Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 + Dr. HINRIK HUBERT FREHEN SMM, biskup kaþólsku kirkjunnar, lést á heimili sínu, Hávallagötu 14, að morgni 31. október. Fyrir hönd ættingja, Trees Knebel-Frehen. Fyrir hönd prestanna, sóra A. George SMM. Systir okkar, + ÓLAFÍA JOCHUMSDÓTTIR, Melhaga 13, lést í Landspítalanum 30. október. Mattfas Jochumsson, Ásta Fjeldsted, Magnús Jochumsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR F. GUNNLAUGSSON, Tómasarhaga 27, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 31. október. Sigrfður M. Einarsdóttir, börn, tengdadóttir og barnabörn. + Móðir okkar, HELGA STEPHENSEN, Bólstaðarhlfð 64, lést í Borgarspftalanum 30. október. Ólafur St. Stefánsson, Valgerður Stefánsdóttir. + ALDfS TORARENSEN, fyrrum húsfreyja á Móeiðarhvoli, Eyrarvegi 24, Selfossi, verður jarösungin frá Selfosskirkju laugardaginn 1. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda Ingimundur Marelsson. + Móðir okkar og amma, ARNFRIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Súgandafirði verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þorvaldur Kristjánsson, Kristfn Kristjánsdóttir, Kristján Örn Ingibergsson, Þurfður Ingibergsdóttir. + Alúðarþakkir færum við ykkur öllum er auösýnduö hlýju og vin- áttu vegna andláts SIGURLÍNU BJÖRNSDÓTTUR, húsfreyju frá Hofi á Höfðaströnd. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Jónsdóttir, Pálmi Jónsson, Friðrik Pétursson, Sigurður Friðriksson, Andrés Björnsson, og Ásberg Sigurðsson, Jónfna Gfsladóttir, Jóna Sveinsdóttir, Guöný Guömundsdóttir, Margrát Vilhjálmsdóttir aðrir aðstandendur. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns og föður okkar, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, bónda, Hallbjarnareyri. Marfa Elfasdóttir, Berta Guðmundsdóttir, Jensfna Guðmundsdóttir, Svava Guðmundsdóttlr, Magnea Guðmundsdóttir. Guðmundur Guðmundsson, Petrína Sæmunds- dóttir - Minning Fædd 8. júlí 1893 Dáin 26. október 1986 Hinn 26. október sl. andaðist hér í Reykjavík frú Petrína Guðlaug Sæmundsdóttir. Petrína fæddist 8. júlí 1893 í Seljum í Helgafellssveit. Foreldrar hennar voru Sæmundur Pétursson og kona hans, Guðrún Káradóttir. Petrína giftist 23. októ- ber 1921 Guðmundi Bjama Hall- dórssyni frá Kothrauni. Þau hjónin eignuðust 5 böm, Guðrúnu Krist- jönu, Vilborgu Kristínu, Þorgerði, Sæmund og Halldóru. Þau Guðmundur og Petrína bjuggu búi sínu nær aldarfjórðung að Seljum í Helgafellssveit, en fluttst árið 1944 til Stykkishólms. Guðmundur stundaði sjómennsku þaðan. Þar reistu þau sér hús og þar stóð síðan heimili þeirra. Mann sinn missti Petrína árið 1950. Petrína stundaði nám í Kennara- skólanum árin 1916—19. Síðan gerðist hún kennari um þriggja ára skeið í Eyrarsveit. Seinna kenndi hún eitt ár í Helgafellssveit. Þá verður hlé á kennslu hennar vegna húsmóðurstarfa og annarrar bú- sýslu er laut að heimilisstörfum en verkefni voru ærin. Þegar böm hennar komast á legg tekur hún aftur til við kennslustörf og kennir í Eyrarsveit allt frá árinu 1942 til 1951, með nokkmm hléum. Kennslustarfíð átti vel við skaplyndi Petrínu og manngerð alla. Hún naut þe_ss að umgangast bömin og fræða. Ég tel víst að ágæt hljómlist- arkunnátta hafi jafnan komið henni að dijúgum notum, bæði við kennslu og önnur störf í lífinu. Petrína var organisti við kirkjuna í Bjamarhöfn og iðkaði jafnan org- elspil þangað til hún varð fyrir alvarlegum meiðslum er hún var 45 ára gömul, sem varð þess vald- andi að hún gat eigi leikið á hljóð- færi framar. Hún hafði jafnan mikla unun af tónlist og var mjög vel heima í þeirri grein. Það er óhætt að fullyrða að Petrína var ágætlega menntuð kona og naut hún mennt- unar sinnar fram á síðustu æviár. Árið 1967 fluttist Petrína til Reykjavíkur og stofnaði heimili á Ásvallagötu 12 með Guðrúnu Kristjönu, dóttur sinni, sem er kennari, og Maríu Bjamadóttur, dóttur Guðrúnar. Seinna bættist við §órði meðlimur þessarar fjölskyldu, Gunnar Þór Kjartansson, sonur Maríu. Fáum konum hefi ég kynnst sem ég hefi orðið eins hugfangin af og Petrínu og má segja að margir dag- ar sem við