Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 5

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 5
J ÓLABLAÐ VlSIS S í einu kom himinhá alda og reiö undir skipið, lyfti því hátt og bar það upp á klettadrang. Afturskuturinn fór þegar í kaf, en þar var káetan, og drukknaði þar greifafrúin, sonur hennar og þern- urnar þrjár. Ábótinn, þerna nokkur, brytinn og maður að nafni McArthur, sem var einn farþeganna, héldu sér dauðahaldi í það, sem hendi var næst. Það var Mc Arthur sem fyrstur kom auga á dóttur sendi- herrans sem hafði tekið út, en hélt sér enn á floti innan um brak úr skipinu. McArthur tókst að hjarga mærinni, og með aðstoð brytans drógu þeir liana upp úr sjónum. Brytinn reyndi því næst að synda til lands, en þraut mátt, og drukknaði hann á leiðinni. Á klettunum stóð hópur Mára, sem liafði safnast þar saman til þess að liorfa á harmleikinn. Enginn þeirra gerði neina tilraun til þess að koma skipbrotsmönnum til bjargar. Þegar ábótanum var orðið þetta ljóst ákvað liann að reyna að komast til lands. Hann rak hníf sinn í skoru milli tveggja steina á Idettinum og lét sig svo síga niður og hélt sér í hnifsskeftið með annari hendi, en brátt tókst honum að grípa fljótandi ár með hinni. Sleppti liann þá lakinu og svamlaði til lands og hafði stuðning af árinni. Márar þeir, sem á ströndinni voru, drógu hann svo á land, og var auðséð á svip þeirra, að þeim var það óljúft. Aðrir skipbrotsmenn ákváðu nú að fara að dæmi ábótans og var ungfrú de Bourke, sendiherra- dóttirin, næst i röðinni. Þegar hana bar að landi tók Mári nokkur í annan handlegg hennar, en annar Mári í annan fót hennar, og kipptu þeir henni upp á ströndina. Var nú hinum, sem eftir voru á skipinu, einnig bjargað. Mikil voru vonbrigði þessa fólks, sem hafði glaðst yfir því, að vera komið á land eftir hrakningana, er Márar sviptu það klæðum og léku það harkalega. Þegar klæðin voru rifin utan af sendiherradótturinni, sem var mær fögur og vel sköpuð, litu Márar á hana lostafullu augnaráði og voru há- værir og hranalegir. Að þessu loknu snéru Márar sér að því að hirða allt verðmætt á skipinu, en storminn hafði nú lægt svo, að auðvelt var að athafna sig við slíkt sem annað. Nokkur lík rak nú á land og fóru skipbrotsmenn bónarveg að Márum og báðu þess, að mega grafa líkin, en Márar svöruðu því til, að hræ hunda lélu þeir að jafnaði rotna undir berum himni. Leituðu þeir að fjármunum og öðru í vösum hinna sjódrukknuðu karla og kvenna og hentu líkunum þar næst í sjóinn. Horfðu skip- brotsmenn á þetta skelfingu lostnir. Márar ráku nú skipbrotsmenn í hóp og ráku hann á undan sér upp í fjöllin. Ekki fékk neinn í hópnum neitt til þess að skýla nekt sinni, en þó fengu þeir að vefja blóðrisa fætur sina, til þess að fei’ðin sæktist betur. Márar litu á fólk þetta sem þræla, en þræl- ar og aðrir, sem ekki höfðú sömu trú og Márar, voru réttlausari en skynlausar skepnurnar í þeii’ra augum. Margir voru að þvi komnir að gefast upp, en Márar sögðu að þeir myndu grýta lil hana hvern þann, sem ekki héldi áfram göng- unni. Kváðust Márar eigi vilja saurga vopn sín með því að bera þau á hina „kristnu liunda“. Að lokum, þegar allir í hópnum voru að því komnir að örmagnast, var numið staðar í fjallastöð nokk- urri. Var þar liús nokkurt af steini gert, íveruhús að því er virtist, og nokkur útihús, og skammt frá nokkr- ir asnar og geitur á beit. Þarna