Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 49
JÓLABLAÐ VÍSIS
49
Um kvöldið rofaði til. Við bið-
um ekki boðanna, spenntum á
okkur skíðin og brunuðum af
stað austur að niðurgöngu-
staðnum, — en þetta voru
hlaup en engin kaup. Þokan
umkringdi okkur í þann mund,
sem við komum að hinum
rjúkandi vikurhólum, sem eru
þarna á dalbrúninni, og varð
svartari en nokkuru sinni. Við
snerum aftur til tjaldsins og
urðum að fara sömu skíðaslóð,
svo við finndum það. Ekki vor-
um við eins léttlyndir og kvöld-
ið áður, höfðum þó rænu á því
að segja nokkurar sögur um
hann Wessel sáluga listmálara
og æfa þrjú andleg tónverk til
að vega upp á móti þeim. Þeir
voru heppnari, fjórmenningarn-
ir, sem komu til Grímsvatna í
fyrra (Einar, Steinþór, Franz
og Sveinn Þórðarson), í þrjá
daga dvöldu þeir hér við alls-
konar fræðaiðkanir og fengu
víst ágætis veður.
Þegar við vöknuðum á sunnu-
dagsmorgun var komið hvass-
viðri á austan með snjókomu.
Þetta var okkar þriðji dagur við
Grimsvötn, — og þótt okkur
þætti það bölvanlegt að hverfa
þaðan án þess að komast niður
í dalinn, virtust þó allar líkur
benda til þess, að skynsamleg-
ast væri að taka sig upp og
halda ferðinni áfram, — til
byggða, sem hefir þær afleið-
ingar í för méð sér, að við verð-
um að koma til Grimsvatna
síðar, og það út af fyrir sig er
nú bærileg tilhugsun.
Við lögðum af stað kl. 4 og
stefndum austur á jökulinn, en
siðan ætluðum við i stórum
sveig í stefnu á Öræfafjöll.
Færðin var ákaflega erfið,
veðrið í fangið og þvælingur í
nýja snjónum. Kl. 10 um kvöld-
ið höfðum við farið 7 km. og
búnir að fá nóg. Við gengum
eins vel frá tjaldinu og tök voru
á, hlóðum mikinn og voldugan
varnargarð, höfðum skiðin,
sleðann og segldúk til þess að
gera hann nógu sterkan, ekki
veitti af. Veðrið náði hámarki
um nóttina, þá var slydda og
síðan rigning. Eg held að eng-
inn okkar hafi sofnað dúr, há-
vaðinn í tjaldi og stögum var
geysilegur. Um hádegi næsta
dag, mánudag, héldum við ferð-
inni áfram, veðrið hafði þá
lægt til muna og skyggni oft dá-
gott, — en ljótur var hann að
sjá hjá Grímsvötnum. Tókum
við nú stefnu á austanverðan
Öræfajökul, en síðar um dag-
inn stefndum við á Kjósarfjöll
og þó einkum Þumal, með
því komumst við hjá því að fara
yfir hinn mikla slakka, sem
efri hluti Skeiðarárjökuls
myndar. Við fórum langlciðina
að fjöllunum þennan dag, tjöld-
uðum kl. 2 aðfaranótt þriðju-
dags 5 km. frá þeim. Laust
eftir hádegi á þriðjudag lögð-
um við upp í síðasta áfangann
að Öræfafjöllum. Eftirvænting
okkar var mikil, hvað tæki við
þar fyrir handan. Við komura
í skarðið vestan við Þumal. Þá
stundina skein sólin yfir um-
hverfið, gegnum þokuslæðing,
sem hélt sig um fjallatoppana.
Það var tilkomumikil sjón að
horfa úr skarðinu, yfir Kjósina,
Rauðhellafjallið, Morsárjökul,
Kristínartinda og Skaptafells-
heiðina, — en þangað sáum við
ágætlega, enda ekki nema 10
km. loftlína, leiðin þó ekki
að sama skapi eins greiðfær.
Ekki var það sýnilegt þarna
frá Þumli, hvort leiðin niður
væri fær, það voru margir hjall-
ar á Ieiðinni, sem girtu fyrir
útsýnið. Friðþjófur var sendur
til að atliuga niðurgöngu og
átti liann að gefa merki ef leið-
in væri fær. Þegar hann var
kominn rúmlega helming leið-
arinnar, dreif yfir þoku,
svo hann hvarf okkur sjónum.
Hann kom aftur eftir þrjá tíma
og sagði ekki sem beztar frétt-
ir. Honum virtist niðurgangan
ekki fær nema ef vera skyldi á
einum stað innarlega i Kjós-
inni, og }jó ekki víst þar heldur,
ekki vel hægt að átta sig í þess-
ari þoku. Við tjölduðum og
undirbjuggum okkar níundu
nótt á jökli. Þokan hélzt alla
nóttina og allan næsta dag, en
þá um morguninn lögðuir við
af stað með allan farangurinn
á bakinu, upp á tindana og svo-
lítið niður. Farangurinn var
allur mjög þungur og blautur.
Nú var skipt liði og hafin leit
að niðurgöngu. Við bröltum
upp og niður lilíðarnar, klifruð-
um í klettum og klungrum,
bæði lausir og í vað, en allt
kom fyrir ekki. Það leit helzt
út fyrir að við þyrftum að
tjalda enn einu sinni á jöklin-
um, og fara svo næsla dag ef
þokunni létti, austur að Mors-
árjökli eða þá vestur fyrir
Færines og niður Slceiðarárjök-
ul. Um kvöldið, þegar við vor-
um á leiðinni upp fjallið að
dótinu, datt Friðþjófi í hug að
reyna enn einu sinni þar, sem
hann áleit fært niður daginn
áður. Eg fylgdi honum á leið,
eða þar til eg komst i sjálf-
heldu, en þá sneri eg tjl sama
lands. Friðþjófur fór aðra leið,
klöngraðist áfram og niður og
hvarf í þokuna. Meðan við bið-
um hituðum við kaffi og
drukkum það sykurlaust, því
fœrum vér öllum nœr og fjcer.
Viðtækjaverzlun ríkisins.
FerðaúÉbÚDaðnr
Og
Ferðafatnaðar
' fyrir
VETRAR OG SUMARFERÐALÖG.
Ávallt það bezta fáanlega.
Skólavörðustíg 2. — Sími 5231.
13