Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 36
-------------V MöJRGUNELáÐÍÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986
W-------
Nýjar leiðir til lausn-
ar ágreiningsmála
Jómfrúrræða Maríu Jóhönnu Lárusdóttur á Alþingi
María Jóhanna Lárusdóttir (Kl.-
Rvk.) flutti sína fyrstu þingræðu,
jómfrúrræðu, er hún mælti fyrir
þingmáli um almennar kosningar
íbúa sveitarfélaga um einstök mál,
ef tiltekinn hluti íbúa óskar eftir.
Meginefni ræðunnar fer hér á eftir.
Leiftur úr fortíð
lýsir upp nútið
í fomum bókmenntum okkar ís-
lendinga segir frá örlaganomunum
Urði, Verðandi og Skuld er sátu
við Urðarbrunn og skópu mönnum
og goðum örlög er voru samofin
úr fortíð, nútíð og framtíð. Gildi
fortíðarinnar fyrir örlög manna var
því þýðingarmikið, án hennar var
engin nútíð og því síður framtíð.
Fortíðin er okkur nútímamönnum
mikilvæg. Hún er mikilvæg vegna
þess að á tímum hraðra breytinga
er hætt við að maðurinn rofni úr
tengslum við uppruna sinn og að
"*þau verðmæti er sköpuðu honum
lífsskilyrði gleymist í umróti nýj-
unganna. Dagurinn í dag er
framhald gærdagsins og ekkert af
því sem gerðist í gær er hægt að
endurtaka. Spuna örlaganomanna
er ekki hægt að stöðva — ekki
hægt að hægja á honum, rekja
hann til baka og leiðrétta mistök
eða lagfæra þá galla er kunna að
fínnast í munstrinu.
Stundum er sem bregði leiftri úr
fortíðinni yfír í nútíðina, lýsi upp
iíðandi stund og geri hana sýnilegri
og skiljanlegri. Slíku leiftri bregður
fyrir hjá Albert Einstein er hann
varaði við afleiðingum kjamorkunn-
ar.
Ragnarök afleiðing
fortíðar ásanna
Sýn Einsteins fram á við inn í
heim kvíða og öryggisleysis okkar
nútímamanna er lík annarri er við
íslendingar þekkjum úr bókmennt-
um okkar. í Snorra-Eddu segir frá
því er Baldur, hinn hvíti ás, var
drepinn og varð að hverfa niður til
Heljar, með leyfí forseta. „En er
æsimir freistuðu að mæla, þá var
hitt þó fyrr at gráturinn kom upp,
svá at engi mátti öðrum segja með
orðunum frá sínum harmi, en Óðinn
bar þeim mun verst þennan skaða
sem hann kunni mesta skyn, hversu
mikil aftaka og missir ásunum var
í fráfalli Baldurs."
Óðinn var vitrastur ásanna og
sá lengra fram en þeir. Honum var
ljóst að dauði Baldurs færði æsi nær
þeim ragnarökum sem þeir höfðu
kallað yfir sig, með því að ánetjast
ágimdinni og fremja eiðrof. Óðinn
hafði reynt að forða ásum frá örlög-
um sínum með því að auka liðsstyrk
sinn og þekkingu og í því skyni
selt auga sitt að veði fyrir sopa úr
viskubrunni Jötna. En vopnabrak
Einheijanna og hin áunna þekking
hafði einungis aukið á bölið, slævt
meðfædda visku hans og sýn. Þess
vegna hafði honum yfírsést mistil-
teinninn er grandaði hinum hvíta
ás og færði hinum illu öflum sigur.
Dauði Baldurs var þvi aðeins einn
þráður í örlagavef þeim er nomim-
ar spunnu herguðunum og afleiðing
þeirra eigin fortíðar.
Hugarf arsbreyting
sprottin úr grasrót
Framfarir liðinna áratuga hafa
leitt okkur mennina inn á nýjar
brautir, opnað okkur nýjar víddir.
Það sem var áður hulið hefur
mannshugurinn leitt fram á sjónar-
sviðið með þekkingu sinni á
umheiminum, náttúmnni og þeim
öflum sem í henni búa. Tækniundr-
in hafa þó ekki fært mannkynið
fjær þeim ragnarökum er Einstein
boðaði fyrir Qórum áratugum. Sýn
okkar hefur hins vegar breyst,
heimsmyndin hefur dregist saman.
