Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
Glæpstans
Glœpstans
Undirritaður hafði að venju
kveikt á hádegisfréttum AP á
leiðinni í hina vinnuna. Hin ljúfa rödd
Ronalds Reagan fyllti bílrýmið:
Ágætu Bandaríkjamenn, fyrir ekki
alls löngu vorum við kallaðir hugleys-
ingjar og roðhænsni en nú hefur
dæmið snúist okkur í hag.
Ræða forsetans drukknaði í fagn-
aðarlátum, húrrahrópum og klappi
og svo tók þulurinn við. Forsetinn er
á kosningaferðalagi vegna yfirvof-
andi þingkosninga og hann flytur
sömu ræðuna í sjö fylkjum en að
sögn talsmanna eru auðir spaltar í
ræðunni þannig að forsetinn getur
skotið inní nöfnum fylkjanna eftir
þörfum. Larry Speakes talsmaður
Hvíta hússins telur ekkert athugavert
við að Reagan endurflytji ræðuna því
í henni eru margir góðir punktar.
Þannig lauk AP-fréttinni og satt
að segja varð undirrituðum ekki rótt
í sinni. Ég hefði ekki verið hissa á
þessari frétt hefði hún greint frá
vinnubrögðum leiðtoga Sovétríkjanna
þar sem menn eru nánast skyldaðir
til að klappa hástöfum yfir tölu hinna
„óskeikulu" valdsmanna. í lýðræð-
isríkjunum ætti þessu að vera öðruvfsi
farið. Þar ætti ekki að nægja valds-
mönnum að stiga í pontu og endur-
flytja lúnar ræður og hljóta nánast
skilyrt hróp og klapp að iaunum.
Lýðfrelsið hlýtur að hvíla á inntaki
boðskapar valdsmannsins fremur en
ímynd. En hefir máski fjölmiðlabylt-
ingin svipt okkur hæfileikanum til
að vega og meta orðræðu valds-
manna? Látum við stjómast í æ
ríkara mæli af ímynd valdsmannsins.
Mér virðist Rússar standa í þeirri trú
samanber fjölmiðlaleiksýningu þeirra
hér í Reykjavík á dögunbum.
Ósjálfrátt hvarflar hér hugurinn
að lýsingu George Orwell á framtið-
arríkinu í meistaraverkinu 1984 þar
sem svokallaður „innsti hringur"
valdsmanna beitir fyrir sig imynd:
Stóra bróður. Það er athyglisvert að
lokamarkmið þessa valdahóps er að
skapa nýtt tungumál, svokallaða „ný-
lensku", en þar hafa orðin ákaflega
óljósa merkingu í huga hinna
óbreyttu valdsmanna. Til dæmis hug-
takið „glæpstans" sem lýst er á
blaðsiðu 155: Glæpstans táknar þann
eiginleika, að geta af eðlishvöt numið
staðar áður en hættulegri hugsun
skýtur upp. í þessu felst hæfileikinn
til þess að skilja ekki samlíkingar,
sjá ekki rökfræðivillur og misskilja
einföldustu röksemdir, ef þær eru
fjandsamlegar Ensós (stjóminni).
Glæpstans þýðir í fáum orðum vemd-
andi heimska. En heimska er ekki
nóg. Þvert á móti krefst sönn rétttrú-
arstefna svipaðs valds yfir vitsmuna-
starfseminni og fimleikamaður
verður að hafa yfir líkamsviðbrögðum
sínum.
Jóhann Pétur
Til allrar hamingju njótum við hér á
Vesturlöndum enn frjálsrar flölmiðl-
unar þar sem harðskeyttir frétta-
menn beina miskunnarlaust spjótum
að valdsmönnum, sýnilegum sem
ósýnilegum, og á meðan svo er er
máski von til þess að siðmenningin
dafni og þar með lýðfrelsið. En nú
vendi ég mínu kvæði í kross frá hinu
hála skákborði stjómmálanna að hóg-
værum útvarpsþætti, Gestagangi
Ragnheiðar Davíðsdóttur, er sér stað
i dagskrá rásar 2 á fimmtudagskvöld-
um. í síðasta þætti mætti Jóhann
Pétur Sveinsson lögfræðingur í spjall-
stofu Ragnheiðar. Jóhann Pétur hefir
um nokkurt skeið starfrækt lögfræði-
stofu ásamt félaga sfnum í húsi Lýsis
hf. úti á Granda. Af sérstökum ástæð-
um þarfnast Jóhann óvenju rúmgóðs
farskjóta, því eins og hann sagði „þá
gæti ég farið allra minna ferða hjálp-
arlaust". Jóhann Pétur Sveinsson
lögfræðingur hefír sigrast með glæsi-
brag á óblíðum örlögunum. Við
þörfnumst slíkra manna á viðsjár-
verðum tímum.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Stöð tvö:
Spé
spegill
Bresku gaman-
QQ30 þættimir Spitt-
"" ing Image, eða
„Spéspegill" hafa notið
mikilla vinsælda í Bretlandi
undanfarið ár, en synd
væri að segja að allir væru
jafnánægðir með þá.
