Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 4
J
mNM
vísxs
ÍF. MATANIA:
*0-4sH.'CUts éxX'ýsKAs'L'
&MsctU'/CsbO-'^<LcL,\
DOTTIR SENDIHERRANS.
EGAR RÓMAVELDI var hrunið til grunna hófst og hnign-
unartímabil víðast hvar á ströndum Norður-Afríku, og var
velmegun lítil og öryggi enn minna í hafnarbæjunum, nema á
nokkrum stöðum, þar sem Márar voru einráðir og sáu sér hag í
að bægja frá ræningjum og hvers konar bófalýð. Tyrkir höfðu
yfirráð yfir þessum svæðum um Ianga hrið, en reyndu óvíða eða
hvergi að hagnýta sér landgæði. Og má raunar segja, að siðmenn-
ingin hafi hvergi barið þar að dyrum, fyrr en Tyrkir höfðu misst
þar vöíd og áhrif, eða eigi mjög löngu áður en liinir heimssögu-
legu viðburðir vorra daga fóru að gerast á þessum slóðum.
Á þeim tíma, er saga þessi gerðist, eða árið 1719, voru þessar
strendur víðast hvar auðar og óbyggðar, og ekki höfðu þar aðrir
bækistöðvar en flökku-þjóðflokkar, sem sjaldan höfðust við lengi
á sama stað ,og hlýddu engum lögum. Stöku sinnum mátti þó sjá
þar Mára á ferð, er þeir voru þar á ferð með þrælahópa. Skirrð-
ust Márar ekki við, á stundum, að gera árásir, á skip þau, sem
rekið hafði á land í ofviðri. — Bófaflokkarnir höfðu á yaldi sinu
beztu hafnirnar og þaðan fóru skip þeirra i ránsferðir um þvert
og endilangt Miðjarðarhaf og höfðu ræningjar sem vænta mátti
hinn mesta áhuga fyrir, að allt héldist þarna í sama horfi, svo að
þeir hefðu óbreytta aðstöðu til þess að halda áfram ránsiðju sinni.
Höfðu þeir samtök sín á millum um að sporna gegn erlendri ihlut-
un hvaðan sem hennar varð vart.
Á sjó var hvergi um neitt öryggi að ræða, nema i nánd við Ev-
rópustrendur, og gat það þó ekki mikið talist þar.
Þannig var þá ástatt á þessum slóðum, er farþegaskip nokkurt
lét úr höfn í Cette, bæ, sem er ekki langt frá Marseille í Frakklandi.
Þetta var lítið einsigluskip. Skipstjórinn hafði ekki verið svo for-
sjáll, að búa skip sitt varnarvopnum, því að langferð var ekki fyr-
irhuguð, og ætlun hans var að sigla með ströndum fram lengst af.
Skipstjóranum hafði þó verið fengið í hendur ábyrgðarmikð hlut-
verk, sem var i þvi fólgið að gæta öryggis og koma á áfangastað
fjölskyldu franska sendiherrans í Madrid, de Bourk greifa. Var
hér um að ræða konu sendiherrans, de Bourk greifafrú, son henn-
ar og dóttur, de Bourk ábóta, og allfjölmennt fylgdarlið fjölskyld-
unnar. Förinni var heitið til Barcelona, en þaðan átti að fara Iand-
leiðina til Madrid.
Fátt var annara farþega og skipverjar voru fáir.
. Veður var hagstætt, er af stað var lagt, góður byr. Þótti öllum,
er á skipinu voru, fagurt að horfa yfir hið fagurbláa Miðjarðar-
haf, þar sem i fjarska gat að líta önnur seglskip, sem voru til að
sjá eins og fiðrildi, sem sezt höfðu sem snöggvast á sjóinn eða
flögruðu yfir honum.
Undir kvöld fyrsta daginn sá skipstjórinn til ferða snekkju
nokkurrar, sem var ýmist stefnt i þessa áttina eða hina, og á stund-
um beint á skip hans. Að lokum, þegar skammt var orðið milli
skipanna, var gefið merki um það á snekkjunni, að einsigluskipið
frá Cette skyldi nema staðar. Andartald síðar heyrðist fallbyssu-
skot og fallbyssukúla þaut fram hjá siglunni.
