Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
17
verður mesta hálka sem orðið getur
og ber að aka sérstaklega varlega.
Við slíkar aðstæður þarf líka að
vara sig sérstaklega á vindi, einkum
ef sviptivindasamt er. Mörg dæmi
eru um að hliðarvindar hafi feykt
jafnvel þyngstu bílum út af vegum
í blotahálku.
En jafnvel í frosti er maður ekki
óhultur fyrir þessari bleytuhálku.
Ef ísing er á veginum, þá myndast
bleyta á snertifleti dekkja og vegar
ef hemlað er of hart. Þegar hjólin
dragast yfir ísinn, myndast nægur
hiti á snertifletinum til að bræða
efsta íslagið, og þá blotnar snerti-
flöturinn, flughálka verður undir
hjólunum. Þessa sjást oft merki við
gatnamót, þar sem umferð er mik-
il, yfirborð gatnanna er gljáandi
næst gatnamótunum þar sem mest
er hemlað. Gljáinn kemur við síend-
urtekna bráðnun af fyrrgreindum
orsökum. Farið því með gát að
gatnamótum!
Dekkjaflot er líklega það versta
sem ökumenn geta lent í, þá hverf-
ur veggrip deklq'anna alveg! Engin
leið er að stjóma bflnum og aðeins
gerir illt verra að reyna það! Það
besta sem maður getur gert við þær
aðstæður, er að kúpla frá, láta
bílinn dansa og bíða þess að dekkin
grípi aftur. Þá fyrst er hægt að
gera eitthvað til að ná valdi á
bflnum aftur.
Dekkjaflot (aquaplaning) verður,
þegar vatn eða krap er á veginum
og dekkin ná ekki að ryðja því
burtu. Það sem eykur á hættuna,
er: Aukinn hraði, aukin vatnsdýpt
(t.d. í hjólförum), slitin dekk, breið
dekk. Séu dekkin slitin, getur 50
km hraði verið nægur til að þau
fljóti! Því breiðari sem dekkin eru,
þeim mun meiri er flothættan.
Krap er enn verra en vatnið,
einfaldlega vegna þess að mun
minni hraða þarf til að allt fari á
flot í því. Af framansögðu leiðir
því, að sérstakrar aðgátar er þörf
í hlákunni sem svo oft verður hér
í okkar umhleypingasömu veðráttu.
Varúð
Þú tryggir ekki eftirá! Besta ráð-
ið, til að sleppa með bfl og eigin
limi í lagi í vetrarakstrinum, er að
fara varlega og flýta sér hægt!
Hafíð ávallt gott bil í næsta bfl,
hemlið tímanlega, ætlið ykkur ekki
um of. Lærið og þjálfíð rétt við-
brögð, ef eitthvað ber útaf. Gefið
ykkur ávallt tíma til að undirbúa
aksturinn, hreinsið rúður og verið
klædd í samræmi við veðrið. Um-
fram allt: Gleymið aldreið hálkunni!
ná valdi á bílnum aftur eftir fram-
hjólaskrið og engin hætta er á að
bfllinn sveiflist til gagnstæðrar átt-
ar. Ef framendinn skrikar, er best
að bregðast við á eftirfarandi hátt,
gildir þá einu hvort bíllinn er aftur-
eða framdrifinn.
1. Snúið ekki stýrinu.
2. Kúplið frá, sé bfllinn beinskipt-
ur, sleppið bensíngjöfinni, sé
bfllinn sjálfskiptur.
3. Bíðið þess að framhjólin nái að
grípa aftur. Þar sem hjólin
skrika út á hlið, virka þau sem
hemlar. Strax og hraðinn hefur
minnkað nægilega til að hjólin
nái að grípa aftur, mun bfllinn
beygja á ný.
4. Þegar framhjólin hafa gripið
aftur, snúið þá stýrinu varlega
til að á upp því sem tapaðist í
skriðinu.
5. Sleppið kúplingunni og gefið
rólega í, þannig að hraði hjóla
og vélar nái jafnvægi, aukið
síðan rólega hraðann.
Þjálfun
Þessi viðbrögð sem hér var lýst,
eru ásamt hemlun þau sem helst
er þörf á að þjálfa. Sé kostur á,
ætti hver og einn að æfa sig að
ná valdi á bílnum eftir að hafa
misst annan hvom endann út úr
beygju. Með þjálfun og æfingu er
hægt að ná því að rétt viðbrögð
koma ósjálfrátt og án umhugsunar.
En reynið aldrei að ná þessari fæmi
á umferðarslóðum eða þar sem
hættulegt er að lenda útaf braut-
inni!