Mönnum hefur fundist
ófyndið þegar helstu ráða-
menn heimsins eru tættir
í sundur (bókstaflega) á
háði og eiga sér enga upp-
reisn æru. Enn frekar eru
þó breskir stjómmálamenn
teknir fyrir, sem og fyrir-
fólk ýmis konar, konungs-
fjölskyldan meðtalin. Eina
huggunin er sú að allir eru
teknir jafnt fyrir. Meðan
gert er gys að aldri Banda-
ríkjaforseta, er ennfremur
stungið upp á því að Ed-
ward Kennedy fari í
sundtíma.
Sumir íslenskir áhorf-
endur hafa kvartað yfir því
að þættimir séu fullbreskir
og til þess að skilja þá að
fullu þurfi maður að hafa
fylgst með bresku sjón-
varpi í nokkum tíma. Það
kann að vera rétt, en hinu
er ekki að neita að flest
atriðin em fyndin ein og
sér, auk þess sem að lengi
má dást að velgerðum
brúðunum og kostulegum
eftirhermunum.
Rás 2:
Af þungarokki
á Rásinni
E9 Eins og þunga-
00 rokksunnendum
mun kunnugt er
nú ekki lengur sérstakur
þáttur á Rás 2, sem fjallar
um þá tegund tónlistar ein-
göngu. Hefur þetta valdið
óánægju margra þunga-
rokkara, sem þykir sinn
hlutur orðinn dræmur á
dagskrá útvarpsstöðvanna.
Því hefur Rás 2 tekið það
ráð að ætla því sinn sess,
sem annarri tónlist. Fram-
vegis verður því fyrsti
hálftími Kvöldvaktar
Gunnlaugs Sigfússonar
helgaður þungarokki og
geta unnendur þess því
kveikt á tækjum sínum á
sama tíma og áður, þ.e.a.s.
kl. 20:00 á laugardags-
kvöldum. Framvegis
verður því boðinn fram 30
mínútna skammtur af
þungarokki vikulega, í stað
eins klukkutíma hálfsmán-
aðarlega.
Klukkan 20:30 fer
Gunnlaugur svo yfir í aðra
sálma og er ætlunin að
hlustendur á öllum aldri
geti fundið eitthvað við sitt
hæfi, jafnt íslenska tónlist
sem erlenda. Kvöldvaktin
stendur til 23:00
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
1. nóvember
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðir
hlustendur"
Pétur Pétursson sér um
þáttinn.
Fréttir eru sagðar kl. 8.00,
þá lesin dagskrá og veður-
fregnir sagðar kl. 8.15. Að
þeim loknum er lesið úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.30Í morgunmund.
Þáttur fyrir börn í tali og tón-
um. Umsjón: Heiðdís
Norðfjörð. (Frá Akureyri.)
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir
10.25 Morguntónleikar
Röngvaldur Sigurjónsson
leikur á píanó.
a. „Aufschwung", „Warum"
op. 12 nr. 2 og 3 og Píanó-
sónötu í g-moll op. 22 eftir
Robert Schumann.
b. „Mefistóvals" nr. 1 eftir
Franz Liszt.
11.00 Vísindaþátturinn.
Umsjón: Stefán Jökulsson.
11.40 Næst á dagskrá
Stiklaö á stóru í dagskrá
útvarps og sjónvarps um
helgina og næstu viku.
Umsjón: T rausti Þór Sverris-
son.
12.00 Hér og nú
Fréttir og fréttaþáttur i viku-
lokin í umsjá fréttamanna
útvarps.
12.45 Veðurfregnir.
12.48 Hér og nú, framhald.
13.00 Tilkynningar. Dagskrá.
Tónleikar.
