Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 22
22 ■MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Háskólinn IV Stærsta og fjöl- breyttasta rannsókna- stofnun landsins eftir Þórð Kristinsson Þess var fyrr getið að á vegum deilda háskólans eða í tengslum við hann eru um 30 rannsókna- stofnanir og serstakar rannsókna- stofur. Við sumar þessara rannsóknastofnana starfa kenn- arar og stúdentar, en aðrar hafa sérstakt starfslið sem einungis sinnir rannsóknum; þess utan eru rannsóknir nær helmingur af vinnuskyldu sérhvers fastráðins kennara við skólann. Verkefnin sem fengist er við eru flölþættari en svo að upp verði talin í fáeinum línum, auk þess sem rannsóknir eru þess eðlis að þær taka ekki enda. Rannsóknum við háskólann má skipta í tvennt; annars vegar grunnrannsóknir á hinum ýmsu fræðslusviðum, sem ekki verða mældar í ílátum, eins og Bjöm M. Ólsen orðaði það, en þær bein- ast að því almennt að auka þekkinguna og dýpka; þar er sannleikans leitað sannleikans vegna. Gróska slíkra rannsókna er einmitt höfuðeinkenni góðra háskóla og það fjöregg sem ræður því að þeir kallast með réttu há- skólar. Hins vegar eru svokallaðar þjónusturannsóknir þar sem fyrir- liggjandi þekkingu — sem aflað hefur verið með gmnnrannsókn- um — er beitt til þess að afla nýrrar þekkingar í hagnýtum og ákveðnum tilgangi; umfangþeirra er orðið mikið og sumt sjálfsagt orðið nokkuð fjarlægt því sem einkennir eiginlegar vísindalegar rannsóknir. En hvað varðar rannsóknimar sérstaklega, í bókmenntum, sögu, jarðfræði, líffræði, svo eitthvað sé nefnt, þá er ljóst að sú stað- reynd að Háskóli Islands er eina stofnun sinnar tegundar með þjóð, sem er sjálfstæð og sjálfráð um mál og menningu — og af þeim sökum um stjóm — gerir honum skylt að sinna mun fjölþættari rannsóknum en tíðkast í háskólum af svipaðri stærð og með stærri þjóðum þar sem eru fleiri en einn háskóli. Þessi skylda ræðst af því að vissar rannsóknir, t.d. á eðli og lífríki lands og sjávar og menn- ingarverðmætum hvers konar eru nauðsynlegar hvort sem þjóð er stór eða smá. Þær eru nauðsyn- legar til viðhalds og varðveislu andlegu sjálfstæði og sjálfræði. Háskóli íslands verður ekki borinn saman við erlenda skóla af svipaðri stærð hvað snertir gögn og gæði til rannsókna sakir þess að skyldur hans við land og þjóð em mun fjölþættari en þeirra; aðrar þjóðir stærri eiga marga háskóla og stofnanir sem hafa hver um sig tök á að einbeita sér að færri fræðslusviðum. Og því má bæta við að víða erlendis fara bæði grunnrannsóknir og þjón- usturannsóknir ekki einungis fram við háskólana og eru kostað- ar af þeim, heldur reka stórfyrir- tæki sínar eigin rannsóknastofur og em hagnýtar rannsóknir fyrir- tækja orðnar mun fyrirferðar- meiri en slíkar rannsóknir í háskólum, enda varla hlutverk háskóla að einbeita kröftum sínum að þess konar rannsókna- starfi; gildi hagnýtra rannsókna við háskóla fer því þverrandi. Á íslandi er rannsóknastarfsemi fyr- irtækja nánast engin, sem á sér ósköp eðlilega skýringu í smæð samfélagsins og þeirra fyrirtækja sem hér em. Þessi sérstaða Háskóla íslands gerir það að verkum að hlutfall rannsókna í heildarstarfinu verður að vera mun hæira en víðast við erlenda háskóla. Á það hefur hins vegar skort alla tíð frá stofnun skólans og ræðst e.t.v. einkum af því að í gegnum tíðina hefur skólinn mótast nokkuð af uppmna sínum sem skóli fyrir embættis- menn og fyrir sérmenntað starfs- lið atvinnulífs. Því hefur vinna háskólastarfsmanna fyrst og fremst beinst að kennslu, enda þótt rannsóknir hafí ávallt gegnt þar veigamiklu hlutverki af þeirri einföldu ástæðu að háskóla- kennsla getur ekki án