Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Morgunblaðið/Ól.K.M. Valtýr Pétursson, listmálari við eitt verka sinna á sýningunni, Höfnin frá 1985. Yfirlitssýning um lífsstarf Valtýs Péturssonar, listmálara: Einn ötulasti fulltrúi geó- metrískrar abstraktsjónar NÚ stendur yfir í Listasafni íslands yfirlitssýning á verk- um Valtýs Péturssonar, listmálara. Það er safnið sjálft sem stendur fyrir sýn- ingunni, en hún hófst 18. október síðastliðinn og lýkur 16. nóvember. A sýningunni eru 127 myndir, sem spanna 40 ára feril listamannsins, en elsta myndin er frá 1944. Valtýr Pétursson sagði í samtali við Morgunblaðið að sýningin væri óvenjuleg að því leyrti að þar gæfíst einstakt tækifæri til að sjá sumar myndanna sem væru í einka- eign, og auk þess gullið tækifæri til að eignast myndir frá hinum ýmsu tímabilum, þar sem sýningin er jafnframt sölu- sýning. Valtýr sagði að safnið sjálft hefði alfarið séð um upp- setningu sýningarinnar og sjálfur hefði hann hvergi kom- ið nærri við val myndanna. Margar þeirra hefðu ekki verið sýndar áður og þar af nokkr- ar, sem hann sjálfur hefði átt í fórum sínum. Valtýr Pétursson fæddist 27. mars 1919 á Greinivík við Eyjafjörð í Suður-Þingeyja- sýslu. Hann stundaði listnám hjá Birni Bjömssyni í Reykjavík 1934 til 1936 og síðar hjá Hyman Bloom í Bos- ton 1944 til 1946. Á árunum 1949 og 1950 var hann við nám í Flórens og París auk þess sem hann var við styttri námsdvalir í París á árunum 1951 til 1956. Hann var kenn- ari við Handíðaskólann frá 1951 til 1953 er hann varð myndlistargagnrýnandi Morg- unblaðsins. Valtýr stundaði nám í mósaik hjá Gino Severini í París 1956 og 1957 og á árun- um 1964 og 1965 fullgerði Rauða formið, 1954. hann 10 mósaikveggmyndir fyrir Kennaraskóla Islands. Valtýr hélt sína fyrstu sýningu í Listamannaskálanum árið 1947 og hefur síðan haldið Qöl- margar sýningar bæði hér heima og erlendis. Hann fékk heiðurslaun Reykjavíkurborg- ar 1985. Selma Jónsdóttir, forstöðu- maður Listasafns íslands, skrifar aðfaraorð í vandaða sýningarskrá og segir: „Valtýr Pétursson hefur síðustu fjóra áratugi verið einn virkasti per- sónuleiki í íslensku listalífi. Hann var meðal upphafs- manna Septembersýninganna, sem komu róti á hugi manna og mörkuðu tímamót í íslenskri myndlist. Á Septembersýning- unni 1947 kom hann fyrst opinberlega fram sem málari. Valtýr hefur alltaf haft brennandi áhuga á viðgangi myndlistar á Islandi. Hann hefur verið ósérhlífínn þáttak- andi í samtökum íslenskra og reyndar norrænna listamanna, og oft komið fram sem tals- maður þeirra og beitt áhrifum sínum þeim í hag. Eftir að hann gerðist list- dómari Morgunblaðsins 1953 hefur hann skrifað að staðaldri um myndlist og jafnan veitt ungum og upprennandi lista- mönnum örvandi hönd með jákvæðum viðhorfum. Með þessari sýningu sem Listasafn íslands efnir nú til gefst áhorfendum ekki aðeins kostur á að fá yfirlit um lífsstarf málarans Valtýs Pét- urssonar, heldur einnig að endumýja fyrri kynni við einn ötulasta og ágætasta fulltrúa geómetrískrar abstraktsjónar á íslandi, en sú stefna á nú vaxandi fylgi að fagna víða um heim svo að jafnvel mætti líkja við endurvakningu." Unnið að viðgerð á heilsugaeslustöðinni i Grindavík. Viðgerð á húsi Heilsu- gæslunnar að ljúka Grindavík. MIKLUM endurbótum og viðgerð er nú að ljúka á húsnæði Heiisu- gæslu Suðurnesja i Grindavík. Húsið var orðið mjög slæmt og hélt hvorki vatni né vindi. Það var upphaflega steypt úr brunamöl, en sement hefur sennilega verið of lítið í steypunni og því var það orðið mjög sprungið. Nú hefur Þórður Waldorf smiður og hans menn klætt húsið að utan með steinplötum og einangrað á milli. Kostnaður við endurbætumar er að nálgast 400.000 krónur. Að sögn Jóns Hólmgeirssonar bæjarrit- ara, keypti Grindavíkurhreppur húsið árið 1964 og flutti þá í það hjúkrunarkona, sem hér hefur búið. Um 1975 leigði svo Heilsugæsla Suðumesja kjallarann undir heilsu- gæslu þegar Grindavíkurbær gerðist aðili að því samstarfi. Ekki hefur verið mörkuð ákveðin stefna um byggingu nýrrar heilsu- gæslu, sem orðið er mjög brýnt, en sl. vor var skipuð nefnd til að vinna að því. „Erfitt er að marka þessa stefnu nema læknir sé til staðar,“ sagði Jón. Kr. Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.