Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 33
32 33 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 fÍtospsstMafrfö Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Vaxtafrelsi Idag ganga ný lög um Seðla- banka íslands í gildi og þar með kemur til sögunnar frelsi fyr- ir banka og sparisjóði til að ákveða út- og innlánsvexti sína. Breyting í þessa átt hefur orðið í nokkrum áfongum eins og eðlilegt er. Það hlaut að taka sinn tíma fyrir inn- lánsstofnanir og viðskiptavini þeirra að laga sig að fijálsræði í stað miðstýringar undir handar- jaðri ríkisstjómarinnar. Bankastjóm Seðlabankans snýr sér sérstaklega til lántakenda á þessum tímamótum og bendir þeim á, að þeir þurfí að vera bet- ur á varðbergi en áður. Viðvör- unarorðin eiga rætur að rekja til þess, að menn hafa hingað til getað miðað við hæstu lögleyfðu vexti eða vaxtaákvarðanir Seðla- bankans. í tilkynningu Seðlabank- ans segir af þessu tilefni: „Þar sem hin nýju lög um Seðlabanka valda því, að slíkar vaxtaákvarð- anir verða ekki teknar framvegis, verður ekki jafnljóst og áður, hvaða vextir skuli reiknaðir af fyrri skuldabréfum. Fer um það eftir texta skuldabréfanna og al- mennum réttareglum. Æskilegt er, að aðilar skuldar geri með sér samkomulag um nýja viðmiðun þar sem því verður við komið." Ekki skal dregið í efa, að þessi vamaðarorð eigi við rök að styðj- ast, hitt er jafnframt ljóst, að markaðurinn hlýtur að fínna eðli- legan og hæfílegan farveg í þessu efni eins og öðrum. Bankastjórar hafa ekki viljað gefa neitt til kynna um það, hvaða áhrif það hafí á ákvarðanir þeirra um vexti, að þær eru nú alfarið í þeirra höndum. A undanfömum misserum hafa viðskiptavinir þeirra kynnst því, að aukin sam- keppni á þessu sviði eins og öðmm leiðir til meiri og fjölbreyttari þjónustu. A meðan opinber fyrir- mæli voru gefín um vexti kepptust innlánsstofnanir við að reisa útibú. Eftir því sem miðstýring vaxtamálanna hefur minnkað hafa peningastofnanir lagt sig meira fram um að ná viðskiptum með því að stofna nýja reikninga og fjölga þeim leiðum, sem unnt er að fara til að ávaxta fjármuni. Óneitanlega er orðið erfítt fyrir einstaklinga að átta sig á öllu því, sem í boði er. Margt bendir til þess, að þróunin verði nú í þá átt að einfalda þetta aftur og nú þegar hefur einn bankanna stofn- að reikning, sem á að vera þannig úr garði gerður, að hann sameinar marga kosti. Seðlabankamenn telja ástandið á peningamarkaðnum þannig nú, að ekki sé von á neinum, veruleg- um breytingum á vöxtum. Næstu dagar og vikur leiða það í ljós, hvort þetta mat er rétt. Nú þegar hefur Iðnaðarbankinn gefíð út til- kynningu, sem felur í sér grund- vallarbreytingu á gjaldtöku bankans. Ávöxtunarkrafa vegna viðskiptavíxla er lækkuð um helm- ing eða þar um bil en aðrir útlánsvextir hækkaðir nokkuð. Jafnframt er annarri gjaldtöku gjörbreytt. Þessi skjótu viðbrögð bankans staðfesta, að vaxtafrelsið veitir innlánsstofnunum svigrúm til að feta inn á nýjar brautir og það er undir ákvörðunum þeirra sjálfra komið, hvaða leiðir þeir velja og hvenær. Eftir að þessi þáttaskil hafa orðið á peningamarkaðnum er brýnna en áður, að teknar verði ákvarðanir um endurskipulagn- ingu bankakerfísins. Það mál er nú til lokaafgreiðslu hjá Seðla- bankanum. Niðurstaða þess á ekki síður eftir að hafa í för með sér breytingu í bankastarfsemi en vaxtafrelsið. Þjóðviljinn 50ára ess var minnst í gær, að 50 ár voru liðin frá því Þjóðvilj- inn sá dagsins ljós sem dagblað á vegum Kommúnistaflokks Is- lands. