Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
Deilur innan stjórnar Filippseyja;
Bandar í kj astj ór n
telur þær eðlilegar
Washington, AP.
BANDARÍKJASTJÓRN hefur ekki áhyggjur af deilum inn-
an stjórnar Filippseyja og telur þær sýna styrk lýðræðisins,
að sögn Edwards Derwinsky, aðstoðarmanns utanríkisráð-
herra Bandaríkjastjórnar. Juan Enrile, varnarmálaráðhera
Filippseyja, hefur að undanförnu gagnrýnt Corazón Aquino
forseta og stuðningsmenn hennar hafa beint spjótum sínum
að honum.
Derwinsky lét þessi ummæli falla
á blaðamannafundi í gær. Hann
kvað Bandaríkjastjón líta svo á að
gagnrýni Enrile væri eðlileg í lýð-
ræðisþjóðfélagi og augljóst væri að
skoðanir hans ættu hljómgrunn á
meðal almennings. Derwinsky bar
einnig lof á Corazón Aquino og
sagði framgöngu hennar hafa ein-
kennst af pólitísku innsæi og
stefnufestu.
Bandaríska stórblaðið The New
Yok Times skýrði frá því í gær að
bandarískir sendimenn í Manila
hefðu komið þeim skilaboðum áleið-
is til Enrile að Bandaríkjastjóm
væri ósátt við gagnrýni hans á
Corazón Aquino. Enrile hefur eink-
um gagnrýnt forsetann fyrir að
hafa ekki sýnt nægilega hörku í
samskiptum við kommúnista á
Filippseyjum. Bandaríkjastjón hef-
ur ítrekað lýst yfír stuðningi við
Aquino.
Juan Enrile lýsti yfir stuðningi
við Corazón Aquino í gær og hvatti
landslýð allan til að fylkja sér að
baki forsetanum.
Láttu ekki bak-
verkinn buga þig
-þér batnar hann betur í vinnunni en heima
FLESTIR þeirra, sem þjást af
bakverk, ættu að snúa aftur til
vinnu sinnar eins fljótt og hægt
er, jafnvel þótt þeir séu ekki laus-
ir við kvalirnar. Er þetta niður-
staða nýrrar rannsóknar í
Bandaríkjunum. Var frá henni
greint í nýlegu hefti af Lækn-
atímariti Nýja Englands (The
New England Journal of Medic-
ine).
Dr. Richard A. Deyo, sem sá um
rannsóknina við heilsugæslustofn-
un í Seattle, komst að því, að það
getur verið varasamt fyrir bakveikt
fólk að taka sér langt veikindafrí
og hanga heima í aðgerðarleysi.
Þá er hætt við, að vöðvastyrkurinn
minnki og alls kyns blóðrásartrufl-
anir skjóti upp kollinum.
„Það bætir andlega líðan fólks
að snúa aftur til sinna venjulegu
starfa og eykur vonir þess um að
ná fullum bata,“ segir Deyo í grein-
inni en hann gerði athuganir sínar
á tvö hundruð manns, sem þjáðust
af bakverk án þess, að um væri að
ræða taugaskemmdir. Var annað
hundraðið beðið um að bæla rúmið
í tvo daga en hitt í sjö og kom í
ljós, að bakverkurinn hjá báðum
hvarf yfirleitt á 11 dögum.
Ofverndaðir sjúklingar
„Við læknarnir höfum gerst sek-
ir um að ofvemda sjúklingana og
jafnvel að telja þeim trú um, að
þeir væru veikari en þeir eru,“ sagði
Deyo, sem lagði áherslu á, að þá
væri aðeins átt við fólk, sem væri
með venjulegan bakverk, vegna
streitu í vöðvum og liðböndum, en
ekki við þá, sem þjást af sliti í lið-
flötum eða taugaskemmdum.
Bakverkur er eitthvert algeng-
asta mannameinið í Bandaríkjunum
og ákaflega útlátasamt fyrir þjóð-
félagið. Segir dr. Deyo, að talið sé,
að launþegar verði árlega fyrir
fimm milljarða dollara tekjumissi
af hans völdum og minni fram-
leiðni. Aðeins gamla, góða kvefið
taki honum fram að þessu leyti.
Táragasgegn húsatökufólki
AP/Símamynd.
LÖGREGLAN í Amsterdam í Hollandi hefur oft átt í útistöðum við svokallaða húsatökumenn, fólk,
sem leggur undir sig hús, sem standa auð af einhveijum ástæðum. I gær kom til slíkrar sennu og
lauk henni með þvi að húsatökufólkið var rekið út með táragasi. A myndinni má sjá táragas-
sprengjuna á leið inn um annan gluggann.
