Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 45 Um stofublóm „Vetrarveðráttan“ í stofunum okkar í flestum húsum hér á landi er nægilegur hiti á vetrum. íslensk hús eru að jafnaði sæmilega vel einangruð, víða tvöfaldir gluggar, víðast miðstöðvarkynding eða hitaveita og kappsamlega kynt. Af þessu leiðir að eiginlega er eyðimerkurloftslag í íbúðunum, heitt og þurrt loft streymir út frá ofnunum. Kaktusar, indíánafjöður (einnig nefnd tengdamóðurtunga eða jafnvel tannhvöss tengda- mamma) o.fl. eyðimerkuijurtir eru þama líkt og heima hjá sér og vaxa prýðilega ef um þær er hirt. Öðru máli gegnir um margar blaðþunnar jurtir og skuggablóm, sem upprunalega eiga heima í hlýju, síröku lofti frumskóganna. Þær vanþrífast í þurru og heitu stofuloftinu á vetuma. Ekki næg- ir að rennvökva þær og láta vatn standa á undirskálinni. Nei, síður en svo. Langvarandi vökvun leiðir til þess að moldin verður klessu- blaut og loftlítil, en rætumar þurfa að anda eins og aðrir jurta- hlutar. Ofvökvun getur eyðilagt rætumar og beinlínis kæft jurtim- ar. Hvað er þá hægt að gera til þess að auka loftrakann annað en flytja jurtimar sem lengst burt frá ofnunum? Til vemlegra bóta er að iáta grunn flát en víð um sig með vatni í standa ofan á ofnunum þar sem hægt er að koma því við. Vatnið smá gufar upp og eykur loftrak- ann. Mikið gufar og upp af sjálf- um jurtunum. Gott er að láta bakka t.d. úr plasti (flata og frem- ur grunna) í gluggakistuna, leggja síðan smásteina á botn bakkans og hella vatni á þannig að aðeins toppar steinanna standi upp úr vatninu. Jurtapottamir eru síðan látnir standa ofan á steinun- um þannig að örlítið bil sé á milli þeirra og yfirborðs vatnsins. í heitri stofu gufar þá mikið vatn upp og rakt loftið leikur um. Þá skal minnast á jurtapottana. I seinni tíð em leirpottar og plast- pottar notaðir jöfnum höndum. Hvor tegundin er betri? Það fer eftir ýmsu. Leirpottur er gljúpur, það gufar vatn út um hliðar hans en ekki bara upp úr moldinni efst. Næringarefni moldarinnar leita með vatninu út að hliðum pottsins og stundum í gegnum hann og er það þess vegna að stundum fara að vaxa grænleitir þömngar utan á pottinum. Rætur jurtarinn- ar sækja líka út að hliðum pottsins þar sem næringin verður smám saman mest. Það er augljóslega síður hætta á ofvökvun í leirpotti en í hinum þétta plastpotti. Jurt í plastpotti þarf því að sýna meiri gætni bæði með vökvun og áburð- argjöf. Framræsla þarf að vera í góðu lagi, ekki síst í plastpottum. Ingólfur Davíðsson Til félaga GÍ: Ef einhveijir skyldu eiga ósótta lauka eru þeir beðnir að vitja þeirra á skrifstofunni hið allra bráðasta. Morgunblaðið/Jón Sig. Söfnuðu fé til byggingar íþróttahúss ÞESSAR ungu stúlkur vildu leggja sveitarfélaginu lið i að byggja íþróttahús á Blönduósi. Þær héldu hlutaveltu og söfnuðu 915 krón- um, sem þær afhentu sveitarstjóranum. Stúlkurnar heita Elísabet Svanlaug Ágústsdóttir, Valgerður Hilmarsdóttir og Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Heldur tónleika í Selfosskirkju JÓNAS Ingimundarson píanó- leikari heldur píanótónleika nk. sunnudag, 2. nóvember, i Selfoss- kirkju kl. 17.00. Siðastliðinn vetur var keyptur nýr og vandað- ur flygill í kirkjuna. Á tónleikum ásamt söngvaranum Kristni Sig- mundssyni vígði Jónas hljóð- færið skömmu eftir komu þess. Fyrir stuttu hélt Jónas tónleika á vegum Tónlistarskóla Rangæinga í tilefni 10 ára afmælis skólans þar við góðar undirtektir. Tónleikarnir fóru fram í Félagsheimilinu Hvoli. Á tónleikunum á sunnudaginn mun Jónas leika verk eftir F. Schu- ÞANN 27. janúar 1987 verða 80 ár liðin frá stofnun Kvenrétt- indafélags Islands. I tilefni afmælisins hyggst félagið efna til sýningar á verkum kenna — Konur í list kvenna- í samkomu- sal kvennaheimilisins að Hall- veigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, vikumar í kringum afmælið. KRFÍ óskar eftir þvi við listakon- ur að þær taki þátt í sýningunni og sendi inn myndlistaverk. Oskað bert, „Apassionata“-sónötu Beet- 'hovens, þá tvö verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, bæði samin fyrir Jónas sérstaklega, hið fyrra frá árinu 1971 en síðara verkið frá síðastliðnu ári. Þá er á efnisskránni Sónatínan eftir M. Ravel og loks Etyður eftir F. Liszt. Nk. þriðjudag, 4. nóvember, kl. 17.00 kemur Jónas fram á „skóla- tónleikum" Tónlistarskólans í Keflavík, þar sem hann mun leika fyrir nemendur skólans og gesti og spjalla um verkin, sem leikin verða. Þar verður efnisskráin mjög fjöl- breytt frá Bach til Copland, Chopin til Prokoffieff o.fl. er eftir nýjum, áður ósýndum verk- um, teikningum, málverkum, textfl og grafík. Sýningamefnd skipuð af KRFÍ mun síðan velja úr þeim verkum sem berast. Þær konur sem áhuga hafa á að taka þátt í sýningunni skili inn verk- um sínum á Hallveigarstaði mánudaginn 12. janúar nk. milli kl. 17.00 og 19.00 ásamt upplýsing- um um verkin og sjálfar sig, segir í frétt frá KRFÍ. Jónas Ingimundarson píanóleik- ari. Ólafsvík: Bæjarráð mót- mælir veiðum á hörpudisk EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt einróma í Bæjarráði Ólafsvíkur þann 27. október sl. segir í fréttatilkynningu til Morgunblaðsins frá bæjarráðinu: Bæjarráð Ólafsvíkur vill mót- mæla því eindregið að ómæld veiði á hörpudiski utan kvóta fari fram á hefðbundnum fiskimiðum Ól- afsvíkurbáta. Á sama tíma er Ólafsvíkingum ekki heimil vinnsla eða veiðar á hörpudiski. Vill bæjar- ráð lýsa yflr furðu sinni á slíkri stjómun í sameiginleg auðæfi Breiðaíjarðar og krefst þess af sjáv- arútvegsráðherra að hann endur- skoði afstöðu sína gagnvart vinnslu hörpudisks í Ólafsvík. Vill bæjarráð benda á að það er árvisst að at- vinnuástand sé dauft í Ólafsvík á timabilinu frá september til des- ember. NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Konur í list kvenna _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.