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kommúnista- flokkurinn hefur verið lagður niður og einnig arftaki hans Sós- íalistaflokkurinn. Þjóðviljinn er nú „málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfíngar“. Hann er ekki lengur aðalmálgagn Stalíns á íslensku. Morgunblaðið og Þjóðviljinn hafa löngum deilt og verið á önd- verðum meiði jafnt um utanríkis- sem innanríkismál. Á fímmtíu ára göngu Þjóðviljans er sú breyting á blaðinu gleðilegust fyrir þá, sem eiga orðastað við það, að þar leggja menn sig nú meira fram um það en oft áður að unna and- stæðingum sínum sannmælis. í afmælisleiðara Þjóðviljans í gær er meðal annars komist þann- ig að orði: „Við vitum ekki hvað bíður blaðs eins og Þjóðviljans í þeirri fjölmiðlaframtíð sem nú er að heíjast. Hitt er víst, að tilvistar- vandi hans verður ekki leystur með því að hann hlaupi frá pólitískum verkefnum sínum. Enda væri þá dottinn botninn undan blaðinu." Þetta er rétt skil- greining á stöðu Þjóðviljans. Hann er pólitískt málgagn og útgáfa hans þjónar pólitískum tilgangi. Til þess að lýðræði haldi velli og þróist með eðlilegum hætti er nauðsynlegt að rödd Þjóðviljans haldi áfram að heyrast. Morgunblaðið árnar Þjóðviljan- um heilla á þessum tímamótum með þeirri ósk að hann fái eðlileg- an sess í hinni óvissu fjölmiðla- framtíð og geti áfram gegnt pólitísku hlutverki sínu. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 361. þáttur Ég tek þar til, sem frá var horfíð, að svara bréfí Kristjáns frá Djúpalæk. Ég er sammála honum um beygingu orðsins vindur. Það orð er a-stofn í beygingafræðinni, fleirtala vindar, en eignarfall ein- tölu ekki svo, heldur vinds. Aftur á móti er lækur i-stofn, fleirtala lækir, eignarfall eintölu m. gr. miklu fremur lækjarins heldur en Jæksins, sbr. bréfíð. Ég hef þusað svo mikið um „flallalambið" undanfarið, að ég ætla ekki að fjölyrða um annan orðaforða í sambandi við land- búnaðarmál nú á dögum. Þá er það þágufall með sögnum eins og t.d. veifa og fljúga. Það blessað fall er ekki auðgert að nota með þessum sögnum til þess að tákna hina upprunalegu merk- ingu fallsins (í hvers þágu eitt- hvað verður), vegna þess að þessar sagnir, einkum veifa, taka líka með sér andlag (þolanda verknaðar) í þágufalli. Betra er að veifa röngu tré en öngu, stend- ur skrifað. Þess vegna legg ég til að við segjum heldur að veifa til einhvers, heldur en að veifa ein- hveijum, í sömu merkingu. Það gæti misskilist. Að minnsta kosti er auðvelt að snúa út úr því. Dæmi: mannfjöldinn veifaði for- setahjónunum á flugvellinum. Menn gætu séð þama fyrir sér annarlega mynd, en fyrir slíkt væri girt, ef sagt væri: mannfjöld- inn veifaði til fbrsetahjónanna o.s.frv. Auðvitað flýgur enginn annarri persónu eins og flugvél, en við tökum af öll tvímæli og brynjum okkur gegn útúrsnúningi, ef við segjum: Hann flaug með mig til Reykjavíkur, í stað þess að segja: hann flaug mér. En eins og Krist- ján benti á, sýnist ekkert athuga- vert við sögnina að aka í svipuðu sambandi, svo að hér er ansi vandratað og mjótt á mununum. Ef einhver flytur persónu á hesti milli staða fínnst mér hægt að nota sögnina að reiða. Hún var reyndar helst höfð í minni sveit, ef bæði flytjandinn og sá, sem fluttur var, sátu