Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 24
'24 moiIö\MbLaðíð; láogarðágiír írííöVÉWéfeR'1966 Vátryggingafélögin: Efna til öflugs átaks meö Umferðarráði - til fyrirbyggjandi aðgerða í umferðinni eftirlnga R. Helga- son Hér fer á eftir ræða, sem Ingi R. Helgason, forstjóri Bruna- bótafélags íslands, flutti á fundi Umferðarráðs hinn 15. október sl. Ræðan er lítillega stytt.: Ég mun skipta efninu niður i þijá meginþætti, sem að sjálfsögðu eru þó allir samofnir. 1. Tryggingarþátturinn. 2. Skipulagsþátturinn eða sá opin- beri. 3. Mannlegi þátturinn. Tryggingarþátturinn Gott er að hafa svolítið sögulegt ívaf. Þið vitið, að afmælisdagur bílsins á Islandi er 20. júní 1904, þegar Thomsensbíllinn var fluttur inn. Þá voru engin umferðarlög og þá var ekkert vátryggingarfélag starfandi hér. Tíu árum seinna, 1914, eru á íslandi skráðir 20 bílar. Á því ári, hinn 26. júlí 1914, verður fyrsta skráða umferðarslysið í Reykjavík. Þar voru að vísu ekki bílar á ferð, heldur hestar og drápust þrír þeirra. Nokkru seinna á árinu verður í íyrsta skipti maður fyrir bíl og slas- ast : rjálfu Austurstræti. Mikil blaðaskrif urðu um ósköpin og umræður í borgarstjóm, sem end- uðu með því, að viðauki var samþykktur við lögreglusamþykkt staðarins, og þar með settar reglur um notkun ökutækja í bænum, sem staðfestar voru í stjómarráðinu 21. sept. 1914. Hámarkshraði var ákveðinn 10 km/klst. Nokkm seinna setti Alþingi Bif- reiðalögin nr. 21/1914, sem hlutu staðfestingu kcnungs 2. nóvember 1914, cn tóku gildi um mánaðamót- in febrúar—mars 1915. í upphafi voru ekki lögboðnar ábyrgðartryggingar, heldur aðeins byggt á hinni almennu skaðabóta- reglu með nokkmm takmörkunum. Við vitum, Iivað þetta þýddi. Ef þú varst valdur að slysi í umferðinni, áttir þú að bæta tjónþola með öllum eignum þínum eins og þær hmkku til. Ættir þú ekkert, fékk tjónþoli ekkert. En dveljum ekki lengur við sög- una, fítum okkur nær. Síðan 1914 eða á rúmum 70 ámm hefur bifreiðum §ölgað í landinu úr 20 í 120.000 og emm við á góðri leið með að verða for- ystuþjóð í bílaeign. Á þessum tíma höfum við smíðað okkur löggjöf, sem spannar umferðarmál og tryggingamál, sem í flestu tilliti er sambærileg við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Ávallt stendur slík löggjöf til bóta og sífellt þarf að vera vakandi yfir því, að lög og reglur séu í takt við raun- vemleikann og stuðli að batnandi umferðarmenningu. Fyrir ákvæði umferðarlaga og laga um vátryggingarsamninga á tjónþoli í umferðinni það ekki leng- ur undir efnahag tjónvaldsins, hvort hann fær bætur eða ekki. Það er lögskylt að tryggja sig fyrir tjóni, sem maður veldur öðmm í um- ferðinni. Tryggingafélög, sem sinna hinum lögboðnu ábyrgðartrygging- um hérlendis, em 8 talsins. Það er mikil nauðsyn og raunar snar þáttur umferðaröiyggismála, að hafa starfandi traust vátrygg- ingafélög, sem em þeim vanda vaxin að greiða tjón, sem verða í umferðinni, skilvíslega og undan- bragðalaust. En hvemig em tölumar um tjónatíðni og slys í umferðinni hjá þessari bílaþjóð? Ég þarf ekki að rekja þær fyrir Umferðarráði, en í stuttu máli hrópa þær í himininn. Að vísu emm við ekki verstir allra í tíðni og þunga umferðarslysa, en þessar tölur krefjast þess af okkur, að við tökum höndum saman til að draga úr umferðarslysum. Ef litið er á árið 1985, þá rekast 45 ökutæki hvert á annað á degi hvetjum. Á hveijum degi slasast tæpir 2 menn (1,7) og dauðsföll í umferðinni vom rúmlega 2 á mánuði. Gífurlegar fjárhæðir em hér á ferðinni. Rúmlega 665 millj. króna var tjónþolum greitt í bætur á árinu 1985 af tryggingafélögunum. Tæp- lega 200 milljónir kr. fóm í kostnað og umboðslaun vegna bifreiða- trygginganna. Áður en ég hverf frá fyrsta þætt- inum, tryggingarþættinum, vil ég drepa hér á fáein atriði,'er snerta vekstur vátryggingafélaganna í þessari grein. 