Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 246. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Málgagn Komm- únistaflokks Sovétríkjanna: Pentagon lét fram- leiða al- næmis- veiruna Moskvu, AP. ARTHUR A. Hartman, sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu, fordæmdi Prövdu, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, fyrir birtingn teiknimyndar í gær þar sem reynt er að læða því inn hjá lesendum að banda- ríska landvarnarráðuneytið hafi látið framleiða alnæmisveiruna. Teiknimyndin birtist á blaðsíðu númer 5 í Prövdu í gær. Hún sýnir vísindamann afhenda hermanni stærðar tilraunaglas, sem á stendur „alnæmisveira“, og taka við greiðslu í dollurum í staðinn. Lík liggja til beggja handa og smádýr í glasinu eru svipuð hakakrossum í útliti. Fyrir ofan teikninguna var birt setning, sem Pravda segir úr ótil- greindu blaði, þar sem sagði: „Alnæmisveiran, alvarlegur sjúk- dómur, sem engin lækning er við, var sköpuð í rannsóknarstofum Pentagon (bandaríska vamarmála- ráðuneytið) samkvæmt upplýsing- um nokkurra vestrænna vísinda- Hartman sagði teiknimyndina „hryllilega ógeðfellda" og út í hött. I byijun sumars birtu tvö sovézk blöð, Literaturnaya Gazeta og Sovi- etskaya Rossiya sams konar myndir og fullyrðingar. Hartman skrifaði mótmælabréf til begggja en þau neituðu að birta það. Stúdentar yfirbugaðir AP/blmamynd Lögreglumenn leiða fjórar námskonur við Konkuk-háskólann í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, á brott eftir að stúdentamótmæli höfðu verið brotin á bak aftur í gær. Um 8.000 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Á annað þúsund námsmenn voru handteknir, en mótmæli þeirra stóðu í fjóra daga. Sjá ennfremur á bls. 31. AP/SImamynd Roger Tomkys, sendiherra Breta í Damaskus, á heimleið i gær. Myndin var tekin er hann kom til Schipol-flugvallarins í Amst- erdam, en þaðan hélt hann til Lundúna. Waldheim neitar nýjum ásökunum Vildi loka sendiráðinu í Prag fyrir Tékkum í innrásinni 1968 Tel Aviv, Vínarborg, AP. KURT Waldheim, forseti Austurríkist, neitaði því í gær að hafa verið viðstaddur fjöldamorð nasista í Júgóslavíu í heimsstyrjöldinni síðari eða að hafa verið beðinn um að njósna fyrir Sovétmenn eftir stríð, eins og fram kom í frétt bandaríska blaðsins The Washington Post í fyrradag. Blaðið bar Gerold Christian, tals- mann Waldheims, fyrir því að „frekari rannsóknir“ á skjölum hefðu leitt í Ijós að Waldheim hefði verið viðstaddur fjöldamorð á 80.000 íbúum fjallahéraðsins Koz- ara í Júgóslavíu. Christian hélt því hins vegar fram í samtali við AP- Rússar styðja Sýr- lendinga óskorað Damaskus, AP. SOVÉTMENN lýstu í gær yfir fullum og óskoruðum stuðningi við Hafez Assad, Sýrlandsforseta, í deilunni við Breta. Sovétmenn sögðust einnig myndu leggjast af öllu afli gegn þrýstingi, sem reynt yrði að beita Sýrlendinga í framhaldi af því að Bretar slitu stjómmálasambandi við þá. Talið er að með því séu Sovét- menn að vara Breta við tilraunum til að fá önnur ríki til samstarfs um viðskiptaþvinganir gegn Sýr- landi. Bretar hafa leitað í því sambandi til bandamanna sinna og m.a. fengið Evrópubandalagið til að afnema sérstakar ívilnanir, sem Sýrlendingar hafa