Okkur er ljósara en áður að örlög
okkar em samofín og að sérhver
þráður sem ofínn er í þann veg
getur skipt mannkynið sköpum.
Geislavirkni, mengun og ránjrrkja
virða ekki landamæri og hvort sem
ofbeldi beinist gegn fólki eða nátt-
úmnni hefur það ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir alla heildina. Sú
kreppa sem mannkynið er í hefur
þó haft jákvæðar afleiðingar í för
með sér. Hinn breytti hugsunar-
háttur sem Einstein boðaði er
orðinn að vemleika hjá fjölda fólks
víða um heim. Hann lýsir sér í því
að fólk situr ekki lengur aðgerða-
laust og bíður eftir að aðrir taki
ákvarðanir er varða framtíð þess
og afkomenda sinna. Þessi hugar-
farsbreyting hefur sprottið upp úr
grasrótinni og teygir anga sína
sífellt víðar.
Friðarhreyfingar, mannréttinda-
samtök og umhverfísvemdarhreyf-
ingar þrýsta á stjómmálamenn að
leysa mál með öðmm hætti en í
krafti styrkleika og yfírburða.
Hugvit og mannelska
í staö vopna
Leiðtogafundur stórveldanna hér
á dögunum sýndi okkur fram á að
þessi hugarfarsbreyting hefur hins
vegar ekki náð til stjómmála-
manna. Á meðan hugir milljóna
manna sameinuðust í bæn um að
endir yrði bundinn á vopnakapp-
hlaupið sátu tveir menn bak við
luktar dyr og ræddu saman. Tveir
menn með fjöregg alls mannkynsins
í höndum sér. Niðurstaða viðræðna
þeirra staðfesti það sem við vitum
með sjálfum okkur að feigðaröflin
búa með manninum sjálfum en ekki
í ímynduðum andstæðingi hans.
Kjamorkuvopn eru afsprengi þess
hugarfars að hemaðarlegur og Qár-
hagslegur styrkur gefí einum aðila
jrfírburði jrfír annan og að sá sem
sterkari er eigi skilyrðislausan rétt
á sterkari stöðu við samningaborð-
ið. Slíkt hugarfar hefur ráðið
ferðinni í stjómmálaheiminum allt
frá dögum Rómveija en þeirra boð-
orð var, (með leyfí forseta) ef þú
vilt frið þá skaltu undirbúa þig fyr-
ir stríð. Eftir að maðurinn beislaði
kjamorkuna gilda þessar leikreglur
ekki lengur í samskiptum þjóða og
manna. „Allt hefur breyst," sagði
Einstein, í fyrsta skipti í sögunni
verður maðurinn að treysta á hug-
vit sitt og mannelsku til að halda
frið við aðra menn, hann getur ekki
lengur birgt sig upp með sterkari
vopnum en andstæðingurinn til að
styrkja stöðu sína þar sem þau
myndu einnig granda honum sjálf-
um. Leiðtogafundurinn kenndi
okkur Iíka það að við getum ekki
lagt líf okkar og framtíð í hendur
örfárra manna. Sú ábyrgð er mað-
urinn-ber á allri tilveru lífs á jörðinni
er sameiginleg ábyrgð okkar allra.
Friður getur aldrei orðið að veru-
leika nema sérhver einstaklingur,
sérhver þjóð leggi sinn skerf að
mörkum. Þess vegna er mikilvægt
að fólk hafí möguleika á að hafa
frumkvæði að eigin lífí og taki þátt
í sköpun samfélags síns. Aukin
valddreifíng og samábyrgð er krafa
samtíðarinnar og angi þeirrar hug-
arfarsbreytingar er hefur skotið
rótum víða vegna þeirrar sameigin-
legu hættu er mannkynið horfist í
augu við. Nýjar leiðir til lausnar
ágreiningsmála og breyttar starfs-
aðferðir í stjómun eru nýjungar sem
vel rekin fyrirtæki, skólar og þjón-
ustustofnanir hafa tekið upp.