14.00 Sinna
Þáttur um listir og menning-
armál. Umsjón: Þorgeir
' Ólafsson.
15.00 Tónspegill
Þáttur um tónlist og tón-
menntir á líöandi stund.
Umsjón: Magnús Einarsson
og Ólafur Þórðarson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaleikrit: „Július
sterki" eftir Stefán Jónsson.
Fimmti þáttur: „Meöal
vina." Leikstjóri: Klemenz
Jónsson. leikendur: Borgar
Garðarson, Inga Þórðar-
dóttir, Jón Júlíusson, Þor-
steinn Ö. Stephensen og
Valur Gislason. Sögumað-
ur: Gísli Halldórsson.
17.00 Að hlusta á tónlist.
Fimmti þáttur: Um hómó-
fónískan stfl. Umsjón: Atli
Heimir Sveinsson.
18.00 islenskt mál
Jón Aöalsteinn Jónsson sér
um þáttinn.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir
19.30 Tilkynningar
19.35 „Hundamúllinn", gam-
ansaga eftir Heinrich Spoerl
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR
1. nóvember
14.25 Þýska knattspyrnan —
Bein útsending. Werder
Bremen — Bayern Uerding-
en.
16.20 Hildur
Endursýning. Fjórði þáttur.
Dönskunámskeið í tíu þátt-
um.
16.45 iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
18.25 Fréttaágrip á táknmáli.
18.30 Ævintýri frá ýmsum
löndum.
(Storybook International)
16. Fyrirbærin i haganum.
Myndaflokkur fyrir börn.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Sögumaður Helga Jóns-
dóttir.
18.55 Auglýsingar og dag-
skrá.
19.00 Smellir
King Crimson.
Umsjón: Snorri Már Skúla-
son og Skúli Helgason.
Samsetning: Friörik Þór
Friðriksson.
19.30 Fréttir og veöur
19.55 Auglýsingar
20.05 Glettur stjúpsystra
Guðrún Alfreðsdóttir, Guð-
rún Þóröardóttir og Saga
Jónsdóttir glettast við áhorf-
endur ásamt Aöalsteini
Bergdal.
Stjórn upptöku: Björn Emils-
son.
21.00 Fyrirmyndarfaðir
(The Cosby Show)
Lokaþáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Guöni
Kolbeinsson.
21.30 íslensk föt '86
Upptaka frá tískusýningu
Félags islenskra iðnrekenda
í Broadway 19. október sl.
Stjórn upptöku: Rúnar
Gunnarsson.
22.30 Rokkiö i deiglunni
(American Hot Wax)
Bandarísk bíómynd frá
1978. Leikstjóri Floyd Mu-
trux. Aöalhlutverk: Tim
Mclntire og Fran Drescher
ásamt Chuck Berry og Jerry
Lee Lewis.
Myndin gerist á fyrstu árum
rokksins. Plötusnúður einn
fær bágt fyrir að leika rokk-
tónlist og er jafnvel sakaður
um að þiggja mútur. i mynd-
inni koma fram ýmsar
stjörnur fyrri ára og gömlu
rokklögin hljóma. Þýðandi
Veturliöi Guðnason.
00.05 Dagskrárlok.
#¥STÖDTVÖ
LAUGARDAGUR
1. nóvember
16.30 Hitchcock.
17.30 Myndrokk.
18.00 Allt í grænum sjó
(Love Boat).
Bandarískur skemmtiþáttur
sem fjallar um lif og fjör um
borð í skemmtiferðaskipi.
19.00 Undrabörnin (Whiz
Kids).
Bandarískur unglingaþáttur.
20.00 Ættarveldiö (Dynasty).
Bandarisk sápuópera
Meöan Blake Carrington
reynir að finna lausn á olíu-
vandamálunum á Krystle í
erfiðleikum með að laga sig
að hinu nýja umhverfi.
21.00 Nokkurs konar hetja
(Some Kind Of Hero)
Bandarisk kvikmynd með
Richard Pryor, Margot Kidd-
er og Ray Sharkey í aðal-
hlutverkum.
Eddie Keller lendir i fangelsi
hjá Viet Cong hermönnum
( Víetnam. Það sem heldur
i honum lifinu er kímnigáfa
hans og hversu jákvæður
hann er.
22.30 Spéspegill
(Spitting Image).
