Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
Maradona
til Bayern
Miinchen?
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttaritara
LEIKUR Diego Armando Mara-
dona mefi Bayern MUnchen í
vestur-þýsku knattspyrnunni
nœsta keppnistímabil? Þýska
blaðið Bild skýrir frá því í gœr afi
miklar Ifkur séu á að svo verðl,
ef ekki nœsta tímabil þá allavega
árið 1988.
Eins og við höfum skýrt frá er
ætlunin að gera Miinchen að stór-
veldi í evrópskri knattspyrnunni á
nýjan leik og á ekkerti að spara í
því sambandi. Einn þeirra sem
Munchen hefur áhuga á er snilling-
urinn Maradona en hann hyggst
ekki framlengja samningi sínum
hjá Napolí á Italíu.
„Ég hef áhuga á að vera áfram
í Evrópu og Bayern Munchen er
• Udo Lattek þjálfari Bayem gefur hár Mattheus góð ráð áður en hann fer inná leikvöllinn. Luttek ætl-
sr ekki að láta söguna frá þvf f fyrra endurtaka sig gegn Leverkusen í dag, nú ætla þeir að vinna.
Vestur-bvska knattspyrnan:
Stórleikur helgarinnar er
Bayern gegn Leverkusen
Frá Jóhanni Inga Gunnarasyni, fréttarhara Morgunbladsins f V-Þýskalandi.
ÞAÐ verður erfiður leikur hjá
Uerdingen f dag en þá fara þeir
til Bremen og leika þar gegn
Werder Bremen. Uerdingen hefur
genyið illa á hemavelli Bremen
og í fyrra fengu þeir rasskell þar,
töpuðu 6:1.
Sjúkralisti Bremen hefur verið
talsvert langur í haust en nú mun
Rudi Völler koma inn í liðið aftur
og styrkir það liðið eflaust mikið.
Hjá Uerdingen leika allir fasta-
mennirnir með nema varnarmað-
urinn Matthias Hergert sem er
meiddur.
Feldkamp þjálfari Uerdingen
fannst full fámennt á æfingu hjá
liöinu um miðja vikuna því þá voru
þrjú landslið Þýskalands að leika
og að auki Atli í landsleik með ís-
landi. Vonandi að æfingaleysi verði
ekki til þess að liðið verði ras-
skellt aftur í Bremen.
Ásgeir Sigurvinsson er búinn að
ná sér af veikindunum og mun
leika með Stuttgart í dag gegn
Mönchengladbach í Múnchen og
þó svo Gladbach sé í 14. sæti og
Stuttgart í því fimmta þá verður
örugglega um hörkuleik að ræða.
Þeir fyrrnefndu verið í mikilli sókn
að undanförnu og ekki tapað leik
í einar átta vikur. Á sama tíma
hefur ekki gengið allt of vel hjá
Stuttgart, þeir hafa ekki unnið í
síðustu fjórum leikjum en hefur þó
gegnið vel á útivöllum.
Leikurinn hjá þessum félögum
endaði 1:1 í fyrra en alls hafa liðin
leikið 19 leiki á heimavelli Glad-
bach. Gladbach hefur unnið átta,
sjö hafa endað með jafntefli og
Stuttgart unnið fjóra.
Erich Ribbeck, þjáflari Bayer
Leverkusen, er fenginn til að spá
í leiki helgarinnar í blööum hér og
hann spáir 1:0 fyrir Gladbach í
þessum leik.
Framlínumaðurinn Andreas
Merkle, sem missti tennur í leikn-
um í Moskvu á dögunum, ætlar
sér að leika í dag. Hann lennti í
hörðum árekstri við einn
Moskvubúa og missti nokkrar
tennur fyrir bragðið. Félagi hans í
framlínunni Stefan Schmitt er
lærður tannlæknir og hann bjarg-
aði málinu þannig aö Merkle
heldur sínum tönnum og nú vill
hann ólmur leika með aftur.
Stórleikur helgarinnar er eflaust
leikur Bayern Múnchen og Bayer
Leverkusen. Þjálfarar liðanna, Udo
Lattek hjá Bayern og Erich
Ribbeck hjá Leverkusen, eru góðir
vinir og hafa ákveðið að fara sam-
an í gönguferð fyrir leikinn og
drekka kaffi saman eftir leikinn.
„Við eigum í stríði í 90 mínútna
en erum vinir þar fyrir utan," sögðu
þeir félagar.
Ribbeck spáir 3:0 sigri Bayern
en Lattek tekur ekki mikið mark á
honum. „Hann gerði þetta líka í
fyrra refurinn og þá urðum við að
sætta okkur við jafntefli. Ég þekki
þennan ref og hann segir mér ekk-
ert hvernig leikurinn fer fyrr en i
kaffinu á eftir," sagði Lattek í gær.
Morgunblaðslns I V-Þýskalandl.
eitt þeirra liða sem ég gæti hugsað
mér að leika með. Mig langar til
að reyna mig í Bundersligunni,"
hefur Bild eftir Maradona.
Maradona er ekki ánægður
þessa dagana og hann er æfur út
í blöðin á Ítalíu vegna þess að þau
segja að hann geri ekkert annað
en elta kvenfólk. Þetta kemur auð-
vitað til vegna þess að ein
blómarósin heldur því fram að
Maradona sé faðir barns sem hún
ól nýlega en kappinn neitar því
staðfastlega.
