Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
Skólalundur í Undirhlíðum.
Núverandi stjórn félagsins, talið frá vinstri: Svanur Pálsson, ritari, Pétur Sigurðsson, meðstjórn-
andi, Hólmfríður Finnbogadóttir, gjaldkeri, Ólafur Vilhjálmsson, formaður, Jóhann Guðbjartsson og
Viðar Þórðarson, meðstjórnendur, og Bjöm Árnason, varaformaður.
margir til að áma því heilla, t.d.
fulltrúar skógræktarfélaganna í
nágrannabyggðunum, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
íslands, fulltrúi bæjarstjómar
Garðabæjar og bæjarstjórinn í
Hafnarfirði, Guðmundur Ami Stef-
ánsson, sem afhenti félaginu
peningagjöf. Þá fluttu einnig ræður
þeir Hákon Bjamason, fyrmrn
skógræktarstjóri, og Sigurður
Blöndal, núverandi skógræktar-
stjóri, en báðir hafa þeir komið
mikið við sögu skógræktarstarfsins
í Hafnarfírði og Garðabæ.
eftírBjörn
Jóhannesson
I
Á sl. 5—6 árum hefur átt sér
stað nokkur umræða um áhrif út-
hafsveiða Færeyinga og Grænlend-
inga á laxagengd til íslands og
sýnist sitt hverjum eins og gengur.
•Eg hef í íslenskum og erlendum
tímaritum vakið athygli á „reikn-
ingsaðferð", sem metur tölulega
áhrif umræddra veiða á heildar-
laxagengd til helstu laxalandanna
við norðanvert Atlantshaf (Kanada,
Noregs, vesturstrandar Svíþjóðar,
Skotlands, Englands, írlands og
íslands). Aðferðin er fábrotin og
rökrétt, enda hef ég ekki orðið þess
var, að grundvallaratriði hennar
hafí verið vefengd. Hins vegar
skortir talsvert á að þær tölulegu
forsendur sem byggt er á séu nægi-
lega traustar.
Nú, þegar laxveiði hér við land
hefur glæðst mjög mikið frá því á
árunum 1984 og þar á undan, heyr-
ast um það raddir að úthafsveiðam-
ar, og þá einkum Færeyjaveiðamar,
hafí bersýnilega sáralítil ef nokkur
áhrif. Slíkt mun fjarri sanni, þó að
áhrifa þeirra gæti nú miklu minna
en á tímabilinu 1981—84. Til þess
að skýra þetta mál nánar, tel ég
ómaksins vert að greina með ein-
földum hætti frá minni tölfræðilegu
aðferð. Neðangreint mat tekur til
áhrifa úthafsveiða á laxagöngur
súmranna 1981 og 1986.
Færeyjaveiðamar em stundaðar
frá október til júní næsta árs. Not-
uð er flotlína, en á hann festast
laxar af öllum stærðum. Grænland-
sveiðamar em stundaðar frá því
síðsumars (seint í ágúst) og þar til
veiðikvóta er náð. Notuð em net,
það stórriðin, að aðeins laxar á
öðm ári ánetjast, þ.e. laxar sem
teldust „vænir“, fengju þeir frið til
að vaxa og snúa á heimaslóðir
næsta sumar.
Smalaskáli Jóns Magri-
ússonar
Hákon sagði frá fyrstu ámm
skógræktar í Hafnarfírði, frá Hell-
isgerði, sem á sínum tíma hefði
verið fyrirmynd allra ræktunar-
manna, og hann minntist á, að
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
hefði ávallt haft á að skipa einstök-
um hugsjóna- og baráttumönnum.
Sigurður sagði m.a. í máli sínu, að
skilyrði til skógræktar væm óvíða
erfíðari en í nágrenni Hafnarfjarðar
og Garðabæjar þar sem skiptust á
II
Forsendur er taka til sumars-
ins 1981.
1) Árlegur veiðikvóti Færeyinga
var þá 1200 tonn; árlegur veiðik-
vóti Grænlendinga var þá 1200
tonn.
Að mati Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins svara 1200 tonn úthaf-
sveiða til um 1800 tonna
laxagengdar til heimalandanna,
hefðu hinir úthafsveiddu fískar
fengið að halda lífi, að ná eðlilegum
þroska og snúa síðan á heimaslóðir.
2) Sumarveiði Kanada er áætluð
2000 tonn; sumarveiði Noregs og
V-Svíþjóðar er áætluð 200 tonn;
Skotlands, Englands og írlands er
áætluð 1600 tonn og íslands er
áætluð 200 tonn.
3) Meðalvigt á laxi veiddum á
heimaslóðum er áætluð 4 kg.
4) Meðalveiðiálag fyrir umrædd
Evrópulönd og Kanada er áætlað
75%. (Veiðiálag fyrir tiltekið land
er sá hundraðshluti sem veiðist af
þeim laxi sem á sumrinu gengur
að landinu (laxagengd).)