Breskur gamanþáttur. í að-
alhlutverkum eru brúður af
öllum helstu leiðtogum
heimsins.
23.00 Vinnubrögö Cutters
(Cutters Way Sypnosis).
Með Richard Bone (Jeff
Bridges) og hinum myndar-
lega Alexánder Cutter (John
Heard) tekst óvanaleg vin-
átta þegar þeir verða báðir
flæktir í morð á ungri stúlku.
00.30 Victor Victoria
Bandarísk gamanmynd
með Julie Andrews, James
Garner, Robert Preston o.fl.
Endursýnd.
02.00 Myndrokk.
05.00 Dagskrárlok.
Guðmundur Ólafsson les
þýöingu Ingibjjargar Berg-
þórsdóttur (7).
20.00 Harmonikuþáttur
Umsjón: Einar Guðmunds-
son og Jóhann Sigurðsson.
(Frá Akureyri.)
20.30 Rósir og rim
Anna Ólafsdóttir Björnsson
tók saman þáttinn.
21.00 íslensk einsöngslög
Elísabet Erlingsdóttir syngur
lög eftir Jón Þórarinsson.
Guðrún Kristinsdóttir leikur
með á píanó.
21.20 Um islenska náttúru
LAUGARDAGUR
1. nóvember
9.00 Óskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir.
10.00 Morgunþáttur í umsjá
Þorgeirs Ástvaldssonar.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist í
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Listapopp
í umsjá Gunnars Salvars-
sonar.
15.00 Við rásmarkiö.
Þáttur um tónlist, íþróttir og
Viðtalsþáttur í umsjá Ara
Trausta Guðmundssonar.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Mannamót
Leikið á grammófón og litið
inn á samkomur. Kynnir:
Leifur Hauksson.
24.00 Fréttir
00.05 Miðnæturtónleikar
Umsjón: Jón Örn Marinós-
son.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
03.00.
sitthvað fleira. Umsjón: Sig-
urður Sverrisson ásamt
íþróttafréttamönnunum Ing-
ólfi Hannessyni og Samúel
Erni Erlingssyni.
17.00 Tveir gítarar, bassi og
tromma
Svavar Gests rekur sögu
íslenskra popphljómsveita i
tali og tónum.
18.00 Hlé
20.00 Kvöldvaktin — Gunn-
laugur Sigfússon.
23.00 Á næturvakt
með Ásgeiri Tómassyni.
03.00 Dagskrárlok.
AKUREYRI
18.00—19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
Um að gera
Þáttur fyrir unglinga og
skólafólk um hvaöeina sem
ungt fólk hefur gaman af.
Umsjón: Finnur Magnús
Gunnlaugsson.
BYL GJAN
989
LAUGARDAGUR
1. nóvember
08.00—12.00 Létt Bylgjupopp
á laugardagsmorgni. Tónlist
úr ýmsum áttum, litiö á það
sem er framundan um helg-
ina og gestir kfkja inn.
Fréttir kl. 08.00, 09.00 og
10.00.
12.00—16.00 Jón Axel á Ijúf-
um laugardegi. Jón Axel fer
á kostum í stúdíói með
uppáhaldslögin.
Fréttir kl. 14.00.
16.00—17.00 Vinsældalisti
Bylgjunnar. Helgi Rúnar
Óskarsson leikur 40 vinsæl-
ustu lög vikunnar.
Fréttir kl. 16.00.
17.00-18.30 Vilborg Hall-
dórsdóttir á laugardegi.
Vilborg leikur notalega helg-
artónlist og les kveðjur frá
hlustendum.
Fréttir kl. 18.00.
18.30—19.00 í fréttum var
þetta ekki helst. Edda Björg-
vins og Randver Þorláks
bregða á leik.
19.00—21.00 Rósa Guð-
bjartsdóttir litur yfir atburði
síðustu daga, leikur tónlist
og spjallar við gesti.
21.00—23.00 Anna Þorláks-
dóttir i laugardagsskapi.
Anna trekkir upp fyrir kvöld-
ið með tónlist sem engan
ætti að svíkja.
23.00—04.00 Þorsteinn Ás-
geirsson og Gunnar
Gunnarsson. Nátthrafnar
Bylgjunnar halda uppi
stanslausu fjöri.
04.00—08.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist fyrir þá
sem fara seint í háttinn og
hina sem fara snemma á
fætur.