Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
Frumflutningur sellókon-
serts Jóns Asgeirssonar
Tónlist
Egill Friðleifsson
Háskólabíó 30.10 ’86.
Efnisskrá: Beethoven, Fideli-
o-forleikur. Jón Ásgeirsson,
Sellókonsert. G. Fauré, Élégie
fyrir selló og hljómsveit. 1.
Stravinsky, „Petrúsjka“ bal-
let-svíta.
Þriðju áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands fóru
fram í Háskólabíói sl. fímmtu-
dagskvöld. A efnisskránni voru
verk eftir þá Beethoven, Jón
Ásgeirsson, G. Fauré og Stravin-
sky.
Beethoven samdi aðeins eina
óperu, „Leonoru“-forleikina þrjá
og svo Fidelio-forleikinn, sem hér
var fluttur og var fyrstur á efnis-
skránni. Það var ánægjulegt að
heyra þennan gamla kunningja,
ábúða- og átakamikinn, sem svo
mjög ber öll einkenni meistara
síns. Beethoven var vissulega
snillingur í að blanda saman heitu
og köldu. Það var bandaríski
hljómsveitarstjórinn Arthur
Weisberg sem leiddi hljómsveit-
ina að þessu sinni og hafði allt
sitt á þurru. Taktslög hans voru
ákaflega skýr og hann hélt öllu
snyrtilega til haga, enda lét
hljómsveitin vel að stjóm og skil-
aði hlutverki sínu með prýði.
Það fylgir því jafnan nokkur
eftirvænting þegar nýtt íslenskt
verk er frumflutt, og nú var það
sellókonsert Jóns Ásgeirssonar,
sem vakti forvitni manna. Verkið
er í þremur þáttum. Fyrsti þátt-
urinn er ljóðrænn og rólegur með
alvarlegu yfírbragði, þar sem
breið skref sellósins njóta sín
vel. Annar þátturinn er fjörlegur
og gáskafullur, sem þó rofnar
af rólegri íhugun sellósins. Þriðji
og síðasti þátturinn er að mínu
mati sá rismesti, þar sem takast
á harka og mýkt, átök sem þó
enda í fullri sátt og endatónn
síðasta þáttar er sá sami og upp-
hafstónn fyrsta þáttar. Tónskáld-
ið segir sjálft að þessi konsert
sé eins konar umfjöllun um gam-
alt og nýtt og hugsanlega nýtt
og persónulegt tónmál. Mörg,
raunar allflest verka Jóns Ás-
geirssonar, bera sterkan þjóðleg-
an blæ. Að þessu sinni er ekki
vitnað í þjóðlög, en þó er al-
þýðulagið ekki langt undan. Á
sama tíma gælir tónskáldið við
tólftónakerfíð, án þess. þó að
verkið sé tólftónamúsík í venju-
legum skilningi þess orðs. Það
er sennilega þetta sem tónskáldið
á við með nýju og persónulegu
tónmáli. Ég veit ekki hvort hægt
er að kalla þetta „meðaldrægan
Jónsstíl". En þessi aðferð, að
blanda saman eða tefla fram
nýju og gömlu, þjóðlegu og al-
þjóðlegu á þennan persónulega
hátt gerði konsertinn bæði
áheyrilegan og spennandi.
Með einleikshlutverkið fór
Gunnar Kvaran og gerði konsert-
inum góð skil. Hann hefur falleg-
an tón og lék af innlifun.
Samvinna einleikara og hljóm-
sveitar var góð.
Eftir hlé heyrðum við Élégie
(trégaljóð) fyrir selló og hljóm-
sveit eftir Gabriel Fauré, ákaf-
lega fallegt verk en viðkvæmt
og klæðir sellóið sérlega vel, og
þó flutningur væri ekki hnökra-
laus var hér margt vel gert.
Tónleikunum lauk svo með því
magnaða og litríka verki Petrúsj-
kaballetsvítunni eftir Igor Strav-
insky, verk sem gerir óvægnar
kröfíir til flytjenda en skilar
áheyrandanum í sjöunda himni
ef vel tekst til, og hér tókst vel
til. Hljómsveitin átti góðan dag.
Það er sérstök ástæða að nefna
Hljómsveitarstjórinn þakkar Gunnari Kvaran að leik hans loknum.
Tónskáldinu, Jóni Ásgeirssyni, fagnað eftir flutning sellókonsertsins. Hljómsveitarsijórinn, Art-
hur Weisberg, t.h.
