Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Jóhannes Páll páfi II. við bænagjörð í Assisi. Með honum á myndinni eru (f.v.) Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg, hans heilagleiki Meþodios og til hægri við páfa situr Dalai Lama, hinn útlægi leiðtogi búddatrúarmanna frá Tíbet. „Elskið óvini yðar, gerið hatursmönnum yðar gott“ Assisi, AP. TRÚARLEGIR leiðtogar tólf trúarbragða komu saman á mánudag í Assisi á Italíu til að biðja fyrir friði við hlið Jóhann- esar Páls II. páfa. Af þessu tilefni voru bænir trúarleið- toganna tólf gefnar út í Páfagarði og birtast hér kaflar úr þeim. Bæn búddatrúarmanna. Megi allar verur alls staðar, sem þjást bæði á líkama og sál, öðlast hafsjó hamingju og gleði. Bæn hindúa. Megi Guð vemda oss og næra. Lát oss vinna saman af atorku. Megi nám okkar bera ávöxt. Lát oss elska hvort annað og lifa í friði. Bæn jaínareglunnar. Friður og bræðralag er kjami boðskapar allra hinna upplýstu í framtíð sem fortíð. Bæn múhameðstrúarmanna Og þjónar almættisins eru þeir, sem ganga í auðmýkt um jörð- una. Og þegar hinir fávísu ávarpa þá, segja þeir: „Friður.“ Bæn shintóista Ég trúi að mennimir í löndun- um handan hafsins séu með- bræður mínir. En hví eru stöðugar viðsjár með jarðarbúum? Hví næða vindar og rísa öldur á haf- inu umhverfis okkur? Ég óska þess í auðmýkt að vindamir svipti brátt burt skýjunum, sem hylja fjallstindana. Bæn afrískra andatrúar- manna Almáttki Guð, þumallinn mikli, sem reyrir hnútinn og verður ekki umflúinn, beljandi þruman, sem klýfur voldug tré, altsjáandi drott- inn á himnum, sem sérð spor antilópunnar á kletti hér á jörðu: Þér hikið ekki við að hlýða kalli okkar. Þér eruð homsteinn friðar. Bæn bandarískra indíána Ég býð fjölskyldu minni til að reykja pípuna með þér og mér, til að biðja með mér fyrir heims- friði og gera þessum degi þakkar- gjörð. Ég ætla að biðja fyrir því að allir megi skuldbinda sig til bænagjörðar og að stuðla að friði með fjölskyldum okkar, ættbálk- um og þjóðum. Ég bið fyrir öllum bræðmm okkar og systmm, sem ganga á móður jörð. Bæn gyðinga Guð á himnum, drottinn friðar, hafí samúð og miskun með okkur og öllum þjóðum þessarar jarðar, sem biðja um miskun hans og samúð, biðja fyrir friði og leita friðar. Bæn krístinna manna Ég segi yður, er heyrið, elskið óvini yðar, gerið hatursmönnum yðar gott, blessið þá, er bölva yður, biðjið fyrir kvölurum yðar. Bjóðið þeim, er slá yður á hinn vangann; og látið þann, er tekur af yður skikkjuna, ekki fara án yfírhafnar. Gefíð þeim er biður yður; og spyijið þann, er tekur frá yður, ekki frekar. Og svo skul- ið þér gera öðmm, sem þér viljið að þeir gjöri yður. Þingkosningar í Bandaríkjunum: Kvenframbj óðendur njóta vaxandi fylgis Washington, AP. KOSIÐ verður til beggja deilda Bandaríkjaþings í næstu viku. í fyrsta skipti kann að fara svo að þrjár konur taki sæti í öld- ungadeildinni að afloknum kosningpinum. í fulltrúadeildinni munu fjórar konur láta af þing- mennsku en svo virðist sem kynsystur þeirra muni setjast í sætin sem losna. Arið 1916 var Jeannette Rankin kosin á þing fyrst bandarískra kvenna. Hún tók sæti í fulltrúa- deildinni. Frá þeim tíma hafa 119 konur setið á þingi Bandaríkjanna. Celinda Lake, sem stjómar samtök- um sem styðja kosningabaráttu kvenna, segir að staða kvenna í bandarískum stjómmálum muni koma til að styrkjast mjög á næstu tíu ámm þar sem sjálfsímynd þeirra hafi tekið miklum breytingum að undanfömu. Skoðanakannanir sýna að kvenframbjóðendur njóta tölu- verðs fylgis. í nokkmm fylkjum Banda- ríkjannna stendur baráttan á milli tveggja kvenframbjóðenda.I Mary- land-fylki mun Kathleen Kennedy Townsend, dóttir Robert F. Kennedy, freista þess að velta He- len Bentley, fulltrúa repúblíkana, úr sessi. I Nebraska heyja tvær konur baráttu um embætti fylkis- stjóra. Þar hefur Barbara Mikulski, þingmaður demókrataflokksins, forskot á Lindu Chavez, fulltrúa repúblíkana. