Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
48
Nemendur og starfsfólk Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.
inu hefur t.d. kennt íslenskum
visindamönnum að nota heist við-
námsmælingar og þá niðurstöðu
geta útlendingamir notfært sér
þegar heim kemur. Á móti kemur
síðan, svo dæmi séu nefnd, að einn
nemenda, Indónesíumaðurinn
Mulyadi, vinnur að því að bera sam-
an eðlisfræðiaðferðir í jarðhitaleit
og í leiðinni er hann að endurtúlka
aliar viðnámsmælingar sem gerðar
hafa verið við Kröflu. Sá eini, sem
hér er ekki staddur í dag, er upptek-
inn við að mæla hitastig og seltu í
borholum Hitaveitu Reykjavíkur í
Laugamesinu, en það er liður í því
að komast að því af hveiju hita-
veituvatnið er að kólna, eins og
fram kom í myndinni um Hitaveit-
una sem sjónvarpið sýndi í sumar.
Rannsóknir eðlisfræðingsins Marita
frá Kenya á túlkun viðnámsmæld-
inga í Krísuvík koma sér vel fyrir
okkur og einnig kortlagning jarð-
fræðingsins Kifua frá Tanzaníu á
jarðhitanum í Krísuvík. Það er
vinna sem nýtist mjög vel. Túlkun
viðnámsmælinga í Olfusinu er líka
hrein viðbót við það sem áður hefur
verið gert“, segir Jón Steinar og
bætir við; „Svo em aðrir, sem vinna
að verkefnum er tengjast nær ein-
„Hér fer fram starfsemi,
sem nýtur mikillar hylli“
Rætt við f orstöðumann Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og nokkra nemendur
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Jón Steinar Guðmundsson forstöðumaður Jarðhitaskóla Sþ, ásamt
nemendunum þremur, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við.
J ARÐHIT ASKÓLI Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna hefur nú verið
starfræktur á íslandi í 8 ár. Jarð-
hitaskólinn starfar f rúma sex
mánuði á ári hveiju, frá aprílok-
um tíl októberbyijunar og frá
upphafi hafa sótt hann nemend-
ur frá «lls 16 þróunarlöndum.
Nú eru við skólannn tfu nemend-
ur frá 7 löndum; Ethfópfu,
Indónesfu, Kenya, Mexico, Tanz-
aníu, Tyrklandi og Thailandi.
Þessir nemendur eru jarðfræð-
ingteðlisfræðingar og verk-
fræðingar, sem allir vinna við
jarðhitastofnanir og fyrirtæki i
heimalöndum sfnum og hafa
starfsreynslu frá tveimur upp f
átján ár.
Kostnaður við rekstur skólans
fellur að hluta undir framlag
íslendinga til þróunarhjálpar
S.Þ. Ríkisstjóm Islands greiðir
60% til Jarðhitaskólans, en Sam-
einuðu þjóðimar 40%.
„Það er afar vel búið að okkur
hér“, sagði Jón Steinar Guðmunds-
son, forstöðumaður Jarðhitaskóla
S.Þ., er blaðamaður Morgunblaðs-
ins kom í heimsókn á Grensásveg-
inn, þar sem skólinn er til húsa í
sambýli með Orkustofnun, til þess
að fræðast um starfssemina og
spjalla við forstöðumanninn og
nokkra nemendur.
„Hér fer líka fram mikilvæg
starfssemi, sem nýtur mikillar hylli,
bæði hér hjá íslenskum stjómvöld-
um og eins í jarðhitalöndunum, sem
senda hingað fólk. Það er mikil
ásókn í skólann og komast færri
að en vilja því inntökuskilyrði eru
mjög ströng. Þessir nemendur eru
fólk sem í flestum tilvikum gæti
allt eins verið að vinna hér við Orku-
stofnun og við njótum oft góðs af
þeim rannsóknum sem unnar eru
við skólann. í dag voru nemendur
einmitt að segja frá verkefnum
þeim sem þeir hafa valið sér og eru
að vinna að, en þau tengjast ýmist
íslandi eða heimalöndum þeirra og
báðir aðilar njóta góðs af gagn-
kvæmninni. Þetta eru sérfræðingar,
sem vinna á jarðhitasvæðum, oft
frumvinnu, þannig að í mörgum
tilfellum er um að ræða nýjar rann-
sóknir. Það sem hér fer fram er
því ekki eingöngu kennsla, heldur
einnig raunverulegar vísindaiðkan-
ir“, sagði Jón Steinar.
