Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 \ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KARL BLÖNDAL Víða liggja þræðir Sýriandsstj ómar ÁRUM saman hafa vestrænir embættismenn haldið því fram að Sýrlandsstjórn væri flækt í hryðjuverkastarfsemi og styddi ýms- ar hreyf ingar, sem starfa í Miðausturlöndum og Vestur-Evrópu. Asakanir Breta um að Sýr- lendingar hafi verið með í ráðum þegar reynt var að koma sprengju um borð í ísraelska far- þegaþotu í London er nýjasta dæmi þessa. Sýrlendingar liggja undir grun Þrátt fyrir að Sýrlendingar neiti, hafa bandarískir, vestur- þýskir og spænskir embættis- menn einnig látið í ljós grunsemdir um að stjómin í Dam- askus hafí lýst velþóknun yfir og jafnvel stutt árásir hryðjuverka- manna. Aftur á móti hafa aðeins Bretar gripið til gagnráðstafana og slitið stjómmálasambandi við Sýrlend- inga. Styrkur Sýrlendinga er f því fólginn að þeir geta lagt sitt að mörkum til að stilla til friðar í Miðausturiöndum og aðstoðað við að fá bandaríska og franska gísla, sem eru í höndum öfgamanna úr röðum shíta í Beirút í Líbanon. Af þessum sökum fara menn að Sýrlendingum með gát. Stjóm Sýrlands hefur ætíð reynt að sveija af sér bæði hryðju- verkasamtök, sem bækistöðvar hafa í Sýrlandi, og hreyfingar með aðsetur í þeim hluta Líbanon, sem Sýrlendingar ráða yfir. Hafez Assad, forseti Sýrlands, neitar staðfastlega að stjóm sína megi á nokkum hátt bendla við hryðjuverkasamtök í viðtali við bandaríska tímaritið Tirne. „Við skomm á vestrænar leyni- þjónustur að sanna að Sýrlending- ar hafi lagt á ráðin um eitt einasta hryðjuverk," sagði Assad í við- talinu, sem birtist fyrr í þessum mánuði. „Barátta okkar gegn ísraelum fer hvorki fram í Banda- ríkjunum, né Evrópu, heldur í arabalöndunum." Fullnægjandi sannanir Fyrir viku síðan var Nezar Hindawi dæmdur til 45 ára fang- elsisvistar í Old Bailey í London. Hann var kærður fyrir að hafa komið fyrir sprengju í handfar- angri óléttrar unnustu sinnar, Ann Marie Murphy. 17. apríl fundu ísraelskir öryggisverðir sprengjuna undir fölskum botni í töskunni á Heathrow-flugvelli. Sprengjan átti að springa á leið- ' inni til Tel Aviv, nánar tiltekið yfir Austurríki. í réttarhöldunum var ekki að- eins Hindawi sóttur til saka heldur einnig Sýrlandsstjóm, þótt á óbeinan hátt hafi verið. Ekki er hægt að deila um það að Hindawi fór undir fölsku flaggi með sýrlenskt vegabréf ríkis- starfsmanns undir höndum þegar hann kom til Englands. Hann fékk vegabréfsáritun hjá breska sendi- ráðinu í Damaskus eftir að sýr- lenska utanríkisráðuneytið hafði í tvígang sent þangað meðmæla- bréf. Ekki verður heldur vefengt að Hindawi hitti sýrlenska sendiherr- ann Lutfallah Heidar eftir að sprengjan fannst og skotið var yfír hann skjólshúsi í sýrlenska sendiráðinu áður en hann gaf sig msitð-so*' s n < 5 S4 $ 1$:1$ ts ♦ i$;$e s? * n Þannig var umhorfs á Barajas- flugvelli í Madrid eftir spreng- inguna 26. júní. Fyrir snarræði ísraelsks öryggisvarðar varð ekkert manntjón. Þrettán slös- uðust í sprengingunni og varð öryggisvörðurinn verst úti. fram við bresk yfírvöld. Því kom dómurinn, sem feildur var 24. október, ekki á óvart. Aftur á móti kom á óvart þegar sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra tilkynnti í neðri málstofu þingsins að Betar hefðu slitið stjómmálasambandi við Sýrlend- inga. Dómurinn er sigur fyrir Israela. Ytzhak Rabin vamarmálaráð- herra sagði í maí að svarað yrði í sömu mynt ef í ljós kæmi að Sýrlendingar hefðu verið viðriðnir sprengjutilræðið við E1A1 vélina. Starfsmaður