Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 1. NÓVEMBER 1986
Starfið opnar augun
fyrir flóru mannlífsins
- segir Guðfinnur J. Bergsson, lögregluvarð-
stjóri, sem sýnir ljósmyndir í Festi í Grindavík
í LITLUM sal á efstu hæð Festis í Grindavík hefur undanfarn-
ar vikur staðið yfir sýning á ljósmyndum Guðfinns J. Bergsson-
ar, lögregluvarðstjóra. Þessi sýning er um margt sérkennileg.
Guðfinnur hefur tekið ljósmyndir meira en fjóra áratugi og
dregur nú fram úr safni sinu svipmyndir af lífinu i Grindavík,
fjölskyldunni, kunningum og vinum, landslagsmyndir af
íslenskri náttúru og frá ferðalögum um fjarlæga heimshluta.
Þar gefur einnig að lita „listrænar" myndir sem hlotið hafa
verðlaun i alþjóðlegum samkeppnum og margvislegar frétta-
myndir sem birst hafa lesendum Morgunblaðsins. Guðfinnur
hefur framlengt sýninguna vegna fjölda áskoranna, og lýkur
henni á sunnudagskvöld.
Myndimar á sýningunni eru rúm-
lega 200 talsins, en Guðfínnur segir
að það sé aðeins brot af því sem
hann hefur fest á fílmu um æfína.
„Bara það sem var við hendina
þann daginn" segir hann. „Ég er
búinn að vera með ljósmyndabakt-
eríu mestan part æfínnar. Raunar
byijaði ég í ljósmyndanámi ungur
maður, en örlögin höguðu því þann-
ig að náminu lauk á miðri leið.
Núna loksins sé ég fram á að geta
snúið mér meira að ljósmyndun-
inni, því bráðum fer ég í eins árs
frí frá lögreglunni. Þá ætla ég til
dæmis að vinna uppúr þeim þúsund-
um „slidesmynda" sem ég hef tekið
um æfína. Síðan á ég mikið safn
mynda af eldri borgurum hér í
Grindavík sem ég vildi gjaman
koma betri skikk á, enda er þar um
mikil söguleg verðmæti að ræða.
Margt af þessu fólki er farið yfir
móðuna miklu."
Guðfínnur segir markmiðið með
sýningunni vera að styrkja gott
málefni, sem er bygging dvalar-
heimilis aldraðra í Grindavík. Hann
hefur greitt kostnað við vinnslu ljós-
myndanna úr eigin vasa, og allur
ágóði rennur óskertur til dvalar-
heimilisins. „Þótt maður sé enn í
fullu fjöri, aðeins sextíu og eins,
er eins gott að fara að huga að því
hvað maður gerir í ellinni. Það er
aldrei að vita nema að maður eigi
eftir að enda þar.“ Hann biður
blaðamann um að geta þess kurteis-
lega að Grindvíkingar hafí verið
heldur latir við að sækja sýning-
una. Þeir séu ekki nema fimmtung-
ur sýningargesta það sem af er. „En
það er nú einu sinni þannig að
Grindvíkar sækja alltaf illa sýning-
ar,“ segir Guðfmnur.
„Fólk úr nágrannabæjunum og
af Reykjavíkursvæðinu hefur verið
duglegt við að koma. I gær voru
hér hjón frá Blönduósi komin gagn-
gert til að skoða sýninguna. Þau
höfðu lesið um hana í Morgun-
blaðinu, og urðu svo forvitin að þau
tóku sér þessa ferð fyrir hendur.
Mér fannst þetta einstakt, og bauð
þeim að velja sér mynd. Fannst
ekki stætt á því að þau færu þessa
ferð í erindisieysu," segir Guðfinn-
ur.
Þegar gengið er um salinn læðist
að blaðamanni sá grunur að Guð-
fínni þyki gaman að ljósmynda
mannlífíð. Þama eru myndir frá
kúttmagakvöldum og árshátíðum,
af sjóferðum Lionsmanna, félag-
starfi ungra og aldraðra, síldar-
stúlkum í ham, lítilli tátu að draga
maríufiskinn og lögregluþjónum að
leiðbeina ungum hjólreiðamönnum.