Vaxtalækkun í Japan:
Mun hafa örvandi áhrif
á japanskt efnahagslíf
- segir Nakasone forsætisráðherra
Tókýó, AP.
JAPANSKI seðlabankinn tilkynnti í gær, að hann hefði lækkað for-
vexti um hálfan af hundraði niður í 3%. Hafa þeir ekki verið lægri
eftir heimsstyijöldina síðari.
Þetta eru þeir vextir, sem bank-
inn tekur af lánum, sem hann lánar
út til viðskiptabankanna. Sagði
Sátoshi Sumita, bankastjóri, að
vonir stæðu til, að þessi breyting
ætti eftir að hafa „varanleg áhrif"
fyrir aukinn hagvöxt og stöðugra
gengi erlendra gjaldmiðla í Japan.
Forvextir seðlabankans í Japan eru
nú þeir lægstu, sem þekkist í hinum
stærri iðnaðarlöndum heims. Sam-
svarandi vextir eru nú 3,5% í
Vestur-Þýzkalandi, 5,5% í Banda-
ríkjunum og 7% í Frakklandi. Þetta
er í fjórða sinn á þessu ári, sem
japanski seðlabankinn lækkar for-
AP/SImamynd
Götubardagar í Karachi
TIL mikilla götuóeirða kom í Karachi I Pakistan í gær og áttust þar við menn af tveimur ætt-
flokkum, sem lengi hafa elt grátt silfur saman. Var byssum beitt í bardaganum, kveikt í strætis-
vögnum og ráðist á hús og heimili. Féllu sex menn úr hvorra tveggja liði og tugir særðust. Tókst
lögreglunni loks að tvístra fjandaflokkunum með táragasi og kylfum.
vexti. Hafa þeir lækkaað um 0,5%
í hvert sinn, í fyrsta sinn í janúar,
þá í marz og síðan í apríl.
Margir þykjast nú sjá merki um
stöðnun í japönsku efnahagslífi,
einkum í verksmiðjuiðnaði, sem
byggður er á útflutningi. Er stór-
felldri hækkun jensins kennt um
fyrst og fremst, en það hefur hækk-
að um 58% gagnvart Bandaríkja-
dollar frá því í september 1985 (er
nú 160 jen á móti dollar en var 240
í fyrra haust). Þá komu efnahags-
málaráðherrar fimm helztu iðnríkja
heims saman til fundar, þar sem
ákveðið var að taka upp samvinnu
gagngert í því augnamiði að lækka
gengi dollarans og draga með því
úr stórfelldum viðskiptahalla
Bandarílqanna.
Þrátt fyrir þetta virðist ltið lát á
hagstæðum viðskiptajöfnuði Jap-
ans. Greiðslujöfnuðurinn var
hagstæður um 9,1 milljarð dollara
í september en um 7 milljarða doll-
ara í ágúst. Þá var viðskiptajöfnuð-
urinn hagstæður um 9,8 milljarða
dollara í september en um 8,1 millj-
arða dollara í ágúst. Greiðslujöfnuð-
urinn nær til vöru, þjónustu og
vaxta af skammtímalánum, en við-
skiptajöfnuðurinn nær til vöru og
þjónustu.
Bandaríkjamenn hafa lagt hart
að Japönum að lækka vexti í von
um aukinn hagvöxt og meiri eftir-
spurn eftir vörum og þjónustu í
Japan, svo að draga megi þannig
úr viðskiptahalla Bandaríkjanna.
Forsætisráðherra Japans, Yasuhiro
Nakasone, fagnaði vaxtalækkun-
inni í gær og sagði, að hún kæmi
á réttum tíma og ætti eftir að hafa
mjög örvandi áhrif á japanskt efna-
hagslíf.
Systir Shirmans til
ísrael á mánudaginnn
Tel Aviv, AP.
INESSA Fleurova, systir
hvítblæðissjúklingsins Michaels
Shirman, mun halda til ísrael frá
Moskvu á mánudaginn kemur.
Eins og mönnum er glöggt í
minni kom Shirman hingað frá Isra-
el á meðan á leiðtogafundinum stóð
til þess að vekja athygli á málstað
systur sinnar og gyðinga í Sov-
étríkjunum. Skömmu síðar fékk
systir hans leyfi yfirvalda til að
halda til ísrael. Nú er ljóst að Shir-
man mun fá beinmerg úr systur
sinni sem er eina von hans um að
halda lífí. Að sögn Michaels Shir-
man mun Inessa Fleurova halda til
Vínar á mánudag og þaðan til ísra-
el.