Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 27
JÓLABLútf> VÍSIS
27
UM ÁSGEIRSVERZLUNINA
ísafjarSarkaupstaður.
' Kaflar þeir, sem hér fara á
eftir, eru úr óprentuðu riti um
skútuöldina. Vegna þess hve
kaflinn um Ásgeirsverzlun er
langur, hefir orðið að sleppa
ýmsum köflum um þróun og
vöxt fyrirtækisins, lýsingu á
skipum, húsum og öðrum mann-
virkjum, ennfremur frásögn um
skipstjóra og aðra helztu starfs-
menn. Hér er aðeins reynt að
bregða upp nokkurri mynd af
þeim þremur mönnum, sem
stjórnuðu verzluninni og gerðu
hana að stórveldi.
1. Upphaf Ásgeirsverzlunar.
Ásgeir Asgeirsson, stofnandi
fyriiiækis þess, sem hér verður
nokkuð frá sagt, var Vestfirð-
ingur i báðar ættir. Hann er
fæddur 1817 á Rauðamýri í
Nauteyrarhreppi, og var faðir
hans vel metinn bóndi, enda
mikilhæfur maður. Ungur að
aldri tók Ásgeir að stunda sjó-
mennsku á opnum skipum, og
fór þá bæði í hákarlalegur á
vetrum og til vorróðra i Bol-
ungarvik. Mótaðist liann brátt
og hertist í glímunni við úfinn
sæ, enda fannst mönnum jafnan
siðan að hann brygði sér lítt við
voveiflega liluti. Snemma var
Ásgeiri falin formennska og
sómdi hann sér vel í þeirri
stöðu. Aflamaður var liann góð-
ur og kappsamur, en hafði þó
svo mikla forsjá fyrir öllum
lilutum, að á því skipi þóttist
hver maður öruggur, sem Iiann
stýrði. Skömmu eftir 1840 mun
Ásgeir hafa tekið við stjórn á
þilskipi. Var hann þá ólærður
með öllu að öðru leyti en því,
sem reynzlan liafði kennt hon-
yfirlækninum fyndist um þá
umhyggjusemi. Þar vantar víst
ekki hinn dyggðuga bróður-
kærleika og hið kristilega
hjartalag — yður ferst — svei!
Og Anna-María gengur þegar
fasmikil á burt frá þeim, þótta-
full á svipinn, að sjúkrastofu
nr. 17.
Um leið og hún opnaiírhurð-
ina, heyra þeir ákafa og titrandi
rödd gamla mannsins:
.... — Eg hefi ekki verið að
svíkjast um------ekki viljandi
— —7—. ekki viljandi — —*
Það er ekki mér að kenna,
að eg er svona lengi pð
deyja! ..........
Hurðin fellur að stöfum.
Þeir heyra ekkert meira.
um. En svo vel heppnaðist Ás-
geiri stjórnin, að mikið fremdar-
orð fór af. Því miður liefir ekki
náðst í heimildir fyrir því,
iivaða þilskipi Ásgeir stýrði á
þessum árum. En hitt er vitað.
að liaustið 1847 sigldi liann til
Danmerkur til náms í sjó-
mannafræði og tók skipstjóra-
próf vorið 1848. 1 ferð þessari
festi liann kaup á 11. lesta (22
smálesta) skútu, sem „Lovísa“
liét. Kom liann upp með hana
um sumarið og tók nú að stunda
veiðar af miklu kappi.
Ásgeir skipherra var úr
kjördæmi Jóns Sigurðssonar
forseta, og hefir eflaust fjdgzt
af áhuga með sjálfstæðisbarátt-
unni, svo ötull og bjartsýnn
framfaramaður, sem liann var.
