Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 37
JÓLABLAÐ VÍSIS
37
Dökku augun hennar fylltu
stofuna skæru, áfjáðu augna-
ráði, út í Öll skot og frá gólfi til
lofts. Síðan aðskildi hún strax
hendur sínar, án þess að borð-
inn, sem þær voru bundnar
með, veitti nokkurt viðnám, og
hun knýtti hnefana og nuddaði
stírurnar úr augunum, eins og
barna er siður, þegar þau
vakna. Siðan reis hún upp
snöggt, án nokkurrar áreynslu,
leit til loflsins og fór að hlæja.
En hlátur hennar heyrðist ekki,
hann sást aðeins. Eina hljóðið,
sem heyrðist, var glatt og lif-
andi vængjablak, eins og allar
dúfur heimsins væru að koma
og fara inn um gluggann á
líkstofu þessari og snerta með
fjöðrum sínum bæði veggi og
loft.
Selinína stóð á fætur og fórn-
aði upp liöndunum. Samtímis
uxu út úr herðum hennar stutt-
ir, livítir vængir. Hún blakaði
þeim út í loftið, hóf sig til flugs,
og hvarf......
Allt var við það sama. Það
logaði á kerlunum og hvitt vax-
ið rann í hægum straumum
niður eftir stjökunum. Helgi-
myndirnar voru á sinum stað,
án þess að hreyfa liönd né fót,
né opna varirnar, sem lireyfð-
ust aðeins til lofsöngs og bæn-
ar. Vökukonan var í sætum
svefni og öll merki þess, að
hana dreymdi vel. Allt var við
það sama, nema bláa kistan;
hún var tóm.
VII.
Upp á loftinu léku börn sér
með ærslum miklum i kring
um jólatréð. Skyndilega heyrðu
þau einhvern hávaða, sem kom
ekki frá þeim sjálfum. Þau litu
öll upp i loftið, en þar eð þau
sáu ekkert athugavert, liorfðu
þau livert á annað og hlógu.
Það heyrðist mikill vængjaþyt-
ur og eins og þeir strykjust við
loft og veggi. Ef börnin hefðu
verið blind, hefðu þau haldið, að
dúfurnar úr öllum dúfnahúsum
landsins væru komnar inn i
stofuna. En nú sáu þau enga,
alls enga.
Aftur á móti tóku þau skyndi-
lega eftir dálitlu, sem var
óskiljanlega dularfullt. Allar
litlu stytturnar, sem voru þarna
til að tákna atburðina i Betle-
hem á jólanóttunni, fóru á
hreyfingu, færðu sig hljóðlaust
úr einum stað á annan. Spor-
vagninn hóf sig upp á fjalls-
tindinn og vitringarnir frá
Austurlöndum óðu út í lækinn,
sem krakkarnir höfðu búið sér
til úr litlum speglum. Kalkún-
arnir skriðu inn í gripahúsið,
án þess að biðja um leyfi, og
heilagur Jósep fór í fússi út,
eins og til að grenslast eftir,
hverju þetta sætti. í fyrslu fóru
þessir flutningar fram með
skipulegum liætti, en brátt jókst
hraðinn og allt fór á ringulreið,
eins og ótal hendur kepptust
við að umturna leikföngunum.
Undrun banianna út af þess-
um ósköpum var mikil; sumir
snáðarnir hlóu sig máttlausa,
aðrir fóru að skæla. Gömul
kona, sem vissi lengra nefi sínu,
sagði við þá:
— Vitið þið ekki, hvað veld-
ur þessum tætingi? Það eru
litlu börnin, sem komin eru til
himnaríkis. Þetta kvöld leyfir
guð þeim að koma til okkar og
leika sér að Betlehemsgullun-
um.
Þetta tók nú allt saman enda,
og þá heyrðist aftur vængja-
þytur, sem fjarlægðist og dó
út.
Margir hinna viðstöddu fóru
að athuga leikfangahrúguna,
og einn maðurinn sagði:
— Borðið er oltið um koll og
allar stytturnar farnar úr skorð-
um.
Það var farið að tina þær upp
af gólfinu og setja þær aftur á
sinn stað. Þær voru taldar ná-
kvæmlega og grandskoðaðar
hver um sig; kom þá í ljós, að
eitthvað vantaði. Krakkarnir
leituðu í hverjum krók og
kima, en árangurslaust. Tvær
stytturnar — asninn og uxinn
— voru horfnar.
VIII.
Þegar komið var undir morg-
un, voru óróaseggirnir á leið
til liimna í indælasta sólskins-
skapi, hoppandi af einu skýinu
til annars; þarna fóru þeir
milljónum saman, allir töfr-
andi fallegir, saklausir og eng-
ilbliðir, með stutta, hvíta
vængi, sem tifuðu hraðar en
hröðustu fuglsvængir á jörð-
unni. Hópurinn var stærri en
svo, að mannleg augu hefðu
séð út yfir hann, og hann
breiddist fyrir tunglið, eins og
þegar hvergi sér i himininn
fyrir skýjum.
— Flýtum okkur, börn, þvi
að bráðum er kominn morg-
un, — sagði einn þeirra; — og
Faðir gefur okkur áminningu,
ef við komum seint heim. Þau
eru annars ekki orðin merkileg
leikföngin núna, samanborið
við það, sein þau voru ,i gamla
daga.
Selinína var ein í hopnum, og
þar sem þetta var í fyrsta sinn
sem hún kom upp i þessar
miklu hæðir, var ekki laust við
að hana sundlaði.
— Komdu hingað, — sagði
GLEÐILEG JÓL
PENSILLINN,
Laugaveg 4.
GLEÐILEG JÓL! k.
Bifreiðastöð Reykjavíkur.
GLEÐILEG JÓL!
Járn & Gler h,f.
Laugaveg 70.
GLEÐILEG JÓL!
Sverrir Bernhöft h.f.
GLEÐILEG JÓL!
Feldur h.f.
I
10