ísraelska utanrík- isráðuneytisins lýsti yfír því eftir að réttarhöldunum lauk að beðið yrði eftir heildarskýrslu frá Bret- landi áður en látið yrði til skarar skríða. En Sýrlendingar hafa oftar ve- rið bendlaðir við hryðjuverk á Bretlandi. Tveir sýrlenskir sendiráðs- starfsmenn Iétu lífið þegar bifreið þeirra sprakk í loft upp í London árið 1978. Lögreglan sagði að þeir hefðu ætlað að sprengja skrif- stofur egypska ríkisflugfélagsins í borginni til að hefna fyrir sættir Anwars Sadat við ísraela. í janúar 1985 vísuðu Bretar fjórum aröbum, sem höfðu sýr- lensk vegabréf, úr landi. Mennim- ir höfðu í vegabréfum sínum stöðu opinberra embættismanna. Yfir- völd héldu fram að þeir hefðu ætlað að ráða af dögum háttsetta menn í Frelsissamtökum Pal- estínu (PLO), sem höfðu verið á öndverðum meiði við Assad síðan 1983. Bresk og vestur-þýsk yfirvöld hafa spyrt saman mál Hindawis og tvær sprengingar í Vestur- Berlín. Ahmed Nawaf Mansur Hasi verður ásamt öðmm araba dreginn fyrir dóm í nóvember vegna sprengju, sem sprakk í húsakynnum Þýsk-arabíska vina- félagsins 29. mars. Hasi er sagður bróðir Hindawis. Tengsl milli hryðjuverka í Berlín og á Bretlandi Að sögn embættismanna hafa mennimir tveir játað í yfirheyrsl- um að hafa fengið sprengiefni í sendiráði Sýrlands í Austur- Berlín. Þessir tveir menn em einnig gmnaðir um aðild að sprengjutil- ræðinu, sem gert var 5. apríl í La Belle næturklúbbnum í Vest- ur-Berlín. Tveir bandarískir hermenn og tyrknesk kona biðu bana í sprengingunni og tugir manna særðust. 14. apríl gerðu Bandaríkja- menn loftárás á Líbýu til að svara fyrir þetta hryðjuverk. 26. júní sprakk sprengja, sem falin hafði verið í ferðatösku, á flugvellinum í Madrid með þeim afleiðingum að þrettán manns særðust. Daginn eftir var hand- tekinn maður að nafni Nasser Hassan E1 Ali. Ali hélt því fram fyrir rétti að hann hefði verið að framfylgja skipunum hreyfingar- innar „Fatah-uppreisnin", sem Sýlendingar styðja. Leiðtogi hennar heitir Saeed Mousa. Hreyfingin starfar fyrir opnum tjöldum í Sýrlandi og hefur þar þjálfunarbúðir. „Fatah-uppreisn- in“ heyrir undir Palestínsku þjóðfrelsisfylkinguna, sem aðset- ur hefur í Damascus. Fylkingin samanstendur af sex róttækum hreyfíngum Palestínumanna. Samkvæmt fréttum frá Líbýu hittust Mousa og aðrir foringjar Palestínumanna nýlega á fundi í Benghazi, sem Assad, Moammar Khadafy Líbýuleiðtoga, og Ahmed Jibril, fyrrum herforingi í sýr- lenska hemum og núverandi leiðtogi Lýðfylkingarinnar til frelsunar Palestínu, sátu einnig. Assad er bandamaður Kad- hafys. Sýrlendingar og Líbýu- menn styðja nánast einir arabaþjóða írana í styijöldinni við íraka. Bæði Sýrlendingar og Líbýumenn hafa verið kenndir við Abu Nidal, sem vestræn yfirvöld hafa mikinn hug á að klófesta fyrir að hafa lagt á ráðin um fjölda hryðjuverka. Nidal hefur haft skrifstofu í Damascus og hefur það ekki farið leynt. Óstaðfestar fregnir herma að Sýrlendingar hafí þrýst á stuðn- ingsmenn Nidals um að hætta starfsemi sinni í Damaskus til þess að geta haldið sig í hæfi- legri fjarlægð frá hryðjuverka- samtökunum. Heimildarmenn innan vest- rænna leyniþjónusta segja að leyniþjónustur róttækra ar- abaríkja hafi einfaldlega breytt starfsaðferðum sínum og noti nú milligöngumenn til að koma í veg fyrir að aðild þeirra að hryðju- verkum verði rakin. Heimildir: Der Spiegel og AP. Úr sýningu á D Trovatore hjá Islensku óperunni. * Islenska óperan: Aukasýning á II Trovatore ÁKVEÐIÐ hefur verið að hafa aukasýningu á óperunni 11 Tro- vatore eftir Verdi í kvöld. í fréttatilkynningu frá íslensku óperunni segir að í haust hafi að- sókn á óperuna dottið niður fyrir meðaltal og átti síðasta sýning að vera 24. október. Þá hafi miðar hins vegar selst upp á svipstundu og hafi verið ákveðið að hafa auka- sýningu í kvöld. 