Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
43
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Mig langar mikið til að þú
bendir mér á hvar t.d. hæfi-
leikar mínir liggja, hvaða
þættir geta verið togstreitu-
valdandi og hvemig ástar- og
vináttutilfínningamar liggja.
Ég er fædd 3.01. 1966 kl.
7.45 í Reykjavík. Með fyrir-
fram þökk.“
Svar:
Þú héfur Sól í Steingeit, Tungl
í Nauti, Merkúr og Rísandi í
Bogmanni og Venus og Mars
í Vatnsbera.
Skipulags-
hœfileikar
Sem Steingeit hefur þú skipu-
lags- og stjómunarhæfileika.
Það eru eðlislægir hæfíleikar
en eigi að síður þarft þú að
hlúa að þeim og þroska þá
með þér. Hæfíleika Steingeit-
arinnar má rekja til þess að
hún er jarðarmerki. Það tákn-
ar að hún er skjmsöm og
hagsýn og hefur gott auga
fyrir því hvemig best er að
framkvæma ákveðin verk.
Steingeitin gerir að í gmnn-
eðli þínu ert þú hagsýn og
jarðbundin, vilt öryggi og
áþreifanlegan árangur.
Hugarorka
Þú hefur sterkan Merkúr. Það
táknar að þú hefur hæfileika
á sviðum sem hafa með upp-
lýsingamiðlun og tjáskipti að
gera, t.d. flölmiðlun og
kennslu. Merkúr er einnig
táknrænn fyrir annars konar
miðlun, s.s. verslun og við-
skipti. Annars má segja að
hugsun þín er eirðarlaus, fjöl-
hæf, leitandi og frumleg. Þú
ert hugmyndarík, jákvæð og
bjartsýn í hugsun.
Togstreita
Helsta togstreitan í korti þínu
liggur annars vegar á milli
Steingeitar og Nauts og hins
vegar Bogmanns. Hið fyrr-
nefnda táknar að þú ert
varkár og jarðbundin, ert
metnaðargjöm, vilt öryggi og
langar því til að öðlast góða
stöðu og gott heimili, koma
undir þig fótunum eins og þar
stendur. Þetta krefst vinnu,
þolinmæði og markvissrar
uppbyggingar. Á hinn bóginn
hefur þú í fari þínu óþolin-
móða og eirðarlausa Bog-
mannshlið. Bogmaðurinn
táknar að þig langar til að
kynnast heiminum, vera fíjáls
til að ferðast og víkka sjón-
deildarhring þinn.
Öryggi og
hreyfing
Framantalið getur leitt til tog-
streitu. Svarið við því liggur
( málamiðlun. Þú þarft öryggi
og góða afkomu, en jafnframt
hreyfanleika og íjölbreytni.
Menntun sem gefur kost á
ömggu og fjölbreytilegu starfi
er því æskileg.
Ástin
Ástar- og vináttutilfinningar
þínar, Venus, bera einkenni
frá Vatnsbera. Það táknar að
þú ert félagslynd, en jafn-
framt sjálfstæð. Ástarsam-
band þitt má þvi ekki vera
þvingandi og þess eðlis að það
loki á annað fólk. Maki þinn
verður því að vera ftjálslyndur
og félagslega þroskaður. Ást
fyrir þig er andlegs eðlis, þ.e.
þú laðast að fólki sem hefur
skemmtilegar hugmyndir og
gaman er að ræða við.
Agi og kœruleysi
Að lokum má segja að þú ert
yfírveguð og jarðbundin per-
sóna. Þú ert ftekar alvörugef-
in og þung, sérstaklega að
því leyti að þú ert metnaðar-
gjöm og vilt ná árangri í
lífinu. Hugsun þín og fram-
koma er aftur á móti kraft-
mikil og lifandi. Þú getur því
virst kærulausari en þú í raun
ert.
X-9
P.G. SAMfyKK/K,..
CoRR!GAN.£M ERTU
V/SS OM A£> pv 6£7/R
Oo£/i> AWWtíV/ J
NJOSNAR/
1£R HWN V/7ZA//S/
£//MM££Tí//? ,
FVOG/P- ■ /Í4RNM.7
GRETTIR
—> : 7"T3^= — tT-v 7 "«—7
UÓSKA
; Jllll" l_ i ... —7=
kökor.
uinu 7 — -
1 \ HiU n
SMAFOLK
mere's the worlp fAmous
ATTORNEV ON 1415 WAY
TO A 516 TRIAL...
170 VOU THINK
TELEVI5ION CAMERAS
SHOULP BE ALLOLUEP
IN THE COURTRÖOM?
Hér er lögfræðingurinn Afsakið, herra
heimsfrægi á leið til
merkilegra réttarhalda
Finnst yður að leyfa ætti Bara ef ég fengi tíma til
sjónvarpsmyndavélar í að greiða mér!
réttarsölum?
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Hættur voru hagstæðar, og
austur vildi koma litunum sínum
að til að skapa möguleika á fóm
yfir geimi andstæðinganna. En
sagngleðin varð honum að falli
í þetta sinn:
Norður gefur; NS á hættu.
Vestur Norður ♦ K754 ♦ 93 ♦ Á8765 ♦ ÁD Austur
♦ D83 ♦ 10
VG852 II ♦ ÁK764
♦ D103 ♦ G2
♦ 964 ♦ G10753
Suður ♦ ÁG962 ♦ DIO ♦ K94 ♦ K82
Vestur Norður Austur Suður
— 1 tígull 1 hjarta 1 spaði
Pass 2spaðar 31auf 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur spilaði út hjarta og
austur tók þar tvo slagi og skipti
yfir í lauf.
Sagnhafí gerði sér grein fyrir
því að hann kæmist varla hjá
því að gefa slag á tígul, og þvi
réðust örlög samningsins af því
hvemig til tækist í trompinu.
Sagnir austurs bentu til að hann
ætti að minnsta kosti 10 spil í
hjarta og laufí, svo ekki gat
hann átt meira en þijú í spaða
og tígli.
Til að afla frekari upplýsinga
um skiptinguna tók sagnhafi
tígulás og spilaði meiri tígli á
kónginn. Þegar austur fylgdi
tvisvar lit lá nokkuð ljóst fyrir
að hann gæti aðeins átt einn
spaða. Sagnhafí tók því tromp-
ásinn, giaddist í hjarta sínu
þegar tían datt I, og svinaði svo
fyrir drottningu vesturs.
Það má með réttu segja að
upplýsingaöflun suðurs hafi ekki
verið með öllu áhættulaus. Því
vissulega gat austur verið með
eyðu f tígii. Hins vegar hefði
einspil í tigli ekki sakað sagn-
hafa, því ef austur trompar
seinni tígulinn gerir hann ekki
annað en taka öruggan tígulslag
af makker.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á ungverska kvennameistara-
mótinu í ár kom þessi staða upp
í skák þeirra Csonkics, sem
hafði hvítt og átti leik, og
Porubszky.
17. Rd4! — Re5 (Riddarinn var
friðhelgur vegna hótunarinnar
18. Dg4+ og mát í næsta leik)
18. Rc6! og svartur gafst upp,
því hann tapar a.m.k. manni.