nutum samvista séu mér ógleymanlegir. Þegar Guðrún dóttir hennar var bundin við kennslustörf sat ég oft hjá Petrínu og sagði hún mér þá frá fyrri tímum í lífi sínu og starfi fyrir vestan, á elskuðum slóðum bemsku-, æsku- og fullorð- insára. Þegar elli mæddi og slæða óraunveruleika breiddist yfir að nokkru leyti, var farið hugarferð- um. Þá var mér ljúft að gerast ferðafélagi. Síðustu árin vom kraft- ar þrotnir, dvaldi hún þá í Hátúni á hjúkrunarheimili, en seinna á elli- og hjúkmnarheimilinu Gmnd. Guðrún dóttir hennar annaðist hana alla tíð. Síðustu árin á Elliheimilinu heim- sótti hún móður sína nær hvem dag og létti henni elli og sjúkleika. Bestu kveðjur til aðstandenda allra frá ijölskyldu okkar. Birna Jónsdóttir Útför Petrínu verður frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 1. nóvember. Minning: Jón Sumarliða- son, Blönduósi Fæddur 21. september 1915 Dáinn 27. október 1986 „Ég hef augu mín til fjallannæ Hvaðan kemur mér hjáip? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar." Sálm. 121. 1.-2. Já, við biðjum guð um hjálp, andlát Jóns kom svo snöggt og óvænt, alltaf þurfum við á guðs hjálp að halda, en ekki síst á slíkum stundum sem þessari. Jón fæddist á Blönduósi og ól þar allan sinn aldur. Foreldrar hans vom Jakobína Jónsdóttir og Sumar- liði Tómasson. Hann átti einn bróður, Rögnvald, sem er látinn fyrir fáum ámm. í uppvexti Jóns var Blönduós lítið þorp, flestir áttu eitthvað af skepn- um og höfðu sitt lífsframfæri af þeim. Hann stundaði í mörg ár vega- vinnu á sumrin eins og títt var um unga menn á þessum slóðum. Jón kvæntist 25. október 1941 Sigurlaugu Valdimarsdóttur sem einnig er ættuð frá Blönduósi. For- eldrar hennar vom Sigríður Jóns- dóttir og Valdimar Jóhannsson. Sigurlaug og Jón áttu 45 ára brúðkaupsafmæli síðastliðinn laug- ardag og það vildi svo til að það var fyrsti vetrardagur eins og þegar þau héldu sína hátíð fyrir 45 ámm. Þau hafa alla tíð búið á Blöndu- ósi. Þar keyptu þau sér mjög fljótt lítið hús, sem stóð við aðalgötuna f þorpinu. Þar fæddust öll bömin þeirra, 5 að tölu, og þau fluttu ekki úr því fyrr en yngsta bamið var fermt. Þá keyptu þau sér hús á Blöndubyggð 6b þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Jón stundaði búskap alla ævi,. hafði yndi af skepnum, sérstaklega kindum og hrossum. Og það var einmitt sfðasta verkið hans að huga að fénu áður en kallið kom svo skyndilega. Sigurlaug og Jón eignuðust 5 böm eins og fyrr er getið. Þau em þessi: Sigmar sem nú er látinn. Ekkja hans er Sigrún Kristófers- dóttir. Þau eignuðust tvö böm. Jakob Vignir ókvæntur. Jóhann Baldur, hans kona er Agatha Sig- urðardóttir. Þau eiga tvö böm. Kristín, hennar maður er Öm Sigur- bergsson. Þau eiga tvö böm. Kristinn Snævarr, hans kona Jóna Björg Sætran. Þau eiga einnig tvö böm. Það var mikil sorg þegar Sig- mar, elsti sonurinn, lést 18. septem- ber síðastliðinn eftir tveggja mánaða baráttu við banvænan sjúk- dóm. Hann var maður í blóma lífsins, fullur af orku og krafti. Það var þungbært allri Qölskyldunni, en ekki síst Jóni. Ég er búin að þekkja Jón síðan hann kvæntist Sigurlaugu vinkonu minni og marga ánægjustund er ég og mitt fólk búið að eiga á þeirra heimili. Alltaf vom bömin mín vel- komin til þeirra. Það sannaðist virkilega hjá þeim „að þar sem er hjartarúm, þar er líka húsrúm", því ég hugsa að litla húsið þeirra sem þau bjuggu í lengst af, hafi ekki verið stærra en ein lítil stofa nú til dags. En þau áttu þetta og létu sér það nægja. Ég og mfn böm þökkum af heil- Legsteinar x Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, f-Umd d. sími 91-620809 um hug allar ánægjustundimar á heimili þeirra hjóna þar sem maður var alltaf svo hjartanlega velkom- inn. Ég sendi Sigurlaugu minni, böm- um hennar, tengdabömum og bamabömum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð gefa þeim styrk á erfiðum stundum. Helga Bjargmundsdóttir Hótel Saga Siml 1 2013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta- reikning þinn mánaiarlega. SÍMINN ER 691140 691141 JtttfrjpsttMaMfr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.