Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 14
14________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986_
Ovænt og háskaleg vend-
íng í útvarp smálum
eftir Markús Örn
Antonsson
Fullyrða má að íslendingar hafi
með nokkurri eftirvæntingu beðið
þeirra breytinga sem nú hafa orð-
ið í útvarpsmálum og fagnað því,
að löggjafínn sýndi loks af sér þá
víðsýni að heimila fleiri aðilum en
einni ríkisstofnun að stunda rekst-
ur hljóðvarps og sjónvarps á landi
hér.
Aðdragandi að setningu nýrra
útvarpslaga var langur. Nefnd
sérfróðra manna úr öllum þing-
flokkum vann á smum tíma úttekt
á útvarpsmálum íslendinga, sam-
anburði við aðstæður í öðrum
löndum og gerð þess útvarpslaga-
frumvarps, sem að meginefni til
og í öllum helztu grundvallaratrið-
um var afgreitt sem lög fyrir rúmu
ári með gildistöku við sl. áramót.
Kjami hinná nýju laga er sá, að
útvarpsréttamefnd getur heimilað
sveitarfélögum og öðmm lögaðil-
um tímabundið leyfí til útvarps
fyrir almenning á afmörkuðum
svæðum í samkeppni við Ríkisút-
vaipið.
I sérstökum kafla um Ríkisút-
varpið í hinum nýju útvarpslögum
segir svo:
„Ríkisútvarpið skal senda út til
alls landsins og næstu miða tvær
hljóðvarpsdagskrár og minnst eina
sjónvarpsdagskrá árið um kring."
Einstakt þjónustuhlut-
verk Ríkisútvarpsins
Undirritaður er í röðum þeirra,
sem einna ötullegast hafa barizt
fyrir afnámi einokunar í útvarps-
málum. Þeir, sem um málin hafa
fjallað af einhverri skynsemi, hafa
ævinlega gert sér ljósa grein fyrir
mikilvægu þjónustuhlutverki við
landsmenn alla, sem Ríkisútvarpið
yrði að rækja eftirleiðis sem hingað
til alveg óháð því hvort aðilar hæfu
útvarpsrekstur á afmörkuðum
svæðum.
í allri umræðu um fijálst útvarp
hafa stjómmálamenn undirstrikað
nauðsjm Ríkisútvarpsins og eflingu
þess.
Útvarpslaganefnd lýsti einni
meginforsendu í starfí sínu að gerð
frumvarps til nýrra útvarpslaga
með svofelldum orðum:
„Að leggja áfram þær skyldur
Ríkisútvarpinu á herðar að sjá
landsmönnum öllum fyrir fjöl-
breyttri dagskrá hljóðvarps og
sjónvarps og tryggja aðstöðu og
tekjur til þess að svo geti orðið."
Allir stjómmálaflokkar hafa í
meginatriðum tekið undir þetta
sjónarmið, ýmist í málflutningi á
þingi eða í beinum flokkssamþykkt-
um.
í útvarpslögum sem gengu í gildi
um sl. áramót segir svo:
„Megintekjustofnar Ríkisút-
varpsins eru gjöld fyrir útvarpsaf-
not, gjöld fyrir auglýsingar í
hljóðvarpi og sjónvarpi, aðflutn-
ingsgjöld af hljóðvarps- og
sjónvarpstækjum og hlutum í þau
og aðrir tekjustofnar sem Alþingi
kann að ákveða."
Þegar þessa er gætt og rifjuð er
upp sú umræða, sem fram hefur
farið undanfarin misseri um hlut-
verk og stöðu Ríkisútvarpsins,
verður það með öllu óskiljanlegt að
í fj'árlagafrumvarpi skuli nú gert
ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði svipt
lögbundnum tekjustofni án nokkurs
tillits til afkomu stofnunarinnar,
tekjutaps vegna samkeppni á aug-
lýsingamarkaði og §árfrekra
framkvæmda á ýmsum sviðum sem
knýjandi eru orðnar ef Ríkisút-
varpið á að sinna skylduverkum
sínum við fólkið í landinu, í borg
og bæ, til sjávar og sveita. Það er
hreint með ólíkindum að þannig
skuli að verki staðið í nafni heillar
ríkisstjórnar. Því gerræði er hér
með kröftuglega mótmælt.
Ríkisútvarpið fagnar.samkeppni.
Hún er tímabær og hefur þegar
orðið starfsfólki þess til hvatningar.
En í útvarpslögum voru settar leik-
reglur um samkeppnina. Eigendur
hinna nýju útvarps- og sjónvarps-
fyrirtælq'a svo og forráðamenn
Ríkisútvarpsins hafa talið sig vera
í öruggri vissu um grundvallar-
þætti tekjuöflunar sem lögin ætla
hinum tveim ólíku rekstrarformum.
