Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGURII. JÚNÍ 1985 3 Áburðarflugið hafið: Svipuðu magni dreift og undanfarin ár f SIJMAR mun Landgræðsla ríkisins dreifa svipuðu magni af áburði og grasfræi og undanfarin ár, en helm- ingi minna en á árunum 1974—79 Þegar þjóðargjafarinnar naut við. Landgræðsluflugvélin Páll Sveins- son byrjaði áburðardreifingu um helgina á Reykjanesi en TF-TÚN hóf áburðarflug í síðasta mánuði. Flugmenn Flugleiða fljúga Páli Sveinssyni í sjálfboðaliðsvinnu í sumar eins og undanfarin ár. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði að mest af áburðinum væri dreift í friðaðar landgræðslu- girðingar og á uppgræðslusvæði Blönduvirkjunar. Hann sagði að fyrirhugað væri að dreifa liðlega 1.100 tonnum af grasfræi og áburði með Páli Sveinssyni og 500 tonnum með minni vélinni, TF- TÚN. Reynir gefur ungu kynslóðinni eiginhandaráritanir á Egilsstöðum. Göngumaðurinn Reynir Pétur Ingvarsson, vistmaður á Sól- heimum í Grímsnesi, sem er á leið sinni kringum landið var kominn til Egilsstaða á hádegi á laugardag og var þar vel tekið. Var hann í gær í Jökuldalnum á leið uppá Möðrudalsöræfi og sagðist Halldór Kr. Júliusson, forstöðumaður Sólheima, búast við að Reynir myndi ná í Möðru- dal í gærkvöld og ef allt gengi að óskum yrði hann komin til Ak- ureyrar á föstudagskvöld. Sagði Halldór að söfnunin fengi enn góðar viðtökur og hefði ferming- ardrengur á Selfossi til að mynda safnað þar 120 þúsund krónum. Kaupfélag Borgfirðinga: Reynir Pétur f góðum félagsskap á Egilsstöðum. i Reynir Pétur á Möðru- dalsöræfum Kollafjörður: Fyrsti haf- beitarlax- inn heimtur FYRSTI hafbeitarlax sumarsins skil- aði sér í gærmorgun í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Ekki er venju- legt að laxinn sé farinn að heimtast svona snemma. Sigurður Þórðarson stöðvar- stjóri í Kollafirði sagði að fyrsti laxinn hefði aldrei komið fyrr en i fyrravor, þegar sá fyrsti náðis't 6. júní, en venjulega hefðu fyrstu laxarnir ekki komið fyrr en eftir 20. júní. Sigurður var heldur bjartsýnn á heimturnar í sumar, þegar rætt var við hann í gær, en sagði þó ekki gott að vera með miídar spár fyrr en lengra væri komið fram á sumarið. Flutningur sláturfjár boðinn út í fyrsta skipti Seifossi, 10. júní. í KJÖLFAR jarðhræringanna, sem urðu sl. miðvikudag, 5. júní, hafa fylgt nokkrir tugir minni jarð- skjálftakippa. Þessar jarðhræringar hafa fundist greinilega á Selfossi og í nágrenninu. Styrkleiki sumra þess- ara smáskjálfta hefur náð 2,5 á Richterakvarða en flestir hafa verið það litlir, að þeir fundust varla. Upptök sjálftanna, sem urðu strax í kjölfar skjálftans 5. júní, voru fimm km vestur af Selfossi, í kringum Kögunarhól við Ingólfs- fjall. Upptök skjálftanna síðustu daga hafa aftur á móti verið I Hraungerðishreppi fyrir austan Selfoss. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði þessa eftir- skjálfta nokkru meiri en venja væri til. „Það er eins og umhverfið sé að laga sig eftir skjálftann 5. júní, en þetta boðar ekkert stór- kostlegt," sagði Ragnar. Hann gat þess, að gott væri að fólk í strjál- býli hringdi í veðurstofuna og léti vita um skjálfta sem það fyndi, slíkt hjálpaði til við skraningu þeirra. — SigJóns. KAIJPFÉLAG Borgfirðinga hefur boðið út flutninga sláturfjár að slát- urhúsi félagsins i Borgarnesi næsta haust. Bifreiðastöð kaupfélagsins hefur hingað til séð um þessa llutn- inga og er þetta í fyrsta skipti sem þeir eru boðnir út. Um er að ræða flutning 60—70 þúsund fjár af starfssvæði kaupfé- lagsins, sem er allur Borgarfjörð- ur og hluti Snæfellsness, að slát- Suðurland: Margir tugir jarðskjálfta urhúsinu í Borgarnesi. Þurfa þeir að fara fram á sex vikum í slátur- tíðinni í haust. Bjarni Arason, formaður stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga, sagði að útboð fjár- flutninganna færi fram sam- kvæmt samþykkt aðalfundar fé- lagsins í vor. Hann sagði að kaup- félagið hefði þurft að halda úti stærri bílaflota en nauðsynlega væri vegna venjulegra flutninga, og væri hluti hans verkefnalaus stóran hluta ársins. Hefðu fjár- flutningarnir ekki einasta verið dýrir heldur hefði kaupfélagið líka tapað á þeim. Með útboðinu væri verið að athuga möguleikana á að ná þessum kostnaði niður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.