Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
Stokkseyrarkirkja
hundrað ára
Á STOKKSEYRI má gera ráð
fyrir því að staðið hafi kirkja
allt frá 11. öld eða frá frum-
kristni. Stokkseyrarkirkju er
fyrst getið í heimildum í kirkna-
tali Páls biskups Jónssonar um
aldamótin 1200. Enginn veit hve
margar kirkjurnar eru orðnar
sem þar hafa risið ein á rústum
Mál og menning:
Leikrit gef-
ið út á bók
ÚT er komið á bók, leikritið
Uppreisnin á ísafirði, eftir Ragn-
ar Arnalds. Verkið var fyrsta
frumsýning Þjóðleikhússins á
þessu leikári.
Leikritið flallar um málarekstur
Magnúsar Stephensen landshöfð-
ingja, gegn _ Skúla Thoroddsen
sýslumanni á ísafírði og gerist und-
ir lok síðustu aldar. I verkinu er
sýnt að þau pólitísku deilumál sem
þar áttu sér stað voru angi af
stærri sviptingum sem gengið höfðu
ýfír Evrópu. Höfundur segir í eftir-
mála að um helmingur persóna
leiksins eigi sér fyrirmynd í veru-
leikanum og að söguþráðurinn sé
sagnfræðilega réttur í flestum meg-
inatriðum, en að söguleg atvik séu
engu að síður færð til í tíma og
rúmi eftir þörfum.
í bókinn er að fínna teksta leik-
ritsins, en auk þess viðauka með
upplýsingum um sögulegar persón-
ur og fjölmörg brot og kafla úr
bréfum, blaðagreinum, dómsskjöl-
um og öðrum samtímaheimildum.
Bókin er 150 blaðsíður að stærð í
kiljubroti, unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf.
annarrar en talið hefur verið að
þær séu ekki færri en 23.
Á þessu ári eru liðin 100 ár frá
því að núverandi kirkja var byggð
en að sjálfsögðu hefur hún á þeim
tíma hlotið margháttaðar endur-
bætur. Stærsta og mesta endurbót-
in fór fram á árunum 1963 og 1964
og þá var einnig tekið í notkun pípu-
orgel kirkjunnar þann 24. maí 1964
við hátíðlega athöfn í kirkjunni.
Á sunnudaginn kemur þann 2.
nóvember verður 100 ára afmælis
kirkjuhússins minnst við guðsþjón-
ustu í Stokkseyrarkirkju kl. 14.00.
Þar mun biskupinn yfír íslandi
herra Pétur Sigurgeirsson prédika
og tónlistarflutningur við guðs-
þjónustuna verður eftir fyrrverandi
og núverandi organista kirkjunnar
en þeir hafa flestir verið af hinni
þekktu tónlistarætt frá Stokkseyri
og ágæt tónskáld. Kirkjukór
Stokkseyrarkirkju syngur og Sig-
rún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng
en organleikarar verða Pálmar Þ.
Eyjólfsson og Haukur Guðlaugsson
sem m.a. leikur orgelverk eftir Pál
Isólfsson.
Að lokinni guðsþjónustu verður
kaffísamsæti í Bamaskólanum. All-
ir vinir og velunnarar kirkjunnar
eru boðnir velkomnir til þessarar
hátíðar.
(Fréttatilkynning frá sókn-
arnefnd Stokkseyrarkirkju)
Frá vinstri: Dee V. Jacobs Danmerkurtrúboðsforseti, Guðmundur Sigurðsson umdæmisforseti, Ólafur
Ólafsson greinarforseti og öldungur Joseph B. Wirthlin svæðisforseti Evrópu og nú postuli í Kirkju
Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Mormónar
Islenzkur umdæmisfor-
seti Mormónakirkjunnar
Námskeið
í geðleik
NÁMSKEIÐ í geðleik verður
haldið um helgina. Leiðbeinend-
ur verða Gyrit Hagman geðlækn-
ir og Helgi Felixson. Námskeiðið
er haldið að Tryggvagötu 18 á
vegum Þrídrangs. Upplýsingar
eru gefnar í síma 622305
NYLEGA var haldin hér í
Reykjavík umdæmisráðstefna á
vegum Mormónakirkjunnar. í
fréttatilkynningu frá mormón-
um segir m.a.:
„Þessi ráðstefna markaði vissu-
lega tímmaót í sögu kirkjunnar hér
á landi, því að íslenska umdæmið
var þá endurskipulagt og í fyrsta
sinn kallaður íslenskur umdæmis-
forseti. Fram að þessu hefur
umdæmið ávallt verið undir stjórn
erlendra leiðtoga. Við starfí um-
dæmisforseta tók nú Guðmundur
Sigurðsson, sem áður var forseti
Reykjavíkurgreinar. Ráðgjafar
Guðmundar eru John Petersen og
Þór S. Bjömsson. Umdæmisritari
er Ronald B. Guðnason.
