Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
VETRARAKSTUR
Vatnsagi og krap á vegum geta fleytt bUnum og er þá engin leið
að stjórna honum. Litlu myndirnar sýna hvernig þetta gerist. TU
vinstri er ekið rólega og dekkið hefur fulla snertingu við veginn, á
miðmyndinni hefur bylgja hlaðist upp framan við hjólið og snertiflöt-
ur þess minnkað. Á þeirri þriðju er hraðinn orðinn það mikiU að
vatnið hefur ekki tíma til að vikja undan og hjólið flýtur. f krapi
þarf mun minni hraða til að sama gerist.
Þessum veitir ekki af að skafa og sópa. Ekki er nóg að gera Utið
gægjugat á framrúðuna, skafa verður allar rúður og ljósin líka.
__________Bllar____________
Þórhallur Jósepsson
Hálka, bleyta, ófærð, myrkur
og bylur. Þetta ættum við íslend-
ingar að þekkja mætavel allt
saman, sérhvern vetur dynur
yfir okkur vetrarveðráttan með
sínum illa þokkuðu aksturssldl-
yrðum sem nefnd voru í upphafi.
Ókumenn bregðast við með því
að setja vetrardekk undir bílana
og sumir negla þau. En ekki er
nóg að bíllinn sé á betri börðum
til að vera vel undir vetrarfærð-
ina búinn. Fleira þarf til að koma
svo að allt sé eins og best verður
á kosið. Það mikilvægasta af öllu
er að ökumaðurinn sjálfur sé við-
búinn og hagi akstri sínum ávallt
miðað við aðstæður og kunni að
bregðast rétt við þeim óvæntu
aðstæðum sem hann kanna að
lenda í.
Á köldum morgni
Svo byijað sé á byrjuninni, verið
rétt klædd! Það er ill reynsla að
verða fyrir, að vera að drepast úr
kulda í baksinu við bflinn, ekki síst
ef hann er nú fastur í snjónum, og
geta kennt því einu um að hafa
ekki haft hugsun á að klæða sig
eins og veðrið gefur tilefni til. Sér-
staklega er vert að minna á að
klæða fætuma vel og um leið að
velja skó sem eru í senn hlýir og
þó fyrirferðarlitlir. Breiðar og mikl-
ar rosabullur eru jú oft hlýjar, en
gefa fótunum ekki nóg svigrúm við
stjóm bílsins. Þá má minna á að
sé skrokkurinn kaldur, þá er hann
einfaldlega verr hæfur en ella til
að hlýða boðum heilans, einbeiting
slaknar og þeir kvillar sem7 fyrir
kunna að vera, svo sem kvef og
bakverkur, magnast um allan helm-
ing.
Hreinsið snjóinn
Það er ljót sjón að sjá á vetrar-
morgni, þegar ökumenn hafa ekki
gefið sér tíma til að hreinsa snjóinn
af bílum sínum og til að sjá er eins
og þeir aki um á snjóhúsum með
litlu gægjugati framan á! Þeim tíma
er vel varið sem fer í að skafa snjó-
inn af rúðunum og ljósunum, ekki
má gleyma þeim.
Setjið bílinn í gang og látið mið-
stöðina blása af fullum krafti upp
á rúðumar. Setjið einnig afturrúðu-
hitarann á og skafið síðan allar
rúðumar og burstið mesta snjóinn
af bflnum. Það kemur í veg fyrir
að flygsur fjúki á rúðumar og byrgi
sýn eftir að tekið er af stað. Gleym-
ið ekki að skafa ís og snjó af
ljósunum og ekki bara ökuljósum,
heldur líka afturljósum og stefnu-
ljósum. Þeirra hlutverk verður
nefnlega síst minna í kuldanum og
snjónum!
Mörg slys hafa hlotist af því að
ökumaður sá ekki út, hafði ekki
gefið sér tíma til að skafa. Slíkur
bfll, sem er eins og snjóhús með
gægjugati, er hættulegur í um-
ferðinni, engu betri en þó tjargað
hefði verið yfir rúðumar!
Háikan
Það sem gerir okkur kleift að
hafa stjóm á bílnum í venjulegum
akstri, er viðnámið milli dekkjanna
og vegarins.
