Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
11
CHEVROLET
Gamlar ljósmyndir á
sýningu í Gerðubergi
í TILEFNI af 30 ára afmæli Landmælinga
íslands á þessu ári, stendur stofnunin fyr-
ir sýningu á gömlum ljósmyndum sem
danskir landmælingamenn tóku hér á
landi á árunum 1900—1910.
Danska landmælingastofnunin, Geodætisk
Institut, færði íslendingum myndimar að gjöf
á síðasta ári ásamt fjölda frumteikninga af
kortum, sem nú eru varðveittar hjá Landmæl-
ingum íslands.
Sýningin er haldin í Gerðubergi í Breið-
holti dagana 1.—9. nóvember og verður opin
virka daga kl. 14—21 og kl. 14—17 um helg-
ar. í tengslum við sýninguna verður í dag,
laugardaginn 1. nóvember, kl. 14.00, haldin
kynning á vegum Landmælinga Islands og
Landfræðifélagsins á fyrmefndum ljósmynd-
um og gömlum kortum af Reykjavík.
Aðgangur er ókeypis.
(Fréttatilkynning.)
Allra sálna messa
í Dómkirkjunni
Kristinn Sigmundsson syngur einsöng
A MORGUN, sunnudaginn 2. nóv- sinna í bæn og þökk.
ember, er allra sáina messa, forn Að -venju verður sérstök messu-
helgidagur, sem menn hafa not- gjörð í Dómkirkjunni af þessu tilefni
að til að minnast látinna ástvina og hefst hún kl. 2 e.h. Sr. Þórir
Stephensen flytur messuna, Krist-
inn Sigmundsson ópemsöngvari
syngur stólversið „Friður sé með
öllum yður“ eftir Schubert og Dóm-
kórinn leiðir safnaðarsönginn undir
stjóm Marteins H. Friðrikssonar.
Flutt verður messuformið, sem not-
að hefur verið í Dómkirkjunni
þennan dag nú í áratugi.
Það er jafnan margt í messu á
þessum degi, og samstilltir hugir
hafa sent bænir sínar og þakkar-
gjörð í hæðir. Mun svo enn verða.
(Frá Dómkirkjunni
Dómkirkjan i Reykjavik
Niðjatal
Magnúsar
Ormssonar og
Gróu Jónsdótt-
ur komið út
BILA
MOTORS
CHEVROLET
MONZA
OPEL
C0RSA
OPEL
KADtTT
ISUZU
PICKUPB
isuzu
TROOPER
Verðum með sýningu á þessum bílum í sýningarsal okkar
að Höfðabakka 9
laugardaginn 1. nóvember — opið frá 10.00 til 17.00
sunnudaginn 2. nóvember — opið frá 13.00 til 17.00
BÍLVANGUR s/f
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO
ÚT er komið Niðjatal Magnúsar
Ormssonar hafsögumanns og
skipasmiðs frá Gróubæ á Eyrar-
bakka og konu hans Gróu
Jónsdóttur.
Þau bjuggu á Eyrarbakka í 50
ár, eignuðust 8 böm og komust 6
þeirra til fullorðinsára. Afkomendur
hjónanna eru 210. í bókinni eru
framættir þeirra, teknar saman af
Sigurgeir Þorgrímssyni ættfræð-
ingi. Nafnaskrá er aftast og telur
um 1180 nöfn. Bókin er 141 blað-
síða og myndskreytt með 70
myndum.
Það er Magnús Þorbjömsson sem
tekið hefur saman efni bókarinnar
og er hann jafnframt útgefandi.
Hún er prentuð og bundin í Prent-
smiðjunni Hólum hf.
Kápa bókarinnar
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
yHorzimMnbx'b