Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 55

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 55
JÓLABLAÐ VÍSIS 56 A V4*A V44.A ¥♦ + ♦ BRIDGE-ÞÁTTUR * ELY CULBERTSON Eftir Kristínn Horðmann. Það leikur ekki á tveim tung- um, að Ely Culbertson er fræg- asti spilafræðingur og atvinnu- spilai-i, sem uppi' er. Almennt er álitið, að kona hans, frú Josep- hine Culbertson, sem hann nú er skilinn við, hafi átt drýgstan þátt í þvi, að hann gerði spila- fræði að atvinnu sinni. Culhertson myndaði nýtt, heilsteypt kerfi um kontrakt- bridge, samdi fjölda bóka um þetta efni, er seldust í milljóna- tali og var orðinn heimsfrægur og milljónamæi’ingur áður en hann vissi af. Kona lians mun hafa yerið honum ómetanleg hjálp við þetta mikla verk lians, enda óx hróður þeirra hjóna hröðum skrefum og frægðarorð þeirra barst víða um lönd. En þetta var i Ameriku. Leiðir hans liöfðu einnig legið um Evrópu, en þar hafði braut hans ekki alltaf verið blómum stráð, né frægðin legið við fæt- ur hans, enda þótt hann hefði alist upp við auð og allsnægtir og hlotið ágæta menntun. Ely Culbertson er fæddur í Rúmeniu árið 1891 og er kom- inn af skozk-írskum og rúss- neskum ættum. — Faðir hans gerðist amerískur ríkisborgari, en fluttist til Rússlands og kvæntist rússneskri konu, dótt- ur kósakkahershöfðingja í Ivaukasus. Hann átti miklar oliulindir og var auðugur að fé. Culbertson ólst upp hjá for- eldrum sínum þar til er hann var fulltíða maður, þá ferðaðist hann með þeim til Evrópu og stundaði nám við ýmsa háskóla, en fór svo með bróður sín- um til Ameríku og innrituðust þeir báðir í Yaleháskólann. Áður en Culbertson lagði i þá ferð, gerðist hann erlendur fréttaritari fyrir rússneskt blað. Hann festi ekki rætur í Ameriku þá, en lifði ævintýralegu lífi og flæklist um alla Norður-Ame- ríku. Síðan snéri hann aftur til Ev- rópu og hugðist að stunda nám i París og ljúka prófum sínum. Dvaldi hann þar í mörg ár. Á leið sinni til Parísar dvaldi hann i Genúa og heyrði hann þar í fyrsta skipti talað um Auktions- bridge og lærði að spila það, en þótti gerómögulegur spila- maður! Á yngri árum í Rússlandi var hann sjálfur byítingarsínni, en í stjórnarbyltingunni 1917 misti Culbertsonfjölskyldan allar Ely Culbertson og kona hans. Hann hefir meira en tíu þúsund kennara og sérfrœðinga í bridge í þjónustu sinni um allan heim. eigur sínar. Upp frá því varð Ely Culbertson að sjá fyrir sér sjálfur og berjast við fátækt og atvinnuleysi eins og margir aðrir Rússar, sem þá flúðu til Parísar svo þúsundum skipti. Prinsum og furstum stóðu þar fleiri leiðir opnar, lieldur en ó- breyttum manni, sem liét ekki annað en Culbertson. Ákvað liann þá að freista gæf- unnar í Ameriku og er sagt, að hann hafi eytt sínum síðasta eyri í fargjaldið, en það fé græddi hann i fjárhættuspili (ekki þó í Bridge!). Þegar Culbertson kom til Ameríku reyndi hann að vinna fyrir sér með ýmsu móti. Hann var ágætur i tungumálum, tal- aði rússnesku, frönsku og þýzku með afbrigðum vel og reyndi því fyrst að liafa ofan af fyrir sér með tungumála- kennslu, en hætti fljótt við það. Reyndi hann þá að sælcja um kennarastöðu í lieimspeki og þjóðfélagsfræði, en einhvern- veginn brást það einnig og gerð- isl hann þá sölumaður. En hann virtist heldur ekki vel fallinn til kaupsýslu; og hvarf hann frá henni og vann um tíma fyrir sér með því að þvo upp diska. Amerika er lýðræðisland. Þar er ein atvinnugrein annari jöfn, svo framarlega, sem unnið er fyrir sér á heiðarlegan hátt. Culbertson liafði kynnst mörgum Ameríkumönnum á nánxsárum sínum í Pai-ís. Hann tekið þátt í samkvæmislífi og spilað Bridge á kvöldin. Eitt kvöld við spilaborðið kynntist hann ungri amerískri konu, sem seinna varð kona hans, frú Josephinu Dillon. Hún var Bridgekennari i New York og þekkt þar fyrir afburða spila- mennsku og framúrskarandi kennsluhæfileika. Hún livatti hann mjög til þess, að gera spilin að atvinnu sinni og varð hann þegar i stað Bridgekennari. Um þetta leyti var Kontrakt- bridge að ryðja sér meira og meira til rúms. Margir merkir spilamenn höfðu spreytt sig á að semja kerfi um það, og ó- teljandi voru þær sagnreglur, sem myndast höfðu, en allt var þetta í lausu lofti og á ringul- reið. Á hverjum degi hættu þús- undir manna við Auktions- bridge og byrjuðu að spila Kontraktbridge. Culbertson greip nú tækifærið samdi bók um hið nýja Bridge og gaf út, og varð hún bezta sölubók árs- ins. Þaðan i frá urðu honum allir vegir færir, og hefir hann siðan verið álitinn fremsti sérfræð- ingur lieimsins í Ivontrakt- bridge. Kerfi hans og bækur breidd- ust .óðfluga út og er nú talið að um 80—90% allra þeirra, sem Bridge iðka, fylgi að mestu leyti Culbertsonskerfi. Þetta kerfi er •byggt á margra ára reynslu þeirra lijóna og f jölda merkustu spilamanna heimsins, og er þvi ef til vill tæplega hægt að segja, að það sé eins manns verk. Þau lijónin tóku þátt í kapp- mótum í Ameriku og Evrópu um margra ára skeið, kornu, sáu og sigruðu. Bar öllum saman um, að sagnkerfi þeirra bæri langt af öðrum. Þó að þau bæði væru afburða spilamenn, voru allstaðar fyrir spilasnillingar, sem stóðu þeim í rauninni ekki að baki, en fóru þó halloka í viðureigninni. Þó fór svo að lokum, að aðrir urðu þeim yfirsterkari og voru það Vinarspilararnir sem sigr- uðu þau á alþjóðakappmóti í Budapest árið 1937. Ely Culbertson hefir lengi gefið út tímaritið „The Bridge World“ og er hann aðalritstjóri þess. Fjallar það eingöngu um gat nú endurnýjað þann kunn- Myndin er tekin i bridgekepnni i London, þar sem úrvals spila- mgskap og haldið honum við, menn brezkir töpuðu fyrir CulDertson-hjónunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.