Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 7

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ VlSIS 7 ------------i------- 'pÁÍ.m.L 'H’A.H.n.Q.sjon: Finnur Jónsson listmálari. Finnur Jónsson er austfirzkur að ætt og uppruna, fæddur að Strýtu í Hálsþinghá 15. nóv. 1892. Foreldrar hans voru þau hjón- in, Ólöf Finnsdóttir frá Tunguhóli i Fáskrúðsfirði og Jón Þór- arinsson, sonarsonur Ríkarðs Longs, smiðs, sem fluttist til Aust- fjarða frá Englandi á öndverðri 19. öld. Hafa afkomendur lians margir verið listfengir, og Jón var orðlagður þjóðhagi á tré og málm. Þeim hjónum varð sex harna auðið, fimm sona og einnar dóttur ,er var yngst. Ríkarður var elztur bræðranna, en Finnur hinn þriðji i röðinni ,og ólst hann upp í föðúrgarði ásarnt syst- kinum sínum, við venjuleg sveitastörf. Snemma þótti hann hnýs- inn í smiðar og hagur í hezta lagi, en annars ekki frábrugðinn öðrum hörnum. Á Strýtu er útsýni allmikið og fag'urt. Bærinn stendur norðan við Hamarsfjörð undir hnarreistum liálsi, en hall- andi mýrar niður þaðan að sjónum. Lengst í suður sér Eystra- Horn og fjöllin suður af Alftafirði unz þau hverfa bak við Mel- rakkanesið, sem er sunnan við Hamarsfjörð. Upp þaðan og við vestur að sjá frá Strýtu vex hinn vörpulegi fjallgarður, er verður milli Geithellnadals og Hamarsdals allt til Þrándarjökuls. En að bæjarhaki rís skriðurunninn hálsinn og hamraf jöllin milli Ham- arsdals og Berufjarðar með Búlandstind í miðju. — Suður og' Finnur Jónsson. suðaustur er mikil sjávarsýn, Hamarsfjörður hið næsta og Álfta- fjörður með Þvottáreyjar líkt og girðingu út á móti hafinu. Utar og austar ris Papey, en suður þaðan breiðist útsærinn sjálfur til haf þarna úti fyrir orkaði á hann snemma, og árið 1905, er hann yztu sjóndeilda. í túninu á Strýtu er blágrýtisdrangur einn, kynja- var 13 ára, réðst hann matsveinn á fiskiskútu, sem gekk frá Djúpa- mikill og fagur, sem bærinn tekur nafn af. Bust er á drangnum vogi. Skútan lá um sumarið við fiski fyrir Austurlandi öllu frá eða turn, og var það almenn trú frá forneskju, að þar væri álfa- Langanesi og suður fyrir Hornafjörð. Ekki er annars gelið en kirlcja. Snertuspölur einn er frá bænum niður að firðinum, Ham- að kokkurinn stæði sig allvel, þótt ungur væri, en hitt er vist, að arsfirði, sem oft hvilir kyrr og fríður í bláum skuggum hinna þá tókust með honum og Ægi þau kynni, er síðar hafa haldizt hávöxnu fjalla. Þar er kvikt af lifi i sæ og á og mikill griðastað- að minnsta kosti frá kokksins hálfu, þvi að upp frá þessu var ur hverskonar sundfugla. Hvalir eru þar oft á sveimi, hnísur og hann öðru hverju við sjó og sækir þangað enn. Veit eg þó ekki, hrafnreyðir, eða voru áður,fyrr, þegar fleira var um þá en nú er. En hvort hann telji sig þekkja allt það, sem úti er við eyjar blár og þó að frítt sé um fjörðinn, er einatt annar hátturinn úti við eyj- utar þaðan. arnar, þegar hafátt er á. Þá fossar þar fannhvítt brimið og bylt- Árið 1909 missti Finnur föður sinn. Móðir hans bjó síðan með ist við björg og sker, ægilegt og þó lokkandi. börnum sínum, og var Finnur fyrir framan hjá henni lengi, þvi Við þessa kosti ólst Finnur upp. — Ilið brigðula, blágræna að elztu bræðranna tveggja naut þá ekki við. Jafnframt sótti hann sjó og varð formaður á árabát, er þeir bræðurnir gerðu út. Þá var hann 19 ára. En liugur hans stefndi annað, út fyrir allar eyjar. Ríkarður, bróðir hans, var þá kominn hingað suður til náms, og fýsti Finn næsta mjög að róa á líkar leiðir, en lét þó lítt uppi fyrirætlanir sínar. — Haustið 1915 hélt hann svo til Reykjavíkur og kom sér í gull- smíðanám hjá Jónatan Jónssyni, en fékk jafnframt tilsögn i teiknun og meðferð lita hjá Þórarni B. Þorlákssyni, málara. Upp frá þvi var hann ekki í neinum efa um það, hvert halda skyldi. Þannig liðu næstu árin við nám hér syðra á vetrum, en sjósókn eystra á sumrum. Haustið 1919 lauk hann sveinsprófi i gullsmíði og steig síðan á skipsfjöl næsta dag, því að nú slcyldi ekki sótt á grunnmiðin lengur, heldur hert á klónni og lialdið utan. Næstu missirin dvaldist Finnur í Kaupmannahöf*n. Um veturinn stund- aði hann teiknun við listasafn ríksins (Statens Museum for Kunst) undir handleiðslu Viggo Brandt, kennara við listaháskólann, og sólti auk }>ess kennslu í iðnskólanum (Teknisk-Selskabs-Skole). Sumarið 1920 vann hann að gullsmíði lijá Mikkelsen, liirðgull- smið í Breiðgötu, en komst um haustið i málaraskóla Olav Rude, sem er einn af fremstu málurum Dana. — Vorið 1921 liélt Finnur heim og dvaldist sumarlangt með móð- ur sinni og systkinum á Strýtu, sýslaði þó lítt við landbúnað eða sjósókn, heldur málaði því meira. Um haustið sýndi hann svo myndir sínar á Djúpavogi. Það var fyrsta sýning hans. Síðan hélt hann til Reykjavíkur og hafði þar sýningu aðra. Að því búnu fór hann utan á ný til frekara náms og létti nú ekki fyrri en kom- ið var til Þýzkalands. Dvaldist hann fyrst í Berlin nokkura hríð, en síðan jafnan í Dresden, hinni fögru og listauðugu borg við Saxelfi. Þar kfc>mst hajua í Schuie fux neue Kuost og naut kennsJu Edmonds Kestings, en stundaði jafnframt nám við listaháskól- ann, teiknun o. fl. Þannig leið fram til vorsins 1924, en þá gerð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.