þá Jón H. Sigurbjömsson flautu- trompetleikara sem blésu lista- fylgjast með stjómandanum Art-
leikara og Ásgeir Steingrímsson vel. Það verður spennandi að hur Weisberg seinna í vetur.
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL
Til sýnis og sölu m.a.:
Laus strax — sanngjarnt verð
4ra herb. ib. á 1. hæö viö Kleppsveg aö meðalstærð (rétt viö Dai-
braut). Ný teppi. Sólsvalir. Geymsla í kj. Gott risherb. fylgir.
Eins og ný með öllu sér
Stór og góö 2ja herb. á neöri hæð i reisulegu steinhúsi viö Langholts-
veg. Nýtt eldhús, nýtt baö. Allt sór. ib. er skuldlaus.
Glæsileg raðhús á útsýnisstað
Við Funafoid rétt við Gullinbrú i Grafarvogi „á einni og hálfri hæö“.
Mjög rúmgóð. 4 stór svefnherb. Tvöf. bilsk. Góöar geymslur. Sólsval-
ir um 24 fm. Allur frágangur utanhúss fylgir. Teikn. á skrifst. Byggjandi
Húni sf. Ein bestu kaup á markaðnum í dag.
Einbýlishús í gamla Austurbænum
Hæð og ris á steyptum kj. meö 4ra-5 herb. ib. alls. Endurbótum er
ekki lokið. Grfl. um 50 fm. Laust fljótlega.
2ja og 3ja herb. ódýrar íbúðir
m.a. við: Sogaveg — Rónargötu — Hverfisgötu — Reynimel — Vestur-
braut Hf.
Ennfremur stór og glæsileg 2ja herb. ib. í lyftuhúsi við Kríuhóia á
mjög sanngjörnu verði.
Neðarlega í Seljahverfi
Glæsilegt parhús ein hæð um 158 fm með bílsk. 4 góö svefnherb.
með innb. skápum. Stór ræktuö lóð. Ákv. sala. Losun 1. sept. 1987.
Við nýja miðbæinn — skipti
Til kaups óskast góö 2ja herb. íb. á 1. hæö. Helst viö nýja miöbæinn
eöa nágr. Skipti mögul. á 4ra herb. endaíb. viö Stórageröi.
Til kaups óskast 2ja herb. góö íb. í borginni. Skipti mögul. á 3ja herb.
rúmgóðri úrvalsíb. á 4. hæð rétt við nýja miöbæinn.
Til kaups óskast 3ja herb. íb. viö nýja miöbæinn eöa nágr. Skipti
mögul. á góðri 2ja herb. íb. við Safamýri.
Til kaups óskast 5-6 herb. góö íb. í lyftuhúsi. Helst í nýja miðbænumi
eöa við Espigerði. Skipti mögul. á 5 herb. sérhæð með bílsk. í Hlíöunum.
Fossvogur — Vesturborgin — Nesið
Nokkrir fjárst. kaupendur óska eftir sérhæöum, raðhúsum og einb-
húsum á svæöinu frá Fossvogi út á Seltjarnarnes. Margskonar
eignaskipti möguleg. Allar nánari uppl. trúnaðarmál.
Opið í dag laugardag
kl. 11.00 til kl. 14.00.
AIMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Morgunblaðið ÓL. K. M.
Leifur Breiðfjörð
Gallerí Borg:
Sýning á myndum eftir Leif Breiðfjörð
SÝNING á verkum Leifs Breið-
fjörð stendur yfir f Gallerí Borg.
Að þessu sinni sýnir hann pastel-
myndir, vatnslitamyndir og
teikningar sem flestar eru unnar
á síðustu þrem árum.
Þetta er fyrsta einkasýning Leifs
á myndverkum, en hann er þekkt-
astur á sviði steindra glerverka. „Ég
hef alltaf teiknað talsvert, hug-
m}mdir að glerverkunum þróa ég
oft úr þessum myndum. Sfðasliðið
ár hef ég verið hvattur til að halda
sýningu á myndunum og ákvað að
láta verða af því.“
Leifur er fæddur 1945 í
Reykjavík. Hann stundaði nám við
Myndlista og Handíðaskóla íslands
frá ’62-’66, The Edinburgh College
of Art frá ’66-’68 og nam við Bur-
leighfíeld House í Englandi frá
’73-’75. Hann kenndi við Myndlista
og Handfðaskólann á árunum,
’69-’75. Hann hefúr haldið igórar
einkasýningar í Reykjavík og eina
á Akurejrri. Auk þess hefur hann
tekið þátt í fjölda samsýninga.