Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 67

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 67
JÖLABLAÐ VÍSIS 67 Jón HJálmsson: SKYLDAN KALLAR --Úr bréfi- Skammdegishúmið lykur um- hverfis mig, — regnið drýpur úr hverri spjör, — vatnið bullar upp úr hnéháum stígvélum. Áfram, — áfram, — yfir þennan eyðilega heiðamó. Þögn. Aðeins regnið og örskots-þyt- \U' stormsins rjúfa hina helgu kyrrð skammdegisnæturinnar, annars allt myrkt og kyrrt. Það er jólanótt. Eg rek fótinn í stein, — ein tilbreyting, — og læt um leið fallast endilangur niður á gráa, regnvota mosadyngjuna. Eg finn hvernig regndroparnir falla þétt og reglulega inn að ör- þrota líkama mínum, hvernig mosinn mótast af þunga líkam- ans og lagast til í hinu vota hvílurúmi. Frá vörum minum stígur lágt, létt andvarp. Myrka, milda jólanótt! Taktu mig í faðm þinn, berðu migi á brjóstum þér —■ burt — burt, eitthvað langt í burt frá hégóma og glaumi þessa hávaðasama lifs. Búðu mér sæng úr blautum mosa, legðu likblæju silfurtærra vatnsstrauma yfir hin brostnu augu mín, — þegar dagur ljóm- ar megi eg sofa svefni hinzta i hinum svala faðmi þínum. Eg lýk upp augunum hægt og gætilega. Eg sé hvernig tannhjól til- verunnar snýst með ofsahraða, knúð af rás viðburðanna, keðju einstaklingslifsins. Hver einsták- lingur, sem sjálfstæður hlekkur, tengdur órjúfanlegum böndum heildarkeðj unnar. Tilveruhjól- ið snýst óaflátanlega, það gróp- ar sig ixm í hvern einstakan hlekk, hefur sig upp og fellur niður aftur. Eg sé hvernig nún- ingurinn eyðir þeim, hlekkjun- um, hægt og hægt. Einn á fætur öðrum falla þeir burtu og aðr- ir nýir tengjast í þeirra stað. Til hvers er allur þessi hé- gómi, þessi tilgangslausi nún- ingur? — Það er lögmál lifsins. besaar akyldur, ■ þetta lóg- mál þróunarinnar, sem eg er borinn til, móti minu eigin, án mins eigin vilja, óska eða til- verknaðar. mig úr þessari keðju? Falla burtu, eins og eyddu hlekkirnir? Eg þoli ekki þennan núning, móti minu eigin. Gott og vel, slíttu þig út úr viðburðakeðjunni, láttu þig falla í gróm gleymskunnar. En hvað svo? Hvaða ávinn- ingur yrði þér að þvi? Eg væri laus við leiðindi lífs- ins. Þess lífs, sem aðeins færir mér kvöl og erfiði, án minna eigin saka. Eg þrái hvild . Hvíld frá erfiði og fábreyti- leika hins hversdagslega. Hvíld fyrir lamaða sál og minn afl- lausa anda, — hvíld fyrir mín lúnu bein. iÓ, lof mér að hvilast i skauti þínu, móðurmold, — eg hefi einskis að sakna. Einskis! Einskis! Verið þið sæl. Vertu sæl, veröld. Verið sælir, kunningjar og vinir, sem hafið rétt mér hlý- legt handtak. Vertu sæl, vina mín; liafðu þökk fyrir kossa þína og bros. — Hér eftir verða varir mínar kaldar, augu mín brostin. Hjartað, sem þú þrýstir að brjóstum þér, er hætt að slá. Verið þið sæl, systkini min og faðir; þið þekktuð mig aldrei og skilduð mig því siður; en eg fyr- irgef ykkur, því eg dey. Vert þú sæl, móðir mín! Þú hefir elskað mig, þó að atvikin bæru mig burt frá þér. — — Gráttu ekki. Dauðinn er mér hvíld. Nú get eg dáið. Það getur vel verið, að þér finnist þú einskis hafa að sakna, en ertu nú alveg viss um, að þú gei'ir öðrum rétt til, ef þín miss- ir við? Þeir verða að minnsta kosti að sætta sig við það. Lífið er mér byrði, og þeir létta hana eigi, þyngja fremur. Og þegar eg er farinn munu þeir ef til vill nema staðar við gröf mína, augnablik, en annh' lifs- ins munu bráðlega kalla til þeáiTa. Þeár snúa baki við mjsn- ingunni og gleyma, ■— gleyma þvi, sem á undan er gengið. Ertu nú alveg viss um, að það myndi verða þér ávinningur — Lífið heldur áfram, og hvert stig tiíverunnar ber þér að stíga lil fulls, annars myndir þú rétt aðeins geta tyllt tánum í næsta þrep fyrir ofan, og það myndi kosta þig meiri orkueyðslu, en ef þú stigir skrefið til fulls hérna megin. Þú yrðir aðeins að vinna það upp þar, ef þú hefir vanrækt að gjöra skyldu þína og auka þekk- ingu þlna og þroska hérna meg- in. Auk þess hefir þú um leið kastað frá þér þeim tækifærum, sem þér gáfust til að geta orðið meðbræðrum þinum að liði og svikist um að gjöra skyldu þína gagnvart þeim, og þann skulda- bagga verður þú að bera með þér út yfir gröf og dauða, — þar til þú liefir greitt að fullu. Öll aðstaða þín og viðleitni er þar með slitin úr því heildar- sambandi, að þú sért þess um- ikominn, að láta nokkuð gott af þér leiða eða orðið til nokkui's hlutar nytsamlegur. Þar munt þú ryðga, og því næst verða ekið ásamt með öðru ónýtu skrani og sökkt í djúpið, — þaðan sem þú aldrei framar átt afturkvæmt, aldrei til nokkurs lifs. — Aldrei framar mun ljómi sólarinnar umlykja þig. Aldrei framar skalt þú ganga á grænni grundu, — aldrei lyfta höfði móti lieiðstirndum himni. Saltar bórur munu breiða yfir þig græna slíbreiðu. Þar munt þú hvíla, unz tímans tönn hef- ir nagað þig sundur — breytt þér i duft og ösku. — Þú verð- ur að engu. Lifna cg þó aldrei framar? Nei. Til er eilífur dauði þeim, sem óverðugir eru lífsins. Það er sama, láttu mig deyja. — Mér er alls varnað, — eg hefi engin tækifæri eða aðstæð- ur til að verða einum eða nein- um að liði. Ættí eg ekki heldur að losa ef þú vaerir horfinn af sviðiúú? JOLAGJAFIR VERZL. BJÖRN KRISTJÁNSSON JÓN BJÖRNSSON &CO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.