sama hross- ið. Að lokum tek ég undir með Kristjáni varðandi sögnina að eiga. Þótt við vitum að konur eiga böm, þá kann ég ekki við að sleppa andlaginu, eða hafa orðið bam undirskilið. ★ Um daginn (358. þáttur) birti ég skýringar Jóns Á. Gissurarson- ar í Reykjavík á vísu sr. Bjama í Þingmúla (sjá nr. 356), en nú þykir mér rétt að gefa fleirum orðið um þetta efni. Kristján Jóns- son frá Snorrastöðum segjr meðal annars: „Kæri Gísli. Já, þú óskar eftir útskýringum á ljóðlínunni: „orðin svell í bænum bræðir." „Má ég reyna," sögðu krafta- jötnamir á Ólympíuleikunum í London, þegar Islendingar sýndu þar íslenska glímu forðum. Þeir trúðu ekki öðru en þeir gætu leik- ið sér með þessa tiltölulega grannvöxnu menn, en lágu flatir áður en þeir vissu af. Eg geri varla ráð fyrir að mér fari öllu betur, þegar ég segi nú: Má ég reyna. Ég minnist þess að þegar átti að reka kubb í gróp og gekk ekki, en munaði samt litlu, þá var sagt að hann væri of svellur... Hrífu- skaftsendinn, sem gekk inn í gatið á hrífuhausnum, átti ekki vera of svellur á þykktina, því þá gat hann klofíð hrífuhausinn, sér í lagi þegar rakað var í bleytu og allt þrútnaði. Þetta gæti því táknað, að orðin væru of svell í samkomulagið og gætu klofið það. En þá brestur mig útskýringar og spumingar vekjast upp. Er hægt að tala um að bræða af orðunum þá agnúa sem gerir þau of svell? Og er þetta gert í bænum — vistarverunni — eða með fyrirbænum? Ég hallast helst að þeirri skýr- ingu að hin umrædda kona bræði, með friðsamlegum tillögum og hlýju, ójöfnumar utan af hinum ofsvellu orðum sem fallið hafa, hvort heldur er utanbæjar eða innan." Annað í bréfí Kristjáns bíður betri tíma en til máls tekur Stein- ar Pálsson í Hlíð í Gnúpveija- hreppi: ^Kæri Gísli Jónsson! Ég var staddur í Reykjavík hjá Lýð bróður mínum, þegar Morg- unblaðið kom út með vísu sr. Bjama í Þingmúla, þar sem þú spyrð um álit manna á merkingu hendingarinnar: „Orðin svell í bænum bræðir." Lýður held ég að hafi strax skilið þessa hend- ingu. Orðið „svell" kemur fyrir í Passíusálmunum: „Pétur með svellu sinni." í orðabók Menning- arsjóðs stendur: „e.m. svellur móður“ = reiðist, hitnar í hamsi. Nú virðist þetta orð vera að týn- ast úr málinu. „Orðin svell í bænum bræðir" merkir: Köld orð eða reiðileg orð, sem falla manna á milli í bænum (= húsinu) bræð- ir hún, þ.e. konan sem ljóðið fjallar um. Bræða merkir t.d. að milda. Hér er átt við bæinn, þ.e. heimil- ið, en ekki „bænir". Á dögum sr. Bjama var enginn „bær“ til á ís- landi í nútímamerkingu orðsins [= kaupstaður] ... Að svo mæltu þakka ég þér fyrir marga ágæta þætti þína um íslenskt mál. Með kærri kveðju." ★ Ég þakka þeim Steinari og Kristjáni bréfin, upplýsingamar og góðar kveðjur, en vísa annars um meginefni þeirra til 358. þátt- ar. Er þá mál til komið að snúa sér að bragarhætti vikunnar. Hann er afhending (braghendu- ætt V): Margir byrgja eyrun aftur eins og lása, þá ljóða smiðir í lúðra blása. (Guðmundur Bergþórsson) Hugsað get ég um himin og jörð, en hvorugt smíðað; vantar líka efnið í það. (Konráð Gíslason) P.s. Hvemig skyldi vera — og hver skyldi vera — „freyðandi matur" sem auglýstur var með nokkmm fyrirgangi í hádegisút- varpinu 24. síðasta mánaðar? Eining Vesturlanda tryggir frið með frelsi eftir Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra Þegar öryggis- og varnarmál íslensku þjóiðarinnar