voru fimm eða sex karlar á slangri úti við og gullu háðsyrði og kuldahlátrar af vörum þeirra, er þeir sáu hinn nakta hóp. Út úr húsinu kom gildvaxinn maður, sem bar sig þannig, að ætla mátti að hann væri yfirmaður allra hinna, þvi að þeir, sem komu með hópinn, heilsuðu honum af mikilli virðingu. Svo var þó ekki, því að það kom brátt í Ijós, að maður þessi var þrælasali, og buðu ræningjai’ hon- um hina herteknu menn og konur til kaups. . Enginn i hópnuni fann eins sárt til hinnar smánarlegu framkomu ræn- ingjanna og þrælasalans, en dóttir sendiherrans. Það fór titringm- um allan likama hennar, er þessi gildvaxni, luralegi maður opnaði munn hennar, til þess að athuga tennur hennai’, en henni létti hrátt, því að hún sá, að tillit hans var kuldalegt og bar engri girnd vitni, er hann virti likama hennar fyrir sér. Hann leit á hana augum þrælasalans einvörðungu. Ekki varð liún síður fegin, er hún komst að því, að hún, ábótinn frændi hennar og MacArthur, voru i sama liópnum. — Fann ungfrú de Bourke sárl lil með hinum skipbrotsmönnum, einkum ungri stúlku, sem seld var og ílutt á brott, en til hennar spurðist aldrei framar. Það var nokkurum erfiðleikum bundið fvrir þau, að finna eitt- hvað til þess að skýla nekt sinni, og þótt það væru tötrar einir, sem þau kæmust yfir, voru þau öll sárfegin, að þurfa ekki að ganga um nakin. Matvæli þeirra voru af skornum skammti, að- ailega mélkökur, og ekld fengu þau annað til drykkjar en vatn. Hálm fengu þau til þess að breiða undir sig, þar sem þau lögðust til svefns. Ekkert var fyrir þetta vesalings fólk gert og tók það brátt að örvænta um framtiðina. Þegar frá leið varð þó nokkuf breyting á. Dóttir sendiherrans var látin vinna ýms liússtörf og mátti ganga um húsið að vild. Tókst henni að afla sér hylli barna húsráðanda og hins arabiska þjónaliðs lians. Framkoma liennar var aðlaðandi og hið fagra bros hennar upprætti allt vantraust úr hugum þeirra, og var oft reyt að vikja ýmsu að henni með leynd, svo sem geitamjólk og ávöxtum. Dag nokkurn lcomst ungfrú de Bourke yfir pappírs- blað og litaðan krítarmola. Henni var huggun í þessu, en annað olli henni miklum áhyggjum, og það var tillit augna húsráðanda, sem virtist vera farinn að veita henni mikla athygli, og brosti nú titt til hennar. Hún þurfti svo sem ekki að fara í neinar graf- götur um, hvað liann hafði í huga. Reyndi hún að forðast hann og hljóp í felur, ef hún vissi af honum í nálægð sinni. Hún ótt- aðist þann dag, er hann mundi rétta út hinar luralegu hendur sínar, til þess að hrifsa hana til sín. Ábótinn, sem hafði margt reynt og séð, sá hvert stefndi, og ól áhyggjur miklar og stórar. Ábótinn var ekki i vafa um, að mikil hætta vofði yfir þeim öllum. Ábótinn þóttist sjá fram á, að ekkert gæti orðið mærinni til bjarg- ar, nema að vega húsráðanda, en af því mundi leiða ægilega hefnd, sem bitnaði á þeim öllum. Tilgangslaust var að leita á náðir konu húsráðanda, því að hún var engu ráðandi, nema i kvennabúrinu, sem var í öðru liúsi, sem stóð nokkuru fyrir aftan aðalhúsið. Fyrirsjáanlegt var og, að tilgangslaust mundi að hyggja á flótta. Næstum daglega komu Márar til þess að verzla við húsráð- anda, en það var lítið uppörvandi við komu þessara manna, þvi að svipur þeirra bar því vitni og framkoma öll, að þeir voru bragða- refir mestu, og til alls trúandi. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.