Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
21
Stórmarkaður KRON
í Kópavogi til sölu
KAUPFÉLAG Reykjavíkur og
nágrennis, sem nýlega keypti
verzlunina Víðir i Mjóddinni,
hefur nú sett Stórmarkað KRON
í Kópavogi á sölu og er það
Eignamiðlunin, sem fengin hefur
verið til þess að sjá um söluna.
Verður eignin auglýst nú um
helgina.
Gert er ráð fyrir að húsið verði
rýmt í upphafí næsta árs, þannig
að nýr rekstur geti hafízt þar strax
á næsta ári. Seljandi gefur kost á
að ýmsir hlutir fylgi húsinu, ef
væntanlegur kaupandi vill halda þar
uppi skyldum eða svipuðum rekstri
og verið hefur í húsinu. Húsið er
steinsteypt, byggt á árinum 1977
og 1978 og er sagt í góðu ástandi.
Malbikuð bflastæði fylgja. Söluverð,
sem seljandi vill fá er yfír 100 millj-
ónir króna.
Hús Stórmarkaðar KRON, sem nú er td sölu. MorgunbiaM/Börkur.
Virðisaukaskattur:
Vísitalan
hækkar um 1,9%
í fyrirsögn fréttar Morgunblaðs-
ins á bls. 2 í gær um frumvarpsdrög
að virðisaukaskatti misritaðist
hækkun framfærsluvísitölunnar, en
reiknað er með að hún hækki um
1,9% með álagningu virðiusauka-
skattsins. Hins vegar er reiknað
með, að skattbyrði hækki um 1,2%.
ólarferð til Flórída á aðeins eitt sameiginlegt
meö öðrum sólarferðum: Sólina. Allur aðbúnaður og
þjónusta þar vesturfrá er klassa fyrir ofan það sem við
þekkjum best frá sólarströndum Evrópu. Þar að auki
kemst auðvitað enginn með tærnar þar sem Kaninn
hefur hælana í sjómennsku og skemmtanalífi.
dýru Úrvalsferðirnar til Orlando og St. Peters-
burg eru einstakt tækifæri til þess að kynnast Flórída
og því sem ameríski draumurinn hefur að bjóða.
ið fljúgum til Flórída alla laugardaga frá 15/11 til
6/12 og alla fimmtudaga frá 18/12 til 27/3.
Verð fyrir 11 daga ferð er frá kr. 23.853.-
Verð fyrir 18 daga ferð er frá kr. 25.796.-
Verð fyrir 25 daga ferð er frá kr. 27.738.-
Innifalið: Flug, gisting, akstur milli gististaðar og
flugvallar og aðstoð íslensks fulltrúa Úrvals.
omdu við á skrifstofunni eða hringdu í síma 26900
og fáðu nákvæmar upplýsingar um Flórída. Mundu
að þar kemur sólin meira að segja upp á undan!
FiimsKRiFsrom úrvm
Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll. Sími (91) 26900.