1. nóvember. Ef mikill áhugi verður fyrir sýningunni í kvöld er líklegt að óperan verði sýnd enn einu sinni að viku liðinni, laugardaginn 8. nóvember. Flugleiðir vilja ekki íslenzkt - segja iðnrekendur Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi frá Félagi íslenzkra iðnrekenda: „VEGNA greinar frá Sæmundi Guðvinssyni blaðafulltrúa Flug- leiða, sem birtist í Velvakanda í Morgunblaðinu, 29. október 1986, undir fyrirsögninni „Flugleiðir vilja íslenskt" vill Félag íslenskra iðnrek- enda mótmæla þeim fullyrðingum sem þar koma fram. I greininni er því haldið fram að Flugleiðir leitist alltaf við að velja íslenskt þrátt fyrir einhvem verðmun, en að verð- munur á m.a. innlendu og erlendu súkkulaði sé slíkur að Flugleiðir hafi valið erlent súkkulaði af þeim sökum. Félag íslenskra iðnrekenda hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál og eru þessi^ ummæli blaðafulltrú- ans ósönn. Á árinu 1984 og fram á árið 1985 keyptu Flugleiðir súkkulaði af sælgætisgerðinni Mónu hf. í Hafnarfírði til að bera fram í flugvélum sínum. í janúar 1985 óskuðu Flugleiðir eftir tilboð- um f áðurnefnt súkkulaði og sýnir eftirfarandi tafla hvaða tegundir og verð voru boðin: ara verð frá Mónu hf. Rétt er að geta þess að tilboð Villars var fob. Sviss og í júlí 1986 kostaði 50 kg vörusending 379,50 CHF í flutn- ingsgjald með Flugleiðum, eða um 185 kr. pr. kg. Ef þetta er reiknað ofan á verðið verður verð íslensku fyrirtækjanna enn hagstæðara. Því má einnig bæta við að frá febrúar 1985 til október 1986 hefur gengi svissneska frankans hækkað yfir 60% á meðan íslenskt súkkulaði hefur aðeins hækkað um ca. 30%. Gæði íslensku vörunnar eru fylli- lega samkeppnisfær og sannar það best þau mörgu bréf sem Móna hf. hefur fengið frá ánægðum far- þegum sem hafa óskað eftir að geta keypt það súkkulaði sem fram var borið í Flugleiðavélunum. Af ofangreindu má sjá að það hljóta að hafa ráðið önnur sjónar- mið en verðmismunur hjá Flugleið- um þegar umrætt súkkulaði var keypt, en þau sjónarmið óskuðu Flugleiðir ekki að ræða við innlenda framleiðendur. Innlendir sælgætisframleiðendur þola vel að verða undir í samkeppni Verð pr. Meðal- ein. kr. verð kr. Fyrirtæki Tegund Þyngd f gr. pr. stk. pr.gr. Afhending Nói-Síríus hf. Súkkylaði 10.gr. 2,36 0,236 í hús hjá Flugleiðum Mónahf. Súkkulaði 15. gr. 3,00 0,200 í hús hjá Flugleiðum ‘Móna hf. Súkkulaði 20.gr. 3,30 0,165 í hús hjá Flugleiðum Farouchoc Súkkulaði 14.gr. 3,18 0,227 í hús hjá Flugleiðum Villars Súkkulaði ll.gr. 2,20 0,200 Fob. Sviss Flutninsrseiald Pr.gr. i Gengi á Verð pr. CHF CHF gr. f ISL kr. pr. kgíjúlí ’86 28. okt. í Svissn. frönkum 0,00759 24,3400 0,185 7,59 Bæði íslensku fyrirtækin létu sérhanna umbúðir fyrir þetta útboð, og bauðst Móna hf. til að sérhanna þá stærð sem Flugleiðir óskuðu að fá. Flugleiðir hirtu ekki um að svara þessum boðum frá Mónu hf., en völdu Villars-súkkulaði handa far- þegum sínum þrátt fyrir hagstæð- við erlenda framleiðendur þegar allir sitja við sama borð, en Flugleið- ir geta ekki komið með fullyrðingar um verðmismun sem ekki er á rök- um reistur, vilji þeir hinsvegar velja erlenda vöru þá er þeim það að sjálf- sögðu fijálst, en þá skulu þeir ekki halda fram hinu gagnstæða."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.