Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 64
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. ■< V*- Harður árekstur á Bæjar- hálsi MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls á tíunda tímanum í gærkveldi. Tveir voru fluttir á slysadeild og fékk annar þeirra að fara heim eftir rannsókn þar. Meiðsli hins voru ókunn í gærkveldi. Áreksturinn varð með þeim hætti að Colt bifreið var ekið norð- , ur Höfðabakkann, er bifreið af Buick gerð, sem kom á móti og var á leið austur fyrir fjall, var sveigt í veg fyrir hana á gatna- mótum Bæjarháls og Höfðabakka. Tveir voru í Colt bifreiðinni og voru þeir báðir fluttir á slysadeild. Landsfund- ^ur Sjálfstæðis- f lokksins verð- ur 5. til 8. mars MIÐSTJÓRN Sjálfstæðis- flokksins ákvað á fundi sínum í gær, að landsfundur flokksins yrði haldinn 5.-8. mars næst- komandi. Landsfundur skal haldinn á tveggja ára fresti. Rúmlega tólf hundruð manns eiga rétt til setu á landsfundi. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í samtali við . Morgunblaðið, að landsfundurinn yrði haldinn óvenju snemma að vori að þessu sinni. „Sjálfstæðisflokkurinn telur einsýnt að kosningar verði haldn- ar áður en kjörtímabilinu lýkur 23. apríl næstkomandi og því vilj- um við halda landsfund með góðum fyrirvara, þar sem baráttu- mál og stefna flokksins í kosnirig- unum verður ákveðin," sagði Kjartan Gunnarsson. Auk þess að ákveða stefnu flokksins, kýs landsfundur for- mann, varaformann og miðstjóm Sjálfstæðisflokksins. Björgunaræfing á Sundunum Morgunblaðið/RAX Oryggjsfrœésla sjómanna var með björgunaræfingu á Sundunum í gær. Þessi æfing er hluti af fjögurra daga námsskeiði, sem hluti áhafna togaranna Karlsefnis og Viðeyjar hafa verið á undanfarið. Meðal þess sem áhafnirnar æfðu í gær var notkun flotbúninga, sem geta haldið lífi í manni í köldum sjó margfalt sinnum lengur en annars. Vaxtafrelsi tekur gildi: Vextir verðtryggðra út- lána verða hæstir 6,75% Mestu breytingarnar hjá Iðnaðarbankanum, sem lækkar verulega ávöxtunarkröfu viðskiptavíxla HÆSTU vextir banka og sparisjóða af verðtryggðum útlán- um verða frá og með deginum í dag 6,75%, en voru áður 4-5%, eftir lánstíma. í dag ganga í gildi ný lög um Seðla- banka Islands, þar sem bönkum og sparisjóðum er tryggt vaxtafrelsi. Mestu breytingarnar urðu hjá Iðnaðarbankan- um, en nokkra athygli vekur að þrír bankar, þar á meðal Landsbankinn, og tveir einkabankar, breyta í engu vöxtum. Iðnaðarbankinn heldur áfram I viðskiptavíxla, en ávöxtunar- að auglýsa sérstakt kaupgengi | krafan er lækkuð mjög verulega. Flugleiðir hefja beint flug til Boston í apríl Auknir möguleikar á sölu ferskfisks í Bandaríkjunum FLUGLEIÐIR hf munu hefja beint flug til Boston í aprílmán- uði á næsta ári og verður flogið ' tvívegis í viku hverri. Flutnings- geta í hverri ferð auk vamings farþega er 7 til 8 lestir. Með þessu opnast takmarkaðir mögu- leikar á því að senda ferskan fisk flugleiðis til Bandaríkjanna, þar sem möguleikar á sölu era góðir á fiskmörkuðum í og við Boston, en flutningsgetan er lítil. Flugleiðir munu fljúga til Boston á sunnudögum og miðvikudögum og henta þeir dagar vel, einkum sunnudagurinn, fyrir flutninga og sölu á ferskum físki. Fyrirtækið hefur undanfarin misseri flutt frem- ur lítið af ferskum físki, bæði vegna takmarkaðrar flutningsgetu og vegna þess að áfangastaðir hafa ekki verið í nágrenni við helztu físk- sölusvæðin. Verð á dalnum er ennfremur lágt og því hefur ekki verið sérlega hagkvæmt að flytja fiskinn með jafn kostnaðarsömum hætti og með flugi vestur um haf. Flugleiðir hefja í nóvember áætlun- arflug til Orlando í Florida og opnast því möguleikar á sölu fískjar þangað auk Boston. Hins vegar eru 7 til 8 lestir í ferð, tvívegis í viku lítið og því munu þessir möguleikar ekki skipta sköpum fyrir útflutning á ferskum fiski. Mikil óánægja hefur verið meðal forráðamanna fyrirtækja vegna hárrar ávöxtunarkröfu bankanna af viðskiptavíxlum og -skulda- bréfum og þeir meðal annars bent á að hún hefði áhrif til hækkunar verðlags. Búnaðarbankinn fer hins vegar aðrar leiðir en Iðnaðar- bankinn og fellur frá því að auglýsa kaupgengi heldur verða vextir þessara bréfa 19,5%. Auk Iðnaðarbankans, breyttu Útvegsbankinn, Verzlunarbank- inn og sparisjóðirnir nokkru í vöxtum. Allir breyttu vöxtum verðtryggðra útlána. Útvegs- bankinn hækkaði vexti af almenn- um sparisjóðsbókum í 8,5% og sparisjóðimir í 9%. Enginn breytti gjaldskrá nema Iðnaðarbankinn, sem gerði grund- vallarbreytingar á henni. Mark- miðið var að einfalda hana, að sögn Ragnars Önundarsonar, bankastjóra. Frá og með deginum í dag fellur niður liður er nefnist „útlagður kostnaður" og einnig þóknanir sem ákveðnar voru sem hlutfall af lánsfjárhæðum. f stað- inn er tekið upp nýtt afgreiðslu- gjald, sem er ákveðið sem krónutala, fyrir kostnaði bankans við afgreiðsluna. Sjá frétt á bls. 34 V estmannaeyjar: Gengu slas- aðir í bæinn Vestmannaeyjum. TVEIR ungir piltar, 16 og 17 ára gamlir, slösuðust tals- vert þegar bifreið þeirra lenti útaf Dalavegi laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Slysið átti sér stað i grennd við flugvöllin og gengu piltarnir slasaðir og alblóðugir í and- liti um all langan veg að heimili annars þeirra. Kallað var á lækni og voru piitarnir þegar lagðir inn í sjúkrahús- ið. Piltamir voru að koma veg- inn ofan af flugvelli, þegar bifreiðin hentist út af veginum og fram af þriggja metra háum vegkanti. Hefði bifreiðin kastast tveimur metrum lengra, hefði hún hafnað á steinsteyptri spennistöð. _hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.