„Á hinn bóginn skortir þróunar-
löndin oft fólk sem getur miðlað
þeim reynslu og hingað koma nem-
endur m.a. til þess að komast að
því hvaða fræðilegu aðferðum hafi
reynst best að beita við túlkun á
jarðhita. Reynslan af Kröflusvæð-
göngu þeirra heimalöndum. í þeim
hópi er t.d. tyrkneski vísindamaður-
inn sem er að rannsaka jarðlagasnið
Tuzla jarðhitasvæðisins í heimal-
andi sínu. Hann kemur með allt
gijótið með sér og tilreiðir á rann-
sóknarstofu hér.“
„Hef safnað mikilli
þekkingn hér“
Að sögn Jóns Steinars skrifa all-
ir nemendur Jarðhitaskólans ýtar-
lega skýrslu um rannsóknir sínar
áður en þeir yfírgefa skólann. 0g
þegar blaðamann bar að garði voru
nemendur einmitt að birta fyrstu
niðurstöðumar og árangur starfa
þeirra á íslandi undanfama mánuði
að koma í ljós. Því miður var blaða-
maður ekki S aðstöðu til þess að
leggja vísindalegt mat á niðurstöð-
umar, en lét það þó ekki aftra sér
frá því að taka nokkra nemendur
tali.
„Veðurfarið hér er alveg hrylli-
legt, sérstaklega þessi vindur sem
gnauðar í sífellu", sagði jarðfræð-
ingurinn Nicholas Mariita frá
Kenya, aðspurður hvemig honum
líkaði dvölin. Hann kvaðst einnig
hafa átt í erfiðleikum með að kynn-
ast fólki hér og sagðist hafa búið
við talsverða félagslega einangrun
þangað til hann fór að sækja kirkju.
„Eg er kaþólikki og þegar ég tók
að sækja messur í Kristskirkju fór
ég að eignast vini hér svo að nú
hef ég ekki yfir neinu að kvarta,
nema kannski veðrinu og matnum,
sem er ekki nógu ferskur fyrir minn
smekk. Ég sakna þess að hafa ekki
meira úrval af grænmeti, ávöxtum
og nýslátmðu kjöti", sagði hann.
Marita starfar á vegum orku-
málaráðuneytisis lands síns og
þangað heldur hann aftur til starfa
að lokinni íslandsdvöl. „Dvölin hér
hefur verið mér afar nytssamleg
og ég verð að segja, að næstum
því allt, sem ég hef lært hér, hefur
verið nýtt fyrir mér. í Nairobi var
ég mest við skrifstofuvinnu og vann
úr upplýsingum á tölvur. Hér hef
ég verið í frumvinnu úti í náttú-
mnni, aðallega viðnámsmælingar í
Krísuvík og túlkun þeirra, en viðn-
ámsmælingar má bæði nota til þess
að finna heitt vatn og málma. Það
era ekki nema fjórir aðrir jarð-
fræðingar í Kenya með svipaða
menntun og ég og ég held að sú
viðbótarmenntun, sem ég hef orðið
mér úti um á íslandi eigi eftir að
koma að miklum notum þegar heim
kemur". Að lokum sagðist Mariita
þó vera farinn að hlakka mikið til
að komast heim til Kenya aftur,
því hann saknaði mikið konu sinnar
og þriggja bama.
Mulyadi frá Indonesiu kvaðst
hafa fengist við samanburð á ólík-
um eðlisfræðiaðferðum sem beita
má við jarðhitaleit. „Slíkar rann-
sóknir em afar mikilvægar fyrir
Indónesíumenn", sagði hann. „þar
sem olíuverð er hátt og olían flutt
úr landi, þannig að það er orðið
nauðsynlegt að leita nýrra orku-
linda". Mulyadi var við svipaðar
rannsóknir á Nýja Sjálandi sl. tvö
ár áður en hann kom hingað á veg-
um ríkisrekins olíufyrirtækis í
Jakarta. „Pyrst hélt ég að ísland
væri mjög líkt Nýja Sjálandi, þar
sem bæði löndin em fjöllótt jarð-
hitasvæði", sagði hann. „En ég verð
að segja, að ég kann mun betur við
mig hér en þar. íslendingar hafa
reynst mér vel og svo em þeir held-
ur ekkert allt of stundvísir og það
kann ég vel við“, bætti þessi bros-
mildi Indónesíumaður við.