Forsætisráð Reykjavíkurgreinar
var einnjg endurskipulagt og var
Ólafur Ólafsson kallaður í starf
greinarforseta. Hann hefur verið
og er enn söngmálastjóri kirkjunnar
og hefur einnig gegnt fleiri köllun-
um innan hennar. Ráðgjafar Ólafs
eru Emil Þór Emilsson og Ólafur
Einarsson. Framkvæmdaritari er
Rósmundur Bemódusson.
Til þessarar ráðstefnu komu öld-
ungur Joseph B. Wirthlin þáverandi
svæðisfulltrúi í Evrópu og eigin-
kona hans Elisa Rogers Wirthlin.
Einnig komu frá Danmörku Dee
V. Jacobs, trúboðsforseti þar, og
eiginkona hans Key Jacobs.
Eigendumir í nýjum húsakynnum verslunarinnar
Betty flytur í Bankastræti 8
NÝLEGA fluttist tískuverslun- tækinu Betty Barclay. Guðmundsdóttir, en hönnun á
in Betty í Bankastræti 8. nýja húsnæðinu annaðist Valdís
Verslunin selur eingöngu kven- Eigendur verslunarinnar eru Bjarnadóttir arkitekt.
fatnað frá Vestur-þýska fyrir- Elín Reynisdóttir og Ragna K.
Vatnaleikfimi í
Laugardalslaug
ráðstefna um fjölmiðla o g íþróttaiðkun
KYNNING á vatnaleikfimi fer
fram í Laugardalslaug, sunnu-
daginn 2. nóvember kl. 10.30 og
er þar um að ræða þátt i ráð-
stefnu, sem fræðslunefndir
fimleikasambanda á öllum Norð-
urlöndum, halda hér dagana 31.
október til 3. nóvember. Tengsl
Basar Hús-
mæðraf élagsins
HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík-
ur heldur sinn árlega basar nk.
sunnudag 2. nóvember kl. 2 að
Hallveigarstöðum við Túngötu.
I freéttatilkynningu frá félaginu
segir, að á boðstólum verði mikið
úrval af allskonar handavinnu, s.s.
sokkum, vettlingum, peysum, húf-
um, jóladúkum, jólasvuntum,
púðum, prjónuðum dýrum, ísaum-
uðum jóladúkum, jólapóstpokum og
fleiru og fleiru að ógleymdum luk-
kupokunum fyrir bömin. Allur
ágóði af sölu basarmuna fer til
líknarmála.
fjölmiðla og íþróttahreyfinga
eru m.a. í dagskrá ráðstefnunn-
ar, sem að öðru leyti fer fram í
húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.
1. Kynning á íþróttasambandi ís-
lands, Sigurður Magnússon.
2. Áhrif fjölmiðla á þátttöku al-
mennings í íþróttum, fyrirlest-
ur.Þorbjörn Broddason lektor.
3. Fimleikar og §ölmiðlar, Samúel
Öm Erlingsson.
4. Heilbrigði til ársins 2000, fyrir-
lestur, Dr. med. Hrafn Friðriks-
son.
5. Félagslegt viðhorf í sambandi
við almenna íþróttaiðkun, fyrir-
lestur, Dr. Þórólfur Þórlindsson.
6. Vatnaleikfimi, verklegt, leið-
beinendur Kis Östergaard
fráDanmörk og Eva Lill Kamb-
haugfrá Noregi.
7. Jassleikfími, verklegt Shirlene
Alicia, Blake USA.
Þátttakendur á ráðstefnunni auk
íslands, em frá Noregi, Danmörk
og Svíþjóð, alls 25 manns. Fimleika-
félögum innan FSÍ var boðið að
senda þátttakendur á ráðstefnuna.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
Arshátíð Blönduósi
Árshátíð sjálfstæöisfélaganna á Norðurlandi vestra verður haldin
á
Hðtel Blönduósi laugardaginn 1. nóv. kl. 19.30.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta.
Sjálfstæðisfélögin i A-Hún.
Ungir Hafnfirðingar
á öllum aldri
Stefnir FUS heldur hádegisverðarfund á veitingahúsinu A. Hansen
laugardaginn 1. nóvember kl. 12.00. Gestur fundarins verður
Ögmundur Haukur Guðmundsson og mun hann ræða um ástand
tollafgreiðslumála í Hafnarfirði.
Ungir Hafnfirðingar á öllum aldri velkomnir.
Stjórn Stefnis.
Akranes
— sameiginlegur fundur
sjálfstæðisfólaganna á Akranesi verður haldinn mánudaginn 3. nóv.
kl. 21.00 i Sjálfstæðishúsinu við Heiðagerði. Kjörnir fulltrúar á kjör-
dæmisþing þann 8. nóv. eru beönir að mæta og fá þeir afhent
fundargögn.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórnir fólaganna.