Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 4
;MÓRGÚMÍÁMb,'lAUGARÖÁGÚRÓ/NÖVEM&EK '1386
*4
Sauðárkrókur:
Fagna
framboði
Vilhjálms
Egilssonar
Á AÐALFUNDI Sjálfstæðisfé-
lags Sauðárkróks sem haldinn
var sl. fimmtudagskvöld var m.a.
rætt um framboðsmál vegna Al-
þingiskosninganna á næsta ári.
Af því tilefni var eftirfarandi
tillaga samþykkt með atkvæðum
allra fundarmanna:
„Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Sauðárkróks, haldinn 30. október
1986, fagnar því að Vilhjálmur
Egilsson, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna, skuli gefa
kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn hér á Norðurlandi vestra.
Felur fundurinn fulltrúum félagsins
á kjördæmisþingi að vinna að fram-
boði hans.“
Á fundinum var Knútur Aadneg-
ard endurkjörinn formaður félags-
ins og aðrir í stjóm eru: Bima
Guðjónsdóttir, Erling Öm Péturs-
son, Páll Ragnarsson og Þorgeir
Ingi Njálsson.
Kári
--v ■ ',-■■
FT rt
Samningurinn handsalaður. Utanríkisráðherra, Matthias Á. Mathiesen tekur í hönd sendiherra Bandaríkjanna, Nicholas Ruwe. Aðrir á
myndinni eru frá vinstri: Kristinn Árnason, Sigríður Snævarr, Hreinn Loftsson, Ólafur Egilsson, Ingvi S. Ingvarsson, Hugh Ivory, James
K. Connell, James Ledesma, Willam Campbell og Pétur Snæland.
/EÐURHORFUR í DAG:
VFIRLIT á hádegi í gær: Yfir vestanverðu landinu er hæðarhrygg-
ur sem þokast austur. Um 500 km suður af Hvarfi er 995 millibara
vaxandi lægð á hreyfingu norðnorðaustur. Austur við Noreg er
önnur lægð, víöáttumikil 980 millibara djúp, á leið norðaustur.
SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt um mest allt land, rigning eða
súld um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustarHands.
Hiti á bilinu 0 fil 5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
• SUNNUDAGUR: Sunnan strekkingur verður ríkjandi og fremur hlýtt
í veöri. Rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið en þurrt
að mestu á norðausturlandi.
MÁNUDAGUR: Vestlæg átt með skúrum eða slydduóljum vestan-
lands og á annesjum norðanlands en bjart veður á suðaustur- og
austurlandi. Hiti verður í kring um frostmark.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Útk Skýiað
Alskýjað
s. Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
■J0' Hftastig:
10 gráður á Celsíus
y Skúrir
V
= Þoka
— Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
|~^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.001 gær að ísl. tíma
Akureyri tllti 0 veður skýjað
Reykjsvflc 0 féttskýjað
Bergen 8 skúr
Helsinki 6 alskýjað
Jan Mayen -2 nnjóél
Kaupmannah. 10 skýjað
Narssarssuaq -2 snjókoma
Nuuk -1 snjókoma
Osló 7 skýjað
Stokkhólmur 6 rigning
Þórshöfn 4 rigning
AJgarve 21 skýjað
Amsterdam 11 skýjað
Apena 18 skýjað
Barcelona 17 lóttskýjað
Berlfn 9 skýjað
Chicago 7 iéttskýjað
Glasgow 9 skýjað
Feneyjar 15 heiðskfrt
Frankfurt 7 alskýjað
Hamborg 10 alskýjað
Las Palmas 23 léttskýjað
London 12 skýjað
Los Angeles 15 þokumóða
Lúxemborg 7 súid
Madrfd 15 léttskýjað
Malaga 22 hálfskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Miami 26 léttskýjað
Montreal -4 léttskýjað
Nice 20 léttskýjað
NewYork 3 léttskýjað
París 12 súld
Vfn 12 skýjað
Washington Winnipeg 1 vantar skruggur
Samningur um flutninga til varnar-
liðsins fullgildur:
„Góður undirbún-
ingur hraðaði
samkomulagi**
- sögðu utanríkisráðherra, Matthias Á. Mathiesen,
og sendiherra Bandaríkjanna, Nicholas Ruwe
„ÉG er saimfærður um að þessi samningur mun styrkja hin góðu
samskipti andanna tveggja c»g treysta þau bönd sem tengja okkur
í Atlantshafsbandalaginu. Eg þakka þeim sem sátu í samninganefnd-
um iandanna Éveggja. Mér er sönn ánægja að lýsa því að þessi
samningur er nú kominn 3 höfn,“ sagði Matthías A. Mathiesen, ut-
anríkisráðherra, þegar hann ckiptist á fullgildingarskjölum við
sendiherra Bandaríkjanna, Nicholas Ruwe, og staðfesti þar með
samning andanna nm flutninga á sjó til hersins á Keflavíkurflug-
velli. Nicholas Ruwe íók undir orð Matthíasar og vitnaði til orða
George Shulz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, nm að samningur-
inn markaði upphaf nýs skeiðs í samskiptum fslands og 3anda-
ríkjanna.