1. Aostnaóur. Okutækjatrygging- ar em tangkostnaðarsömustu vátryggingamar hjá félögunum. Mestur mannafli, mesta pappírs- flóðið, flestar símhringingamar. Lítum á eitt afmarkað svið, þar sem kostnaður er ekki bundinn við vá- tryggingafélögin ein. Það em yfir 120.000 bílar í landinu, en árlega þarf að umskrá nærri 50.000 bíla. Af hveiju er þetta svona? Það er vegna þess, að eigendur ökutækja vilja ekki aðeins aka í bílnum sínum af þeirri gerð, sem hann nú cr, heldur vilja þeir líka aka í númerinu sínu, svo að aðrir sjái. Allar tilraun- ir til að fella þennan kostnaö niður, t.d. með því að láta hvem bíl hafa sitt skrásetningarnúmer frá inn- flutningi þar til hann leggst af og hætta öllum umskráningum, hafa orðið að engu og strandað. Bifreiða- eftirlitið er með allt tilbúið í þessa vem, fastanúmerið á hvem bíl, tvo bókstafí og bijá tölustafi. Væri nú ekki vænlegra fyrir samfélagið að spara þennan kostnað og veija fjár- mununum í t.d. umferðarfræðslu? 2. Aðstöðugjald. Það er rétt að benda á það : þennan hóp, að að- stöðugjaldið er ranglega lagt á vátryggingafélögin. Ekki er ég þó að mæla fyrir því almennt, að tekj- ur sveitarfélaganna eigi að minnka. Aðstöðugjaldið á, samkvæmt eðli sínu, að leggjast á tilkostnað við framleiðslu eða þjónustu. Það greiða vátryggingafélögin fúslega. En þeim er gert að greiða aðstöðu- gjald af öllum tjónagreiðslum sínum, sem að sjálfsögðu er ekki tilkostnaður í rekstri. 500 milljónir króna er dálaglegur aðstöðugjalda- stofn. Lækka mætti iðgjöldin að sama skapi og aðstöðugjaldinu væri létt af. 3. Söluskattur. í þeirri skatt- heimtu keyrir þó um þverbak. Ekki einasta greiðir eigandi ökutækis 25% söluskatt ofan á iðgjaldið, sem vátryggingafélagið skilar í ríkis- sjóð, heldur stendur iðgjaldið undir fúllum söluskatti á tjónareikningum vegna varahluta og vinnu. Að vísu em líkamstjón undanskilin sölu- skatti. Þetta leiðir til þeirrar niðurstöðu, að eigandi ökutækis á íslandi greiðir rúmlega 40 krónur af hveijum 100 krónum í iðgjöld beint í söluskatt til ríkisins. Þessi tvísköttun er óhæf með öllu. Ég fullyrði, af því að ég hef kynnt mér það sérstaklega, að hvergi í víðri veröld er reiknaður og innheimtur söluskattur af vátryggingariðgjöld- um. Að sjálfsögðu ber að greiða söluskatt af söluskattskyldum vör- um og vinnu, eins og fram kemur á bótareikningum, en ekki líka af þeim peningum, sem fram em lagð- ir til að greiða þessa reikninga. Ég bendi þeim, sem em að leita að peningum til að standa undir fræðslu og áróðri í umferðarmálum, nauðsynlegu sívakandi átaki til að draga úr umferðarslysum með ýmsu móti, og em að drepast úr peningaleysi, að bera víumar í þennan tvöfalda söluskatt. Hvað á það að þýða, að veija innan við 0,1% af tekjum ríkissjóðs af bílum, til Umferðarráðs? 