eða vamar- samstarfíð við Bandaríkin ber á góma bregst það ekki, að taismenn vestrænnar samvinnu em af and- stæðingum sínum sakaðir um landráð og landsölu. Einkenni þessa málflutnings komu skýrt fram í umræðum á Alþingi þegar fjallað var um samning milli ríkis- stjóma Islands og Bandaríkjanna varðandi sjóflutninga fyrir vamár- liðið. Málflutningur af þessu tagi hef- ur þó í engu hnikað þeirri stefnu í öryggis- og vamarmálum, sem. meirihluti íslensku þjóðarinnar styður. Það er hinsvegar kyndugt að talsmenn Alþýðubandalagsins skuli beita slíkum gífuryrðum, stjómmálaflokks, sem hefur það á samviskunni að hafa sveigt af stefnu sinni fyrir „þijátíu peninga silfurs“, eins og það var nefnt 1956. Þá vom þeir reiðubúnir að gleyma áformum sínum um brott- rekstur varnarliðsins gegn erlendri lánafyrirgreiðslu og til að halda ráðherrastólunum. Siglingasamningurinn í umræðunum um siglingasamn- inginn vom þingmenn Alþýðu- bandaiagsins enn við sama heygarðshornið. Samningurinn, sem nú hefur verið staðfestur, tryggir íslenskum skipafélögum og íslenskum sjómönnum sjálfsagðan rétt til að keppa um sjóflutninga til landsins. Samt var hann notaður sem tilefni brigslyrða af hálfu Al- þýðubandalagsmanna í garð íslenskra stjómvalda fyrir „mútu- þægni" og „dollaragræðgi". Það var engu líkara en þeir hefðu orðið fyr- ir sámm vonbrigðum og miklu áfalli að þessari deilu skyldi lokið og að þar með skapaðist tækifæri til að koma samskiptum íslands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. Þessi viðbrögð staðfestu enn á ný, að alþýðubandalagsmenn grípa hvert tækifæri sem gefst til að grafa undan þessum_ mikilvæga þætti í utanríkisstefnu íslands. Þeir hafa ávallt stefnt að því, að gera ísland vamarlaust. Lausn siglingamálsins sýnir, að íslendingar geta leyst deilumál við einstakar samstarfsþjóðir sínar í Atlantshafsbandalaginu þannig að báðar þjóðir geti vel við unað. Sú varð t.d. raunin eftir lok landhelgis- deilnanna við Breta. Þetta getur tekið tíma og reynt á þolrifin, en það tekst. Nú er ekkert því til fyrir- stöðu að vamarsamstarfið við Bandaríkin verði áfram treyst enda ekki einvörðungu um gagnkvæma hagsmuni tveggja sjálfstæðra lýð- ræðisríkja að ræða heldur öryggi allra vestrænna þjóða. Þetta skulu menn hafa hugfast. Við emm þátt- takendur í vamarkeðju sem ekki er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Stefna ríkisstjórnar- innar í öryggis- ogf varnarmálum Ríkisstjómin hefur á valdaferli sínum fylgt ábyrgri stefnu í þessum málaflokki. í yfírlýsingu stjómar- flokkanna um utanríkismál er m.a. komist svo að orði: „Meginmarkmið utanríkisstefnu íslendinga er að treysta sjálfstæði landsins og gæta hagsmuna þjóðarinnar." Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á að auka fmmkvæði Is- lendinga sjálfra í öryggis- og vamarmálum. Það er mjög í sam- ræmi við starfsemi Öryggismála- nefndar, þar sem lögð hefur verið áhersla á innlenda þekkingu og fmmkvæði í þessum efnum. Þannig hefur vamarmálaskrifstofa ut- anríkisráðuneytisins verið efld. Þangað hafa verið fengnir til starfa sérfræðingar með þekkingu á sviði vamarmála. Það á að auðvelda okk- ur að vega og meta öryggis- og vamarviðbúnaðinn út frá íslenskum sjónarmiðum._ Af sama stofni em áætlanir sem íslendingar hafa tekið virkan þátt í varðandi bætt ratsjár- kerfí í Norður-Atlantshafí. Tvær nýjar ratsjárstöðvar munu bæta