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur stutt dyggi- lega við bakið á Lindu Chavez en samkvæmt síðustu skoðanakönnun- um á hún mjög undir högg að sækja. Blökkumenn í Bandaríkjunum vonast einnig til þess að fulltrúum þeirra á Bandaríkjaþingi muni fjölga eftir kosningamar. Líklegt er talið að blakkir frambjóðendur í þremur suðurfylkjanna muni vinna sæti á þingi. í Utah-fylki er þel- dökkur maður í framboði fyrir demókrata en möguleikar hans em taldir vera litlir. í sögu Bandaríkja- þings hafa aðeins þrír blökkumenn setið í öldungadeildinni og vom þeir allir fulltrúar repúblíkana. Stjórnmálaslit Breta og Sýrlendinga: Sendiráðunum hefur verið lokað Damaskus, London, AP. ROGER Tomkys, sendiherra Bretlands í Sýrlandi, fór frá Damaskus í gær, viku eftir að Bretar slitu stjórnmálasambandi við sýrlensku stjórnina, sem þeir sökuðu um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í ísraelskri flug- vél. Loutof Allah Haydar, sendi- herra Sýrlands i Bretlandi, fór á Kemur til átaka á ný við Falklandseyjar? Herskylda 35-40.000 argentínskra hermanna framlengd Buenos Aires, London, AP. STJÓRNVÖLD í Argentínu hafa svarað þeirrí ákvörðun bresku stjórnarinnar að lýsa yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu við Falk- Iandseyjar með því að fram- Skákmótið í Hollandi: Ljubojevic sigr- aði Korchnoi TUburg, AP. LJUBOMIR Ljubojevic sigraði Viktor Korchnoi í aðeins 24 leikj- um í 9. umferð skákmótsins í Tilburg í Hollandi. Aðrar skákir fóru þannig, að jafntefli varð hjá þeim Robert HUbner og Alexand- er Beliavsky, en skákir þeirra Anatolys Karpov og Lajos Port- isch og Jans Timman og Tonys Miles fóru í bið. Standa þeir Karpov og Timman báðir höllum fæti í þessum skákum. Staðan í mótinu eftir níu umferðir er þannig, að Ljubojevic er efstur með 6 vinninga, Karpov er í öðru sæti með 4 1/2 vinning og biðskák, í þriðja til fímmta sæti eru þeir Belíavsky, Hiibner og Korchnoi með 4 1/2 vinning hver. Timman er í sjötta sæti með 4 vinninga og eina biðskák og í sjöunda til áttunda sæti eru þeir Miles og Portisch með 3 vinninga og eina biðskák hvor. lengja herskyldu þeirra hermanna, sem nú eru um það bil að ljúka henni. Einnig hefur hún skipað sérstaka nefnd innan hersins til að fjalla um þetta mál og skorað á þær þjóðir, sem stunda veiðar á Suður-Atlants- hafi, að virða yfirlýsingu Breta að vettugi. Horacio Jaunarena, vamarmála- ráðherra Argentínu, skýrði frá því í gær, að herskylda þeirra her- manna, sem hefðu átt að losna úr hemum á næstu dögum, 35-40.000 manns, hefði verið framlengd auk þess sem skipuð hefði verið nefnd innan hersins til að fjalla um yfírlýs- ingu Breta um 200 mílna fískveiði- lögsögu við Falklandseyjar. Caputo, utanríkisráðherra stjómarinnar, sagði, að útfærslunni yrði mótmælt eftir stjómmálalegum leiðum og sakaði hann Breta um að hafa vald- ið „ákaflega hættulegu ástandi" við eyjamar. Milli Falklandseyja og Argentínu eru 250 mflur og því skarast lögsögumar verulega. Sagði Caputo, að hugsanlega mundu Argentínumenn gæta hags- muna sinna með valdi, sem ekki gæti þá þá kaliast