Var nú engum blöðum um það að fletta, að hér var ræningja-
skip á ferð, sem hafði hagað sér svo kynlega sem að framan var
lýst, meðan einsigluskipið var að nálgast.
t_--------------------———............. ...........■—-
minnist ekki þessa atviks og i rauninni eru allir kaðlar mér ógeð-
felldir siðan. Hvað segið þér nú um þetta?“
' „Ekkert,“ sagði presturinn og horfði þungbúinn til bæjarins.
• „Munið þér ekki eftir gamla mannimml?“ spurði Sigurgeir.
„Hann var hár maður, hokinn i herðum, með mikið skegg, eri þó
ékki mjög sítt, hafði falleg augu, góðlegur i framan, en þó ein-
beittur á svipinn.“
* „Jú, eg man vel efþr honum,“ sagði séra Kjartan. „Hann var
faðir minn!‘f
* —V 'rkS*' ?'•
Skipstjóri vissi vel, að ekki var lil nokkurs að búast til vamar.
Ræningjaskipið var búið mörgum fallbyssum og áhöfnin grimm-
lynd og blóðþyrst. Taldi skipstjóri víst, að hér væri um að ræða
ræningja frá Alsir, sem alræmdir voru fyrir grimmd sina og
yfirgang. Höfðu þeir alger yfirráð á siglingaleiðunum og svifust
aldrei neins.
Sjóræningjarnir stigu nú á skipsfjöl og tóku menn úr þeirra
hópi við skipstjórninni, en vopnaðir ræningjar voru settir til þess
að gæta farþeganna. Snekkjan hélt þar næst uppteknum hætti, en
einsigluskipinu var stefnt á haf út, og vissi enginn skipverja eða far-
þega hvert ferðinni var heitið. Iðulega var siglt nærri öðrum skip-
um, en skipstjórinn áræddi ekki að gefa þeim merki. — Brátt
hvarf land sjónum. Siglt var suður á bóginn. Skýjabliku dró á
loft og vindur breyttist. Fór sjór brátt að ókyrrast og sást ekkert
nema hvítfextar öldur hafsins og dökkur skýjabakki framundan.
De Bourk greifafrú hafði búið um sig, ásamt syni sinum og
þremur þernum í káetunni, og læst dyrunum að innanverðu, en
dóttur hennar og Bourk ábóta þótti hyggilegra að vera þar, sem
þau gátu fylgst með hvað ræningjar tóku sér fyrir hendur. Hinir
farþegarnir himdu í lest og var líðan þeirra hin versta. Voru þeir
mjög uggandi um sinn hag sem vonlegt var.
Storminn jók æ meira og sjógangur var svo rnikill, að ekki var
stætt á þilfari. Það var eins og nóttin ætlaði aldrei að liða. Tilraun-
ir sjóræningja til þess að halda réttri stefnu mistókust með Öllu,
enda hafði stýrið laskast í sjóganginum. Mátti það furðulegt telj-
ast, að skipið skyldi ekki farast j hafrótinu.
Loks fór að bregða birtu. Allir voru nærri örmagna og var það
sjóræningjum sem öðrum hið mesta fagnaðarefni, er sást til lands.
En það hafði ekki dregið til neinna muna úr sjóganginum, og
skipið bar hratt að klettóttri strönd. Og brátt hafði skipið borist
svo nærri ströndinni, að augljóst mátti heita, að það mundi rekast
þá og þegar á einhvern klettinn. Öldurnar skullu á skipinu af
reginafli. Sól hækkaði á lofti og varpaði geislum sínum á haf og
hauður, og það glitraði á brimlöðrið sem demanta, en sú fegurð
fór fram hjá þeim, sem á skipinu voru, og biðu þess í dauðans
augist sem verða vildi.
Skipverjar gerðu allt sem i þeirra valdi stóð til þess að koma i
veg fyrir, að skipið strandaði, en varaakkerinu hafði skolað út-
byrðis og stýrið, sem tvivegis var búið að lappa upp á, bilaði enn
á nýjan leik.
Horfurnar voru nú jskyggilegrj en nokkurn tíma áður. Allt