Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1 NÓVEMBER 1986
Davíð Scheving Thorsteinsson:
„Hef um margra
ára skeið styrkt Al-
þýðubandalagið“
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins,
heldur hinu gagnstæða fram
DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson forsljóri Sól hf. segir fyrirtæki sitt
hafa stutt Alþýðubandalagið með fjárframlögum á hveiju ári, mörg
undanfarin ár, og segist hann því alls ekki skilja fullyrðingar Svav-
ars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins í þá veru að Alþýðu-
bandalagið hafi ekki tekið við peningum frá fyrirtækjum í landinu.
Þetta kom fram i samtali blaðamanns Morgunblaðsins við Davíð í gær.
Svavar Gestsson sagði í útvarps-
þætti Bylgjunnar fyrr í vikunni: „Ég
held að það sé auðvitað alveg ljóst,
að Alþýðubandalagið hefur ekki,
sem stjórnmálaflokkur, tekið við
peningum frá fyrirtækjum í landinu
... Þannig að þetta er nú bara
ómerkilegt slúður í Davíð Scheving
og hans nótum."
Davíð sagði í gær: „Það hefur
komið til mín mörgum sinnum mað-
ur og borið mér kveðju félaga
Svavars. Hann hefur spurt hvort
ég gæti ekki hjálpað þeim alþýðu-
bandalagsmönnum. Nú í vor kom
hann t.d. fyrir bæjar- og sveitar-
stjómarkosningamar, og bað um
styrk. Ég hef veitt Alþýðubandalag-
inu slíka styrki, og þessi maður
hefur farið út með peningana. Ég
er alveg sannfærður um að þessir
peningar hafa runnið til Alþýðu-
bandalagsins, svo vel þekki ég
þennan mann.“
Davíð sagðist hafa rætt við ofan-
greindan alþýðubandalagsmann í
fyrrakvöld og hann hefði vissulega
staðfest að ijárstyrkir frá fyrirtæki
Davíðs hefðu ávallt skilað sér til
Alþýðubandalagsins. „Hann segir
að ekki sé víst, að Svavar hafi vitað
frá hvaða fyrirtæki eða hvaðan
peningamir komu," sagði Davíð,
„en vissulega hafi hann vitað af því
að fé var safnað frá nokkrum fyrir-
tækjum."
Davíð sagði að í marga áratugi
hefði hans fyrirtæki greitt peninga
til flokksins, hvort sem hann nú
hefði heitið Sameiningarflokkur al-
þýðu, Sósíalistaflokkurinn, eða
Alþýðubandalagið. Davíð sagðist
reikna með að í gegnum tíðina hefði
verið um árlega styrki að ræða og
aðspurður um hversu háa upphæð
væri að ræða hveiju sinni, sagði
hann: „Ætli það séu ekki svona ein
góð mánaðarlaun, á ári hveiju. Ég
á von á því að þeir komi nú í vor,
þegar þeir þurfa að fara að fjár-
magna kosningabaráttuna, vegna
alþingiskosninganna. “
„Annað hvort veit Svavar ekki
hvað er að gerast í hans eigin flokki,
og veit þar af leiðandi ekki hvemig
hans eigin flokkur er fjármagnað-
ur, eða hann segir þetta gegn betri
vitund, og er þar með að bera þjófn-
að upp á þennan sendimann sinn,“
sagði Davíð og bætti við: „Það fyrra
er nú ekki gott afspumar, ef rétt
er og það síðara er ómerkilegt."
Á ljósmyndasýningv í Grindavík Mo-“ B-
í gær var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
og var myndin tekin, er Guðfínnur og Helga Jó-
hannsdóttir, eiginkona hans, fylgdu forsetanum
um sýninguna. Sjá samtal við Guðfínn á bls. 34.
