Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ VÍSIS &SBSSS8SB&BBa&&&a&&&&&&SBB&&S8B&BB&&BBfB&9BBSBnH] Snorri Hjartarson: Ji/J32A SOMieíÍMh Um hlíð og tind fer sólin löngum logum og litazt rjóð um býlin strjál og hlý og svarta dranga á silfurlygnum vogum, sendling í fjöru, hrafn við glóbjört ský. Úr átt af fjallsins hlöðnu hamrabogum til hafs, í ölduföngin kvik og gljá, fer már með hvítum hægum vængjatogum, hugar míns fleyga vökudreymna þrá. Nei, ég vil ekki út í hafsins geima, en inn til landsins sem við stefnum frá; ég þrái móans blóm og huliðshreima, hólana, sem ég forðum lék mér á, klettana, ána: þar á þrá mín heima, þangað um bláinn hvitir vængir sveima. n Haustið er komið handan yfir sæinn, hvarmaljós blárrar nætur dökkna af kvíða og þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við blæinn og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; nú sezt hann grár og stúrinn upp til hlíða og veit að það er eftir engu að bíða, allt gengur kuldans myrka valdi í haginn. Hann heyrir stráin fölna og falla, sér fuglana hverfa burt á vængjum þöndum, blómfræ af vindum borin suður höf, og brár hans lykjast aftur; austan fer annarleg nótt og dimm lúeð sigð í höndum, með reidda sígð við rifin skýjatröf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.