Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBÉR 1986
Þessar dömur klæðast „Jojfging“-gulllín-
unni frá Birte Wiberg.
Kjóll frá ítalanum Tristano Onofri, sem undirstrik-
ar kvenlegan yndisþokka þrátt fyrir karlmannlegar
herðarnar.
Hápunktur sýningar-
innar - brúðurin.
Ekki liggja þó allar leiðir til Róm-
ar, því frá Kaupmannahöfn voru
sýndir kvöldkjólar frá Birte Wiberg,
en kjólar þessir voru fyrst sýndir
opinberlega í ágúst síðastliðnum.
Birte Wiberg rekur eigin verslun
við Kóngsins nýjatorg í Höfn og
hefur um árabil vakið athygli fyrir
stílhrein og falleg föt.
Eins og oft et á tískusýningum
var lokaatriði og hápunktur sýning-
arinnar þegar brúðurin gekk fram
pallinn. Brúður Bláa fuglsins
klæddist dýrindis kjól frá Vínar-
borg. Brúðarvöndurinn var frá
Blóminu, en brúðarmey var Kolbrún
Ósk Skaftadóttir, íklædd dönskum
kjól.
Samkvæmiskjólar
Birte Wiberg fylgja
hátískunni, án þess að
glata neinu i reisn,
virðuleika og glæsi-
leika.
Gestir stinga saman
nefjum milli atriða.
Hér ganga stúlkumar inn á sviðið, silkibúnar í náttfatnaði frá Chase-
lyn.
Tískusýning á Borg:
Blái fuglinn
sýnir kvenfatnað
FYRIR skömmu hélt verslunin
Blái fuglinn tískusýningu í söl-
um Hótel Borgar að viðstöddu
fjölmenni, en verslunin er í næsta
húsi við Borgina, að Pósthússtræti
13. Mikil vinna hafði greinilega
verið lögð í að hafa sýninguna sem
glæsilegasta. Voru salimir skrýddir
blómum í hólf og gólf og sá blóma-
verslunin Blómið, Hafnarstræti 15,
um það.
Tískusýningin var nokkuð sér-
stæð að því leyti að þar var allur
kvenfatnaður sýndur, allt frá undir-
fatnaði upp í glæsta samkvæmis-
kjóla. Sýningarfólk frá Módelsam-
tökunum, undir stjóm Unnar
Amgrímsdóttur sýndi fatnaðinn, en
Dúddi sá um að greiða því.
Fyrst var sýndur undirfatnaður
frá Maidenform og þá næst nátt-
fatnaður og sloppar frá Chaselyn,
ensku fyrirtæki, sem sérhæfír sig
í silkináttfatnaði, sem kunnugir
segja draumaflíkur kvenna.
Að loknu hléi, en þá bauðst kven-
fólkinu m.a. að reyna ilmvötn frá
ítalska fyrirtækinu Mila Sehön, var
sýndur fatnaður frá danska fýrir-
tækinu Bitte, sem er tiltölulega
nýtt tískufyrirtæki. Hönnuður þess,
Bitte Kai Rand, hefur vakið sér-
staka athygli fyrir pijónafatnað
sinn, sem þykir bæði sígildur og
með hátískusvip. Bitte segist hanna
föt sín með hina önnum köfnu nú-
tímakonu í huga. Fötin þurfa að
vera falleg, vera viðeigandi við öll
tækifæri og hafa dijúgt notagildi.
Næst birtust á sviðinu vörur frá
ítalanum Trístano Onofri. Föt hans
einkennast af fínlegum og þokka-
fullum línum, hvort heldur í drögt-
um, kjólum eða blússum. Onofri
hefur fetað sama slóða og flestir
ítalir og Frakkar í tískuheiminum
hafa gert í ár; þrengt allar línur
og hækkað pilsfaldinn verulega.
fólk f
fréttum