Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 17
17
JÓLABLAÐ VÍSIS
AÐ ER SIÐUR í mörgum
sveitum þessa lands, að
lialda skemmtanir milli jóla og
nýjárs, og almennt ganga þær
þá undir nafninu jólaskemmtun
eða jóladansleikur.
Á æskuárum mínum sótti eg
þessar skemmtanir af miklum
áhuga, en ein þeirra er mér al-
veg sérstaldega minnistæð og
hún mun sennilega verða það á
meðan eg lifi.
Þessi umrædda jólaskemmt-
un var ekki haldin í mihni eigin
sveit, heldur í öðrum fjarlæg-
um dal, sem Svartidalur heitir.
Hann heitir svo af því, að þar
sér ekki til sólar í tuttugu og
eina viku á hverju ári. Svo
þröngur og djúpur er hann.
Skemmtunin var haldin í
ungmennafélagshúsinu hjá Fefíi
— en Fell var læknissetur sýsl-
unnar. Og til að komast þangað
styztu leið var yfir fjallgarð
að fara — urn sex klukkustunda
gang heiman að frá mér.
Við vorum þrjú, sem héídum
hópinn að þessu sinni. Það var
ung, ljóshærð og lokkhærð
stúlka af næsta bæ, frændi
hennar, ungur guðfræðingur úr
sveitinni sem kom heim til átt-
haganna í jólafríinu, og loks
var eg.
Við lögðum af stað um há-
degisbilið. Það var bratt upp á
fjallið og okkur sóttist gangan
seint, þvi við vildum ekki hita
okkur um of. Þegar kom upp á
fjallið, tók við flatt heiðaland,
og nú gekk ferðin betur. Jörðin
var alauð og gangfæri ágætt.
Eftir miðri heiðinni rann á.
Hún var nokkuð vatnsmikil, en
við vonuðum að hún væri komin
á ís, því að stillur höfðu gengið
undanfarna daga-, enda þótt
frostið hefði ekki verið til neinna
íppn^,; En þegar við vorum
komipnt^,, ánni, var hún allt
en ,}pgð — hún ólgaði
og virtist hin versta yfirferðar.
ÚVtí hlutskipti að
kftÍWi#P%siÆ^i!<.ýar vanastur
tjlartóúh- mLhnafi þyí að kven-
maður var með í ferðinni, þorði
eg ekki að fara úr brókunum,
sem eg annars hefði gert.
Eg öslaði i gegnum krapann,
vatnið náði mér í mitti þar sem
áin var dýpst, og það var blátt
áfram alveg hræðilega kalt. Of-
an á þetta bættist svo, að botn-
inn var háll, krapinn hafði setzt
utan á steinana og það var ó-
venju vont að vaða.
Þegar ána tók sýnilega að
grynnka nær landinu, snéri eg
til baka, að sækja félaga mina.
En þá rak eg annan lappar-
skrattan í stóran stein, sem eg
sá ekki fyrir krapinu og féll
kylliflatur beint á hrammana.
Það var andstyggileg bylta.
Eg saup hveljur — hræði-
legar hveljur niðri i isköldu
vatninu, en þau sem á bakkan-
um stóðu hlóu. Hláturinn hafði
áþekk áhrif á mig og rauð dula
á mannýgan tarf. Eg komst í
illt skap.
Þegar eg komst yfir, hold-
votur frá hvirfli til ilja og geð-
vondur að auk, ætlaði eg að
halda á stúlkukindinni og guð-
fræðingnum yfir ána. En þau
aftóku það bæði og sögðu að eg
dytti aftur.
Þetta kostaði okkur hálfrar
annarrár slundar gang upp með
ánni, unz við komum að iskyggi-
lega mjórri ísspöng — einu
spönginni sem sjáanleg var svo
langt sem augað eygði. Hana
urðum við að reyna.
Mér var otað á foræðið í ann-
að sinn. Eg var blautur hvort
eð var, svo það gerði ekkert til
þó eg dytti í ána aftur — þ. e.
a. s. í augum félaga minna.
Þegar eg kom út á spöngina,
sá eg að það var hyldýpi undir.
Eg var illa syndur og átakan-
lega lífhræddur. Það sló út á
mér köldum svita af skelfingu
og augist.
Eg skreið á maganum — mér
þótti það vissara. En þrátt fyrir
það brakaði og bra'st í spöng-
inni og mér sýndist hún blátt á-
fram ganga í bylgjum. Eg hélt
eg væri að deyja. En það sem
mér fannst næstum þvi verra,
var hláturinn í skötuhjúunum
á bak við mig. Þau hlóu eins
og fifl.
Þegar eg loksins var kominn
lieilu og höldnu yfir, heimtuðu
þau að eg snéri aftur. Þau á-
ræddu ekki út á spöngina, en
kröfðust þess að eg kæmi til
baka og bæri þau yfir á vaðinu
þar sem eg hafði dottið í ána
hálfri annari klukkustund áður.
Af tvennu illu þótti þeim betra
að detta i ána þar.
Nú sauð skapið í mér upp úr.
Eg sagði þeim að fara veg allrar
veraldar fyrir mér. Þau mættu
gera livað sem þau vildu, en ef
þau kæmu ekki á spönginni yfir
ána, færi eg mina leið, mér væri
ox-ðið kalt og eg léti ekki snatta
mér lengur. Auk þess var tekið
að skyggja og við áttum sem
næst tveggja stunda gang eftir
yfir fjallið, þó við tækjum eng-
an krók á leið okkar.
Einbeitnin í mér lcom þeirn
báðurn til að reyna sama slu'ið-
dýrsháttinn, sem þeim hafði
orðið að hlátursefni hjá mér.
Og nú kom til minna kasta að
hlæja. Það er sannarlega
skringileg sjón að sjá slcriðandi
mannfóllc og auk þess skjálfandi
af hi'æðslu.
Það var þungbúið loft þetta
kvöld og engin tunglsbirta. Það
dimnxdi smám saman og loks
kom svartamyrkur. Hættuleg-
asti kafli leiðarinnar var eftir,
það voru há og þverhnípt björg
sem lágu niður í Svartadal. Til
þess að komast ldakklaust nið-
ur, þurftum við að lenda i skarði
sem klauf björgin beint fyrir
ofan læknissetrið.
Það vei'sta var, að ekkert
okkar var leiðinni kunnugt,
enda leið ekki á löngu unz við
vorum orðin villt og vissum
ekki hvert við áttum að stefna.
Okkur hafði að vísu verið sagt
til vegar áður en við lögðum af
stað, og við þurftum ekki ann-
að en ganga beint áfram.
Við létum okkur þetta að
kenningu verða og gengum
beint áfram — í þrjár áttir! Við
vorum að hugsa um að ganga
í fjórðu áttina líka, en nentum
þvi bara ekki. Loks urðum við
svo villt að við gengum í eilifa
liringi. Eg er sannfærður um,
að það eru allra vitlausustu
hringir — fyrir utan trúlofun-
arhi’ingi — sem nokkuru sinni
hafa orðið til.
Að við gengum í hringi, viss-
unx við af þvi, að eg datt öðru
hvoru um heljarstóra þúfu —
alltaf sömu þúfuna og niður i
5