggjaður maður, sem alltaf óð
út í sjóinn með uppbretlar ermar og kafaði þannig eftir kolunum.
Hann var aldrei í vaðstígvéluni, auðvitað blautur og kaldur, bar
líka meii'a úr býtum en aðrir. Eg dáðist að honum og öfundaði
liann. Aðrir reyndu að talca þetta eftir lionum. Þá fór hann bara
utar og kafaði enn dýpra, stundum svo djúpt, að skeggið blótnaði.
Þá brostu mennirnir á bryggjunni, en gamli maðurinn kærði sig
kollóttan um það. Hann gat ekki unnið erfiðisvinnu eins og þeir.
Hann vissi líka, að þeim var vel við hann, þvi að oft höfðu þeir
halað pokana upp á brj'ggjuna fyrir hann. Krakkarnir i fjörunni
hlóu, þegar skeggið blotnaði, allh', nema börnin hans, eg stundum
mest. Einu sinni hafði hann aflað hátt í tvo poka. Mig langaði til
að gera honum grikk. Eg vissi, hvar liann geymdi kaðalinn, sem
pokarnir voru halaðir upp með. Það var við skúr skammt fyrir
ofan bryggjuna. Eg fór þangað og hálfskar kaðalinn sundur. Kona
gamla mannsins var komin til þess að hjálpa honum. Hún og
elzti sonur þeirra bjuggu sig til að hala upp fvrri pokann og góð-
viljaður maður ætlaði að rétta þeim hjálparhönd. Gamli maður-
inn batt fyrir opið á pokanum, en eg stóð uppi á bryggjunni og
hlakkaði lil að sjá hvernig færi. Pokinn komsl dálítið upp fyrh'
höfuföð á gamla manninnm. Svo slítnaði kaðallinn og kola-
pokinn lenti á höfðinu á þeim graskeggjaða. Hann þurfti ekld
meira, þvi miður, börnin voru mörg og ung og tvístruðust vist í
ýmsar áttir. En seinna huggaði eg mig með því, að hann hefði
hvort eð var ekki getað séð fyrir þeim mikið lengur. Skritnast af
öllu þvkir mér þó, að eg má helzt ekki snerta á kaðli, svo að eg