Þegar liann kom utan til náms,
var hinn mesti djarfliugur ríkj-
andi meðal ungra Islcndinga í
Kaupmannahöfn. Áhrifanna frá
Fjölnismönnum gætti víða, svo
að segja mátti að fræin, sem
þeir gróðursettu, væru sem á-
kafast að festa rætur. „Ný fé-
lagsrit“ voru i blóma sinum og
fluttu jöfnum liöndum skelegg-
ar ádrepur um stjórnarmálefni
landsins og nytsamar hugvekjur
varðandi atvinnuvegi Islend-
inga og eflingu þeirra. Upp var
risinn nýr flokkur ötulla frels-
isunnenda og framfaramanna,
sem kröfðust aulcins framtaks
og sjálfstæðis i stjóynmMum og
atvinnumálum. Hinn sjálfkjörni
foringi var Jón Sigurðsson,
maðurinn, sem engan hlut lét
sér óviðkomandi, er lil lands-
heilla horfði.
Strax og Ásgeir kom til Dan-
merkur leitaði liann á fund
Jóns Sigurðssonar og tókst með
þeim hin traustasta vinátta, sem
liélzt alla ævi síðan. Ásgeir virti
og dáði forsetann og leit mjög
til hans um forystu í stjórn-
málalegum efnum. Jón Sigurðs-
son kunni ekki síður að meta ó-
bilandi festu og þrek hákarla-
skipstjórans, greind hans og at-
hafnaþrótt. Er ekki að efa að
hann hefir eggjað Ásgeir og
hvatt liann til margra góðra
hluta, enda lá hann ekki á liði
sinu þegar heim kom.
Þegar á hinu fvrsta ári eftir
heimkomu sína, tólc Ásgeir að
leita fyrir sér um möguleika til
að stofna félagsskap til verzl-
unar og útgerðar á Isafirði.
Ræddi hann einkum við bænd-
ur i Djúpinu um þessi efni og
tóku margir hklega í málaleitan
hans. Kaupmenn á ísafirði voru
danskir um þessar mundir, og
grétu bændur það lítt, þótt veldi
Jieirra rýrðist nokkuð. Átti það
eflaust drjúgan þátt i þeim und-
irtektum, sem Ásgeir fékk, er
hann tók að beita sér fvrir
stofnmi verzlunarfélags. Virtist
svo I fyrstu, sem mál þetta
myndi sigla hraðbyri til hafnar,
Má telja sennilegt að Jón Sig-
urðsson liafi staðið á bak við
lireyfingu þessa., Að minrista
kosti er tilraun Ásgeirs i fullu
samræmi við vilja forseta, sem
hvað eftir annað hafði rætt og
ritað um verzlunarsamtök.
Að mörgu leyti virtust skil-
yrði liagkvæm til stofnunar
verzlunar- og útgerðarfélags við
ísafjarðardjúp. Þar bjuggu
margir efnaðir og skörulegir
hændur, sem sýnt höfðu á ýms-
an liátt meiri manndóm en al-
mennt gerðist um þær mundir.
Efni þeirra og afkoma stóð
föstum fótum, því að flestir
höfðu þeir miklar nytjar bæði
til lands og sjávar. Höfðu
kaupmenn á ísafirði stundum
orðið þess varir að útvegsbænd-
ur við Djúp létu ekki bjóða sér
hvað sem vera skyldi. Vildu þeir
hafa nokkur álirif á vöruverð og
tóku ekki þegjandi við öllu, sem
að þeim var rélt. Eru dæmi þess
að þeir bundust samtökum og
sendu skip utan með vörur sin-
ar, er þeim likaði ekki verðlagn-
ing kaupmanna. Seinasta slíka
för fór Sigurður Andrésson,
bróðir Jóns Hjaltalíns skóla-
stjóra á Möðruvöllum. Sigldi
hann til Skotlands sumarið
1880 með fiskafurðir allmargra
útvegsbænda við Djúp, en kom
með kornvöru og aðrar nauð-
synjar í staðinn.
Þegar að því kom að ganga
formlega frá stofnun hins is-
firzka verzhjnarfélags,. tóku
menn smátt og smátt að skerast
úr leik. Kaupmenn á ísafirði
skildu brátt hættuna, sem slíkur
félagsskapur gat orðið einveldi
þeirra og óskoruðu forræði á
verzlunarsviði. Brugðu þeir við
hart og títt, riðu um sveitir og
hittu bændur að máli. Mun
hvorki hafa slcort fögur orð né
Ásgeir Ásgeirsson, eldrj,