5) Um 50% af laxi veiddum við
Grænland em talin af kanadískum
uppmna en um 505 af evrópskum
uppmna, sk'v. hreistursákvörðunum
um árabil.
6) Kanadalax gengur ekki á
Norðaustur-Atlantshaf.
Hefði engin úthafsveiði orðið á
tímabilinu frá ágúst 1980 til júní
1981, myndi skv. framangreindum
forsendum laxagengd á sumrinu
1981 hafa aukist um 53% til Evr-
ópulanda en 34% til Kanada.
í sambandi við framangreinda
útreikninga má geta þess, að lax-
veiðinefnd Alþjóðahafrannsóknar-
áðsins ákvað á fundi sínum í London
í október 1985, að sérstakt um-
ræðuefni hennar á fundi 1986
skyldi verða afnot aflaskýrslna sem
grundvallar fyrir kannanir á stofn-
stærð og nýtingu Atlantshafslaxins.
Kannski hefur höfundur þessarar
ályktunar rekist á grein mína um
blásnir melar og hijóstmg hraun.
Mikið starf biði því ræktunarmann-
anna en til marks um það hvað
hægt væri að gera væri Smalaskáli
Jón Magnússonar í Skuld í holtinu
fyrir ofan Sléttuhlíð. Upp af örfoka
landi væri þar risinn gróskumikill
skógur, sem sýndi hvaða framtíð
gæti beðið holtanna í kring.
„...skuldum landinu
fósturlaunin“
Eins og fyrr segir var Jón Magn-
ússon í Skuld gerður að fyrsta
þetta efni í bresku tímariti frá okt-
óber 1984?
Forsendur framangreinds út-
reiknings em ágiskanakenndar og
því em tölumar um minnkun laxa-
gengdar vegna úthafsveiða ekki
nægilega áreiðanlegar. Er þörf úr-
bóta í þessu sambandi. Þó þykir
mér sennilegt að þessar tölur sýni
nokkum veginn rétta stærðargr-
áðu, séu jafnvel sumpart fremur
vanreiknaðar en ofreiknaðar. T.d.
tel ég líklegt að meðal-veiðiálag
fyrir laxalöndin við norðanvert Atl-
antshaf muni nær því að vera 85%
en 75%. Raunar er slíkt veiðiálag
miklu lægra á íslandi en í hinum
laxalöndunum við Atlantshafíð.
Reikni maður með 85% veiðiálagi í
stað 75%, breytast framangreindar
tölur varðandi laxagengd þannig: í
stað 53% kæmu 60% og í stað 34%
kæmu 38%.
III
Forsendur er taka til sumars-
ins 1986.
1) Veiðikvóti Færeyinga 650
tonn; Grænlendinga 850 tonn.
Þessar tölur svara til 975 og
1275 tonna laxagengdar til heima-
landanna.
2) Áætlaðar veiðitölur laxaland-
anna em þær sömu og í kafla II.
3), 4), 5) og 6): Forsendur þær
sömu og um getur í kafla II. Hefði
engin úthafsveiði orðið á tímabilinu
frá ágúst 1985 til júní 1986, myndi
skv. framangreindum forsendum
laxagengd á sumrinu 1986 hafa
aukist um: 32% til Evrópulanda
en 24% til Kanada.
Reikni maður með 85% veiðiálagi
í stað 75%, breytast framangreindar
tölur þannig: í stað 32% kæmu
36%, og í stað 24% kæmu 27%.
IV
Vekja má athygli á eftirfarandi
í sambandi við úthafsveiðar á laxi:
Færeyjaveiðamar em nýjar af
nálinni og hófust ekki að marki
heiðursfélaga skógræktarfélagsins
og þakkaði hann fyrir sig með ræðu.
Jón, sem kominn er á níræðisaldur,
kom víða við í máli sínu. Minntist
hann á ánfðsluna, sem landið hefði
af illri nauðsyn verið beitt um alda-
raðir, hvemig skógurinn hefði verið
höggvinn til kolagerðar og beittur
miskunnarlaust uns svo var komið,
að bældar kjarrleifar vom einar
eftir á stöku stað. Hafði Jón ljóð-
perlur þjóðskáldanna á hraðbergi
og sagði, að við skulduðum landinu
fósturlaunin. Sjálfur kvaðst hann
brátt vera kominn á brautarenda
Björn Jóhannesson
fyrr en árið 1978. Skv. færeyskum
skýrslum hefur veiðin verið:
1978— 79 tæp 200 tonn
1979— 80 rúm 700 tonn
1980— 81 1200 tonn (skv. kvóta)
1981— 82 750 tonn (skv. kvóta)
1986—86 650 tonn (skv. kvóta)
Grænlandsveiðamar eiga sér
miklu lengri sögu: Við Grænland
vom veidd árið
1971 2700tonn
1975 2000tonn
1982 1200 tonn (skv. kvóta)
1985 850 tonn (skv. kvóta)
Þannig hafa laxalönd Evrópu og
Kanada „lifað við“ stórfellda Græn-
landsveiði talsvert á annan áratug,
og lengst af var aflamagnið án sam-
þykkts alþjóðakvóta og því ftjálst.
