Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 61

Vísir - 24.12.1943, Blaðsíða 61
JÓLABLAÐ VlSIS 61 allsstaðar í Grikklandi. Menn, konur og börn hnigu daglega niður á götuna fyrir allra aug- um. Það var hægt að sjá þetta fólk liggja í röðum meðfrain öllíim vegum,, kinnfiskasogið og heinabert, starandi brostnum augum upp í himininn. Það er þetta, sem skeður, þeg- ar land er sigrað af villimönn- um. Og það hafði skeð hér núna; einmitt hérna í Grikk- landi. -7— Þú verður að hafa stjórn á sjálfum þér — hugsaði pró- fessorinn. — Þú getur ekki satt alla Grikld með þessum eina matarhöggli. Skylda þín er að halda lífinu i dóttursonum þin- um. En þetta barn, svona litið — Hann stanzaði skyndilega, snéri við og lyfti barninu upp að brjósti sér. Litla stúlkan lijúfraði sig upp að brjósti hans, máttlaus af hungri. Eftir stutta stund bkrði hann að dyrum heima hjá sér. Hann þurfti að berja tvisvar. Dóttir hans, Xenia, lauk upp. En drengirnir stóðu ekki fyrir aft- an liana! Hvað hafði lcomið fyr- ir? Höfðu Gestapo-mennirnir tekið þá í burtu meðan hann var fjarverandi? Prófessorinn lagði barnið varlega niður á dýnu undir glugganum og setti mat- arböggulinn á borðið og sneri síðan að dóttur sinni. Hún var að læsa dyrunum. „Drengirnir?“ spurði hann. Rödd hans skalf. Hún kom nær honum. Þrátt fyrir geðshræringuna gat hann ekki annað en dáðzl að hve augu hennar voru slcær. „Basili!“ hvíslaði hún. „Hér.“ „Já. í bakherberginU. Hanri kom i gærkveldi, eftir rriið- nætti.“ „Hvers vegna kom hann?“ „Hann heyrði að Gestapo-lög- reglan hefði flæmt okkur úr Homerou-götu. Hann var hræddur um drengina •— um oklcur öll.“ „Hvað getur hann hjálpað?“' Áður en Xenia gæti svarað þessu datt prófessornum annað i hug. „Hvernig vissi hann að við vær- um hérna — hér í þessu húsi? Hann hlýtur að hafa spurzt fyr- ir, og það er hættulegt. Ef Gesta- po —“ „Gestapo-lögreglan veit eklc- ert. Basih segir að engan hafi grunað hver hann væri. Hann er kominn hingað, heill á húfi.“ Síðan bætti hún við, eins og við sjálfa sig: „Það var svo gott að sjá hann — aðeins að fá að víta að hann væri heill á húfi.“ Prófessorinn gaí ekki varizt að taka eftir hve ástúðlega dótt- ir hans sagði þetta. Hann varð hálf vandræðalegur. Til að breyta um umræðuefni dró liann athygli Xeniu að barninu, sem hahn hafði komið með. „Eg fann hana á leiðinni,“ sagði hann. Xenia béygði sig viðkvæmnislega niður að barn- inu. Prófessorinn liélt áfram í afsakandi tón: „Eg veit að eg hefði ekki átt að gera það. En — svona lítil — svo mögur — eg gat ekki — “ „Auðvitað gaztu það ekki,“ sagði Xenia blíðlega. Hún hag- ræddi barninu. „Auminginn litli“, sagði liún í meðaumkv- unarróm. „Ef við hefðum aðeins dálít- ið af mjólk,“ sagði prófessorinn. „Yið liöfum mjólk,“ sagði Xenia. „Dósamjólk. Basili. Frá Itölum. Líka mat.“ Hún gekk út i horn stofunnar, þar sem hún hafði falið matvælin. „Niðursoðnir ávextir,“ hélt hún áfram, um leið og hún tók »upp eina mjólkurdós. „Kjötlæri. Stór pakki af matvælum.“ Hún gekk 'yfir að borðinu. „Og þú komst einnig með mat. Það var ágætt.“ Xenia byrjaði að opna mjólkurdósina. „Basili hefir á- kveðið að laka drengina með sér þegar hann fer i kvöld,“ sagði liún eins og af tilviljun um leið og hún byrjaði að hita mjólkina yfir eldstæðinu. Það liðu nokkur augnablik áður en prófessorinn skildi til fulls hvað dóttir hans hafði sagt. Þessír drengir, sem hann hafði reynt að vernda! „Það er fjarstæða,“ sagði littnn og reyndi að hafa vald yfir rödd sinni. „Basili er ekki á sömu skoð- un.“ „Janni, þrettán ára og Atha tveim árum eldri. Börn, báðir tveir. Þú hefir auðvitað sagt honum að það væri ómögu- legt?“ „Basih lieldur að þeir muni verða öruggari.“ Basili — alltaf Basili. Próf- essornum íjannst að lxann hefði i raun og veru aldrei þekkt dótt- ur sína fyrr. . „Öruggari!“ endurtók hann íyrirlitlega. „Hundeltir og hrjáðir. Þannig er lífið meðal skæruhermannanna. Það getur verið að þeir hafi ekki alltaf nóg að borða hér, en þeir eru þó ekki í stöðugri lifshættu hér. Eg er alveg hissa á þér, Xenia. Hvar er heilbrigð skynsemi þin?“ „Basili segir að þeir séu nógu gamlir til að berjast." I þetta skipti gat pl'ófessorinn Hinar heímsfrægu smurningsolíur STANDARD OIL COMPANY, NEW YORIv. BIFREIÐAOLÍ'UR: DIESELVÉLAOLÍUR GUFUVÉLAOLÍUR: TIL IÐNAÐÁR: Essolube nr. 30, 40, 50, 60 og 70. Diol 55, 70 og 80. Pratt Oil og 402 Oil. Marmax 70 og'Extra L. L. (cylinderolía). Technical White Oil nr. 10 Pharmaceutical Oil nr. 4 Snow White Petrolatum nr. 1. Ennfremur f jölda margar aðrar tegundir af smurolíum og feiti, t. d. Frystivélaolíu, Dynamoolíu, Girfeiti, Öxulfeiti, Koppa-, Kúlu-( Víra- og Tannhjólafeiti. Hið Islenzka steinolíuhlutafélag Símar: 1968 & 4968. — Símn.: Steinolía. \ ' Munið að nota COBRA-skóáburð á JÓLASKÓNA 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.