„Ég fer ekki til Spánar aftur og
hér verð ég ekki deginum lengur
en samningur minn segir til um,“
segir Maradona. Þýskir hafa auö-
vitað mikinn áhuga á að fá
kappann til landsins og Ule Hö-
ness hjá Múnchen sagði að það
yrði mikil lyftistöng fyrir knatt-
spyrnuna í landinu ef Maradona
kæmi til liðsins. „Við höfum pen-
inga til að kaupa hann," sagði
Höness í samtali við Bild.
Samningur Maradona við Na-
poli rennur út í maí árið 1988 og
fróðir menn telja að það lið sem
kaupir kappann þá verði að greiða
Napoli um 2,4 milljónir marka fyrir
snillinginn og síðan þarf auðvitað
að greiða honum laun. „Ef við eig-
um möguleika á að kaupa hann
þá verðum við að kaupa hann,
annað væri ekki hægt. Það er al-
veg víst að enginn okkar myndi
öfunda hann af þeim miklu launum
sem hann fengi, þó þau væri miklu
hærri en okkar," sagði Luthar
Mattheus einn leikmanna Bayern.
Beckenbauer
öskuvondur
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttarhara Morgunblaósins í V-Þýskalandi.
FRANZ Beckenbauer landsliðs-
þjálfari Vestur-Þýskalands í
knattspyrnu trylltist algjörlega á
miðvikudaginn þegar lið hans
tapaði f fyrsta sinn í 55 ár fyrir
Austurriki i knatspyrnulandsleik.
/>
Rod
Stewart
vildi æfa
hjá Bremen
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, frátta
rítara Morgunblaósins í V-Þýskalandi.
POPPSTJARNAN Rod Stewart
fór fram á það við forráða-
menn Werder Bremen á
dögunum að hann fengi að
æfa með félaginu og auðvitað
var það alveg sjálfsagt.
Forráöamenn liðsins voru
síðan fljótir að taka orð sín til
baka er það fréttist að þetta
væri gert til að taka upp sjón-
varpsþátt með Rod Stewart.
„Við hefðum auðvitað leyft
honum að æfa hjá okkur en
þetta er engin upptökusalur
fyrir einhverja sjónvarpsþætti,"
sögðu forráðamenn liðsins um
atvik þetta.
íþróttir helgarinnar
Haukar leika gegn
ÍBK í úrvalsdeildinni
FREKAR rólegt verður í íþróttalíf-
inu innanlands um helgina og
munar þar mest um að ekkert
verður leikið f deildarkeppninni í
handknattleik.
Engir leikir fara fram í deildar-
keppninni, en mikið verður um að
vera í yngri flokkunum víðs vegar
um landið.
Blak
Þrír leikir fara fram í 1. deild
karla og tveir í 1. deild kvenna um
helgina. Lelkur ÍS og Fram í 1.
deild karla hefst klukkan 14 í dag
í íþróttahúsi Hagaskóla og leikur
Víkings og KA klukkan 15.15. Leik-
ur Víkings og KA í 1. deild kvenna
hefst klukkan 16.30.
Á morgun keppa Víkingur og
KA í 1. deild karla og kvenna í
íþróttahúsi Háskólans. Karlaleikur-
inn hefst klukkan 13.30, en hinn
klukkan 14.45.
Karfa
í dag klukkan 14 leika Þór og
UMFG á Akureyri í 1. deild karla,
en ÍA og UÍA á Akranesi klukkan
17 í 2. deild karla.
Á morgun verða tveir leikir í úrvals-
deildinni. Klukkan 14 hefst leikur
Hauka og ÍBK í Hafnarfiröi, en leik-
ur Vals og KR hefst klukkan 20 í
Seljaskóla. Leikur Hauka og UMFN
í 1. deild kvenna hefst í Hafnarfirði
klukkan 15.30.
Sund
Unglingamót Ármanns verður í
sundhöll Reykjavíkur á morgun og
hefst upphitun klukkan 13, en
keppt verður í tólf greinum.
Badminton
Vetrarmót unglinga verður í
badminton í dag og á morgun og
veröur keppt í TBR-húsinu.
Úrslftin urðu 4:1 fyrir Austurríkis-
menn og þoldi landsliðþjálfarinn
mótlætið illa, eins og svo oft áð-
ur.
Þýsk blöð hafa gagnrýnt hann
mikið fyrir það sem hann sagði
eftir leikinn en þá lét hann hafa
eftir sér að dómari leiksins væri
óhæfur og auk þess hættulegur
umhverfi sínu. Þýskir segja að ef
einhver deildarþjáfari hefði látið
þetta út úr sér þá héfði sá hinn
sami þurft að greiða 15.000 mörk
í sekt.
„Ég skal glaður greiða þessa
upphæð ef þið tryggið að þessi
maður leggi flautuna á hylluna,"
svarði Beckenbauer þessari gagn-
rýni. Gamla kempan Paul Breitner
var ekki alveg eins æstur og þjálf-
arinn en sagði að það væri verst
að Þýskaland þyrfti aö býða í 155
daga eftir næsta leik en það væri
þó enn verra fyrir aumingja Aust-
urríkismenn. „Þeir verða að býða
í 55 ár til að vinna næsta leik gegn
okkur,"sagði hann.
Það þarf vart að taka það fram
að mikil gleði ríkti í Austurríki og
má líkja ástandinu þar við kjöt-
kveðjuhátíð. Fólk dansaði á götum
úti lengi á eftir og sumir eru enn
að. Bökuð var terta ein heljarmikil
sem var eftiriíking af leikvanginum
sem leikið var á og má því segja
að leikmenn hafi ekki aðeins tætt
þýska í sig heldur einnig leikvang-
inn.