Engum gat blandazt hugur um að
Ríkisútvarpið myndi tapa töluverð-
um auglýsingatelqum, þegar
einkastöðvar tækju að keppa við
það. Reyndin hefur líka orðið sú.
Til að sjá við þessari þróun var stað-
fest í nýjum útvarpslögum að
Ríkisútvarpinu skyldi bættur telq'u-
missirinn með því að láta til þess
renna aðflutningsgjöld af viðtækj-
um og hlutum í þau. Svo langt er
gengið í fjárlagafrumvarpinu að
gera ráð fyrir afturvirkni sem svipti
Ríkisútvarpið tekjum þessa árs.
Hlutverk framkvæmda-
sjóðs Ríkisútvarpsins
í útvarpslögum segir að aðflutn-
ingsgjöld skuli renna óskipt í
framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins.
Fé hans á að veija til að tryggja
viðunandi húsnæði, tækjakost og
dreifikerfí fyrir starfsmenni
Rikisútvarpsins.
Að öðru leyti eru tekjur þessa
sjóðs 10% af brúttótekjum stofnun-
arinnar, þ.e. af auglýsingum og
afnotagjöldum. Engin framlög
ríkissjóðs eða lán eru veitt til fram-
kvæmda Ríkisútvarpsins, hvorki til
byggingar útvarpshúss né upp-
byggingar hins viðamikla dreifí-
kerfís, sem er þéttriðið um landið
allt.
Mjög áríðandi endurbætur í
dreifikerfismálum hafa dregizt úr
hömlu og bar þar fyrst að telja lang-
bylgjustöð í stað Vatnsendastöðvar-
innar. Sú starfsemi hangir á
bláþræði og þar með útvarp á haf-
svæðin í kringum landið og til þeirra
staða í landi sem ekki búa við
FM-móttöku. Langbylgjuútsend-
ingin er líka varaleið og geysiþýð-
ingarmikil af öryggisástæðum fyrir
alla landsmenn.
Ný langbylgjustöð kostar a.m.k.
300 milljónir króna skv. síðustu
kostnaðaráætlun.
Af öðrum brýnum verkefnum
framkvæmdasjóðsins ber að sjálf-
sögðu að nefna áframhaldandi
útvíkkun og eflingu FM-kerfís fyrir
rás 1 og rás 2. Það hefur tekizt á
ótrúlega skömmum tíma að koma
Markús Örn Antonsson
rás 2 út um landið þannig að nú
munu um 93% landsmanna heyra
útsendingar hennar. Til þess að ná
þeim árangri hefur þurft að setja
upp 38 senda í keðju um landið og
enn bíður fólk óþreyjufullt eftir að
geta tekið á móti þessari dagskrár-
rás. Þetta sendakerfí er algjörlega
aðskilið frá rás 1, sem dreift er um
63 FM-senda um land allt auk 10
langbylgju- og miðbylgjusenda. Til
samanburðar má geta þess að
Bylgjan þarf einn FM-sendi til að
útvarpa_ fyrir Reykjavík og ná-
grenni. í dreifíkerfí sjónvarpsins eru
starfræktar 139 sendistöðvar víðs
vegar um landið. Sjónvarpskerfíð
þarfnast endurbóta og aukningar,
m.a. til sendinga út á fískimið.
Lauslega má áætla að hver FM-
sendir kosti 800 þús. til 1 milljón
uppkominn. Ríkisútvarpið hefur
sjálft staðið að uppbyggingu og
rekstri þessa kerfís, sem er þar af
leiðandi alfarið þess eign.
Þetta lauslega yfírlit gefur til
kynna hversu þung áherzla er lögð
á að dagskrá Ríkisútvarpsins berist
öllum landsmönnum. Markmiðið er
að allir íslendingar geti notið þeirra
við beztu skilyrði. Enn vantar tölu-
vert upp á að því marki sé náð.
Sérstaklega er það bagalegt, hve
móttökuskilyrði eru slök úti á helztu
fiskimiðum okkar, þar sem íslenzk-
ir sjómenn stunda dagleg störf sín.
Eins og vænta má una þeir þessu
hlutskipti illa og hafa kvartað af
skiljanlegum ástæðum. Ríkisút-
varpið vill reyna nýjar leiðir til að
útvarpa dagskrá rásar 2 lengra út
á hafsvæðin í kringum landið eins
og fyöldi sjómanna hefur sent stofn-
uninni áskoranir um og þeir mæla
þar fyrir munn stéttar sinnar í heild.
Ekki þarf að rekja frekar langan
lista yfír kostnaðarsöm verkefni,
sem framundan eru hjá Ríkisút-
varpinu. Þó að sumir sjái ofsjónum
yfír að stofnunin er fyrst nú eftir
56 ára starf að komast í eigið hús-
næði með hljóðvarpsrekstur sinn,
þar sem ætlunin er að sameina
hljóðvarps- og sjónvarpsstarfsemi
innan fárra ára, er bygging nýs
útvarpshúss langt frá því að vera
eina verkefni framkvæmdasjóðsins.