eftirlitið til mikilla muna á hafsvæðinu umhverfis landið. Stöðvarnar verða skipaðar íslensku starfsliði, en það er einmitt í sam- ræmi við þá stefnu, sem mörkuð hefur venð og felur í sér aukna þátttöku íslendinga sjálfra í örygg- ismálum landsins. Auk þess standa yfír fram- kvæmdir við ný mannvirki á vamarsvæðunum. Undanfarin ár hefur t.d. verið unnið að byggingu nýrrar og fullkominnar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli,' sem eingöngu er ætluð millilandafluginu. Eins og aðrar framkvæmdir þar syðra hefur þessi bygging sætt mikilli gagnrýni alþýðubandalagsmanna. Af ein- hveijum ástæðum er eins og andstæðingar vestræns vamarsam- starfs óttist það bætta fyrirkomu- lag, sem mun leiða af byggingu flugstöðvarinnar. Með auknu íslensku frumkvæði og bættum búnaði vamarliðsins höfum við reynt að leggja okkar skerf af mörkum til að efla sameig- inlegar vamir Atlantshafsbanda- lagsins. • • Oryg-gismál og afvopnun Á nýafstöðnum leiðtogafundi risaveldanna hér í Reykjavík náðist árangur, sem vafalaust verður byggt á í afvopnunarviðræðum þeim, sem fram fara milli þessara ríkja á næstunni. Sovétmenn vilja mjög breyta ímynd sinni um þessar mundir. Þeir segjast leggja áherslu á frið og afvopnun. Samtímis er þó heilu hjóðunum haldið í gíslingu; alþjóð- legar skuldbindingar um mannrétt- indi em þverbrotnar og miskunnar- laust stríð er háð í Afganistan. Þessar staðreyndir draga mjög úr trausti manna á tali þeirra um frið og slökun spennu. Það vakti athygli á fundinum hér í Reykjavík að Sovétmenn virtust nú reiðubúnir að ræða umbætur á Matthias Á. Mathiesen „Nú er ekkert því til fyrirstöðu að varnar- samstarf ið við Banda- ríkin verði áfram treyst enda ekki einvörðungu um gagnkvæma hags- muni tveggja sjálf- stæðra lýðræðisríkja að ræða heldur öryggi allra vestrænna þjóða. Þetta skulu menn hafa hugfast. Við erum þátt- takendur í varnarkeðju sem ekki er sterkari en veikasti hlekkur henn- ar.“ sviði mannréttindamála, en því hafa þeir algjörlega hafnað á slíkum fundum áður en talið þau innanrík- ismál. Miklu máli skiptir að ríki Atlantshafsbandalagsins hviki hvergi í afstöðu sinni. Styrkur þess og samheldni hefur knúið til þeirra samningaviðræðna, sem nú fara fram. I því sambandi má minna á að Sovétmenn stóðu upp frá samn- ingaborðinu í Genf fyrir þremur árum, þegar þeir vanmátu styrk Vesturlanda, en sneru aftur, þegar þeim varð ljós eining rílqa Atlants- hafsbandalagsins. Það veltur á okkur Islendingum, ekki síður en öðrúm þátttakendum í þessu sam- starfi, að gæta þess að samstaðan rofni ekki. Kjarnavopnalaus svæði Sú skylda hvílir því m.a. á íslend- ingum í þeim umræðum, sem fram hafa farið á vettvangi Norðurlanda- ráðs um svokölluð „kjamavopna- laus“ svæði, að hvika hvergi frá þeirri öryggis- og vamarstefnu, sem mörkuð hefur verið. í þessari umræðu hefur gætt afar mikils óraunsæis. Tómt mál er að tala um kjamavopnalaust svæði nema það nái einnig til haf- svæða umhverfís Norðurlönd, svo og til þeirra svæða í nágrenni Norð- urlanda, þar sem vitað er að kjamavopn eru gejrnid. íslendingar verða að standa fast á þeirri kröfu, að slíkt svæði nái allt frá Græn- landi í vestri og til Úralfjalla í austri, auk þess sem það verður að vera liður í víðtækari samningum um afvopnun. Það væri tvískinnungur að líta framhjá þeirri staðreynd, að í ná- grenni Norðurlanda, á Kola-skaga, er ein stærsta