Háskólakennsla er
víðar en á Melunum
eftir Halldór Blöndal
Minn gamli og góði skólabróðir,
Bjöm Þ. Guðmundsson prófessor í
lögum, spurði mig fyrir skömmu
þessarar spurningar í Morgunblað-
inu: „Hvað er „kennsla á háskóla-
stigi“?“ f greinargerð fyrir
spurningunni segir svo m.a.: „í
mínum huga er háskóli — universit-
as — einfaldlega hugtakið eins og
það kemur fyrir af skepnunni. Þar
af leiðandi er stundað háskólanám,
háskólakennsla og háskólarann-
sóknir og getur ekki eitt án annars
verið. „Kennsla á háskólastigi"
hlýtur því að merkja eitthvað annað
— en hvað veit ég ekki.“
Ekki dreg ég í efa að prófessor-
inn segir það satt að hann viti ekki
hvað „kennsla á háskólastigi"
merkir, úr því að hann segir það
sjálfur. Auðvitað er hann með hug-
ann bundinn við gamla háskólann
vestur á Melum, þá virðulegu stofn-
un þar sem svo margir þjóðskömng-
ar hafa gengið um sali á liðnum
áratugum. Síðan hefur háskólinn
þanist út og nýjar stofnanir risið:
Kennaraháskóli Islands í Hlíðunum
og Tækniskóli íslands ofan við Ár-
túnshöfða, auk þess sem Bænda-
skólanum á Hvanneyri hefur vaxið
fiskur um hrygg: í öllum þessum
stofnunum leggja menn stund á
nám sem metið er til háskólanáms
í erlendum háskólum. Eg hef leyft
mér að segja að nám af því tagi sé
á háskólastigi af því að ég nenni
ekki að telja upp alla þessa skóla
í einni lotu í hvert sinn sem ég
fjalla um það háskólanám í heild,
sem völ er á hér á landi.
Eg efast ekki um að það sé rétt
hjá prófessomum að í Háskóla ís-
lands séu háskólarannsóknir
óaðskiljanlegur hluti háskólanáms
og háskólakennslu og þykir vænt
um að háskólinn skuli vera svo
lærð stofnun. Ég hef fyrir framan
mig kennsluskrá hans fyrir þetta
ár upp á 464 blaðsíður og lýkur
með yfirliti yfir kennslu í íþróttum.
Ég hef líka við höndina Rannsóknir
við Háskóla íslands 1985—1986,
mikið rit og fróðlegt. Ég veit að
ýmsir, sem þar hafa staðið vel að
verki, óttast að sinn hagur þrengist
ef háskólanám verður á Akureyri.
Ýmsir prófessorar, sem ég hef hitt
á förnum vegi, leggja á sig ómak
til þess að vera með ónot út í þá
hugmynd. Ég ætla ekki að gera því
skóna að minn gamli skólabróðir
og norðanstúdent sé af því sauða-
húsi. Ég veit að hann skilur undir
eins að engin rök em fyrir því að
loka eigi öllum menntunarleiðum á
Akureyri í fyrirsjáanlegri framtíð
um leið og stúdentsprófi er náð.
Ég hygg að nátttröll þeirrar hugs-
unar dagi uppi áður en varir og
verður lítil eftirsjá að þeim.
Prófessorinn spurði mig hvað
væri „kennsla á háskólastigi" og
sagðist ekki vita hvað það merkti.
Ég vil ljúka þessu svari mínu með
því að segja að ég vona að öll sú
kennsla sem látin verður í té í há-
skólanum á Akureyri verði á
háskólastigi, — ekki síður en
Halldór Blöndal
kennslan í Háskóla íslands nú, sem
ég veit að öll hlýtur að vera á há-
skólastigi, svo mikill sem metnaður
þeirra manna er sem við þá stofnun
stárfa.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokks fyrir Norður-
landskjördæmi eystra.
Frá sýningu & Rómeó og Júliu á Sólheimum.
Rómeó og Júlía
sýnd á Sólheimum
LEIKFÉLAG Sólheima sýnir
Rómeó og Júlíu í iþróttaleikhúsi
Sólheima í dag, laugardaginn 2.,
og sunnudaginn 3. nóvember nk.
Leiksýningin er byggð á leikriti
Shakespeares við tónlist Prókofi-
evs. Leikstjori er Kristina Norén.
í sýningunni taka nær allir vist-
menn Sólheima þátt.
Leiklist hefur allt frá fyrstu
starfsárum Sólheima verið snar
þáttur í meðferðarstarfi heimilisins.
Aðstaða hefur hins vegar verið erf-
ið hingað til vegna húsnæðisleysis.
Á einu ári hefur veglegt hús ris-
ið á Sólheimum, svokallað íþrótta-
leikhús, sem byggt er fyrir
söfnunarfé Sólheimagöngunnar á
sl. ári. Með tilkomu þess hefur öll
starfsaðstaða á Sólheimum gjör-
breyst, en auk samkomusalar eru
vinnustofur vistmanna í húsinu.
Leiksýningamar heíjast kl. 15
og em öllum opnar. Aðgangur er
ókeypis. Sætaferðir verða frá Um-
ferðarmiðstöðinni sýningardaga kl.
13.00.
Síðustu sýningar verða helgina
8. og 9. nóvember á sama tírna."
Híð sívinsæla hvíta
matar- og kafíistell
í míklu úrvali fylgihluta.
Hvíta stellíð
frá Tékkóslóvakítt er
VISA
Póstsendum
land allt.
THUS9
Mokkabollamír
í öllum lítum.
OpiA á laugardögum frá kl.
9—14
^Cjörtur^ ^YLieióety^, k/\
KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR
TEMPLARASUNDI 3 SÍMI 19935
Sérverslun með áratuga þekkingu.
— í hjarta borgarinnar.