Guðfínnur staðfestir grunsemdimar
og segir að starfíð hafí sennilega
opnað augu hans betur fyrir flóru
manniífsins. „Samskipti við menn
og málefni hafa alltaf verið efst á
baugi hjá mér, og af starfí í lögregl-
unni í 21 ar er ég vissulega reynsl-
unni ríkari í samskiptum við menn.
Það kennir manni líka að dæma
ekki fólk, taka hveijum manni eins
og hann er,“ sagði Guðfinnur.
„Fyrstu árin hér í Grindavík var
ég eini lögregluþjónninn. Þá hjálp-
aði það mér mikið að kunna svolítið
í sálfræði. Á hana ætti að leggja
ríka áherslu í menntun lögreglu-
þjóna. Mér hefur reyndar viljað það
til happs að þurfa aldrei að neita
aflsmuna. Hinsvegar hafði maður
stundum með sér heilu skipshafn-
Guðfinnur stendur sjálfur straum af kostnaði við sýninguna, og
hefur eitt ófáum vinnustundum í það að stækka og ramma inn ljós-
myndirnar. „Ágóðinn af sýningunni rennur allur til dvalarheimilisins,
það er aldrei að vita nema að maður iendi þar einhvern daginn,"
sagði Guðfinnur.
imar upp á stöð þegar hitna tók í
kolunum, hér á árum áður.“
Þegar blaðamaður spyr Guðfínn
hvort hann hefði kosið að halda
áfram ljósmyndanámi, og gera það
að sínu æfistarfi, svarar hann því
til að lítið stoði að tala um liðna
tíma. „Þú ert ekki kominn hingað
til að tala um fortíðina. Hún skiptir
engu máli, hver maður reynir að
lifa eftir bestu getu og ég er ánægð-
ur með mitt. Hvort maður gerði
alltaf rétt, veit ég ekki. Enda skipt-
ir það ekki máli. Nú er hugsa ég
um fríið á næsta ári, þá ætla ég
að hafa það gott fara um landið
og taka myndir. Mér hefur aldrei
leiðst," sagði Guðfínnur J. Bergs-
son.
Vaxtafrelsið:
Overulegar breytingar hjá
öðrum en Iðnaðarbankanum
ÞAÐ verða ekki miklar breyting-
ar á vöxtum innlánsstofnana í
kjölfar gildistöku nýrra laga um
Seðlabanka íslands í dag. Undan-
tekningin er þó Iðnaðarbankinn,
sem gerir grundvallarbreytingar
á bæði á vöxtum inn- og útlána,
en þó sérstaklega á gjaldskrá.
Nú eru hæstu vextir á verð-
tryggðum útlánum innlánsstofn-
ana 6,75%, en forvextir víxla
verða hæstir 16,25%. Það vekur
nokkra athygli að Landsbankinn
breytir í engu vöxtum, né heldur
Samvinnubankinn og Alþýðu-
bankinn. Útvegsbankinn, Verzl-
unarbankinn, og sparisjóðimir
gera nokkrar breytingar, sér-
staklega á verðtryggðum útlán-
GENGIS-
SKRANING
Nr. 207 -31. október 1986
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 40,840 40,960 40,750
Stpund 57,299 57,467 57,633
Kan.dollari 29,412 29,498 29,381
Dönskkr. 5,2612 5,2767 5,3320
Norsk kr. 5,4327 5,4486 5,5004
Sænskkr. 5,8094 5,8265 5,8620
Fi.mark 8,1550 8,1789 8,2465
Fr.franki 6,0638 6,0817 6,1384
Bel(f. franki 0,9531 0,9559 0,9660
Sv.franki 23,8551 23,9252 24,3400
Holl. gyllini 17,5279 17,5794 17,7575
V-þ. mark 19,7940 19,8522 20,0689
Ítlíra 0,02865 0,02873 0,02902
Austurr. sch. 2,8146 2,8229 2,8516
Portescudo 0,2714 0,2722 0,2740
Sp.pesetí 0,2955 0,2964 0,2999
Jap.yen 0,25218 0,25292 0,25613
írsktpund 53,970 54,129 54,817
SDRISérst) 48,8221 48,9664 48,8751
ECU, Evrópum.41,3403 42,4618 41,8564
um, en Búnaðarbankinn gerir þá
einu breytingu að hætta birtinu
kaupgengis viðskiptavíxla, en
auglýsir í stað þess 19,5% vexti.
