Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 31

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ VlSIS 31 \ verzlunarstjóra.*). Eftir lát hennar giftist hann danskri konu. Hún hét Alice Bahnson, og var faðir hennar Jesper Bahnson hermálará'ðherra, * nafnkunnur maður a dögum Estrup-sljórnarinnar. Bæði lijónáböndin voru barnlaus. —o— 4. Árni Jónsson. Þótt Ásgeir væri fram- kvæmdastjórinn og sæi um við- skipti fyrirtækisins erlendis, kom það mjög á herðar Árna Jónssonar að annast allar frarn- kvæmdir heima fyrir. Það reyndist lílca svo að þegar öllu var á botninn hvolft réði Árni mestu um heildarstefnuna. Hann þrjózkaðist gegn fyrir- mælum Asgeirs, hummaði þau fram af sér eftir megni og fór .algerlega eftir sínu höfði. strax er hinn var farinn af landi brott. Það var því Árni, sem teljast mátti aðalmaður fvrir- tækisins, enda hafði almenning- ur mest af lionum að segja. Ekki getur það þvi talizt ófyrir- synju, þótt hans verði liér að nokkuru minnzt. Það skal strax fram tekið, að það er ýmsum erfiðleikum bundið að draga upp rétta mynd af Árna Jóns- syni. Dómarnir um hann eru svo sundurleitir og ólíkir, sem *) W. Holm hafði verið verzl- unarstjóri í Neðstakaupstaðn- um á ísafirði, hjá Sars & Sön- ner, unz Ásgeirsverzlun keypti það fyrirlæki. Minningu W. Holm má gjarnan halda á lofti fyrir það, að hann lét smíða fyrstu hafskipabryggjuna hér á landi (um 1880). Sonur W. llolm var Sophus Holm, verzl- unarstjóri á Flateyri. Hann er enn á.lífi, háaldraður. framast má vera, jafnvel þótl aðeins sé tekið tillit til manna, er áttu að þekkja hann vel. Árni Jórisson var fæddur að Krossi í Landeyjum 25. janúar 1851. Fáðir hans var síra Jón Hjartarson, siðar iprestur á Gils- hakka i Hvítársíðu, en móðir Kristin Þorvaldsdóttir Böðvars- sonar, prests i Holti undir Eyja- fjöllum. Kristín móðir Árna var lrin mesta merkis- og gáfukona. Svo var liún ættfróð og gjör- kunnug fornum fræðum, að í þvi efni munu fáar konur liafa staðið henni á spoi’ði. Var minnið með afburðum gott og trútt, svo að dæmafátt •mátti telja. Bræður Árna voru þeir Hjörtur læknir i Stykkishólmi, Þorvaldur prestur á ísafirði og Grimur skólastjóri á saina stað. Árni var guðfræðingur að menntunj en fluttist til ísafjarð- ar þegar að loknu námi og gerðist kennari við barnaskól- ann þar. Gegndi hann því slarfi i fáein ár við góðan orðstir. Þá kvæntist hann Lovisu dóttur Ásgcirs skipherra, systur Ás- geirs yngra. Um sömu mundir gerðist liann verzlunarstjóri og gegndi þeirri stöðu unz Ásgeirs- verðlun var seld 1918. Síðar kvæntist Árni Hóhnfríði systur- dóttur sinni, eftir að hafa feng- ið konungsleyfi til þess hjú- skapar. Hóhnfríður var dóttir Þorvaldar læknis á ísafirði, Jónssonar ritstjóra Guðmunds- sonar, og konu hans, Þórunnar, systur Árna. Árni Jónsson gegndi erilsömu slarfi og erfiðu á ýmsa lund. Um verzlunarstefnu hans féllu ýmsir dómar og sumir harðir mjög. Ilann var uppi á merki- legum tímamótum, enda bæði naut harin þess og galt. Skapgerð hans og hugarfar hafði mótazt á þeim árum, þegar atvinnu- rekendur voru svo sterkir og voldugir, að allir urðu að lúta boði þeirra og banni. Kaup- m aðurinn, ú tgerðarm aðurimi, var hin mikla forsjón hvers byggðarlags. Frá honum, fyrir hann og til hans voru allir lilutir. Engum þótti sæma að hreyfa lilla fingri gegn vilja hans og valdi. Orð hans voru boðorð, skipanir hans lög. Hann gat gengið fyrir hvern mann í þorpinu og sagt: Þú skalt, eða: Þú skalt ekki. Um slíkt tjáði ekki að sakast. Þelta var það lögmál, sem Árni Jóns- son vildi láta gilda. En hér striddi hann gegn þungum og aflmiklum straumi nýrrar ald- ar. Menn tóku að efasl um ó- skeikulleik skrifstofupáfans. Stöðugt gerðust fleiri til að neila forræði hans og sjálf- dæmi í öllum efnum. Ýmsir kröfðust aukins réttar, vildu fá vfrráð yfir vinnuafli sínu og f jármunum, sál og sannfæringu, en þrjóskuðust við að lúta kaup- manninum í auðmýkt og undir- gefni. Jafnframt þessu fór sam- kepppi stöðugt vaxandi, menn áttu í fleiri skjól að flúa, þótt útaf væri við húðarboi’ðið. Ein- valdskaupmaðurinn, sem hafði alla þræði lieils bvggðarlags í hendi sér, var að hverfa úr sög- unni, en margir arftakar skiptu völdum hans á milli sín. Mitt i stórviðri þessara breytinga stóð Árni Jónsson. Hann var ötull og skelleggur verjandi gamalla forréttinda, varði hvert vígi meðan fært var, hopaði aldrei af hólmi. í augum hans var það frekja og ósvífni, er menn heimtuðu peninga fyrir afla sinn eða vinnu. Bljúgir og auð- mjúkir viðskiplamenn létu sér nægja vöruúttekt og milliskipt- XXXXXXXKXWOQOOOWXXXXXXXX GLEÐILEG JÖL! Reiðh jólaverksmið jan Örninn. X5CX ÍOOOOí XÍOOOOOCXX SOOOÍX > óskum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS! Árnes. GLEÐILEG JÓL! Hannes Erlendsson, klæðskeri. GLEÐILEG JÓL! Verzlun Guðjóns Guðmundssonar. GLEÐILEG JÓL! Verzlunin Brekka. GLEÐILEG JÓL! Efnalaugin Glæsir, Hafnarstr. 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.