Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGURII. JÚNÍ 1985 3 Áburðarflugið hafið: Svipuðu magni dreift og undanfarin ár f SIJMAR mun Landgræðsla ríkisins dreifa svipuðu magni af áburði og grasfræi og undanfarin ár, en helm- ingi minna en á árunum 1974—79 Þegar þjóðargjafarinnar naut við. Landgræðsluflugvélin Páll Sveins- son byrjaði áburðardreifingu um helgina á Reykjanesi en TF-TÚN hóf áburðarflug í síðasta mánuði. Flugmenn Flugleiða fljúga Páli Sveinssyni í sjálfboðaliðsvinnu í sumar eins og undanfarin ár. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði að mest af áburðinum væri dreift í friðaðar landgræðslu- girðingar og á uppgræðslusvæði Blönduvirkjunar. Hann sagði að fyrirhugað væri að dreifa liðlega 1.100 tonnum af grasfræi og áburði með Páli Sveinssyni og 500 tonnum með minni vélinni, TF- TÚN. Reynir gefur ungu kynslóðinni eiginhandaráritanir á Egilsstöðum. Göngumaðurinn Reynir Pétur Ingvarsson, vistmaður á Sól- heimum í Grímsnesi, sem er á leið sinni kringum landið var kominn til Egilsstaða á hádegi á laugardag og var þar vel tekið. Var hann í gær í Jökuldalnum á leið uppá Möðrudalsöræfi og sagðist Halldór Kr. Júliusson, forstöðumaður Sólheima, búast við að Reynir myndi ná í Möðru- dal í gærkvöld og ef allt gengi að óskum yrði hann komin til Ak- ureyrar á föstudagskvöld. Sagði Halldór að söfnunin fengi enn góðar viðtökur og hefði ferming- ardrengur á Selfossi til að mynda safnað þar 120 þúsund krónum. Kaupfélag Borgfirðinga: Reynir Pétur f góðum félagsskap á Egilsstöðum. i Reynir Pétur á Möðru- dalsöræfum Kollafjörður: Fyrsti haf- beitarlax- inn heimtur FYRSTI hafbeitarlax sumarsins skil- aði sér í gærmorgun í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Ekki er venju- legt að laxinn sé farinn að heimtast svona snemma. Sigurður Þórðarson stöðvar- stjóri í Kollafirði sagði að fyrsti laxinn hefði aldrei komið fyrr en i fyrravor, þegar sá fyrsti náðis't 6. júní, en venjulega hefðu fyrstu laxarnir ekki komið fyrr en eftir 20. júní. Sigurður var heldur bjartsýnn á heimturnar í sumar, þegar rætt var við hann í gær, en sagði þó ekki gott að vera með miídar spár fyrr en lengra væri komið fram á sumarið. Flutningur sláturfjár boðinn út í fyrsta skipti Seifossi, 10. júní. í KJÖLFAR jarðhræringanna, sem urðu sl. miðvikudag, 5. júní, hafa fylgt nokkrir tugir minni jarð- skjálftakippa. Þessar jarðhræringar hafa fundist greinilega á Selfossi og í nágrenninu. Styrkleiki sumra þess- ara smáskjálfta hefur náð 2,5 á Richterakvarða en flestir hafa verið það litlir, að þeir fundust varla. Upptök sjálftanna, sem urðu strax í kjölfar skjálftans 5. júní, voru fimm km vestur af Selfossi, í kringum Kögunarhól við Ingólfs- fjall. Upptök skjálftanna síðustu daga hafa aftur á móti verið I Hraungerðishreppi fyrir austan Selfoss. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði þessa eftir- skjálfta nokkru meiri en venja væri til. „Það er eins og umhverfið sé að laga sig eftir skjálftann 5. júní, en þetta boðar ekkert stór- kostlegt," sagði Ragnar. Hann gat þess, að gott væri að fólk í strjál- býli hringdi í veðurstofuna og léti vita um skjálfta sem það fyndi, slíkt hjálpaði til við skraningu þeirra. — SigJóns. KAIJPFÉLAG Borgfirðinga hefur boðið út flutninga sláturfjár að slát- urhúsi félagsins i Borgarnesi næsta haust. Bifreiðastöð kaupfélagsins hefur hingað til séð um þessa llutn- inga og er þetta í fyrsta skipti sem þeir eru boðnir út. Um er að ræða flutning 60—70 þúsund fjár af starfssvæði kaupfé- lagsins, sem er allur Borgarfjörð- ur og hluti Snæfellsness, að slát- Suðurland: Margir tugir jarðskjálfta urhúsinu í Borgarnesi. Þurfa þeir að fara fram á sex vikum í slátur- tíðinni í haust. Bjarni Arason, formaður stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga, sagði að útboð fjár- flutninganna færi fram sam- kvæmt samþykkt aðalfundar fé- lagsins í vor. Hann sagði að kaup- félagið hefði þurft að halda úti stærri bílaflota en nauðsynlega væri vegna venjulegra flutninga, og væri hluti hans verkefnalaus stóran hluta ársins. Hefðu fjár- flutningarnir ekki einasta verið dýrir heldur hefði kaupfélagið líka tapað á þeim. Með útboðinu væri verið að athuga möguleikana á að ná þessum kostnaði niður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.