Brynjólfur Helgason, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Lands-
bankans sagði að engar breytingar
yrðu á vöxtum bankans nú, hvað
sem yrði síðar í mánuðinum. Búnað-
arbankinn hefur ákveðið að hætta
gengisskráningu á viðskiptavíxlum
en auglýsir í stað þess sérstaka
vexti á þeim sem verða 19,5%.
Kristján Gunnarsson, forstöðumað-
ur hagdeildar bankans sagði að
vextir á víxlum sem bankinn kaup-
ir beint af útgefenda yrðu óbreyttir
en auglýstir vextir á viðxkiptavíx-
lum ættu aðeins við um þá víxla
sem yrðu til í viðskiptum milli aðila
utan bankans, en sem hann kaupir
af framseljendum.
Hjá Alþýðubankanum verða eng-
ar breytingar í dag. „Við höfðum
ekkert sérstakt tilefni til þess að
okkar mati,“ sagði Ólafur Ottósson
aðstoðarbankastjóri. Og Samvinnu-
bankinn gerir heldur ekki breyting-
ar á sínum vöxtum.
Vextir á almennum sparisjóðs-
bókum í Útvegsbankanum hækka
um 0,5% og verða 8,5%, þá hækka
einnig vextir á Ábótarreikningi og
12 mánaðar uppsagnarreikningi í
14,5%. Bankinn býður nú upp á
nýjan reikning, Lotureikning, en
þeir sem ekki hafa hreyft innistæðu
sína á Ábót, sem er óbundinn reikn-
ingur, í 18 rnánuði fá sérstakan
vaxtabónus og aftur ef innistæða
er óhreyfð 24 mánuði. En mesta
breytingin hjá bankanum er sú að
nú er ekki lengur gerður greinar-
munur á verðtryggðum lánum eftir
lengd lánstíma. 011 verðtryggð út-
lán verða með 6% vöxtum, en áður
voru lán í allt að 2,5 ár með 4%
vöxtum og lán til lengri tíma með
5% vöxtum, eins og hjá öllum öðrum
bönkum og sparisjóðum. Þá verða
yfírdráttarvextir 18%.
Forvextir almennra víxla spari-
sjóðanna hækka um 0,5% í 15,75%,
kaupgengi viðskiptavíxla verður
óbreytt. Vextir almennra skulda-
bréfa hækka einnig um 0,5% og
verða frá og með deginum í dag
16%. Líkt og Útvegsbankinn hætta
sparisjóðimir að gera greinarmun
á tímalengd útlána sem eru verð-
tryggð, og bera öll verðtryggð útlán
nú 6% vexti. Innlánavextir breytt-
ust einnig, þ.e. vextir almennra
sparisjóðsbóka verða 9% í stað 8%
og vextir af 6 mánaða verðtryggð-
um reikningum verða 3,5%, hækka
um 0,5% og þar með hækka vextir
Trompreiknings sem er verðtryggð-
ur, einnig í 3,5%.
Verzlunarbankinn hækkar vexti
af verðtryggðum innlánum. A
þriggja mánaða reikningum reikn-
ast 2% vextir í stað 1%, og af 6
mánaða reikningum reiknast 3,5%,
þ.e. hækka um 0,5%. Þá eru vextir
verðtryggðra útlána óháðir
lánstíma og eru nú orðnir 6,5%.