birgðastöð kjama- vopna, sem vitað er um, og að íbúum Norðurlanda, sem og öðmm þjóðum á Vesturlöndum, stafar ógn af þessu vopnabúri. Slysið í Chemo- byl-verinu og sá atburður, er kjamakafbátur sökk suður í Atl- antshafí, sýnir hve haldlaust það er, að binda yfirlýsingu um kjama- vopnalaust svæði við staði, þar sem slík vopn em ekki fyrir hendi, en líta framhjá þeim svæðum, þar sem kjamavopn er að fínna. Hér verður að gæta raunsæis og hafa öiyggis- hagsmuni vestrænna þjóða í fyrir- rúmi. Þáttur Sjálf- stæðisflokksins Það hefur verið hlutverk Sjálf- stæðisflokksins, að hafa forystu um mörkun þeirrar öryggis- og vamar- málasteftiu, sem vikið hefur verið að hér að framan. Þessi málaflokk- ur hefur ávallt verið þýðingarmikill í utanríkisstefnu þjóðarinnar, enda má fullyrða að viðskipti og önnur samskipti okkar við aðrar þjóðir fari fram í skjóli ömggra vama og trygging fyrir því að svo megi enn verða er forysta Sjálfstæðisflokks- ins á Alþingi íslendinga. Siglingasamningurinn í öldungadeildinni: Enginn samningur hefur hlotið jafn skjóta afgreiðslu þingsins ALÞINGI íslendinga afgreiddi siglingamsaminginn við Bandaríkin um sjóflutninga fyrir vamarliðið þriðjudaginn 28. október. Öldunga- deild Bandaríkjaþings afgreiddi samninginn hins vegar hinn 8. október s.l. Þykir það í frásögur færandi, að enginn samningur í sögu Bandaríkjanna hafi fyrr verið staðfestur af öldungadeildinni innan jafn skamms tíma frá undirritun hans. Utanríkisráðherrar lanHanna rituðu undir samninginn 24. september. Aðeins fáeinir samningar hafa verið staðfestir innan sex mánaða frá staðfestingu þeirra. Morgunblaöið/Jón Ásg. Sigurðsson. Edward Derwinski, embættismaður bandariska utanríkisráðuneytisins, var helsti samningamaður Banda- ríkjastjómar í siglingadeilunni og skýrði efni samningsins fyrir bandariskum þingmönnum. Hér sést hann á fundi hjá þeirri nefnd öldungadeildarinnar, sem fjallaði um málið. Við upphaf umræðnanna í öldunga- deild Bandaríkjaþings fór Richard Dole, talsmaður repúblikana í deild- inni, fram á, að það yrði einróma samþykkt, að samningur Banda- ríkjastjómar og lýðveldisins íslands um vöruflutninga, fyrir vamarliðið hefði fengið nauðsynlega, þinglega meðferð og að það tæki einnig til ályktunar þingsins um staðfestingu. hans. Þingforseti leitaði eftir andmæl- um við þessa málsmeðferð og varð þá Robert Byrd, leiðtogi demókrata, fyrir svörum og sagði, að minnihlut- inn hefði ekkert við hana að athuga. Forsetinn væri á fömm til íslands og að sjálfsögðu skipti það hann miklu að geta flutt íslendingum þau tíðindi, að samningurinn hefði verið staðfestur í öldungadeildinni. Dole þakkaði stuðninginn og minnti á, að málinu hefði verið hreyft á morg- unverðarfundi með Bandaríkjafor- seta daginn áður og þar hefðu þingmenn látið í ljós vilja til að verða við óskum hans um hraða afgreiðslu samningsins. Þingforseti tók samninginn síðan á dagskrá. John Wamer, öldungadeildar- þingmaður repúblíkana frá Virgi- niu-ríki, tók nú til máls og lýsti ánægju sinni með, að öldungadeild- in ætlaði loks að samþykkja þennan samning, sem miðaði að því að auðvelda samstarf Bandarílq'anna og lýðveldisins íslands í vamarmál- um. Lagði hann áherslu á, að samningurinn styrkti og væri frek- ari staðfesting á góðum samskipt- um Bandaríkjanna við mikilvæga aðildarþjóð að Atlantshafsbanda- laginu og leysti farsællega þann ágreining, sem