í höfuðatriðum má segja að
tvennt geti orðið til þess að dekkin
missi viðnám (veggrip) og ökumað-
ur þá um leið stjóm á bflnum að
meira eða minna leyti. í fyrsta lagi
er hægt að yfirvinna viðnámið með
því að ofbjóða því. Það gerist t.d.
þegar nauðhemlað er og bfllinn
dregur hjólin, þegar ekið er of hratt
í beygjur og bfllinn skríður til hliðar
og flestir kannast við af malarveg-
unum. í öðru lagi getur sjálft
viðnámið minnkað t.d. í hálku og
snjó, eða jafnvel horfíð alveg eins
og gerist þegar dekkin fljóta í vatni.
Þegar viðnámið minnkar eða hverf-
ur, verður að bregðast rétt við. Hér
koma nokkrir punktar um það.
Hraðinn er lykilatriði. Engu
skiptir af hveiju slæmar aðstæður
stafa, ísingu, snjó, bleytu eða bara
lausamjöl, ein regla er algild: miðið
hraðann ávallt við ríkjandi aðstæð-
ur og ástand vegarins. Gleymið
ekki, að á vetuma má hvenær sem
er búast við ísingu, sérstaklega á
fjallvegum og eftir að kvölda tekur.
Þótt svo virðist sem vegurinn sé
þurr í þéttbýli, þá getur verið gler-
hálka um leið og komið er út fyrir
mesta umferðarþungann og ekki
alltaf sjáanlegt hvort hált er eða
ekki.
Meginreglan er þessi: Dragið úr
hraðanum, akið alltaf rétt undir
þeim hraða sem þið teljið ykkur
ráða við og fylgist með hraðamæl-
ingum. Það er nefnilega svo, að
hraðinn venst og eftir því sem ferð-
in er lengri, þeim mun minna fínnur
maður fyrir hraðanum. Þess vegna
er nauðsynlegt að fylgjast vel með
mælinum, láta ekki blekkjast af
aðlögunarhæfni augnanna!
Rétt er að minna á, að þótt ein-
hver tiltekinn hámarkshraði sé
leyfílegur undir venjulegum (góð-
um) kringumstæðum, þá gildir sá
hraði að sjálfsögðu ekki í hálku,
snjó og slæmu skyggni.
Snögg viðbrögð eru eitruð! Sé
stigið fast á hemlana í hálku, þá
læsast hjóiin og þar með er ekki
hægt að stýra bflnum, auk þess sem
hemlunarvegalengd verður til muna
lengri. Það stafar af því, að hjól
sem skrikar yfír yfirborð vegarins,
missir verulegan hluta af viðnáminu
við veginn. Sama gerist ef beygt
er of snarlega, hjólin skrika eftir
veginum og ná ekki að grípa til
fulls og bíllinn beygir ekki! Af þess-
um sökum verður að hafa það
hugfast þegar ekið er í hálku og
snjó, að vera nett á stjómtækjum
bflsins. Sumum kann að fínnast
erfítt að fínna rétta jafnvægið í
þessu, en smám saman lærist fólki
að bregðast rétt við og það kemur
fyrr, ef ávallt eru höfð í huga þessi
einföldu lögmál sem hér var lýst:
Hjólin verða að halda snertingu
sinni við veginn og það gera þau
ekki nema þau snúist.
Bflar bregðast misjafnlega við
og þegar komið er á nýjan bíl getur
verið stórhættulegt að gera það sem
var hið eina rétta á þeim gamla.
Þetta á sérstaklega við, ef skipt er
frá afturdrifi í framdrif, eða öfugt.
Rétt er því að benda ökumönnum
á að æfa sig! Víðast hvar er hægt
að fínna svæði sem leyfa einhvers-
konar æfíngar án þess að eiga á
hættu að keyra á eða lenda úti í
skurði. Kannið viðbrögð bflsins í
hálku, það gæti forðað ykkur frá
því að uppgötva of seint að þið
brugðust rangt við!
Spólið ekki! Þar gildir sama lög-
mál: Hjól sem spólar, nær ekki að
grípa í veginn. í hálku leiðir spól
til þess að bfllinn leitar til hliðar.