James Mwangi Njee er frá
Kenya, líkt og Nicholas Mariita og
starfar á vegum ríkisfyrirtækis í
heimalandi sínu, sem aflýsingunni
að dæma svipar helsst til raf-
magnsveitunnar hér á landi. Við-
fangsefni hans á íslandi hafa
aðallega tengst hönnun og bomn
holu 17 á Nesjavöllum. „Þetta er í
fyrsta sinn sem ég kem til Evrópu
og öll ferðin hefur því verið mér
mikið ævintýri", sagði hann. „Eina
vandamálið hefur verið, að stundum
hefði vinnan mátt vera minni. Núna
er ég t.d. búinn að vera við boranir
á Nesjavöllum í sjö vikur samfleytt.
En ég hef líka safnað mikilli þekk-
ingu hér, einmitt með því að kynna
mér þessar boranir og námið í Jarð-
hitaskólanum er afar vel skipulagt
og gagnlegt".
James Mwangi Njee sagðist hafa
mikinn áhuga á að koma aftur til
íslands og þá sem venjulegur ferða-
maður ásamt konu sinni, sem er
kennari í Kenya. „En ég er líka
afar þakklátur íslenskum stjóm-
völdum fyrir að hafa gefið mér
tækifæri til þess að komma hingað
og viða að mér einhveiju af þeirri
miklu reynslu og þekkingu, sem hér
er fyrir hendi á sviði jarðvísinda".
H.H.S.
Tækniskóli Islands:
Sextán meinatæknar brautskráðir
Tuttugn ár síðan kennsla I meinatækni hófst
SEXTÁN meinatæknar voru
brautskráðir af námsbraut í
meinatækni við Tækniskóla ís-
lands 3. október sl. Við það
tækifæri var þess einnig minnst
að 20 ár eru liðin frá því að
kennsla hófst, í meinatækni við
skólann.
fi frétt frá Tæknideildinni seg-
ir:
„Fjöldi gesta var viðstaddur há-
tíðarhöldin af þessu tilefni. Má þar
nefna fjölskyldur nýútskrifaðra
meinatækna, afmælisárganga, full-
trúa Meinatæknafélags Islands,
deildarstjóm og kennara.
Heiðursgestur samkomunnar var
Ami Gunnarsson skrifstofustjóri í
menntamálaráðuneyti. Flutti hann
ávarp, ámaði námsbrautinni heilla
og kvað tímabært að huga að fram-
haldsmenntun fyrir meinatækna.
Einnig fluttu rektor Tækniskóla
íslands Bjami Kristjánsson og
deildarstjóri heilbrigðisdeildar
Guðrún Yngvadóttir ávörp og sögðu
frá þróun í menntun meinatækna.
Nú fer nám meinatækna fram á
námsbraut í meinatækni við heil-
brigðisdeild skólans í samvinnu við
rannsóknadeildir heilbrigðisstofn-
ana og spannar það sjö annir.
í þetta sinn var útskrifað í annað
skipti samkvæmt núverandi kerfí.
Helga Ólafsdóttir formaður
Meinatæknafélags íslands flutti
kveðjur félagsins og nefndi hve
nauðsynlegt það væri stéttinni að
skólinn stæðist þær kröfur sem
gerðar em til starfs meinatækna
og fylgdi þeirri þróun, sem á sér
stað í meinarannsóknum. Taldi hún
að mjög gott samstarf hefði ríkt
milli skóla og félags því til árétting-
ar færði hún námsbrautinni höfð-
inglega gjöf frá félagi sínu.
Afmælisárgangar, kennarar og
nýútskrifaðir meinatæknar fluttu
einnig skólanum kveðjur sínar og
færðu námsbrautinni rausnarlegar
gjafír."
Meinatæknar sem voru útskrifaðir 3. október. Aftari röð f.v.: Þurið-
ur Pálsdóttir, Olga R. Pétursdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Rúna
Stina Ásgrímsdóttir, Sveindis Hermannsdóttir, Erla B. Gunnars-
dóttir, Guðný Bára Magnúsdóttir og Guðrún B. Leifsdóttir. Fremri
röð f.v.: VUborg Hjaltested, Kristín Sveinsdóttir, Rósa Geirsdóttir,
Sigurður H. Sigurðarson, Agnes Heiða Skúladóttir, Erla Sveinbjörns-
dóttir og Ester Hafsteinsdóttir.