Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 6

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 6
6 J ÖLABLAÐ VlSIS Ábótinu gerði þó tilraun til að múta þeim tíl þess að koma bréfi tíl Alsír, en þeir neituðu að reka þetta erindi hans, og ábótinn 'óttaðist um líf sitt, ef Márar segðu frá mútutilraun haðs. Nokkur tími leið, og ekkert gerðist, og hætti hann þá á, að reyna aftur, og að þessu sinni var liann heppnari. Ungur Arabi tólc að sér að koma bréfi til franska ræðismannsins í Alsír, Ungfrú de Bourke skrifaði bréfið og lýsti átakanlega raunum þeirra og kjörum. Þegar Arabinn var lagður af stað með bréfið söfnuðust þau sam- an í hesthúsinu, féllu á kné og báðu guð almáttugan um hjálp og huggun. Næstu fjóra daga biðu þau milli vonar og ótta, en ekkert gerð- ist sem glæddi vonir þeirra. Húsráðandi varð æ íbyggnari á svip og brosti gleiðlega til mærinnar, í hvert skipti, sem hún var ná- lægt honum. — Enn var gerð ný tilraun og tókst að koma bréfi á annan Araba. En ekkert svar kom. Það var þó eitt, sem var góðs viti, og það var, að sendimennirnir höfðu ekki komið upp um ráðabrugg þeirra. Enn voru tvær tilraunir gerðar og var svo enn beðið átekla. Dag nokkurn um miðbik maimánaðar gerði húsráðandi boð eftir dóttur sendiherrans. Kvað hann eitt barnanna lasið og yrði hún því að sofa í húsinu um nóttina. Mærin skalf og titraði af ólta, er húsráðandi sagði þetta, því nú vofði það yfir, sem hún hafði óttast svo lengi. Hún ákvað þegar, að gera tilraun til þess að komast undan á flólta. Fór liún þegar á fund frænda síns og MacArthurs og leitaði ásjár þeirra. Þeir urðu nú áhyggjufullir mjög, en voru í hinum mesta vanda, því að vitanlega gat það verið satt, að barnið væri lasið, og að húsráðandi hefði ekki illt í huga, en líkurnar voru þó miklu meiri fyrir því, að grunur þeirra væri réttur. Þegar þau voru að ráðgast um hvað gera skyldi kom MacArlhur auga á hóp manna í fjarska og virtist hópurinn nálgast, en hon- um sóttist mjög seint að klífa brattann upp að húsinu. 'Var það missýning, að sumir mennirnir í hópnum hefðu þrístrenda-liatta á höfði, en ekki rauðar Arabahúfur (fez) ? Voru þetta viðskipta- vinir húsráðanda, eða fólk, sem ræningjar höfðu hertekið? Þau biðu milli vonar og ótta og brátt kom í ljós, að mennirnir voru vopnaðir, og að í fylgd með þeim var maður búiim sem klerkur. Þau héldu niðri í sér andanum. Voru vonir þeirra að rætast? Sú varð reyndín. Klukkustundu siðar voru þau farin að athuga böggla þá, sem flokkurinn kom með, en í þeim var fatnaður og fleira, sem þau þurftu á ferð sinni frá þessum kvalastað. Fjórða bréfið hafði komizt til skilá. Var það afhent ræðis- manni Frakka í Alsír, sem afhenti það munkum, sem unnu að því, að hjálpa hvítuin mönnum, sem rænt hafði verið og þar næst seldir mansali. Brátt var lagt af stað á vopnaðri skútu og hafði klerkur sá, sem var fararstjóri með sér gildan fjársjóð, til þess að friðsamlega gengi að fá fangana leysta úr haldi. Gekk greiðlega að ná samkomulagi við húsráðanda, og mun hvorttveggja hafa valdið, að hann leit girndarauga hinn gilda sjóð, sem klerkur liampaði framan i hann, og að klerkur hafði vopnað lið sér til fylgdar. Hin dökkeygu börn húsráðanda horfðu með furðusvip á mær- ina, er hún hafði klæðst fötum, sem voru liin annarlegustu i aug- um þeirra. Hún vafði börnin örmurn og gat ekki varizt gráti, þótt furðulegt væri, á þeirri stund, sem hún var að yfirgefa stað þann, þar sem þau öll höfðu þjáðst svo mjög. — Þegar hún lagði af stað, ásamt frænda sínum ábótanum, og MacArthur, kyssti hún á fingur sér til barnanna að skilnaði og sagði: „Adieu mes enfants!“ (Verið þið sæl, börnin min!). Lauk þannig furðulegum ævintýrum hinnar ungu, fögru og góðu meyjar, en raunir hennar og mótlæti voru nú að baki, og bjart fra'mundan. ///rn /ísíir. E Um listir er margt sagt, en ekki allt, sem þarf. Vil ég E benda á sumt, sem mér finnst þurfa að segja. Og er það E þá helst það, að fólk vill skýra allar listgreinar með orð- E um, og ekki njóta þeirra fgrr en tilheyrandi ræða hefir E verið samin. Og fer þá oft svo, að listaverkið, sjálft gleym- E ist, en ræðan er það, sem gildir. E Ef til vill greinir menn á um það, hvort skírskotað skuli = til hluta í náttúrunni þegar um málverk er að ræða, eða E höggmynd, að ég nú ekki tali um músik; þar J)ykir ófærl = ef náttúran á hlut að, en að því er viðkemur orðsins list, = þar held ég að allir séu sammála um, að í orðum verði — að vera einhver meining; að öðrum kosti sé ræðumaður að- = eins maður, sem heldur uppi hávaða. Ef við skoðum mál- = verk, sem ekki skírskotar til hluta í náttúrunni, þái finnst = okkur að á myndflötinn sé aðeins borinn mismunandi lit- = ur og dregnar margskonar línur. Það er allt og sumt. Við = getum ekki borið það saman við okkar eigin reynslu. Það = snertir ekki tilfinningar okkar. Óhætt er að segja, að eins = færi ,ef myndhöggvari færi þessa leið. En hvað verður um = tónlistina, þessa blæríku, háttbundnu tóna? Skirskotar = hún'ekki til neins? = Við þekkjum tónlist sem er samin með J>eim ásetningi að = túlka náttúrustemningu, svo sem vatnsglit, slcógarþyt o. fl. = En er þá öll æðri tónlist aðeins „tónlist fyrir tónlistina"; = aðeins fikt hagleiksmanna, sem ekki túlkar neitt sem til ér. = Eg neita því hiklaust. Músikin er alltaf skírskotun til = náttúrunnar, og þá fyrst og fremst lífsins sjálfs. Þetta má = segja þannig: 1 tónlist skírskotar listamaðurinn til, tíma = og rúms i sinu eigin lífi. Má segja, að hljóðfall og tón- = blær haldist í hendur við að túlka reynslu eða tilfinning- = ar tónskáldsins til lífsins, og annarra þátta tilverunnar. = Nú vil eg biðja gott fólk að hlusta á tónlist og sjá mynd- = list, án þess að skýringarræða hafi verið flutt, og aðgæta = lwort ekki er hægt að finna henni stað í sínu eigin lífi, = orðalaust. S veinbjörn Þorsteinsson. mmmmmmmmimmmmiimmiiiimmmimmimiimmm * iimmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimimmmmimmimmmmimmmmin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.