Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L NÓVEMBER 1986 23 Lostadans kímninnar Myndlist Bragi Ásgeirsson Vafalítið er listgáfan guðsgjöf, en það færi lítið fyrir henni hefði hún ekki lífið sjálft sér til fullting- is og ekki sakar hér smáskammtur af kímnigáfu að auki. Nóg hefur listin átt til af þurr- pumpum á umliðnum öldum, þjökuðum af tilbúinni lífsþreytu, „Weltschmerz", eins og það heitir á fínu máli. Oftast stafaði þessi þjáning viðkomandi út af áhyggj- um og umhyggju fyrir náungan- um, fólki sem var svo vitlaust og vorkunnsamlega heimskt og ólíkt þeim botnlausu viskubrunnum, sem þeir töldu sjálfa sig vera. Óhamingja heimsins fólst í því, að ekki skyldu allir vera eins og þeir sjálfír, hugsa eins og bregð- ast jafn viturlega við mannlegum fyrirbærum. En svo eru til aðrir, sem ekki eru haldnir neinni yfirþyrmandi löngun til að hafa forsjá fyrir öðrum né betrumbæta heiminn með heimatilbúinni andlegri há- speki. Þeir láta hlutina einfaldlega ganga fyrir sig, gera það sem þeim langar til og vona að aðrir geri það líka. Þeim er blessunarlega sama um allar stefnur og isma í listinni, impressjónisma, fauvisma, kúb- isma og kommúnisma — því að þeirra eini og sanni ismi er lífíð sjálft í íjölbreytni sinni, ljótleika, fegurð og allt þar á milli... Einn þessara fágætu manna er Orlygur Sigurðsson, og tilefni þessara skrifa eru 56 myndverk, sem hann sýnir í Ásmundarsal fram til sunnudagsins 9. nóvem- ber. Og hér er ekki verið að skafa af hlutunum, hvorki í opinskáum pensildráttum né hressilegum nöfnum á myndunum, þeim sjálf- um til styrktar og skoðendum til upplyftingar. Hér eru „Graðhestar á Göngu- skörðum", „Folar í fjallasal", Pilsfaldafreyjur í flekk", „Kynóði huldumaðurinn úr dulheimum svífur yfir hvílu ejrfírsku heima- sætunnar“, „Guðsmaður á glap- stigum", „Hrossagjálífí" og fleira og fleira. Strikin eru létt og leikandi í myndunum, ekki síður en nöfnin svo og höfundurinn en þó er hvergi farið út fyrir almennt vel- sæmi, svo sem menn hugsa þótt þeir segi það ekki endilega upp- hátt. Það, sem gefur myndunum gildi fram yfír landsþekkta og einhvem tíma heimsþekkta kímnina, er að listamaðurinn er prýðilega drátthagur og hefur ágæta tilfínningu fyrir lit. Á það einkum við í hinum ýmsu húsa- myndum á sýningunni frá þeim tíma, er húsin voru með sál og ásjónu. Gott dæmi um eina slíka mynd svona til áréttingar framan- skráðu er „Trúboðsstöð séra Cooks á Akureyri" (46), sem er mjög lifandi og minnir jafnvel á meistara Dufy, en án þess að um neina beina samlíkingu sé að ræða því að þetta eru einkenni ger.an- dans sjálfs þegar hann er í essinu sínu og gleymir um stund pils- faldafreyjum á flandri og öllum heimsins Lúlúum lipurtám. Það má með sanni segja, að það sé engin lognmolla í Ásmund- arsal þessa dagana heldur losta- seiður kímninnar í æsilegum leik við pentskúf og liti lífslistamanns- ins snjalla, Örlygs Sigurðssonar. þvi EMBI/Vóxn' SkxPTx'R J~LL MXkLU- MÁLX .. (SÆÐI 06c Gob HöNhJusJ TRyöcócJA TÖVOTA BiluH a* LANúcAhJ V i L±FTÍMA r SOLLLSkO-bU-N/ A NlOTU&UM BXLLLM ER FARXÍj X SAUMAnM 'f\ ÖU-UM HLLLTUM - Oa CcERT VIb þAb SLM I^ARFnIAST - Vlf)íiERÍ)AR S "BorGtAR HflmxMíí 06ú &ETILR svo FE-NúLTb AFOcAn/ócX/sIn/ ^ LAHAbAV X ATta MAnJ. / >EGAR kAuPXR n/otAL>AN Btl - Æ.TTIRÐU AE> ATHXGA SelXAnJöAnJnJ V TAFNÍ VEL BXLXMnI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVIK SÍMI (91)687120 essemm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.