Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 10

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ VÍSIS verið uppi á því tímabili aldar- inn'ar, þá liefði Jiann ekki þurft að lieyja sitt harða stríð gegn hvíta hveitinu, en hafi hann þó mína og margra annara þökk fyrir þá baráttu. Skammtur sá, sem komst inn á okkar heimili af þessari vörutegund, var not- aður í jólaköku og kleinur, sem soðnar voru í tólg. Þótti þetta hvorltveggja englafæða, sérstak- lega jólakakan, og þá einkum ef nóg var í hana borið af rúsín- um. En aðalmeðlætið voru þó hvorki jólakökiir né kleinur> heldur lummur, sem bættar voru með sýkri og kanel. Efni þeirra var ekki hveiti, lieldur bankabyggsmjöl. Það þurfti að mala og mala vel. Var það þrungið af fjörefnum, að eg held, og bólgnaði hæfilega í inn- ýflum manna og dýra. Man eg það, að í eitt skipti komst liest- ur í bankabyggspoka; át þar úr fylli sína og sprakk að ináltið- inni íokinni. Til að mala þetta bankabygg voru tíðast notaðir hinir lélegri vinnuki’aftar heim- ilisins, krakkarnir. Við elztu bræðurnir tveir áttum að mala sína þriggja marka skálina hvor. Aðstaðan var slæm fyrir okkur, því að kvarnarstokkurinn var hár, og beinleggurinn, sem var utan um handfangið svo gildur, að við náðum tæplega utan um hann. Við stóðum því á kassa og vorum lengi að mala, en eng- inn tími var okkur takmarkað- ur við þessa vinnu; höfðum að- eins þetta eina boðorð: að mala vel. Að verkinu loknu var sóp- að af með væng, og gripum við oft ofan í mjölið til þess að gæta að hvort agnir fyndust í því. — Þessar lummur voru ljómandi góðar og enn þykja mér lumm- ur eilt hið bezta, sem eg fæ með kaffi, smekkurínn sem að kemst i ker, keiminn lengi eftir ber. — Þá voru það kertin, þau varð að steypa, því að hver heimilis- maður varð að fá jólakerti. Við börnin fengum líka jólakerti, en þau urðum við að steypa \*estmannaeyjar frá hafi. sjáif, en þá vinnu töldum við ékki eftir. Okkur var gefin brædd tólg i skál dálílið af rauð- um lit og ljósagarn svonefnt í kveikinn. Aðferðin var þessi: festuin spýtu fyrir ofan skálina með krókum í fyrir kveikinn, og dýfðum. síðan kertinu ofan i tólgina á víxl, unz þau höfðu fengið hæfilegan gildleika. Á jólakveldið festum við svo þessi smákerti í röðum á spýtu. Það var dýrðleg sjón að horfa á 6—10 rauð smákerti brenna með snarki á sömu fjölinni. Jólátré þekktust ekki og þess- végna var ekki leitazt við að búa það lil undir kertin, sem minnti á jólatré, svo sem síðar varð. — Svo kom Þorláksmess- an, en þann dag voru aðalátök- in: bakað, soðið, saumað og prjónað, því að alll varð að vera fullgert á aðfangadaginn. \rið strákarnir máttum þá vera úti því að við þóttum fremur óþarf- ii’ inni við, vorum fyrir, vísir til að krækja okkur i luminu eða hangikjötsbita. \'ið fórum því út og vorum úti á troðningunum í þorpinu. Gölur ekki til, neina Strandvegurinn og þar var ekk- ert að sjá; enginn á sjó og eng- inn fiskur barst á land um þann' árstíma. Við völdum okkur því krossgötur, þar sem vænta mátti mannaferða. Ekki voru held- ur ljósin í búðargluggumim, þar þurfti ekkert að sýna, og ljós var ekki venja að hafa í búðum. Dagsbirtan var þar látin ráða og ekki opnað fyrr en verk- Ijóst var orðið og lokað er skyggja tók. En nú var Þorláks- messa og margir karlar búnir að fá sér á jólapelann. Þessir náungar voru sumir æði skrítn- ir; slíkir náungar hafa verið, eru og verða lengst af í öllum þorpum. Já, og þarna sem við stöndum á krossgötunum, sjá- um við hvar stór rumur skjögr- ar álengdar. Hann er i siðum, svörtum yfirfrakka, með spjald á bakinu. „Drengir, þetta skyldi þó aldrei vera hann Þóroddur gamli „spreúgir“? En í Jiverju er karlinn.“ Við á eftir karlin- um. Hann þurfti að ganga smá- brekku, til þess að komast lijá smávilpu, sem myndazt liafði á veginum. llann fellur i bratt- anuin og rennur ofan í tjörnina. „Við skulum hjálpa karlinum.“ En við gátum eklvi lireyft mann- tröllið, hvernig sem við toguð- uin og streittumst við. Við náð- um i hjálp og var þá Þóroddur fluttur lil Jiæja, en á spjaldinu, sem liann laar á laalcinu, var það letrað: Hver sem þetta les, greiði mér væna munntó- JaalvS-tuggu. Svo endaði þetta æfintýrið. Aðfangadagurinn. jÚ ER HANN UPPRUNNINN jiessi dýrðlegi dagur, dagur- inn sem svo lengi var hlakkað til að kæmi. Við krakkarnir yöknuin óvenju snemmaoghefj- um samræður, óþarflega liáar og til ama fyrir jiað heimilis- fólkið, sem vill njóta blundsins, af því að það lagðist i hvílu óvenjii þreylt og Júið eftir dags- ins strit. Þessi árvelnii okkar, fram úr Jiófi, einmitt þennan dag, minnir mig á karlinn, sem Jioðinn var i brúðkaupsveizlu og lilaklcaði álcaft til þess að fá að Jiorða lirokafylli sína. Hann vaknaði fyrir allar aldir og bylti sér á alla lund í rúminu, altekinn af óviðráðanlegri matarlöngun. Hann reis upp á olnbogann og leit út um gluggann til þess að gæta að bvort liann sæi hvergi glóra fyril* degi. En hann sá Jivergi noldcra skímu og lagð- ist því næst andvarpandi niður og mælti: „Það er löng blessuð nólt, slcyldi aldrei ætla að koma dagur.“ Kerling hans, sem vakn- aði við bröltið og andvörpin í karlinum, svaraði: „Það gefur guð, að einhverntíma kemur dagur.“ Þetta var karlinum lítil liuggun, svo að hann spyr lvellu sína stuttlega: „Hefir þú fengið skrif fyrir því?“ En svo rann upp þessi langþráði veizludagur fyrir karlinn og þannig rann einnig upp fyrir okkur, hin bráðlátu börnin, þessi dýrðlegi dagur, aðfangadagur jóla. Þegar fór að liða á daginn var byrjað á því að þvo og ldæða Bjargsig. * ft * fi ft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.