Um það talar upptalningin hér að
framan skýrustu máli.
Rás 2 er til sölu
I tilefni af ummælum fjármála-
ráðherra á þingi nýverið hefur
væntanlega sölu á rás 2 borið á
góma í ijölmiðlum. Ég hef lesið það
út úr orðum ráðherrans að hann
varpaði þessu fremur fram til íhug-
unar en að nokkrar mótaðar
ráðagerðir væru uppi um að selja
þennan hluta af Ríkisútvarpinu.
Ekki verður heldur séð hvemig slíkt
gæti gerst. Rás 2 starfar sam-
kvæmt útvarpslögum og er ekki á
neinni söluskrá. Hún gegnir mikil-
vægu hlutverki í heildarframboði
dagskrárefnis í Ríkisútvarpinu, þar
sem rás 1 mótast meðfram af
verkaskiptingu rásanna tveggja.
Rás 2 flytur fólki á öllum iands-
homum afþreyingarefni við vinn-
una, en betur má ef duga skal
varðandi útbreiðslumál hennar til
að óskum allra verði fullnægt.
Þama er um að ræða geysifjárfrekt
þjónustuhlutverk, sem ég veit að
einkastöðvar fengju ekki risið und-
ir, ef þær ættu að kosta uppbygg-
ingu, rekstur og viðhald þess
dreifikerfis sem fólkið í landinu
gerir kröfu um.
Hvert á aö vera fram-
tíðarhlutverk Ríkis-
útvarpsins?
Það er ekkert í útvarpslögum
sem segir að önnur hljóðvarpsrás
Ríkisútvarpsins skuli flytja dægur-
tónlist. Þeirri stefnú hefur hins
vegar verið fylgt frá upphafí rásar
2 og ekki verður dregið í efa að
hún hefiir Iaðað fólk til að hlusta
og þá jafnframt seljendur vöm og
þjónustu til að auglýsa. Þannig
hefír rás 2 staðið undir sér af aug-
lýsingum einum og ekki fengið
neinn skerf af afnotagjöldum
Ríkisútvarpsins í sinn hlut til rekst-
urs. Svo er enn. Færa má gild rök
fyrir því að hagkvæmt sé að sam-
nýta m.a. húsnæði, tæki, hljóm-
plötusafn og skrifstofuhald í þágu
tveggja rása. Yrði dagskrárstefnu
breytt og ákveðið að útvarpa sígildri
tónlist eða kennsluefni á rás 2
myndu hinar rekstrarlegu forsend-
ur gjörbreytast.
Er vilji til þess að hækka afnota-
gjöld svo að slíkum rekstri með
háleitari menningarleg markmið að
leiðarljósi verði haldið uppi af nokk-
urri reisn?
Tekjustofnar Ríkisútvarpsins 1961—85. Skipting tekna í %
Hljóðvarp Sjónvarp
Afnota- Auglýs- Aðrar Afnota- Auglýs- Toll- Aðrar
gjöld ingar tekjur gjöld ingar tekjur tekjur
1961-65 (meðalt.) 54,2 42,3 3,5
1966-70 (meðalt.) 58,3 39,3 2,4 1967-70 (meðalt.) 54,1 7,5 37,6 0,8
1971-75 (meðalt.) 55,5 43,4 1,1 1971-75 (meðalt.) 72,4 14,5 12,3» 0,8
1976 55,9 42,8 1,3 1976 74,2 15,0 10,1 0,7
1977 54,6 44,3 1,1 1977 64,8 11,3 23,5 0,4
1978 50,4 47,5 2,1 1978 58,9 12,2 27,9 1,0
1979 49,8 47,5 2,7 1979 68,9 16,7 12,9 1,5
1980 48,2 48,2 3,6 1980 73,9 23,5 1,2 1,4
1981 42,4 53,6 4,0 1981 66,1 29,6 2,2 2,1
1982 36,0 59,6 4,4 1982 61,7 33,7 2,1 2,5
1983 38,0 58,8 3,2 1983 65,3 31,3 1,6 1,8
1984 33,9 63,2 2,9 1984 65,2 30,7 2,7 1,4
1985 31,3 65,4 3,3 1985 63,7 34,0 0 2,3
Þetta yfirlit sýnir, hvernig Ríkisútvarpið hefur orðið æ háðara auglýsingum til að standa undir rekstri
sínum á sama tíma og afnotagjöld hafa stöðugt lækkað miðað við fast verðlag. Það var séð fyrir, að
með samkeppni nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva yrði skerðing á auglýsingatekjum Rikisútvarpsins.
Samkvæmt hinum nýju útvarpslögum eiga aðflutningsgjöld af viðtækjum að bæta tapið upp.