Eftir afhendingu skjalanna
spurði blaðamaður Morgunblaðsins
Ruwe að því hvað hann teldi öðru
fremur hafa stuðlað að því að samn-
ingar tókust. „Það var unnið vel
og lengi að samkomulaginu á báð-
um hliðum, sem auðveldaði mjög
gerð samkomulagsins og lu-aða af-
greiðslu j>ess í öldungadeildinni,"
sagði Ruwe. „Gerð þessa samnings
var fyllilega ? anda þeirrar hrein-
skilni og skynsemi sem einkennir
samskipti landanna tveggja."
Matthías sagði að málið hefði
verið ákaflega vel unnið, af beggja
hálfu, og þegar samningurinn lá á
borðinu hefði málið gengið hratt
og vel fyrir sig. „Ég var aldrei í
vafa um að öldungadeild Banda-
ínkjaþings og Alþingi myndu
samþykkja samninginn. Það var
raunar alveg Ijóst að forsetinn hafði
kynnt samninginn það vel í öld-
ungadeildinni að hann hlyti öruggt
samþykki." Hann svaraði spumingu
um það hvort óvæntur íundur leið-
toga stórveldanna hér á landi hafi
flýtt fyrir samningnum neitandi.
„Þegar samkomulagið lá fyrir \nssi
enginn að Reagan og Gorbachev
myndu funda hér á íandi. Leið-
togafundurinn skipti því engu um
framvindu málsins."
Sjá í miðopnu: „Enginn samn-
ingur hefur hlotið jafn skjóta
afgreiðslu þingsins."
Utsýn hf. gerir
samning við IBM
IBM Area North hefur gert
samning við Ferðaskrifstofuna
Útsýn hf. um 2.000 manna ráð-
stefnu. Verður hún haldin í
byijun maí á næsta ári og stend-
ur í vikutíma. Hópurinn kemur
í tvennu iagi með leiguflugi og
sér Útsýn hf. um allan undirbún-
ing og skipulagningu hérlendis í
samstarfi við fjölda aðila. Auk
fundarhalda verða skoðunar-
ferðir í Reykjavík og nágrenni,
farið á hestbak og margvíslegt
fræðslu- og skemmtiefni flutt
bæði af innlendum og erlendum
aðilum.
Þessar upplýsingar fengust hjá
Ólafi Emi Haraldssyni fram-
kvæmdastjóra innanlandsdéildar
Útsýnar hf. og kvað hann þetta
m.a. vera árangur velheppnaðrar
heimsóknar IBM Þýzkalands síðast-
liðið sumar. „IBM er kröfuharður
viðskiptavinur. Aðilar í ferðaþjón-
ustu hérlendis hafa veitt slíkum
aðilum góða þjónustu og finnum
við það strax í auknum viðskiptum
erlendra hópa“, sagði Ólafur hjá
Útsýn.