Styrkur sérhverrar stofnunar felst
í því að sem flestir séu þátttakend-
ur en ekki þolendur. Það sama gildir
um fjölskyldur, samfélögogþjóðir.
Fulltrúalýðræði —
valdframsal
Það stjómarform er við íslend-
ingar ásamt flestum þjóðum hins
vestræna heims búum nú við er
lýðræði. Hugmjmdin að baki lýð-
ræðishugtakinu er að æðsta valdið
sé hjá þjóðinni og að allur almenn-
ingur eigi að velja um þá kosti sem
uppi em um skipan og þróun þjóð-
félagsins.
Fyrmrn þekktist það form lýð-
ræðis, að borgarar réðu ráðum
sínum á opnum fundum svo sem
var í borgríkjunum grísku og hér á
Þjóðveldisöld þar sem menn réðu
ráðum sínum á almennum fundum
eða samkomum. Þetta lýðræðis-
form reyndist, er stundir liðu fram,
þungt í vöfum og óhentugt. í sveit-
arfélögum gildir reglan um fulltrúa-
lýðræði. Allir íbúar í sveitarfélagi,
sem kosningarrétt eiga þ.e. em
orðnir 18 ára, eiga rétt á að kjósa
menn í sveitarstjóm til ijögurra ára
til að fara með stjóm sveitarfélags-
ins. Hér er um einskonar valda-
framsal að ræða frá íbúum
sveitarfélags, kjósendum, til sveit-
arstjómar.
í stað þess að allir kjósendur
taki ákvarðanir og ráði öllum mál-
um, fela þeir nokkmm mönnum
fullt vald til umráða tiltekið tímabil.
Sveitarstjómarmenn em þó ekki
bundnir af fyrirmælum umbjóðenda
sinna, í afstöðu sinni til einstakra
mála en einungis af lögum og sann-
færingu sinni, sbr. 3. mgr. 40. gr.
sveitarstjómarlaga nr. 8/1986, al-
menn atkvæðagreiðsla í sveitarfé-
lögum. Lengi hefur það þekkst í
fámennari sveitarfélögum hér á
landi, að haldnir væm svonefndir
borgarafundir eða sveitarfundir
bæði til að kjmna íbúum málefni
sveitarfélagsins almennt, svo sem
í tengslum við afgreiðslu árlegrar
íjárhagsáætlunar eða til að leita
álits þeirra í einstökum málum. í
31. gr. eldri sveitarstjómarlaga nr.
58/1961 var ákvæði um slíka fundi
í hreppum og skyldu hreppsnefndar
til að halda þá, ef fjórðungur kjós-
enda æskti þess.
í áfengislögum nr. 82/1969 er
ákvæði varðandi almenna atkvæða-
greiðslu. Þar er heimilað að setja á
stofn útsölu frá ÁTVR í kaupstöð-
um. Þó er sú heimild takmörkuð
við það, að samþykkt hafí verið í
almennri atkvæðagreiðslu, að slík
útsala skyldi sett á laggimar. Einn-
ig er ákvæði um það, að áfengisút-
sala skuli lögð niður, ef það er
samþykkt í almennri atkvæða-
greiðslu. í þessu sfðara tilviki er
beinlínis um það að ræða að farið
skuli í stjómarathöfn eftir vilja
meirihluta kjósenda.
í 108. gr. sveitarstjómarlaga frá
’86 er ákvæði um, að sveitarstjóm
skuli láta fara fram atkvæða-
greiðslu innan sveitarfélags um
tillögu er varðar sameiningu sveit-
arfélagsins við annað eða önnur
sveitarfélög. Sé tillaga um samein-
ingu felld í slíkri atkvæðagreiðslu,
verður sveitarfélagið skv. 109. gr.
sömu laga, ekki sameinað að svo
stöddu. Slíkar atkvæðagreiðslur
hafa farið fram í sameiningarmál-
um t.d. á ísafirði og Eyrarhreppi
og í Dyrhólahreppi og Hvamms-
hreppi á sínum tíma.
Þótt ekki hafí verið ákvæði um
það í lögum hefur jafnan verið tal-
ið, að sveitarstjóm væri heimilt að
efna til almennrar atkvæðagreiðslu
María Jóhanna Lárusdóttir
eða skoðanakönnunar meðal íbúa
sveitarfélags um einstök mál til að
kanna hug og afstöðu íbúanna.
