Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ VÍSIS
29
Skipið hafði strsmdað á svo-
nefndri Hraunskeið vestan
Ölfusár. Var þar skammt til
bæja og fékk strandfólk allt
hina beztu aðhlynningu og
hjúkrun, enda varð þvi ekki
meint af. Þökkuðu menn það
eingöngu dugnaði Ásgeirs og
snarræði, að svo vel skyldi til
takast, úi’ því sem komið var.
Farmur skipsins var 170 skip-
pund af saltfiski, 80 tunnur lýs-
is og nokkuð af ull og æðar-
dún. Tókst að bjarga megin-
hluta farmsins, en alll var það
meira og minna skemmt, nema
Jýsið.
Annað skip, sem Ásgeir hafði
ýmist i förum eða við veiðar,
var skútan Sigríður, happaskip
mikið. Eftir því sem verzlunin
efldist, fór þörfin vaxandi fyrir
stór og hentug skip til vöru-
flutninga. Var þá í það róðizt
að kaupa allstórt „skonnortu-
brigg“, sem S. Louise nefndist.
Hún var 113 lestir að stærð og
bætti mjög úr skipaskorti fjnrir-
tækisins.
Áður er að þvi vikið að vin-
átta hafi verið milli Ásgeirs
kaupmanns og Jóns Sigurðs-
sonar. Sést það greinilega á
bréfum forsetans að hann hefir
metið Ásgeir mikils og þótt
mjög til ráðdeildar hans koma.
Hitt er og vitað, að Ásgeir hélt
mikilli tryggð við forseta, sendi
honum margsinnis rausnarleg-
ar gjafir, einkum íslenzkt góð-
meti, kjöt, smjör, saltfisk og
hákarl. Bauð Jón oft til sín vin-
um og kunningjum og hélt
matarveizlur rausnarlegar, þar
sem íslenzk kjarnfæða var á
borð borin. Mun verulegur
hluti þeirra veizlurétta hafa ver-
ið kominn frá Ásgeiri á ísa-
firði.
Kona Ásgeirs kaupmánns
var Sigríður Jensdóttir Sand-
holt. Áttu þau fimm börn, dó
eitt í æsku, en hin náðu full-
orðinsaldri og giftust öll. Frú
Sigriður var hin merkasta kona,
vel að sér tl munns og handa
og höfðingi í lund. Var hún
manni sínum samhent mjög og
hin styrkasta stoð i fram-
kvæmdum öllum.
Auk verzlunarreksturs síns
fékkst Ásgeir kaupmaður við
útgerð, er fór heldur vaxandi
eftir þvi sem árin liðu. Þó mun
hann aldrei hafa átt fleiri en
fjögur fiskiskip í einu, auk
kaupfaranna, sem stunduðu
þorskveiðar yfir sumartimann.
Vel efnaðist Ásgeir á atvinnu-
rekshi sinum, þótt ekki væri
um stórfellda auðsöfnun að
ræða. Einkum gaf fisksalan
mikinn hagnað i aðra hönd.
Ásgeir veiktist af slagi árið
1874 og missti þá heilsuna með
öllu. Haxm andaðist í Kaup-
mannahöfn 1877, 60 ára gam-
all. Ekkja hans lifði mörg ár
eftir það og dó háöldruð 1915.
3. Ásgeir yngri-
Meðan Ásgeir skipherra
stjórnaði fyrirtæki sínu, var
vöxtur þess jafn og öruggur,
en ekki stórfelldur. Hann var
maður, sem vildi á allan hátt
kunna fótmn sínum forráð,
varaðist að stiga nein þau skref,
seni víxlspor gætu heitið, lagði
aldrei i hæpið tafl á viðskipta-
sviði. Máltækið segir að nýir
siðir komi með nýjum herrum.
Sannaðist það á ýmsan hátt er
Ásgeir yngri, sonur Ásgeirs
skipherra, tók við fyrirtæki
föður sins.
Ásgeir Guðmundur Ásgeirs-
son, en svo hét hann fullu
nafni, var fæddur á ísafirði
1856. Hann var þvi aðeins 18
ára gamall er faðir hans veikt-
ist, og vandinn af stjórn fyrir-
tækisins lagðist á hans ungu
lierðar. Hafði hann alizt upp
jöfnum höndum á ísafirði og í
Kaupmannahöfn og hlotið góða
verzlunarmenntun. Hann var
maður hins nýja tíma, djarfur,
ákaflyndur og stórhuga, tilbú-
inn að hætta miklu til að geta
unnið meira. Stefna hans var
sú, að efla fyrirtækið og magna
það á allar lundir. Stórhugurinn
kom fram i mörgum greinum,
og fannst hinum gætnari mönn-
um kappið stundum meira en
forsjáin. Hann var maður sem
aldrei þótti sýtingssamur um
smámuni. Ör var hann i lund
og harðskeyttur, átti það til að
gera skyssur í fljótræði, en
komst einnig þar yfir sem aðr-
ir strönduðu, vegna dirfslcu
sinnar og ákafa. Sennilega er
hann einhver fyrsti tslendingur,
sem „hugsar i milljónum",
maður sem stundar viðskipti
líkt og íþrótt eða sérstæða list-
grein. Einhverju kann það að
hafa ráðið, að Ásgeir bjó jafn-
Ásgeir Ásgeirsson, yngri.
GLEÐILEG JÓL!
Júlíus Björnsson.
GLEÐILEG JÓL!
Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar.
Óskum öllum okkar viðskiptavinum
GLEÐILEGRA JÓLA
OG NtÁRS!
Þvottahúsið Drífa.
BURSTAGERÐIN,
Laugavegi 96,
óskar öllum sinum viðskiptavinum
GLEÐILEGRA JÓLA
GLEÐILEG JÓL!
Vélsmiðjan Héðinn h.f.
8