Hefur þetta verið mikil blóðtaka
fyrir laxalöndin, en Grænlandsveið-
in 1971 mun hafa svarað til um
75% af samanlagðri laxveiði
Kanada og Noregs í dag.
Eftir vertíðina 1980—81, þegar
Færeyingar höfðu náð góðum tök-
um á veiðitækninni, töldu þeir svo
mikið af laxi í sjónum, að skaðlaust
myndi að auka veiðikvótann í 1800
tonn. En fulltrúar Efnahagsbanda-
lagsins vom á öðm máli og mun
það að þeirra kröfu sem laxveiðik-
vótinn hefur nú verið minnkaður í
um 650 tonn.
Aðrar þjóðir hafa aldrei haft eft-
irlit með laxveiðum Færeyinga og
lítið um þær birt á opinberum vett-
vangi. Hafa Færeyingar, a.m.k. á
stundum, bannað aðgang að laxa-
en sér hefði ávallt fundist sem hon-
um bæri skylda til að reyna að skila
landinu betra í hendur komandi
kynslóða. Var ræða Jóns ein sam-
felld herhvöt og eftirminnileg öllum,
sem á hlýddu.
Þessa má að lokum geta, að í
Skógræktarfélagi Hafnaifyarðar og
Garðabæjar em nú á fjórða hundrað
félaga og hefur þeim íjölgað um
100 frá áramótum. Sýnir það best
þann sóknarhug, sem nú ríkir með-
al ræktunarmanna í bæjarfélögun-
um báðum.
svs
geymslum sínum. Því er ástæða til
að ætla að þeir hafi fískað meira
eða minna umfram kvota, þegar
þeir töldu „gnægð" laxa vera í haf-
inu. Uns það kom fram í fjölmiðlum
að á vertíðinni 1984—85 hefði veiði
verið treg, jafnvel ekki veiðst upp
í kvóta sumra bátanna. Var megin-
skýringin sú að á þessari vertíð,
þegar sjór á Noregshafí var að mun
hlýrri en á undangengnum ámm,
hefði lax gengið norðar og utan
veiðilögsögu eyjanna (200 mílum).
Samkvæmt Hafréttarsáttmálanum
er laxveiði aðeins heimil innan lög-
sögu viðkomandi landa en ekki á
alþjóðasvæðum þar fyrir utan. Ekki
hef ég frétt hvernig Færeyjaveið-
amar gengu á vertíðinni 1985—86,
en víst væri það akkur fyrir laxal-
önd Evrópu og Kanada ef laxinn
héldi sig sem mest utan veiðilög-
sögu eyjanna.
Þá ber að undirstrika, að fyrr-
nefndar tölur um neikvæð áhrif
úthafsveiðanna á göngur til laxa-
landanna við norðanvert Atlantshaf
em meðaltölur, sameiginlegar fyr-
ir öll löndin. Má segja, að það sé
bæði fræðilega og tæknilega útilok-
að að ákvarða eða meta tölulega
framlög einstakra landa til úthaf-
sveiðanna. Em seiðamerkingar í
þessu skyni bersýnilega gagns-
lausar og raunar neikvæðar með
því þær beina athygli að fánýtum
og heimskulegum vinnubrögðum.
En þar fyrir er það eðlilegt og
næsta víst að áhrifa úthafsveiðanna
gætir mismikið í hinum ýmsu laxal-
öndum og á landsvæðum innan
einstakra landa. Þannig er það
líklegt, að áhrifa Færeyjaveiðanna
gæti sérstaklega í laxagengd á A-
og NA-landi, sem segja má að liggi
við bæjardyr laxveiðisvæða Færey-
inga. Enda styðja veiðiskýrslur slíka
tilgátu. Veiðihmn lax í ám árin
1981—84 var miklu meira á A- og
NA-landi en í öðmm landshlutum.
Veiðin jókst svo skyndilega sumarið
1985, en í 12 laxám á þessu svæði
varð hún þá að meðaltali meira en
fímmföld frá því árið á undan. Þetta
gerðist í kjölfar umræddrar afla-
tregðu á Færeyjamiðum. En nei-
kvæð áhrif Færeyjaveiðanna á
laxagengd í ár á þessu svæði sem
og á öðmm, verða þó aðeins metin
eftir líkum en ekki í tölum.
Höfundur er verkfrseðingur og
jarðvegsfrœðingur Hann starfaði
um árabil hjá Þróunarstofnun SÞ
íNew York.
Tölulegt mat á áhrifum
úthafsveiða á laxagengd til
Evrópulanda og Kanada