verið hefði með þjóð- unum. Kvaðst Wamer hafa verið hlynntur þessari lausn í nokkum tíma og beitt sér fyrir henni að sérstakri ósk Nicholas Ruwe, sendi- herra Bandaríkjanna á Islandi. Sagðist hann vera þakklátur Ruwe, er hann hefði þekkt um langt ára- bil, fyrir ómetanlegan skilning hans á nauðsyn þessa samkomulags fyrir báðar þjóðimar. „Hemaðarlega mikilvæg lega ís- lands á Norður-Atlantshafí veldur því, að vinátta og gott samstarf við íslensku þjóðina er algjör forsenda fyrir skynsamlegum vamaráætlun- um af hálfu Nato á Atlantshafí," sagði Wamer og minnti á, að frá því þjóðimar gerðu með sér vamar- samninginn árið 1951 hefði vamar- liðið á Keflavíkurflugvelli haft ómetanlega þýðingu fyrir sameigin- legt öryggi allra Atlantshafsbanda- lagsríkjanna. Sagði hann, að í samningnum fælust takmörkuð frá- vik frá forgangsrétti bandarískra skipafélaga til flutninga fyrir Bandaríkjaher, sérstök viðbrögð við brýnum öryggishagsmunum en ekki breyting á bandarískum lögum eða skoðun stjómvalda á forgangs- réttarákvæðunum. „Ég er hreykinn af því að íslend- ingar skuli vera bandamenn okkar,“ sagði Wamer, „og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að hafa sam- skipti við foiystumenn þeirra á sviði vamarmála á áranum 1972-’74, þegar ég var flotamálaráðherra. Þessi þjóð hefur á einstæðan hátt varðveitt sinn norræna menningar- arf og á sér þá hugsjón æðsta að standa vörð um sjálfstæði sitt í stjómmálalegum og menningarleg- um efnum. Á íslandi er elsta þjóðþing í heimi, það hefur starfað næstum óslitið í rúm þúsund ár, og nú beinir umheimurinn allur sjónum sínum að þessu landi vegna fundar forsetans og Gorbachevs, leiðtoga Sovétrílq'anna. Ég fagna áfram- haldandi samvinnu við íslendinga, sem hefur verið jafn heilladijúg og raun ber vitni fyrir öryggishags- muni þjóðanna beggja." Sagðist Wamer vilja hylla Ruwe sendiherra sérstaklega fyrir hans mikilvæga þátt í gerð samningsins. Hann hefði með einstæðum hætti stuðlað að einingu innan NATO og árangursríku starfí bandalagsins. „Það er mikill fengur fyrir fram- kvæmd bandarískrar utanríkis- steftiu að njóta starfskrafta Ruwe sendiherra," sagði Wamer í lok máls slns. Claiborne PeU, öldungadeildar- þingmaður demókrata fyrir Rhode Island, skýrði frá því, að utanríkis- málanefnd þingsins hefði þá um daginn hvatt öldungadeildina til að samþykkja samninginn og að það væri sérstaklega vel viðeigandi nú, þegar forsetinn væri á leið til fund- ar við Gorbachev á íslandi, að þingið leysti þá deilu, sem verið hefði með þjóðunum frá því á árinu 1984. Pell sagði, að með samningnum væri aðeins um að ræða undantekn- ingu á forgangsréttarákvæðunum hvað íslendinga varðaði. Hefði ver- ið vandað mjög til hans með það í huga, að hann hefði ekkert fordæm- isgildi og yrði ekki til að grafa undan forgangsréttarlögunum frá 1904, lögum, sem væra mjög mikil- væg fyrir bandarísk skipafélög og vöruflutningafyrirtæki. Sagði hann, að stjómin hefði fullvissað utanrík- ismálanefndina um, að hagsmunir þess bandaríska fyrirtækis, sem nú annaðist flutningana, yrðu ekki fyr- ir borð bomir. Hvatti hann þing- menn til að samþykkja samninginn. Richard Dole fór nú fram á, að greidd yrðu atkvæði um samning- inn og bað þingforsti þá þingmenn, sem styddu hann, að standa á fæt- ur. Var samningurinn samþykktur mótatkvæðalaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.