Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
< . . . k . * ír »
„ O&tjrju skk.1 sKrit-a? jn jir pa .' ty/vr
rny , écy Cjltymoti tj/tfouyynJi n ovnjrnf"
... að lofa honum
að sjá nýju baðföt-
Opnaður brynjuna og Ég er að færa inn í dag-
sýndu af þér karlmennsku, bókina. Hvernig stafar
maður. maður högarbörðör?
HÖGNI HREKKVÍSI
ÞeTTA Efc EKKEXT TJL AÐ GWA M AV'. "
Góður hljómburður en afleitir stólar
Kæru Reykvíkingar.
Það er ekki hægt annað en að
óska ykkur til hamingju með þetta
glæsiíega hús, sem Hallgrímskirkja
er. Hljómburðurinn var stórkostleg-
ur og söngurinn fallegur.
Það er öllum íslendingum ljóst
að þessi glæsilega bygging, sem
stendur svona hátt og gnæfír yfír
borgina, mun verða á ókomnum
árum, aðalsmerki og eitt helsta
auðkenni borgarinnar.
Það fer vel á því. Þetta er glæsi-
legt listaverk og ber bygginga-
mönnum gott vitni. Ekki eru
innviðir þessa musteris síður stór-
kostlegir, það mátti sjá í sjónvarp-
inu, en eitt var þó sem stakk mig.
Það voru stólamir, eða það sem
kallast sæti.
Ekki er hægt að segja að þeir
séu glæsilegir, hvað þá að þeir séu
þægilegir. Það er mín skoðun að
þessir stólar séu einhveijir þeir
mestu hörmungarstólar sem um
getur. Þessi gerð af stólum hefur
verið notuð í hliðarálmunni undan-
farin ár og það má fínna svona stóla
á einstaka stað og allir forðast þá
í lengstu lög.
Ég var staddur við jarðarför,
þama í hliðarálmunni, fyrr á þessu
ári og sat aftarlega. Þegar leið á
athöfnina var ég allur kominn á
fleygiferð á stólnum, mér var farið
að líða svo illa í sætinu að ég gat
ekki verið kyrr, ég var nánast hætt-
ur að heyra hvað blessaður prestur-
inn sagði. Þá tók ég eftir því að
nánast allur salurínn, flest allt fólk-
ið, átti við sama vandamál að stríða
og ég. Það gat ekki setið rólegt á
stólunum og þessu fylgdi mikill
hávaði, svo mikill að vart heyrðist
í prestinum þama aftarlega í saln-
um.
Ég hugsaði með mér: Mikið þurfa
þetta að vera góðir prestar sem
þama þjóna, mikið þarf að vera
góður kór og góð orgeltónlist til
þess að fólk reyni að leggja þetta
á sig. A.m.k. auka svona stólar
ekki kirkjusókn.
Hefði nú ekki verið athugandi
að kaupa þægilegri stóla, t.d.
íslenska, og fá um leið viðhalds-
þjónustu. Þessir stólar • þurfa
kannski ekki mikið viðahald, vegna
þess að í þeim verður lítið setið.
Ég vil spyija, ber ekki húsið þess
merki að frábærir byggingamenn
hafí reist það, lagt metnað sinn í
þetta starf, svo það mætti vera allri
íslensku þjóðinni til sóma? Hvers
vegna mátti ekki leita til íslenskra
húsgagnasmiða? Það hefði einmitt
átt vel við því einmitt þama í holt-
inu stóð vagga íslenskrar hús-
gagnagerðar fyrr á öldinni. Það er
eðlileg krafa, þegar slík stórbygg-
ing sem Hallgrímskirkja er byggð
og það að miklu leyti fyrir sam-
skotafé, og nokkum stuðning af
hálfu hins opinbera, að nýttir séu
kraftar íslensks launafólks og að
ekki séu fluttir inn svona stólar frá
útlöndum, þegar hægt er að fá mun
betri innanlands, og jafnvel ekkert
dýrari. Þá hefði jafnvel verið hægt
að hafa þá bólstraða.
Kannski stendur þetta til bóta,
þeir fá kannski betri sæti fyrir eldra
fólk eða á fólk kannski að líða kval-
ir á meðan það situr í kirkju?
í Guðs friði.
Kristbjörn Arnason
Víkverji skrifar
MIKILL fjöldi blaða og tímarita
er gefínn út hér á landi og fer
hluti þessarar útgáfu um borð
Víkveija, auk gífurlegs magns af
skýrslum og bæklingum alls konar.
Mjög gaman hefur verið að fylgjast
með því, hvemig aukin prenttækni
hefur sett svipmót sitt á þessa útg-
áfu sem aðra. í því flóði, sem fram
hjá Víkveija fer, em mörg dæmi
um vandaða útgáfu, bæði um efni
og útlit. Dæmi um hið gagnstæða
em líka mörg. Og svo em önnur
um allt þama í miili.