rannsókna verið. En tímaskortur og bágborin aðstaða til rannsókna hefur verið fjötur um fót auk þess sem fáir fræðimenn em starfandi á flestum sviðum, þannig að ekki gefst kost- ur á að margir sinni sömu eða skyldum verkefnum, nema þá helst í jarðfræði, jarðeðlisfræði og í norrænum fræðum. Vel kann að vera að helsti vandi ýmissa gmnnrannsókna við háskólann sé einmitt mannfæðin sem ræðst af smæð samfélagsins og sú hætta sem felst í því að kröftum er dreift of víða. Þetta hlutskipti okkar gerir það að verkum að yfírgnæfandi hluti rannsókna- starfsins verður vísast ávallt að vinna úr og miðla erlendum rann- sóknaniðurstöðum þótt vissar gmnnrannsóknir, einkum á sviði menningar og tungu og e.t.v. í fáeinum öðmm fræðum, verði fyrst og fremst stundaðar hér. Nýlega setti háskólinn á fót þjónustumiðstöð, Rannsóknaþjón- ustu háskólans, en henni er einkum ætlað að sinna tvíþættu hlutverki; annars vegar að kynna rannsóknastarfsemi og sérfræði- þekkingu starfsmanna skólans og greiða fyrir rannsóknum kennara og sérfræðinga í þágu atvinnulífs og hins vegar að veita alhliða skrifstofuaðstoð við rannsóknir, aðstoð við gerð rannsóknasamn- inga o.þ.h. Auk kynningar á rannsóknum í háskólanum er með þessu í senn leitast við að efla rannsóknastarfsemina og þá þjón- ustu í þeim efnum sem skólinn veitir og getur veitt aðiljum utan veggja sinna. Háskólinn er stærsta og fjölbreyttasta rann- sóknastofnun landsins, en vitn- eskja um yfírgrip starfseminnar hefur ekki verið aðgengileg á ein- um stað fyrr en nú í haust, að vísindanefnd háskólaráðs gaf út 370 síðna bók, Rannsóknir við Háskóla íslands 1985—86; er þar að fínna yfírlit yfír alla rann- sóknastarfsemi skólans, sem gerir fólki kleift að átta sig á hvað fram fer í rannsóknum við skólann, og ætti að auðvelda aðiljum utan hans að leita samstarfs og ráð- gjafar. En þótt hlúa beri að rannsókn- um er hitt jafn ljóst að með ári hveiju sækja sífellt fleiri í há- skólanám; t.a.m. var árleg meðalfjölgun stúdenta við háskól- ann frá 1969—1984 um 7,5%, nýinnritana um 10% og braut- skráðra um 8,5%. Þessi aukning er vegna þess að tala nýstúdenta í hlutfalli við 20 ára aldursárgang- inn hefur vaxið úr 11,5% árið 1969 í 32% árið 1984. Því verður framvegis að leggja mikla rækt við kennsluna, e.t.v. einkum sakir þess að sérhæfíngin og sérgrein- ingin sem nú er í háskólanáminu hentar ekki öllum sem þangað sækja. Morgunblaðið/SUS Kvennasveit JC Selfoss hlýðir á ræðumann frá Eskifirði. Hólmfriður Kjartansdóttir situr í miðjunni en hún bar höfuð og herðar yfír aðra ræðumenn. Mælskukeppni JC: Selfyssingar unnu á Eskifirði MÆLSKUKEPPNIR verða sífellt vinsælli og nú stendur yfir und- ankeppni í ræðumennsku hjá JC félögunum, en keppni þessari lýkur með því að tvö félög mæt- ast á landsfundinum. Fyrir nokkru voru slík mót í ræðumennsku og mælsku haldin á Austurlandi og þá kepptu meðal annars JC sveit frá Eskifírði gegn JC Selfoss og urðu úrslit þau að konumar frá Selfossi unnu stóran sigur. Eskfírðingar lögðu til að allir karlmenn yrðu sendir á hússtjóm- amámskeið en Selfyssingar vom því mótfallnir. Mikil tilþrif sáust hjá mælsku- snillingunum en þó bar Hólmfríður Kjartansdóttir úr sveit Selfoss af öðmm ræðumönnum og átti hún ekki minnstan þátt í sigri sveitar- innar. Reyðfírðingar töpuðu naumlega fyrir sveit JC í Árbænum og var það mjög jöfn og skemmtileg keppni. Morgunblaðið/SUS Magnús Sigurðsson frá JC Eskifirði sagðist hafa haft gott af því að fara á hússtjórnarnámskeið og það hefði nýst sér vel í sínu pipar- sveinalífi. Fundarstjóri og tímaverðir fylgjast með. Rogaland er land andstæðna -segir Pelle Nilssen, ferðamála- stjóri Rogaland-fy