Mestu breytingamar eru, eins og
áður segir hjá Iðnaðarbankanum
og má í raun segja að þar séu kerf-
isbreytingar. Ragnar Önunarson,
bankastjóri sagði að markmiðið
hefði verið að einfalda. Forvextir
víxla verða 16,25% í stað 15,25%,
yfírdráttarlán tékkareiknings verða
16,5% Og líkt og Útvegsbankinn,
Verzlunarbankinn og sparisjóðimir,
þá hættir bankinn að líta á lengd
útlána og verða verðtryggð útlán
með 6,75% vöxtum, en verða aðeins
veitt til lengri tíma. Þá er einnig
sú breyting að í stað þess að aug-
lýsa vexti af afurðalánum í erlend-
um myntum þá verður reglan sú
að lánþegi greiðir bankanum jafn-
háa vexti að jafnaði og bankinn
greiðir á hveijum tíma af teknu
erlendu lánsfé að viðbættu 1,5%
álagi. Vextir af afurðaiánum í
íslenskum krónum hækka úr 15%
í 16,25%.
Iðnaðarbankinn heldur áfram að
auglýsa sérstakt kaupgengi við-
skiptavíxla og -skuldabréfa, en
ávöxtunarkrafan hefur verið „stór-
lega lækkuð", eins og segir í frétt
frá bankanum. Vegna þessarar
lækkunar lækkar meðalávöxtun
útlána bankans um 0,6% (úr 17,6%
í 17%). Þetta leiðir til þess, að sögn
þeirra Iðnaðarbankamanna, að
vaxtamunurinn (mismunur inn- og
útlánavaxta) lækkar úr 7,2% í 6,6%.
Gjaldskrá bankans breytist í
grundvallar atriðum og hún einföld-
uð, með því að fella niður svokallað-
an „útlagðan kostnað" og þóknanir
sem ákveðnar voru sem hlutfall af
lánsfjárhæðum. Þess í stað er tekið
upp nýtt afgreiðslugjald, sem er
ákveðið sem krónutala sem nægir
fyrir kostnaði bankans við af-
greiðsluna. Áhrif þessara breytinga
á vöxtum og gjaldskrá eru engin á
heildartekjur bankans.
Þá hefur Iðnaðarbankinn gefíð
fordæmi um hvaða vextir verði
teknir af skuldaskjölum sem bönk-
um eru falin til innheimtu. Iðnaðar-
bankinn reiknar vexti af slíkum
bréfum sem gilda í sambærilegum
eða hliðstæðum viðskiptum bank-
ans.
Iðnaðarbankinn hefur einnig gert
breytingar er snerta innlán. Þannig
er bankinn ekki lengur með sér-
staka bundna reikninga, óverð-
tryggða eða verðtryggða.
Bönkum og sparisjóðum var veitt
takmarkað frelsi í ágúst 1984 til
að ákveða inn- og útlánavexti.
Þessu var hins vegar breytt í mars
á þessu ári, þegar heimildin var
þrengd og stofnunum aðeins veitt
leyfí til að ákveða vexti af innlán-
um. Seðlabankinn hefúr tekið
ákvörðun um útlánavexti, en með
lögunum sem taka gildi í dag er
innlánsstofnunum veitt frelsi til
ákvörðunar vaxta bæði inn- og útl-
ána. Búast má við því að verð-
tryggðir útlánavextir þeirra banka
sem ekki breyttu þeim nú hækki
til samræmis við vexti þeirra sem
gefíð hafa tóninn.
Félag kerfisfræð-
inga og forritara:
Stofnfundur
haldínn í dag
STOFNFUNDUR Félags kerfis-
fræðinga og forritara verður
haldinn í dag, 1. nóv., kl. 14.00
að Hótel Esju.
Undanfama mánuði hefur tíu
manna hópur áhugafólks unnið að
því að undirbúa stofnun Félags
kerfísfræðinga og forritara á Is-
landi. Talið er að brýn þörf sé á
faglegu félagi kerfísfræðinga og
forritara þar sem þeir sem starfa
að hugbúnaðargerð skipta nú
hundmðum og reynsla þeirra ákaf-
lega mismunandi.
Gert er ráð fyrir að helstu verk-
efni slíks félags verði á sviði
fræðslumála og endurmenntunnar
þar sem fagleg þróun í faginu er
ákaflega ör og því áríðandi að fólk
í þessum störfum haldi vöku sinni
í þeim efnum. Félagið gæti auk
þess beitt sér fyrirýmis konar könn-
unum og upplýsingamiðlunum bæði
á sviði kjaramála og faglegra mála.