hemaðaraðgerð, heldur lögregluaðgerð. Fiskveiðilögsagan við Falklands- eyjar gengur í gildi 1. febrúar nk. og eftir það verða skip, sem veiða innan hennar, að hafa til þess Ieyfi. Fyrir tveimur árum voru að jafnaði 250 skip að veiðum á þessu svæði en nú eru þau orðin 600, aðallega frá Austur-Evrópuríkjum. Breska stjómin segist hafa gert ítrekaðar tilraunir til að semja við Argentínu- stjórn um Falklandseyjar og verið tilbúin til að afsala sér fískveiðilög- sögunni að hluta gegn því, að viðurkennd^ yrðu yfírráð Breta yfír eyjunum. Á það hefði Argentínu- stjóm ekki viljað fallast og einnig komið í veg fyrir milligöngu FAO, Matvælastofnunar S.Þ., í málinu. Argentínsk herskip hefðu verið með „ögrandi eftirlit“ uppi við Falk- landseyjastrendur og í aprfl sökktu þau fiskiskipi frá Taiwan, sem var að veiða „í argentínskri lögsögu" við eyjamar. hinn bóginn frá London i gær og sagði við brottförina, að Sýr- lendingar væru saklausir af áburðinum. „Það er ekki flugufótur fyrir þessum ásökunum," sagði Haydar, sendiherra Sýrlands í Bretlandi, við brottförina frá London. Kvaðst hann aldrei hafa aðhafst neitt ólög- legt á breskri gmnd. Bretar slitu stjómmálasambandi við Sýrland aðeins nokkmm stundum eftir að Nezar Hindawi, 32 ára gamall Jórd- aníumaður, var dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir að reyna að sprengja upp farþegaþotu frá ísraelska flug- félaginu E1 Al. Hafði hann komið sprengju fyrir í farangri ófrískrar unnustu sinnar en hún ætlaði með vélinni til ísraels. Þar kvaðst hann mundu hitta hana. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Breta, skýrði breska þinginu svo frá, að fullnægjandi sannanir væm fyrir sekt Sýrlendinga. Sýr- lenska leyniþjónustan hefði ráðið Hindawi til sín, útvegað honum sýrlenskt vegabréf og daginn, sem sprengjan fannst, hefði hann átt fund með Haydar í sendiráðinu. Sagði Howe, að Bretar hefðu einnig aðrar sannanir fyrir aðild Haydars að ráðabmgginu. Afganistan: Brottflutningur sovézka herliðsins sýndarmennska Washington, AP. BROTTFLUTNINGUR Sov- étríkjanna á hluta af herliði sínu frá Afganistan var tóm sýndar- mennska. Náði hann að mestu leyti til brottflutnings á herliði, sem sent var inn í hið hernumda land fyrir tveimur mánuðum. Skýrði Leonard H. Peroots, tals- maður bandaríska varnarmála- ráðuneytisins frá þessu í gær. „Það sem Sovétmenn hafa fyrst og fremst gert er að flytja burt nokkar ónauðsynlegaa herflokka og skipta um aðra, svo að fy'öldi sovézka her- liðsins í Afganistan er í rauninni sá sami eða um 116.000 í stað 118.000 áður,“ sagði Peroots á fundi með fréttamönnum. Hélt hann því fram, að skæmliðar í Afg- anistan héldu áfram harðri baráttu gegn Sovétmönnum, sem væm því í sömu sjálfheldu þar og áður. Peroots sagði ennfremur, að um 25.000 sovézkir hermenn hefðu fallið eða særzt í Afganistan. Þá hefðu Sovétmenn misst yfír 500 flugvélar í styijöldinni, sem staðið hefur nær 7 ár. Jafnframt hefði fækkað í afganska stjómarhemum vegna „mannfalls, flótta og lið- hlaups". Nú væm ekki fleiri en 30.000 manns í þessum her, en þeir hefðu verið ekki undir 80.000, er Sovétmenn réðust inn í landið 1979. í næstu viku verða greidd at- kvæði hjá Sameinuðu þjóðunum um ályktun, sem Pakistan hefur lagt fram, þess efnis að allt erlent her- lið verði kallað burt frá Afganistan. Slík ályktun hefur verið samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna öll undanfarin ár, en Sovétmenn hafa alltaf virt hana að vettugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.