Það er þeim mun hættulegra sem
hraðinn er meiri og leiðir þá tfl
þess að bfllinn fer að snúast. Á
framdrifsbílum verður spól til þess
að ekki er hægt að stýra bflnum! í
ófærð, t.d. þungum snjó, er sama
uppi: Spólið ekki, þá verður bfllinn
enn frekar fastur. Reynið að rugga
fram og aftur, ná takti með kúpl-
ingu og gírum. Hjól sem spólar,
knýr bflinn ekki áfram, heldur gref-
ur sér holu og vill sitja þar. Vilji
bfllinn ekki fara lengra, skal kúpla
frá og bakka, reyna síðan aftur,
alls ekki að gefa meira inn, þá verð-
ur allt fast.
Mesta hálkan
Bleyta er hálka! Jafnvel á miðju
sumri, viðnámið á milli-vegar og
hjóls minnkar alltaf í bleytu, þó
aldrei eins hættulega og þegar
ísing, klaki eða snjór blotnar. Þá
Að rétta sig af
að hægja ferðina tímanlega áður
en komið er í beygjuna. Það er
mesti misskilningur ef einhver held-
ur að með því tapist einhver tími.
Hann tapast í mun ríkari mæli þeg-
ar bíllinn skríður út á hlið. Rétt er
að minna á að bestu rally-kappar
og þeir fljótustu forðast hliðarskrið-
ið, þeir reyna að smjúga mjúklega
í gegnum beygjurnar. Varla þarf
að minna á að mestur tími tapast
auðvitað ef allt fer í hönk og bíllinn
útaf, getur þá einnig fleira tapast
en tíminn einn!
Afturhlutinn skrikar
Ef afturendi bílsins skyldi skrika
til hliðar, er best að bregðast við á
eftirfarandi hátt.
Framdrifnir bílar:
1. Snúið stýrinu til sömu áttar og
afturendinn leitar.
2. Kúplið frá, sé bfllinn beinskipt-
ur, sleppið bensíngjöfinni, sé
bfllinn sjálfskiptur.
3. Bíðið þar til afturhjólin hætta
að skrika, snúið þá stýrinu ró-
lega til baka, þannig að fram-
hjólin vísi beint fram þegar
afturhjólin eru komin í rétt far.
4. Sleppið kúplingunni og gefíð
rólega í, þannig að hraði hjóla
og vélar nái jafnvægi, aukið
síðan rólega hraðann.
Ekki er teljandi hætta á að bfllinn
sveiflist til hinnar hliðarinnar.
Afturdrifnir bílar:
1. Snúið stýrinu til sömu áttar og
afturendinn leitar.
2. Kúplið frá, sé bfllinn beinskipt-
ur, sleppið beinsíngjöfínni, sé
bfllinn sjálfskiptur.
3. Bíðið þar til afturhjólin hætta
að skrika, snúið þá stýringu ró-
lega til baka, þannig að fram-
hjólin vísi beint fram þegar
afturhjólin eru komin í rétt far.
4. Verið viðbúin því að afturhjólin
skriki yfír til hinnar hliðarinnar.
Hér skipta þjálfun og nettar
stýrishreyfíngar mestu máli,
þessi sveifla er venjulega mun
erfiðari við að eiga. Þegar bfllinn
er á leið með að rétta sig úr
upphafssveiflunni, fylgið þá eftir
með stýrinu. En umfram allt,
reynið að snúa aðeins að réttri
stefnu, ef of mikið er snúið,
getur það leitt til að bíllinn held-
ur áfram og sveiflast til hinnar
hliðarinnar og svo koll af kolli.
5. Sleppið kúplingunni og gefíð
rólega í, þannig að hraði hjóla
og vélar nái jafnvægi, aukið
síðan rólega hraðann.
Framendinn skrikar
Framhjólaskrið er einnig hættu-
legt og þar sem það er öllu sjald-
gæfara en afturhjólaskrið, er oft
litið á það sem hættulegra. En ekk-
ert er Ijær sanni. Auðveldara er að
er kúnst sem hægt er að ná valdi á
Á þessari mynd er það framendinn sem skrikar.
Fyrr eða síðar kynnast allir
ökumenn því af eigin raun, að
missa bílinn út á hlið í beygju,
annan hvorn endann eða allan
bílinn. Hér koma nokkrar leið-
beiningar um hvernig rétt er að
bregðast við í slíkum tilvikum.
Hægar — hægar!
Oftast skrikar bfllinn til hliðar
vegna þess einfaldlega, að of hratt
er ekið! Besta ráðið til að hindra
bflinn í þessu varasama athæfí, er
Afturendinn skríður til hliðar í
beygju.