„ÞETTA er búið að vera alveg geysilega fínn dag-
ur, góð aðsókn og gestimir hlýir í viðmóti," sagði
Guðfínnur J. Bergsson, lögregluvarðstjóri og ljós-
myndari í Grindavík, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. Meðal gesta á ljósmyndasýningu hans
Deildar meiningar um
skammtímasamninga
Líkur á að samningaviðræður geti haf ist í næstu viku
DEILDAR meiningar eru meðal formanna landssambanda innan
Alþýðusambands íslands um hvort gera beri kjarasamninga til stutts
tíma i vetur eftir að samningar renna út um áramótin. Hins vegar
eru þeir á einu máli um að fátt sé því til fyrirstöðu að samningavið-
ræður geti hafist og verði jafnvel af fundum í næstu viku, en
Vinnuveitendasambandið óskaði eftir að undirbúningur samningavið-
ræðna hæfist hið fyrsta með bréfi til landssambandanna á fimmtu-
daginn var.
Tillaga stjómar og trúnaðar-
mannaráðs verkamannafélagsins
Dagsbrúnar í Reykjavík um að gild-
andi kjarasamningar verði fram-
lengdir til vorsins og áhersla lögð
á að tryggja núverandi kaupmátt
og helst auka hann, verður lögð
fyrir almennan fund í félaginu á
morgun, sunnudag. Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar og formaður Verkamanna-
Hinrik Frehen:
Biskup kaþólskra
á Islandi látinn
HINRIK FREHEN biskup kaþ-
ólskra á íslandi lést á heimili sínu
hér í Reykjavík í gærmorgun.
Hinrik Frehen fæddist i Hollandi
24. janúar 1917. Hann gekk í
reglu Montfortpresta. Fyrstu
klausturheit sín vann hann 8.
september 1937 og var vígður
prestur 18. desember 1943.
Prehen var kennari í mennta-
skóla fyrir prestsefni fyrstu 2 árin
eftir prestvígsluna, en stundaði eft-
ir það framhaldsnám við háskólann
í Louvain. Hann varði doktorsrit-
gerð 1949. Eftir það var hann
prófessor við prestaskóla í Hollandi
og kenndi biblíufræði og kenninga-
ftæði.
1958 var Frehen útnefndur yfír-
prestur í Montfortreglunni í
Louvain. 1963 var hann kvaddur
til starfa í Róm. 18. október 1968
var Frehen tilkynnt að hann hefði
verið útnefndur biskup kaþólskra á
íslandi. Hann meðtók biskupsvfgslu
í heimabæ sínum í Hollandi 8. des-
ember 1968. 20. desember sama
Biskup kaþólskra á íslandi, Hin-
rik Frehen.
ár fluttist hann hingað til lands og
hér hefur hann verið síðan.
sambands fslands, sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann teldi út
af fyrir sig ekkert því til fyrirstöðu
að samningaviðræður hefjist fljót-
lega. Sagði hann ástæðu tillögunn-
ar um skammtímasamninga þá að
erfítt væri að tryggja árangur
samninga, nema ríkisstjóm ætti
aðild að þeim og ný ríkisstjóm, sem
tæki við eftir kosningar í vor, væri
ekki bundin af því sem fyrri ríkis-
stjóm hefði samþykkt. „Við viljum
fá tryggingu fyrir því að það kaup
haldist sem samið er um. Það tókst
okkur í fyrsta skipti í samningunum
í febrúar," sagði Guðmundur. Hann
sagði að tillagan gerði ráð fyrir því
að tíminn í vetur yrði notaður til
þess að undirbúa fyrirhugaða upp-
stokkun á launakerfunum, en slík
uppstokkun væri ekki jafn auðvelt
og menn vildu vera láta.
Guðmundur Þ. Jónsson, formað-
ur Landssambands iðnverkafólks,
sagði að sambandið væri tilbúið til
viðræðna við Vinnuveitendasam-
bandið og hefðu tveir til þrír fundir
þegar verið haldnir með Félagi
- íslenskra iðnrekenda, þar sem rætt
hefði verið að hveiju skyldi stefnt
í samningunum í vetur. Hann sagð-
ist ekki vera tilbúin til þess að
framlengja óbreyttu ástandi með
skammtímasamningum, fólk sem
væri með 19-23 þúsund krónur í
mánaðarlaun gæti ekki beðið. Stór
hluti félagsmanna væri á þessum
töxtum. „Það verður ekki þolað og
þarf ekki að rökstyðja það,“ sagði
Guðmundur.
