Vísir - 24.12.1943, Síða 2

Vísir - 24.12.1943, Síða 2
2 JÓLABLAÐ VÍSIS &SBSSS8SB&BBa&&&a&&&&&&SBB&&S8B&BB&&BBfB&9BBSBnH] Snorri Hjartarson: Ji/J32A SOMieíÍMh Um hlíð og tind fer sólin löngum logum og litazt rjóð um býlin strjál og hlý og svarta dranga á silfurlygnum vogum, sendling í fjöru, hrafn við glóbjört ský. Úr átt af fjallsins hlöðnu hamrabogum til hafs, í ölduföngin kvik og gljá, fer már með hvítum hægum vængjatogum, hugar míns fleyga vökudreymna þrá. Nei, ég vil ekki út í hafsins geima, en inn til landsins sem við stefnum frá; ég þrái móans blóm og huliðshreima, hólana, sem ég forðum lék mér á, klettana, ána: þar á þrá mín heima, þangað um bláinn hvitir vængir sveima. n Haustið er komið handan yfir sæinn, hvarmaljós blárrar nætur dökkna af kvíða og þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við blæinn og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; nú sezt hann grár og stúrinn upp til hlíða og veit að það er eftir engu að bíða, allt gengur kuldans myrka valdi í haginn. Hann heyrir stráin fölna og falla, sér fuglana hverfa burt á vængjum þöndum, blómfræ af vindum borin suður höf, og brár hans lykjast aftur; austan fer annarleg nótt og dimm lúeð sigð í höndum, með reidda sígð við rifin skýjatröf.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.