Helst eru það „viðkvæm" umdeild
mál eða tilfinningamál sem efnt
hefur verið til skoðanakannana um
s.s. hvort lejrfa skuli hundahald í
sveitarfélagi? hvort brejda skuli
nafni sveitarfélags? hvort kaupa
skuli fasteign o.s.frv. Er þá spurt
um afstöðu kjósandans, og hann
beðinn að krossa við já eða nei.
í sveitarstjómarlögum nr.
8/1986 er í 54. gr. það nýmæli, að
sveitarstjóm skuli heimilt að efna
til almennrar atkvæðagreiðslu í
sveitarfélaginu um einstök mál. I
54. gr. er þó engin nýjung á ferð-
inni heldur er þar kveðið nánar á
um heimild sveitarstjómar sem hún
hefur haft í raun. í 54. gr. er einn-
ig kveðið á um rétt íbúa minni
sveitarfélaga til að óska eftir al-
mennum sveitarfundi en ályktanir
slíkra funda eru þó ekki bindandi
fyrir sveitarstjóm. í 54. grein lag-
anna er hins vegar ekkert ákvæði
sem heimilar íbúum stærri sveitar-
félaga að fara fram á almenna fundi
um málefni sveitarfélagsins.
Beint lýðræði
Þegar hæstvirtur félagsmálaráð-
herra, Alexander Stefánsson, lagði
fram fmmvarp til sveitarstjómar-
laga er samþykt var frá Álþingi
síðastliðið vor gerði hann grein fyr-
ir meginsjónarmiðum þeim ér höfðu
verið höfð að leiðarljósi við samn-
ingu frumvarpsins.
Eitt þessara sjónarmiða var að
stuðla að lýðræðislegri stjómar-
háttum í meðferð sveitarstjómar-
mála. í 54. gr. er ekkert sem tryggir
aukin lýðræðisleg réttindi íbúanna
umfram það sem verið hefur.
Með þessu frumvarpi er leitast
við að efla áhrif fólks á umhverfí
sitt og daglegt líf. í sveitarstjómar-
kosningum er kosið um fjölmörg
mál og því óhægt um vik fyrir al-
mennan kjósanda að hafa áhrif á
einstök málefni.
í stórum sveitarfélögum er oft
löng leið frá kjósanda til fulltrúa
hans og því vafasamt að fulltrúinn
taki alltaf afstöðu í samræmi við
umbjóðendur sína enda er hann
ekki bundinn af því samkvæmt lög-
um. Það hlýtur því að vera styrkur
sveitarstjómar að vita hver afstaða
umbjóðenda hennar er til einstakra
mála. Það hlýtur einnig að vera
styrkur sveitarfélags að minni hluti
stjómar hennar geti farið fram á
skoðanakönnun um einstök mál
sveitarfélagsins. Það tryggir að
meirihlutinn verði að taka tillit til
skoðana minnihlutans og mætti
ætla að slíkt fyrirkomulag sé að
öllu jöfnu heppilegt. Hér er einnig
verið að jafna rétt íbúa stærri og
smærri sveitarfélaga til að láta
skoðanir sínar í ljós á málefnum
sveitarfélagsins.
í þessu frumvarpi sem hér er
lagt fram er það nýmæli frá eldri
löggjöf að íbúar sveitarfélaga geti
farið fram á atkvæðagreiðslu í ein-
staka málum sem ekki er skylda
til að bera undir kjósendur skv. lög-
um. Er miðað við að tíundi hluti
kjósenda geti farið fram á slíka
atkvæðagreiðslu í stærri sveitarfé-
lögum en fjórðungur þar sem íbúar
em færri en eitt þúsund. Telst þá
atkvæðagreiðsla bindandi fyrir við-
komandi sveitarstjóm ef V% kosn-
ingabærra manna taka þátt í henni.