Bjöm Þórhallsson, formaður
Landssambands íslenskra verslun-
armanna og varaforseti ASÍ, sagði
sambandið tilbúið til viðræðna við
vinnuveitendur og yrði fundur ör-
ugglega í næstu viku. Sagði hann
það ekki koma til greina að fresta
þeim málum, sem ætlunin væri að
ræða í samningunum í vetur, þ.e.
að lagfæra launakerfið og færa
taxtakaup að greiddum launum.
Tímalengd samningsins skipti ekki
máli, en samningur sem ekki full-
nægði þessum atriðum væri ekki
inn í myndinni.
Guðjón Jónsson, formaður Málm-
og skipasmiðasambandsins, sagði
að bréf VSÍ hefði ennþá ekki verið
rætt í stjóminni, en hann reiknaði
ekki með því að nein fyrirstaða
væri á því að hitta vinnuveitendur
að máli. Hann sagði að skammtíma-
samningar væru ekki útilokaðir,
það færi allt eftir því hvað i boði
Benedikt Davíðsson, formaður
Sambands byggingarmanna, sagði
að sambandið væri þegar tilbúið til
að helja viðræður. Hann sagði að
lengd samningstímabilsins yrði að
metast í samræmi við innihald
samningsins. Hann skildi vel þá sem
vildu semja til skamms tíma eða
þar til ný ríkisstjóm hefði tekið við
völdum, en sagði að hann teldi
samningsaðila ekki taka mikla
áhættu, þó samið yrði til lengri
tíma.
íbúð skemmd-
ist í eldi
ELDUR kom upp i risíbúð í stein-
húsi við Langholtsveg í gær.
Engan sakaði, en íbúðin er mjög
mikið skemmd.
íbúi á neðri hæð hússins varð
var við eldinn.
Slökkvistarf gekk vel og var að
mestu lokið innan hálfrar stundar.
Þegar slökkviliðið var önnum
kafið á Langholtsvegi barst tilkynn-
ing um eld í Kleppsspítala. Þegar
slökkviliðsmenn komu á staðinn
reyndist enginn eldur vera laus,
heldur hafði brunaboði gefíð frá sér
merki vegna bilunar.
Belladonna sæk-
ir ísland heim
ÍTALSKI bridgespilarinn Giorgio BeUadonna er væntanlegur
hingað til lands 20. nóvember næstkomandi á vegum ferða-
skrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar. Hann dvelur hér
í fjóra daga og tekur þátt í tvímenningskeppni, sem ferða-
skrifstofan stendur fyrir þessa daga.
áttján árum frá 1957-75 varð
sveitin 16 sinnum heimsmeistari
og var Belladonna sá eini, sem
spilaði með sveitinni öll árin.
Belladonna er núi 63 ára gam-
all og rekur spilaklúbb á Ítalíu.
Belladonna er sennilega þekkt-
asti bridgespilari heims og sá
stigahæsti, enda varð hann heims-
meistari sextán sinnum með
ítölsku Bláu sveitinni, sem bar
höfuð og herðar yfír aðrar bridge-
sveitir í heiminum um árabil. Á
Skoðanakönnun Sjálfstæðis-
flokksins Reykj aneskj ördæmi
SKOÐANAKÖNNUN kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjan-
eskjördæmi lýkur í dag, laugardag-
inn 1. nóvember.
í frétt frá kjördæmisráðinu seg-
ír, að þeir, sem enn hafí ekki skilað
kjörseðli sínum geti gert það í dag
í Valhöll, Háaleitisbraut 1 milli
klukkan 10 og 12 fyrir hádegi.