4. Skilningsleysi. Oft heyrast þær raddir, að rétt sé, að „láta helvítis tryggingafélagið borga“, eða þar iíram eftir götunum. í þessum hugs- unarhætti er fólgin J’nin argasta blekking. Vátryggingafélagið borg- ar ekki neitt og á heldur ekkert að borga. Það em eigendur ökutækj- anna, sem borga brúsann og eiga að borga hann. Þeir borga iðgjöld, sem renna í bótasjóði, sem ásamt ávöxtunartekjum eiga að mæta þeim tjónum sem verða. Vátrygg- íngafélagið er miðlari, því er ætlað að skapa öryggi og traust á oviði umferðarmála. Iðgjöld eiga að ákvarðast af tjónareynslu, og það stýrir ekki góðri lukku að reka þessa vátryggingargrein með tapi ár eftir ár, cg það er ekki sann- gjamt að láta greiðslur iðgjalda í öðmm vátryggingagreinum borga niður iðgjöldin fyrir eigendur öku- tækja. Á sama hátt má tala um skiln- ingsleysi eða ódöngun vátrygginga- félaganna, þegar þau einblína á hækkun iðgjaldanna til iausnar á vandanum, sem hér steðjar að. Ið- gjöldin em ekki nema einn iiðurinn í jöfnunni. Með aukinni hagkvæmni í rekstri, með samræmdum aðferðum i tjónauppgjöri, með sameiginlegri skoðunarstöð og síðast en ekki síst með fyrirbyggjandi aðgerðum i umferðinni sjálfri, má ná sama tölu- !ega árangrinum í rekstri bifreiða- trygginga, eins og með einfaldri hækkun iðgjaldanna. Ég hef rökstudda von um, að bifreiðatryggingafélögin tóu nú að búa sig rindir öflugt samstarf við Umferðarráð um fyrirbyggj- andi aðgerðir og umferðar- fræðslu. Forstjórar félaganna hafa rætt þessi mál að undan- förnu og það á mjög jákvæðan hátt. Ég mun ræða iðgjöldin nánar undir mannlega þættinum. Skipulag-sþátturinn eða sá opinberi Þá er að snúa sér að skipulags- þættinum og því sem snertir hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög. Á ökumaðurinn og vegfarandinn virkilega alla sök á slysatíðninni og því, hve slys geta orðið þungbær? Sem lögmaður minnist ég úr starfi mínu örlagaríkra áfalla, sem marg- ir einstaklingar hafa orðið fyrir vegna umferðarslysa. Oft er sök skipt á milli ökumanns og vegfar- anda, svo sem heimilt er, sam- kvæmt viðurkenndum lögskýring- arreglum, en er það alltaf öll sagan? Báðir fara eftir umferðarreglum, sem hið opinbera setur, en bijóta þær á mismunandi vegu. En eru þessar reglur nógu skýrar? Báðir hreyfa sig eftir umferðar- mannvirkjum, sem ég kalla svo, vegum, brúm, gangstéttum o.þ.h. og þar gerast slysin. Eru þessi mannvirki skynsamlega og rétt hönnuð? Báðir hreyfa sig samkvæmt um- ferðarmerkjum og leiðbeiningum löggæslumanna, en allt kemur fyrir ekki. Er löggæslan og umferðar- stjórnin nógu hnitmiðuð og styrk? Þið heyrið, að ég spyr margra spurninga. Ég vona, að í þessum spurningum mínum heyrið þið ekki bara ásökun eða ávirðingartón, heldur sé ykkur Ijóst, að mér er mikið niðri fyrir í áherslum mínum á mikilvægi opinbera þáttarins og á ábyrgð stjómvalda í umferðar- málum. Það er rangt að skella allri skuld á ökumanninn eða vegfarand- ann. 1. Mín skoðun er sú, að þróun umferðarlaganna undanfama ára- tugi hefur verið jákvæð og eflaust er nýja frumvarpið framfaraspor. Þrátt fyrir það er Ijóst, að aðstæður í þjóðfélaginu eru slíkar og breytast svo ört, að löggjafarstarfíð í þessum efnum og dómstólameðferðin fylgir ekki með i þróuninni. Það dettur engum í hug, nema löggiltum þrasara, að bera ágrein- ing út af umferðaróhappi undir dómstóla landsins. Bifreiðatiygg- ingafélögin hafa sett upp úrskurð- amefnd, sem í eiga sæti lögmenn tryggingafélaganna. Nefndin skoð- ar ágreining um umferðarrétt, sem menn geta borið undir hana, og hún lætur í ljósi niðurstöðu sína með rökstuddum, skriflegum og slqótum hætti. Þessi nefnd fyllir upp í stórt gat. Hún virkar sem umferðardóm- stóll, þótt niðurstöður hennar séu ekki bindandi. Þó er hún algert feimnismál í augum stjómvalda. Og almenningur hefur gaman af að benda á nefndina sem enn eitt dæmið um samtiyggingu félag- anna, með það eina verkefni að skipta sök í umferðaróhappi eftir geðþótta þeirra félaga, sem eiga aðild að tjóninu. Ekkert er ljær sanni. Ég tel, að hið opinbera verði hér að hysja upp um sig og færa lög- gjafarstarfíð og dómstólameðferð- ina til betri vegar. 