lkis í Noregi PELLE Nilssen, ferðamálastjóri Rogaland-fylkis i Noregi er staddur hér á landi og kynnir islenskum ferðaskrifstofum möguleika þá er hann telur þetta fylki í suð-vestur Noregi bjóða ferðamönnum upp á. Hann var inntur eftir því hvað hann teldi íslendinga, sem fara mikið til sólarlanda, hafa til Noregs að sækja. „Eg geri mér grein fyrir því að það er ekki stór markaður á Islandi fyrir ferðir til Noregs, en markaður- inn er hins vegar mjög góður", sagði Pelle. „íslendingar hafa ferðast mikið og víða og ég tel að Roga- land-fylki geti boðið vönum ferða- mönnum upp á eitthvað nýtt. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að þama sé alltaf sól og blíða, enda er tilboð okkar til ferðamanna byggt á öðru. Að sjálfsögðu fara ferðamenn, sem eingöngu eru að sækjast eftir steikjandi sól iengra suður á bóginn. En ef menn vilja njota annars sem lífíð býður upp á þá er Rogaland tilvalið. Náttúrufeg- urðin er einstök og ijölbreytni hennar óvíða meiri en í suðvestur Noregi. Þama em djúpir og fagrir fírðir, en einnig gott ræktunarland, sléttar sandstrendur og fallegur skeijagarður úti fyrir. Ef náttúm- fegurðin ein nægir ekki til að heilla fólk þá ætti næturlífíð að gera það, því á síðustu ámm hefur orðið mik- il bylting í skemmtanalífínu í Stavanger, sem er stærsta borgin á þessu svæði." Um 20 kílómetra fyrir utan Sta- vanger var í vor opnaður stór skemmtigarður, Kongeparken. „Þessi skemmtigarður er sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu og þama ætti fjölskyldufólk ekki að láta sér leiðast," segir Pelle Nilssen. „í miðj- um garðinum er 80 metra langt líkan af Gúlíver þar sem hann ligg- ur á jörðinni, njörvaður niður í Putalandi. Innan í Gullíver er leik- svæði fyrir bömin. Þá er sérstök braut fyrir keppni á BMX-hjólum, hestaleiga og löng sleðabraut sem liggur í hlykkjum niður alla fjalls- hlíðina. Ökuskóli fyrir bömin er þama einnig og þau læra að aka litlum bílum um götur þar sem er að fínna nákvæmar eftirlíkingar af frægum byggingum. Þá hefur verið reist kúrekaþorp, sem er alveg eins og slík þorp vom í villta vestrinu. Loks má nefna stærsta fuglabúr í heimi, útileikhúsið þar sem 3500 áhorfendur rúmast í sæti og litlu bátana, sem fólk getur stýrt sjálft um stóra tjöm." Pelle Nilssen sagði að áður fyrr hefði verið mikið um ferðamenn frá Englandi á þessum slóðum. „Þegar olíuævintýri Norðmanna hófst var hætt að leggja áherslu á ferða- mannaþjónustu því tekjur af henni urðu óþarfar. Ferðamenn álitu einn- ig að olíunni fylgdi mengun, en það er alls ekki rétt. Á þessu svæði er unnið við byggingar á olíuborpöllum og öðru slíku sem olíunni tengist, en það er engin vinnsla á olíunni sjálfri þama og því engin mengun. Morgunblaðið/Einar Falur Pelle Nilssen, ferðamálastjóri Rogaland-fylkis í suðvestur Nor- egi. Olíutekjumar hafa hins vegar vald- ið því að mikil uppbygging hefur orðið og hótel og skemmtistaðir spretta nú upp. Mikil áhersla er lögð á að vemda gömul hús og verslunarhverfíð í Stavanger er mjög fallegt. Við rejmum að ýta undir okkar eigin menningu og rækta það jákvæða og það sem er öðmvísi en annars staðar. Ferða- menn koma til Noregs til að kynnast því sem er norskt, alveg eins og þeir sem fara til Japan vilja kynn- ast japanskri menningu," sagði hann. Pelle kvaðst þess fullviss að ís- lendingum myndi líða vel í Roga- land fylki, því böndin milli íslensku og norsku þjóðarinnar væm sterk og íslendingum tekið vel. „Og svo er alltaf hægt að renna fyrir lax, því veiðileyfín em miklu ódýrari en hér, það kostar um 250-750 íslen- skar krónur á sólarhring að veiða."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.