I frumvarpinu er gert ráð fyrir
að atkvæðagreiðslan fari fram við
næstu almennu kosningar og er það
ákvæði sett til að kostnaður sem
óhjákvæmilega hlýtur að fylgja
slíkri atkvæðagreiðslu sé í lág-
marki. Sveitarstjóm er skylt að bíða
með framkvæmdir varðandi það
mál er kjósendur óska atkvæða-
greiðslu um og er henni því heimilt
að flýta atkvæðagreiðslunni ef hún
telur ástæðu til. Þó skulu í það
minnsta líða sex vikur frá ákvörð-
uninni þar til atkvæðagreiðslan fer
fram. Er þetta ákvæði sett til þess
að eðlileg kjmning geti farið fram
á því málefni sem kjósa á um.
í frumvarpinu er einnig gert ráð
fyrir að hluti sveitarstjómar geti
skotið einstaka málum undir dóm
kjósenda. Slflct fyrirkomulag trygg-
ir lýðræðisleg vinnubrögð innan
sveitarstjómarinnar. Um fram-
kvæmd atkvæðagreiðslu af þessu
tagi skal fara samkvæmt lögum um
kosningar til sveitarstjóma eða með
þeim hætti sem áður hefur tíðkast
í almennri atkvæðagreiðslu.
Beint lýðræði
í Sviss, sem er sambandslýðveldi
en samanstendur af 26 kantónum,
hefur beint lýðræði þekkst allt frá
miðöldum og enn em fjórar kantón-
ur þar sem borgarar ráða ráðum
sínum á opnum fundum. Allt frá
stofnun sambandslýðveldisins 1848
hefur þróast sérstakt stjómarfar í
Sviss ólfld um margt stjómarfari
annarra Evrópuríkja. Sérhver kan-
tóna er sjálfstæð stjómarfarsleg
eining sem hefur sína sérstöku
stjómarskrá og löggjöf.
I Sviss em um 2.800 sveitarfélög
sem em um margt sjálfstæðari en
annars staðar tíðkast, t.d. hefur
hver svissneskur borgari þrenns
konar ríkisborgararétt, þ.e.a.s.
sveitarfélagsins, kantónunnar og
sambandslýðveldisins. Auk þess
sem borgarar geta haft áhrif á laga-
setningar með beinum hætti, þ.e.
samið lög og farið fram á atkvaeða-
greiðslu um þau, er atkvæða-
greiðsla um einstök mál tíðkuð í
málefnum þjóðarinnar allrar, í kan-
tónunum sem og í hinum fjölmörgu
sveitarfélögum. Era slíkar kosning-
ar hluti af daglegu lífí fólks þar og
lifandi þáttur í stjómsýslu þjóðar-
innar.
í Bandaríkjunum em beinar
kosningar um einstök mál mjög
algengar, bæði innan fylkjanna og
staðbundinna stjóma og má ætla
að 10—15 þúsund kosningar af
þessu tagi fari þar fram árlega. í
Danmörku er ákvæði í sveitar-
stjómarlögunum um að íbúar
sveitarfélags geti farið fram á at-
kvæðagreiðslu ef sveitarfélagið
hyggst leggja niður skóla og um
sameiningu sveitarfélaga og áfeng-
isútsölur hafa oft farið fram
atkvæðagreiðslur. í sænsku sveitar-
stjómarlögunum er heimild um að
efna til almennrar atkvæðagreiðslu
um einstök mál.
Lýðræðishefð
íslendinga
í stjómlagafmmvarpi því er
Gunnar Thoroddsen flutti vorið
1983 og skýrslu stjómarskrár-
nefndar frá sama tíma er kveðið á
um rétt íbúa sveitarfélags til að
óska eftir atkvæðagreiðslu um mál-
efni sveitarfélagsins og er það
nýmæli skýrt með því að þar sé
verið að tryggja lýðræðisleg réttindi
íbúanna og auka þau.
Þar segir ennfremur að svipaðar
heimildir hafi gefíð góða raun m.a.
í Bandaríkjunum og Sviss. Þær
hugmyndir sem hér koma fram em
því ekki nýjar af nálinni. Styrkur
okkar íslendinga sem þjóðar er
menning okkar, tunga og saga. Það
er því mikilvægt að við höldum í
heiðri þá lýðræðislegu hefð er for-
feður okkar lögðu gmnninn að með
stofnun þjóðþings á tíundu öld. Því
er eðlilegt að hér séu íbúum tryggð
sem mest lýðræðisleg réttindi. Að
því stefnir þetta fmmvarp.