notið af hálfu bandalagsins vegna útflutnings til aðildarríkja þess. Þá ákváðu Banda- ríkjamenn að hætta hveitisölu til Sýrlands á fimmtudag. Hin opinbera fréttastofa Sýr- lands, SANA, skýrði frá því í gærkvöldi að fyrr um daginn hefði Assad verið afhent bréf frá ráða- mönnum í Kreml, þar sem honum var heitið stuðningi. í bréfínu segði að framkoma Breta væri bæði „óvinsamleg og ögrandi". Þeir slitu stjómmálasambandi við Sýrlend- inga er þeir komust á snoðir um að sýrlenzka sendiráðið í London on hefði lagt palestínskum hryðju- verkamönnum lið. Jafnframt sagði fréttastofan að sovézkir ráðamenn segðu í bréfínu að ákvörðun Breta væri liður í bandarísk-ísraelsku samsæri um að grafa undan Sýrlendingum á al- þjóðavettvangi með því að bendla þá við hryðjuverk. Ekki var skýrt frá hver undirritaði bréfið, en að sögn SANA þakkaði Assad bréfið lofsamlega í gærkvöldi, og hótaði við það tækifæri að veita Bretum „makleg málagjöld". Sjá ennfremur frétt á bls. 30 og grein á bls. 42. fréttastofuna í gær að rangt hefði verið eftir honum haft, hann hefði sagt athuganir í sumar hafa leitt í ljós að Waldheim hefði ekki tekið þátt í aðförinni að ibúum Kozara. Anton Kolendic, sem Var yfir- maður leyniþjónustu Júgóslava í Vínarborg 1947-48, dró í gær til baka fyrri fullyrðingar sínar um að Sovétmenn hefðu reynt að kúga Waldheim á þessum árum til að njósna fyrir sig. Kolendic lét m.a. svo ummælt við The Washington Post, en í gær vildi hann ekkert kannast við ýmislegt af því, sem blaðið hafði eftir honum í fyrradag. ísraelar hyggjast ekki slíta stjórnmálasambandi við Austurríki vegna meintrar aðildar Waldheims að stríðsglæpum nasista í seinni heimsstyijöldinni, að sögn háttsetts embættismanns. Sendiherrann í Vínarborg var hins vegar kvaddur heim og hefur hann nú látið af störf- um sakir aldurs. Engar áætlanir eru um að útnefna eftirmann hans. Moshe Arens, sem er ráðherra án ráðuneytis í ríkisstjóm ísraels, hvatti til samstöðu gegn Kurt Wald- heim og Austurríki í gær þar sem kjör hans sem forseta hefði komið ekki aðeins ísrael, heldur öllum lýð- ræðisríkjum, í bobba. Heimsráð gyðinga lýsti því yfír í gær að Waldheim hefði skipað austurríska sendiráðinu í Prag að vísa á dyr öllum Tékkum, sem leit- uðu þar hælis í innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu árið 1968. Wald- heim var utanríkisráðherra Aust- urríkis á þessum tíma, en sendiherrann, Rudolf Kirchschlag- er, síðar forseti Austurríkis og fyrirennari Waldheims á þeim stóli, lét fyrirmælin sem vind um eym þjóta og auðveldaði þúsundum Tékka að komast úr landi. Sjö menn myrtir í Punjab Amritsar, Indlandi, AP. ÖFGAMENN síkha myrtu sjö menn og særðu tvo í Lud- hiana, stærstu borg hindúa í Punjab, í gær, sama daginn og þess var minnst í Indlandi að tvö ár voru liðin frá morð- inu á Indiru Gandhi. Að sögn lögreglu óku tveir menn á mótorhjóli um Lud- hiana og létu þrisvar til skarar skríða gegn óbreyttum borgur- um. Þeir komust undan. Atvikið á sér stað daginn fyrir, Diwali, sameiginlegan hátíðisdag hindúa og síkha. Samtals hafa 29 manns beð- ið bana í ofbeldisverkum í Punjab í vikunni og a. m. k. 500 á árinu, að sögn lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.