2. Hönnun, bygging og viðhald umferðarmannvirkja er ekki síður mikilvæg en sjálfar umferðarregl- umar. Hér er alltof oft hreinlega kastað til höndum. Sérstaklega '/irðist skorta framsýni og ábyrgð- artilfinningu og menn gleyma kennisetningunni um, að magn- breyting veldur eðlisbreytingu. Umferðargata, sem með góðu móti annar 4000 bíla umferð, getur óbreytt beinlínis orðið að hættu- legri slysagildru, ef bílum fjölgar í 40.000. Ég get ekki hér talið upp hin mýmörgu dæmi um mistök í gerð umferðarmannvirkja, en mig langar að segja ykkur sögu úr lögmanns- starfi mínu fyrmrn. Kona nokkur gekk eftir vegi í dimmu, að haustlagi, í kaupstað nokmm hérlendis fyrir nokkmm ámm. Vegurinn hafði nýlega verið malbikaður og opnaður fyrir um- • ferð. Kona leiddi 2 böm sín til sitt hvorrar handar. Vissi hún ekki fyrr til en drengur á reiðhjóli, ljóslaus og bjöllulaus, hjólar beint á hópinn. Svo illa vildi til, að stýrið stakkst í auga annars bamsins og reif það út úr. Pilturinn á reiðhjólinu var ekki á skrásettu ökutæki, enginn vátrygging var þama á bak við og sjálfur átti pilturinn engar eignir, né móðir hans. Fulla ábyrgð bar Ingi R. Helgason „Ekki einasta greiðir eigandi ökutækis 25% söluskatt ofan á ið- gjaldið, sem vátrygg- ingafélagið skilar í ríkissjóð, heldur stend- ur iðgjaldið undir fullum söluskatti á tjónareikningum vegna varahluta og vinnu. Að visu eru líkamstjón undanskilín söluskatti. Þetta leiðir til þeírrar niðurstöðu, að eigandi ökutækis á f slandi greiðir rúmlega 40 krónur af hverjum 100 krónum í iðgjöld beint i söluskatt til ríkisins. Þessi tvísköttun er óhæf með öllu.c‘ hann á tjóninu samt, eftir almennu skaðabótareglunni. Ég fékk málið sem lögmaður. Ég stefndi piltinum og kaup- staðnum sameiginlega — in solidum — til greiðslu fullra bóta og fékk þann dóm. Niðurstaðan byggðist á því, að ekki hafí verið forsvaranlegt að opna veginn fyrir umferð að haustlagi, án þess að hafa komið upp lýsingu áður. Hér vom bæjaiyfírvöld sem sagt krafín ábyrgðar, ekki beinlínis vegna mistaka í hönnun eða í bygg- ingu, heldur í mikilvægu atriði, sem tengdist eðlilegri notkun mann- virkis. Peningar skipta í þessu samhengi miklu máli. Peningaleysi getur tor- veldað mjög réttar framkvæmdir í þessum efnum, tafíð framkvæmdir og leitt oft til slæmra lausna. Mjög þýðingarmikið er að veija stómm peningum ? umferðarmannvirki og á réttan hátt. En hér kemur fleira til en hönnun umferðarmannvirlqanna sjálfra. Ákaflega er þýðingarmikið hvar önnur mannvirki em staðsett og hvemig þau tengjast umferðar- mannvirkjunum og á ég hér einkum við skóla, íþióttamannvirki og stór verslunarhús. Skipulag bæja og borga er mikið og vandasamt mál og ekki em uppi neinar patentlausn- ir. Ég sótti einu sinni haustfund samtaka tæknimanna sveitarfélag- anna, égheld 1982. Þar var upplýst, að þriðja hvert bam, sem lenti í umferðarslysi á árinu 1981 í Reykjavík, hefði orðið fyrir bfl á Bústaðaveginum. Manni varð á að spyija um ástæður þessa. Svarið var eitthvað á þessa leið: Sitt hvomm megin við Bústaða- veginn em tveir skólar, Fossvogs- skóli og Réttarholtsskóli, og við þriðja skólann, Breiðagerðisskóla, er kennslusundlaug, sem er ekki við hina. Hvomgur skólinn getur fullnægt gmnnskólafræðslunni gagnvart nemendum í kringum sig. Þetta leiðir til þess, að 1000 nem- endur á aldrinum 12—15 ára urðu af fara yfír Bústaðaveginn tvisvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.