Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDÁGUR í. NÖVEMBER 1986
Bandaríkin:
Vara við munn-
tóbaki o g skro
BANDARÍSKA viðskiptaráðið kynnti fyrir rúmri viku nýja reglu-
gerð, sem skyldar framleiðendur neftóbaks og munntóbaks til að
vara kaupendur við hættunni, sem af vörunni getur stafað. Eiga
þeir að merkja umbúðirnar á sama hátt og vindlingaf ranileiðendur.
Reglugerðin nær til alls tóbaks,
sem ekki er reykt, en að undan-
fömu hefur mikið verið fjallað um
það heilsutjón, sem það getur vald-
ið. Bandaríska heilbrigðismála-
stofnunin hefur varað fólk við að
neyta þessara tóbaksvara, sem eru
neftóbak og skro, og kemur fram
hjá henni, að þær geti valdið
krabbameini í munni og hálsi.
Áróðurinn gegn reykingum hefur
m.a. leitt til þess, að margt ungt
fólk, ekki síst íþróttafólk, hefur
Sprenging
í Berlín
Berlín, AP.
SPRENGJA sprakk í gær við
bandarískan herflugvöll í Berlín.
Óþekktur maður hringdi í frétta-
stofu í borginni og sagði „Frelsis-
fylkingu Araba í Líbanon “ hafa
staðið að baki sprengjutilræðinu.
Talsmenn lögreglunnar segja að
sprengjan hafi verið af sovéskri
gerð.
Sprengjunni var komið fyrir í
farangursgeymslu bifreiðar, sem
lagt hafði verið í götu samsíða flug-
vallarsvæðinu. Bíllinn tættist í
sundur og nærliggjandi bifreiðar
urðu fyrir skemmdum en slys urðu
ekki á mönnum. Maður sást hlaupa
frá bifreiðinni í þann mund sem
sprengingin varð. Lögreglan telur
að þar hafi tilræðismaðurinn verið
á ferð og er líklegt að hann hafi
særst í sprengingunni.
Mannsins er nú ákaft leitað og
telur lögreglan sig vera komna á
sporið. Talsmenn lögreglunnar
vildu hins vegar ekkert láta hafa
eftir sér um samtökin sem lýstu
yfir ábyrgð á sprengingunni.
snúið að neftóbaki eða skroi.
Síðustu athuganir benda t.d. til, að
10 milljónir Bandaríkjamanna a.m.
k. noti þessar tóbaksvörur, þar af
þijár milljónir undir 21 árs aldri.
Merkingamar á umbúðunum
verða að vera mjög greinilegar og
hafa einhverja þessara þriggja við-
varana: „Þessi vara getur valdið
krabbameini í munni"; „Þessi vara
getur valdið sjúkdómum í gómi og
tannlosi" og „Þessi vara er ekki
hættulaus staðgengill vindling-
anna“.
Framleiðendur þessa tóbaks hafa
ekki viljað fallast á, að nokkur
hætta fylgi notkun þess en þeir
hafa 45 daga frest til að skýra
Viðskiptaráðinu frá því hvemig
þeir ætli að framfylgja lögunum,
sem taka gildi 27. febrúar nk. Fyrr
á þessu ári var bannað að auglýsa
neftóbak og skro í útvarpi og sjón-
varpi.
Gengi gjaldmiðla
London, AP.
BANDARÍKJADOLLAR hækk-
aði í gær gagnvart helztu gjald-
miðlum heims nema sterlings-
pundinu. Var þetta m. a. rakið
til vaxtalækkunar í Japan.
Síðdegis í gær kostaði pundið
1,4065 dollara í London (1,3980),
en annars var gengi dollarans þann-
ig, að fyrir hann fengust 2,0673
vestur-þýzk mörk (2,0455), 1,7160
svissneskir frankar (1,6930),
6,7375 franskir frankar (6,6750),
2,3365 hollenzk gyllini (2,3095),
1.428,00 ítalskar límr (1.413,50)
1,3903 kandaískir dollarar (1,3874)
og 163,65 jen (159,90).
Gullverð lækkaði og var verð
þess 400,00 dollarar hver únsa
(405,00).
AP/Símamynd
Við öllu búnir á Heathrow
Öryggisgæsla á Hea.throw-flugvelli í London hefur verið efld
mjög að undanförnu og hermenn þjálfaðir til að fást við hugsan-
lega hryðjuverkamenn. Myndin er frá einni slíkri æfingu. Fyrir
aftan skriðdrekann, sem er af Scorpion-gerð, er þota frá ísra-
elska flugfélaginu EI Al. Hafði hún viðkomu í London á leið
til New York.
ViÖ hófiim okkur
og lentum við hus nr. 17
við Laugaveg
Full búð af vönduðum og fallegum fötum á börnin.
Verið velkomin
SENDUM í PÓSTKRÖFU. OPIÐ í DAG KL. 10-13.
ENGIABORNIN
Laugavegi 17 og Laugavegi 28.
/
Hreinsið teppin
Utleiga á teppahreinsivélum
Margir hafa á undanförnum árum sann-
reynt hversu frábærar teppahreinsivél-
ar við leigjum út. Fyrir jólin er rétt að
panta vél tímanlega ef hreinsa þarf
teppið, sófasettið eða bílinn.
Teppatand
Við bjóðum einungis nýjar, öflugar
hreinsivélar með háþrýstikrafti og frá-
bæru hreinsiefni. ítarlegar leiðbeiningar
fylgja. En hreinsunin sjálf er reyndar
jafnauðveld og ryksugun og þetta er
ódýrara en þig grunar.
Dúka/and
Grensásvegi 13, símar 83577 og 83430
Ath.: Pantanir teknar í síma