Og eins og útlitið er misjafnt,
þannig er innihaldið líka af ýmsu
tagi. Svo lesendur Víkveija fái
raunsanna mynd af því, sem á bak
við þessa þanka býr, má nefna, að
á meðan framanritað var skrifað á
skjá, fóm eftirtaldar útgáfur um
borð Víkveija: TR - fréttir, frétta-
blað Trésmiðafélags Reykjavíkur,
fréttabréf Jöklarannsóknafélags ís-
lands, fréttabréfið Friðarhreyfíng
fslenzkra kvenna og A döfínni -
íslenzkur iðnaður, sem Félag
íslenzkra iðnrekenda gefur út.
Þetta eintak TR - FRÉTTA er
aðeins einblöðungur, en sjötta tölu-
blað annars árgangs. Þama er sagt
af félagsfundi um kjaramálin og
sagt frá námskeiðum, sem félags-
menn eiga kost á, og vetrarorlofí.
Þama er líka áminning til trésmiða
um að með tilkomu nýju húsnæðis-
löggjafarinnar, sé ástæða til að
fylgjast sérstaklega vel með iðgjal-
dagreiðslum atvinnurekenda til
lífeyrissjóðs trésmiða.
Fréttabréf Jöklarannsóknafé-
lagsins er nr. 15 október 1986
og telur átta síður í litlu broti. Á
forsíðunni er kynntur haustfundur
félagsins og árshátíðin á baksíð-
unni. Inni í fréttabréfínu em m.a.
grein um Jeppa á Jöklum, teikning-
ar af skála II Grímsfjalli og sagt
frá jöklabreytingum. Þar kemur
fram, að enn hopar Tungnáijökull
hjá Jökulheimum, nú í ár um 59
m. Jöklar á Vestfjörðum og Norður-
landi hafa látið á sjá, Kaldalónsjök-
ull hefur hopað um 100 metra og
Reykjafjarðaijökull um 28 metra.
Um Skeiðaráijökul segir, að hann
hafí á mæliárinu 1984/85 gengið
allrösklega fram, en á síðastliðnum
vetri hafí vesturhluti jökulsins
gengið fram og ýtt við jökulöldum
á aumnum suður af Súlutindum.
Nú er þar allrt að verða rólegt.
Eystri hluti jökulsins hefur hins
vegar staðið í stað, eða hopað lítið
eitt. Suðuijaðar Múlajökuls í Hof-
sjökli hljóp fram um 318 metra, en
Síðujökull héfur hopað um 33
metra. Sólheimajökull skríður hins
vogar stöðugt fram og teygði vest-
ui-tunga hans sig yfír 51 metra.
Fréttabréf Friðarhreyfíngar
íslenkra kvenna er lítill ijórblöðung-
ur, annað tölublað, §órði árgangur.
Þama em ýmsar stuttar fréttatil-
kynningum um liðna atburði. En
fremst er hins vegar ávarp, þar sem
m.a. kemur fram, að friðarhreyfing-
in vinnur nú að upplýsingabækling-
um um friðarmál og vonast
forráðamenn hennar til þess, að
unnt verði að gefa eitthvað af því
efni, sem tilbúið er, út á þessu ári.
Á döfínni, sem Félag íslenzkra
iðnrekenda gefur út er átta síðna
blað í stærra broti, en fyrmefndu
fréttabréfín. Það er myndskreytt
og skemmtilega úr garði gert. í því
era ýmsar fréttir úr íslenzkum iðn-
aði. Meðal annars er vitnað til
skýrslu nefndar á vegum iðnaðar-
ráðuneytis, þar sem fram komi, að
skattlagning á raforku til iðnaðar
sem hlutfall af útsöluverði án skatta
sé langhæst í Reykjavík allra höfuð-
borga Norðurlanda. Þar sé þessi
skattlagning 25% meðan hún sé
engin í Kaupmannahöfn.
XXX
Af öðra efni velur Víkveiji að
nefna frétt með fyrirsögninni:
“Lýst er eftir 330 manns". Þar
kemur fram, að nær 330 manns
vantar til starfa hjá fyrirtækjum,
sem em í Félagi íslenzkra iðnrek-
enda. Niðurstöður könnunar um
þetta efni sýna að fólk vantar í all-
ar greinar vömframleiðslu, ófag-
lært fólk vantar mest á höfuð-
borgarsvæðinu, en faglært fólk
annars staðar. í einstökum iðn-
greinum virðist ástandið hvað verst
í fataiðnaði, en skárst í drykkja-
vömiðnaðinum.
Þannig má tína ýmislegt til, ef
menn nenna að renna augunum
yfír efnið. Magn þessarar útgáfu
er hins vegar orðið slíkt, að engum
einum er það ætlandi að lesa hana
alla. En íjölbreytnin er skemmtileg.